Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985
Tvær bifreiðanna stórskemmdar eftir ákeyrsluna.
Þrjár kyrrstæðar
bifreiðir skemmdar
EKIÐ VAR á þrjár kyrrstæðar bifreiðir í Hafnarfirði aðfaranótt miðvikudags.
Ökumaðurinn sem það gerði hefur ekki
Enginn varð var við ákeyrsluna
fyrr en í gærmorgun, en þá kom
Kristján Flygenring, verkfræðing-
ur, að bifreiðunum mikið skemmd-
um fyrir utan heimili sitt. Ekið
hafði verið framan á Honda-bifreið,
sem hafði kastast á nýja bifreið af
gerðinni Volkswagen Golf. Sú bif-
reið lenti framan á Mustang-bif-
reið, en hún mun hafa skemmst lít-
ið. Bifreiðin, sem ekið var á, hafði
greinilega festst við Honduna og
dregið hana með sér nokkra metra
þegar henni var bakkað frá.
Kristján Flygenring sagðist að
vísu ekki vera eigandi allra bifreið-
fundist enn.
anna. „Þessu verður að taka eins og
hverju öðru, en ég vona bara að sá
sem skemmdunum olli finnist
fljótlega," sagði Kristján. „Bifreiðin
sem lenti á milli hinna tveggja var
mjög mikið skemmd, en sú aftasta
sama og ekkert. Það vaknaði enginn
við ósköpin, enda er ekki búið f því
húsi sem bifreiðirnar stóðu næst.
Ég vona bara að einhver geti bent
lögreglunni á það hver olli þessu, en
það virðist hafa verið fremur stór
bifreið, jeppi eða þaðan af stærri.
Allar líkur eru á að bifreiðin hafi
verið ljósgræn að lit,“ sagði Krist-
ján.
Kennaradeilan:
Samninganefndir ræða niður-
stöður endurmatsnefndar í dag
„ÞAÐ ER allt gott að frétta af þess-
um fundi. Hann stóð að vísu stutt, en
það var ákveðið að halda annan fund
í fyrramálið og fara þá yfír niðurstöð-
ur nefndar, sem vann að endurmati á
störfum kennara," sagði Kristján
Thorlacius formaður Hins tslenska
kennarafélags þegar hann var inntur
fregna af fundi samninganefndar
ríkisins og HÍK í gær.
Kristján sagði að hvorki HÍK eða
samninganefnd ríkisins hefðu haft
nokkrar tillögur í gær um hvernig
eigi að meta niðurstöður endur-
matsnefndar til fjár. „Það var
ákveðið að samninganefndirnar
skyldu hittast fáliðaðar í fyrramál-
ið til að fara yfir skýrsluna og
ákveða nánar tilhögun fundarhalda
á næstu dögum,“ sagði Kristján
Thorlacius.
Á fundi Launamálaráðs BHM
með blaðamönnum í gær furðuðu
forystumenn ráðsins sig á því að
niðurstöður nefndar sem vann að
samanburði á kjörum háskóla-
manna hjá ríki og á almennum
markaði skyldu ekki vera hafðar til
hliðsjónar í tilboði samninganefnd-
ar ríkisins. I tilefni af fundi þess-
um hefur fjármálaráðuneytið sent
frá sér greinargerð um málið.
Sjá nánar í miðopnu: „Saman-
burðurinn augljóslega rangur.“
Skoðanakönnun Hagvangs:
Stjórnin í meiri-
hluta úti á landi
— minnihluti á höfuðborgarsvæði
Styður þú eða styður þú ekki núverandi ríkis-
stjórn?
febrúar ’85 sept/okt.’84 júlí ’84 aprfl '84
Styður 41,9% 47,5% 58,0% 69,6%
Styður ekki 41,5% 40,3% 26,5% 20,5%
Veit ekki 13,6% 8,9% 12,7% 7,9%
Neitar að svara 2,9% 3,3% 2,8% 2,0%
RÍKISSTJÓRNIN nýtur stuðn
ings rúmlega helmings kjósenda
skv. niðurstöðum skoðana-
könnunar Hagvangs, sem ný-
lega fór fram. 50,2% þeirra, sem
spurðir voru og afstöðu tóku
kváðust styðja ríkisstjórnina, en
49,8% lýstu andstöðu við hana.
Stuðningur við ríkisstjórnina
er meiri út á landi en á höfuð-
borgarsvæðinu. Mestur er hann í
dreifbýli á landsbyggðinni. Þar
styðja 72,1% stjórnina en 27,9%
eru andvígir henni. í þéttbýli úti
á landi er stuðningur við stjórn-
ina 50,4% en 49,6% andvígir. Á
höfuðborgarsvæðinu var ríkis-
stjórnin í minni metum meðal
þátttakenda. Á því svæði naut
hún stuðnings 47,9% en 52,1%
kváðust henni andvígir. Ríkis-
stjórnin er vinsælli meðal
kvenna en karla. Af þeim körlum
sem spurðir voru lýstu 48,7%
stuðningi við ríkisstjórnina en
51,3% andstöðu. í hópi kvenna
voru 51,7% stuðningsmenn
stjórnarinnar en 48,3% kvenna
lýstu andstöðu.
Skoðanakönnun þessi fór fram
19.—28. febrúar. Stærð úrtaks
var 1000 manns. Brúttó svar-
prósenta var 78,5% en nettó
82,9%. Könnunin fór fram í
gegnum síma og náði til landsins
alls. Þátttakendur voru 18 ára og
eldri.
Taflan sýnir skiptingu allra
sem spurðir voru og sambæri-
legar tölur úr fyrri könnunum
Hagvangs.
Kaupmannahöfn:
Jóhann vann
DeFirmian
JOHANN Hjartarson vann DeFirmi-
an í 4. umferð alþjóólega skákmóts-
ins í Kaupmannahöfn sem nú stendur
yfír. Helgi Ólafsson á jafnteflislega
biðskák við Bent Larsen. Helgi vann
biðskák sína við t'urt Hansen úr 3.
umferð.
Önnur úrslit úr 4. umferð urðu
þau að Smyslov vann Karlson en
Pinter og Curt Hansen gerðu jafn-
tefli. Aðrar skákir fóru í bið. Stað-
an í mótinu er enn óljós vegna bið-
skáka. Jóhann er með 2‘A vinning
og Helgi 2 vinnina og biðskák.
Birting viðmiðunar-
gengis hlutabréfa í
Ávöxtunarfélaginu hf.
í TILKYNNINGU sem Morgunblaðinu hefur borist, segir meðal ann-
„1 verðbréfaauglýsingu Kaup-
þings hf. í Morgunblaðinu í dag
eru birtar upplýsingar um reikn-
að verðmæti hlutabréfa í Ávöxt-
unarfélaginu þann 7. þ.m. og er
verðmæti 5.000 kr. hlutabréfa kr.
5.983. Viðmiðunargengi hluta-
bréfa Ávöxtunarfélagsins hf.
verður framvegis birt reglulega
en gengið er reiknað út daglega.
Slíkir útreikningar og upplýs-
ingamiðlun um verðmæti hluta-
bréfa í íslensku hlutafélagi hafa
ekki áður átt sér stað hér á
landi.
Ávöxtunarfélagið hf. var
stofnað í byrjun des. sl. og var
það fyrsta ávöxtunarfélagið hér
á landi. Tilgangur félagsins er að
leita hámarksávöxtunar á inn-
borguðu hlutafé. Til þessa hefur
hlutafélagið einvörðungu fjár-
fest í verðbréfum en val á ávöxt-
unarleiöum er háð mati á bestu
ávöxtun miðað við áhættu á
hverjum tíma og er því breyting-
um undirorpið. Frá áramótum
hefur reiknað verðmæti eigna
félagsins hækkað um 19,7%. Á
sama tíma hefur lánskjaravísi-
tala hækkað um 7,8% m.v. fram-
reikning til 7. mars. Kaupþing
hf. annast framkvæmdastjórn
Ávöxtunarfélagsins hf.“
Jón Baldvin biður Sorsa afsökunar
á ummælum um „finnlandiseringu“
Ummæli hans um utanríkismál
Norðurlandanna vekja mikla athygli
Morgunblaðid/ól.K.Mag.
Sænskir sjónvarpsmenn undirbúa viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson fyrir
framan Þjóðleikhúsið í gær.
JÓN BALDVIN Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, hefur skrifað
Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finn-
lands, sem jafnframt er leiðtogi
fínnskra jafnaðarmanna, bréf þar
sem hann biður hann persónulega,
fínnska jafnaðarmenn og fínnsku
þjóðina afsökunar á því að hafa við-
haft orðið „fínnlandisering“ um utan-
ríksstefnu Finnlands i sjónvarpsþætti
í desember sl. Finnar höfðu fengið
útskrift af þessum ummælum Jóns
Baldvins og mótmælti Kalevi Sorsa
þeim á þann hátt, að mæta ekki til
veislu sem jafnaðarmenn héldu sl.
mánudagskvöld í tengslum við Norð-
urlandaþingið.
Jón Baldvin sagði í samtali við
Mbl. að hann hefði ekki vitað um
ástæðu þess að Sorsa kom ekki til
veislunnar fyrr en hann las það í
Þjóðviljanum í gærmorgun, þ.e. að
það hefðu verið mótmæli af hálfu
Finna vegna notkunar hans á þessu
orði, „finnlandiseringu“. Þegar
hann hefði síðan komið á vettvang
Norðurlandaráðs í gær, eftir að
hafa farið yfir greinar sínar og
ræður um utanríkis- og öryggismál
að undanförnu, hefði hann neitað
því við blaðamenn að hafa notað
þetta orð.
Finnskur blaðamaður hefði hins
vegar bent sér á það eftir fundinn
að Finnar hefðu undir höndum út-
skrift af sjónvarpsþætti frá 11. des-
ember, þegar formenn stjórnmál-
aflokkanna komu fram og svöruðu
spurningum fulltrúa hinna flokk-
anna, og þar kæmi fram að hann
hefði notað orðið „finnlandisering".
Hann sagðist hafa farið rakleitt i
sjónvarpið og fengið að heyra um-
ræddan þátt. Hefði hann þá heyrt
það með eigin eyrum að það hefði
hent sig að nota þetta orð f 40 sek.
svari í þættinum. Hann hefði jafn-
framt fengið þær upplýsingar að
Bjarni P. Magnússon, fyrrverandi
formaður framkvæmdastjórnar Al-
þýðuflokksins, hefði leitað eftir út-
skrift af þessu viðtali til að koma
því á framfæri við erlenda gesti.
„Viðbrögð mín við þessu voru þau
að ég settist þegar i stað niður og
skrifaði persónulegt bréf til Sorsa,
sem nú er verið að þýða á sænsku
og verður sent til hans i fyrramálið,
væntanlega á telexi,“ sagði Jón
Baldvin í gærkvöldi um viðbrögð
sín. „í þessu bréfi bið ég hann af-
dráttarlaust persónulega, samherja
okkar í finnska jafnaðarmanna-
flokknum og finnsku þjóðina, af-
sökunar á því að það skuli hafa
hent mig að nota þetta orð. Lýsi ég
þvf yfir að það mun ég aldrei fram-
ar gera. Ég viðurkenni að þetta orð
er óréttmætt og óviðeigandi, sér-
staklega um Finna. Þetta þykir mér
sérlega miður vegna þess að ég, eins
og flestir Islendingar, hefi frá
blautu barnsbeini verið sérstakur
aðdáandi Finna sem ég dái og virði
fyrir þær fómir sem ég tel að þeir
hafi öðrum þjóðum fremur verið
reiðubúnir til að færa fyrir frelsi
sitt og sjálfstæði. Jafnframt hafði
ég samband við fulltrúa finnskra
jafnaðarmanna á Norðurlandaþing-
inu og skýrði honum frá bréfi
mínu,“ sagði Jón Baldvin ennfrem-
ur.
Jón Baldvin var í sviðsljósinu f
hliðarsölum á Norðurlandaráðs-
fundinum í gær. Norrænu blaða-
mennirnir sem hér eru staddir
vegna þingsins fengu hann til að
koma á blaðamannafund til að
skýra ummæli sín um öryggis- og
utanríkismál Norðurlandanna i
óbirtri blaðagrein sem fréttaritari
norrænu fréttastofunnar hér á
landi fékk hjá Jóni og vitnaði i
fréttaskeytum til hinna Norður-
landanna. Virðast ýmis ummæli
Jóns Baldvins i greininni hafa vakið
allmikla athygli á Norðurlöndun-
um.
Jón Baldvin sagði i samtali við
Mbl. í gærkvöldi, að greinin hefði
verið skrifuð sem kjallaragrein í
DV til birtingar í gær, miðvikudag.
Hún hefði verið hugsuð sem svar til
Ankers Jörgensen, leiðtoga danskra
jafnaðarmanna, sem m.a. hefði ha-
ldið því fram að Alþýðuflokkurinn
hefði breytt um stefnu í ðryggis- og
varnarmálum, ekki sist varðandi
hugmyndina um kjarnorkuvopna-
laus svæði á Norðurlöndum.
Sjá grein Jóns Baldvins sem
birt er á bls. 32 f blaðinu í dag.