Morgunblaðið - 24.02.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1985
B 7
Gunnar hefur nú staðið í eldlínu
íslenskrar dægurtónlistar í yfir
tuttugu ár og virðist engan bilbug
á honum að finna enda segir mál-
tækið: „Allt er fertugum fært“. Ég
spyr hann hvort hann hafi átt von
á að endast svo lengi í þessum
bransa?
„Mér datt aldrei í hug að þetta
myndi endast svona lengi. Það var
líka alltaf talað þannig við mann,
að maður yrði að hafa eitthvað
annað til að grípa til þegar þetta
væri búið. Annars hafði ég aldrei
neinar áhyggjur af því hvað við
tæki. Kannski þorði ég ekki að
hugsa þá hugsun til enda. Þetta
var það eina sem ég kunni sæmi-
lega og ég var staðráðinn í að
þrauka eins lengi og mögulegt
væri. Ég hef heldur aldrei séð eftir
að hafa valið mér þetta starf, enda
þýðir það ekkert, ég kann ekkert
ánnað.
Ég er hins vegar bjartsýnni nú
en oft áður að ég geti enst talsvert
lengur í þessu. Stóru veitingahús-
in eru nú aftur farin að bjóða upp
á starfsmöguleika fyrir reyndari
hljómlistarmenn og þetta er orðið
„stabílla" líf en áður var. Ég held
að það séu minni möguleikar fyrir
yngri mennina nú í dag, að ryðja
okkur eldri út úr veitingahúsun-
um, eins og við gerðum á sínum
tíma þegar bítlaæðið gekk yfir.
Hins vegar er það alls ekki tak-
markið að standa um aldur og ævi
uppi á sviði og spila fyrir dansi.
Eins og ég sagði áðan hef ég meiri
áhuga fyrir upptökum og útsetn-
ingum, svo ég tali ekki um, ef mér
tekst að herða mig upp í að fara
aftur að semja. Eigum við ekki
bara að segja að það verði næsta
skrefið..."
- Sv.G.
Hvað er virðisaukaskattur?
Magnús L. Sveinsson
Asmundur Stefánsson
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um virðisaukaskatt.
Ef frumvarpið verður að lögum:
Hækka nauðsynjavörur?
Hefur það áhrifá kjör launafólks?
Verður afkoma heimilanna verri?
Leiðir það til betri skattskila?
Þessum spurningum og fleiri svara framsögu-
mennirnir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ
og Árni Kolbeinsson skrifstofustjóri í Qár-
málaráðuneytinu á almennum fundi Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur á Hótel Sögu,
Súlnasal, mánudaginn 25. febr. kl. 20.30.
Fundurinn er öllum opinn.
Fundarstjóri: Magnús L. Sveinsson.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Metsölubku) á hverjum degi!
Utsalan er á gamla staðnum bak við Sportval
(gengið inn í sundið við hliðina ó Sportval.)
Sportval
Sendum í póstkröfu.
Laugavegi 116 (viö Hlemm). Sími 14390 og 26690.
HJA SPORTVAL
don cano
UNGLINGAULPUR
áöur 4.114 kr. nú 2.500
Alls konar íþróttafatnaöur t.d. peysur, buxur, skór, húfur, lúffur og margt, margt
fleira.
Þeim sem komu á útsöluna hjá okkur sl. haust, líöur sjálfsagt seint úr minni önnur
eins verötilboö eins og viö gerðum þá, og ekki er þaö minni verðlækkun í dag.