Morgunblaðið - 15.02.1985, Síða 42

Morgunblaðið - 15.02.1985, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1985 ÞÓRÐUR VIGFÚSSON TÓMSTUNDASKÓLANUM „Fólk á að fá fræðslu án þess að skuldbinda sig í próf eða heimavinnu“ Það er orðin staðreynd að fólk getur sótt sér fjölbreytilegustu tilsögn utan hins venjulega kerfis. Málaskólar og námsflokkar hafa lengi átt vinsældum að fagna, en í auknum mæli skjóta nú upp kollinum staðir þar sem námskeið eru í boði á ýmsum sviöum. Það gildir einu hvort þú vilt læra garðrækt, útsaum, sitja hest eða fara í fjölmiðlun. Tilsögn er í boði einhvers staðar í borginni. Nýjasta fræðslumiðstöðin sem opnaði nú fyrir nokkrum dögum heitir Tómstundaskólinn og eitt kvöldið þegar kennslan var aö hefjast leit Mbl. þar inn og hitti einn eigendanna, Þórð Vigfússon. Nemendur að byrja í „stofn og rekstur fyrirtækis“. Anniqa hneykslar landa sfna... Hvernig datt ykkur í hug að fara út í að stofna skóla af þessu tagi? „Hugmyndina hafði ég gengið með í magan- um í nokkur ár. Mér fannst vera brýn þörf fyrir slíkan skóla og í huganum var ég búinn að sjá fyrir mér langan lista af hugsanlegum nám- skeiðum. Um síðustu áramót var ég búinn að fá tvo menn í lið með mér til að ráðast í þetta verkefni, svo það var bara slegið til. Ég hugsa að það sem lá að baki hugmyndinni hafi verið að maður þekkir mikið af fólki sem langar til að fá sér einhverja fræðslu á lifandi og skemmtilegan hátt án þess að þurfa að skuld- binda sig í próf eða heimavinnu. Við viljum hérna í skólanum að fólk sé virkt og taki mik- inn þátt í kennslustundunum og hafi þar með áhrif á hvernig kennslan fer fram, þ.e.a.s. móti hana líka. Markmiðið er að sem flestum þyki skemmtilegt og þarna geti fólk með svipuð áhugamál mæst, rabbað og skipst á skoðunum. Hvernig hafa undirtektir verið sem af er? „Miðað við hve stutt er síðan við fórum af stað og ef við tökum tillit til þess að við höfum ekki auglýst mjög mikið er óhætt að segja að þetta hafi tekist mjög vel. Við förum nú af stað með 11 námskeið af 30 sem í boði voru og sum þeirra eru tvöföld, þ.e.a.s. við þurftum að bæta við öðrum bekk í sumum „kúrsunum". Þetta virðist vera alls konar fólk úr hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins á öllum aldri. Yngsti meðlimurinn núna er 16 eða 17 ára og sá elsti um sjötugt. Geturðu nefnt nokkur dæmi um einhverjar nýj- ungar í námskeiðum sem þið hafið upp á að bjóða? Já, við erum með ættfræðinámskeið sem er tiltöíulega nýtt fyrirbæri. Þá erum við með til- sögn í skapandi ritsmíðum. Þetta er tilvalið fyrir þá sem hafa hug á að skrifa og finna hjá sér þörf fyrir það, en hafa ekki lagt út á þá braut. Það er ýmislegt fleira, s.s. garðrækt, leiklist o.s.frv. Annars er ég mjög undrandi á að sjá hvaða námskeið féllu niður svo sem í heimilisrekstri, þjóðháttafræði o.fl. Við Ieigj- um til skólahaldsins Þrúðvang við Laufásveg sem við fáum að nota eftir að MR-ingar eru búnir í skólanum á daginn. Þetta er húsnæði sem við þurftum ekkert að gera fyrir, þvi skól- astofur eru fyrir. Meiningin er svo að reka skólann árið um kring og jafnvel skipuleggja námskeiðahald fyrir félagasamtök. Ertu bjartsýnn á að þetta gangi? „Já, ég held það. Að vísu er ég bjartsýnis- maður að eðlisfari en ég bind vonir mínar við að þetta höfði til fólks." Danska söng- og dans- mærin Anniqa, sem einnig hefur getið sér orð fyrir slöngutamningar, hefur hneykslað landa sína. Ann- iqa, sem er eigi óþekkt hér á landi þar sem hún hefur sungið og skemmt á íslensk- um skemmtistöðum, lagði land undir fót, hélt vestur um haf með vini sínum Sven Ole Thorsen. Thorsen er vöðvatröll og mun leika aukahlutverk í ævintýra- mynd í Hollywood. Anniqa er komin á kaf í vaxtarrækt- ina eins og vinurinn eins og önnur myndin ber með sér, en ferðalag Anniqu er í sjálfu sér ekki það sem hneykslað hefur Dani, held- ur sú ákvörðun hennar að skilja son sinn, Robert, niu ára gamlan, eftir heima. „Ég mun sakna hans, en þetta verður ekki nema í nokkra mánuði," segir Anniqa og hneykslar landa sína enn meir... Með syninum Robert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.