Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 56
(íeUa Oflið W.CO'QO-30 BTT NMT JUIS SHMR FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Fyrirspum á þingi Norðurlandaráðs: Heimilt að leggja fram bókmennta- verk á íslenzku? f DAG kemur til umræðu á þingi Norðurlandaráðs fyrirspurn frá Árna John- sen, alþingismanni, til norrænu ráðherranefndarinnar vegna veitingar bók- menntaverðlauna ráðsins. Ámi Johnsen spyr hvort ekki sé hægt að sameinast um að heimilt verði að leggja fram bókmenntaverk á íslenzku og aö öðrum kosti á ensku, frönsku og þýzku, engu sfður en dönsku, norsku eða sænsku. í fyrirspurninni segir Arni John- verði breytt svo íslenzkir rithöf- sen m.a.: „Á Alþingi íslendinga liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um þetta mál, þar sem skorað er á rík- isstjórn íslands að beita sér fyrir því að reglum um tilhögun bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs Blönduós: Krókusar gægjast upp úr moldinni Blðnduósi, 6. mars. EKKI ER því að neita að hið blíða veðurlag hefur stungið sér niður hjá okkur Austur-Húnvetningum eins og hjá öðrum landsmönnum. I>egar ver- öldin er eins blíð og raun ber vitni fer ekki hjá því að mannskepnan mildist. En það er ekki eingöngu að skammdegisdrunginn sé farinn af okkur. Einstaka krókusar gægjast upp úr moldinni, svona rétt til að segja frá því hvar vorið sé statt á leið sinni norður. Blanda gamla lét sitt heldur ekki eftir liggja. Þetta langt að komna fljót braut af sér klakaböndin síðastliðinn laugardag meðan fólk snæddi hádegismatinn og fylgdist með gangi kjarabarátt- unnar í útvarpinu. Þó svo að Blanda næði ekki að hrista af sér klaka- böndin lengra en fram að Glaumbæ í Langadal þá er það ávallt tilkomu- mikil sjón þegar hún ryður sig. All- margir fylgdust með frelsisbaráttu árinnar og skynjuðu það ógnarafl sem hún býr yfir. Og ekki er því að neita, að þegar ósköpin voru gengin yiir og áin liðaðist vinalega í far- vegi sínum gegnum Blönduós, að eitt og eitt laxveiðimanshjartað slægi örar. J.S. undar og skáld njóti jafnréttis við aðra norræna rithöfunda á þessum vettvangi.“ Því næst er vitnað í þingsálykt- unina en síðar segir: „Við íslend- ingar minnum á að íslenzkan geymir sem lifandi mál elztu skáld- verk og bókmenntir norrænna manna og því ætti það að vera metnaður allra norrænna þjóða að íslenzk tunga sé virt til jafns við aðrar norrænar tungur þegar kem- ur að því að úthluta bókmennta- verðlaunum Norðurlandaráðs. Pólksfjöldi á ekki að skipta máli í því efni. Höfundareinkenni hljóta að dofna, glatast jafnvel, þegar annar maður kemur til sögunnar og þýðir verkið, þó dæmi séu um hið gagn- stæða, að bókmenntaverk batni í þýðingu. í upphaflegri tillögu um bókmenntaverðlaunin er ekki rætt um að verðlauna þýðingar heldur bókmenntaverk á frumtungu." Sjá fréttir frá þingi Norðurlanda- ráðs á bls. 32 og 33 og miðsíðu. Sjómannaverkfallið: LEIT tollgæslunnar að smygl- varningi um borð í Álafossi hafði engan árangur borið á miðnætti sl. Skipið lagðist að bryggju í Sundahöfn um kl. 15 í gær og var það losað I gær. Vörð- ur er við gámana og verður byrj- að að leita í þeim í dag. í gær- kvöldi var áætlað að skipið færi úr höfn kl. 4 í nótt. Hermann Guðmundsson, full- trúi tollgæslustjóra, sagði i gærkvöldi að tollgæslan hefði 100% vissu fyrir því að mikið af tollskyldum varningi hefði verið í skipinu við komuna til lands- ins. Það eina sem í ljós hefði komið við leitina væri leyfihólf sem nýlega virtist hafa verið út- búið undir björgunargallakistu. Mögulegt væri að þar hefði varn- ingurinn verið geymdur á leið- inni en eigendur hans sætt færis aðra hvora nóttina sem það var á ytri höfninni og sett hann fyrir borð eða á staði sem búið hefði verið að leita á. Myndina hér fyrir ofan tók Ragnar Axelsson í gær af skip- verja af Álafossi með „tollinn sinn“ eftir að skipið lagðist að bryggju í Sundahöfn. Samningamál reifuð í héraði Frestanir og verkfallsbrot VERULEG óvissa ríkir nú um fram- vindu kjaradeilu sjómanna og út- vegsmanna og framvindu verkfalls hinna fyrrnefndu. Þar sem sjó- menn felldu áðurgerðan kjarasamn- ing átti verkfall að halda áfram. Ein- hverjar þreifingar um sérsamninga sjómannafélaga og útvegsmannafé- laga heima í héraði voru þegar hafn- ar í gær. Skip sem hafið höfðu veiði- ferð máttu Ijúka henni og netabátar höfðu frest þar til miðnættis í nótt til að taka upp netin. Önnur skip máttu ekki láta úr höfn. Trollbátar, loðnu- bátar og einn togari létu engu að síður úr höfn frá Vestmannaeyjum í gær og nótt og verkfalli hefur verið frestað í Grindavík og Þorlákshöfn til helgarinnar. Deilan verður tekin upp að nýju hjá sáttasemjara síðdeg- is í dag. Sjálfsafgreiðsla Iðnaðarbankans í Vörumarkaðinum: Uppsetningu frestað að beiðni bankaeftirlitsins — ekki útibú heldur jaðartæki, segir bankastjóri Iðnaðarbankans Iðnaðarbankinn og Seðlabankinn eru ekki á eitt sáttir um hvort sjálfs- afgreiðsluvél, sem Iðnaðarbankinn er að láta setja upp í Vöru- markaðinum við Eiðistorg á Sel- tjarnarnesi, sé bankaútibú eða jaðartæki tengt tölvukerfi bankans. Hefur Iðnaðarbaakinn fallist á óskir bankaeftirlits Seðlabankans um að fresta uppsetningu búnaðarins í nokkra daga á meðan kannað sé hvort um sé að ræða útibú eða um- boðsskrifstofu. Til slíkrar starfsemi þarf leyfi. „Við höfum látið athuga þetta mál lögfræðilega og teljum að hvorki sé um að ræða útibú né umboðsskrifstofu, sem þurfi leyfi Seðlabankans og bankamálaráð- herra. Þessi búnaður er jaðartæki við tölvukerfi okkar hér í aðal- bankanum," sagði Valur Valsson, hankastjóri í Iðnaðarbankanum, er blm. Morgunblaðsins leitaði staðfestingar á þessu hjá honum. Tölvubúnaður af þessu tagi er þegar í aðalbankanum við Lækj- argötu og þar geta menn tekið út af reikningum allan sólarhring- inn. Valur sagðist telja augljóst að búnaðurinn yrði notaður í Vöru- markaðinum og að af hálfu bank- ans væri einnig fyrirhugað að setja upp sjálfsafgreiðsluvél í stórmarkaði Hagkaups. Sjá einnig frétt um skipulags- breytingar í Iðnaðarbankanum í „Viðskipti/AtvinnuhT* — B2. Morgunbladið/Júlíus Sjálfsafgreiðslutæki Iðnaðarbankans í anddyri Vörumarkaðarins. Frystitogarinn Siglfirðingur er nú á veiðum án þess að hafa til- skilinn fjölda undirmanna í áhöfn. Lét hann úr höfn frá Siglufirði meðan verkfall var í gildi með þrjá undirmenn, en tók nokkra til viðbótar um borð á Dalvík. Enginn matsveinn er um borð og hefur Matsveinafélagið kært skipstjór- ann vegna þessa. Mikil óánægja er meðal sjómanna við Breiðafjörð vegna verkfallsins. Telja menn, að samningarnir hafi ekki verið felldir þar og eru nú að íhuga að semja við útgerðarmenn í héraði. Nokkur sjómannafélög hafa farið þess á leit við félög útvegsmanna á félagssvæðum sínum að samn- ingaviðræður verði teknar upp þar að sögn LÍÚ en samkvæmt upplýs- ingum LÍÚ, hafa engar slfkar samningaviðræður hafizt. óskar Vigfússon, formaður SSÍ, sagöi í samtali við Morgunblaðið, að nú yrði rykið líklega dustað af upphaflegu kröfunum og þær lagðar fram að nýju. Ljóst væri að kostnaðarhlutdeildin hefði farið mest fyrir brjóstið á félagsmönn- um, en breytingar á henni yrði að sækja til ríkisins, en það yrði lík- lega ekki auðvelt. Þá lægi beinast við að sækja aukinn aflahlut til útvegsmanna með hækkuðu skiptahlutfalli. Hins vegar væri það orðin spurning hver hefði samningsumboðið nú I ljósi þess að einstök útvegsmannafélög væru farin að bjóða sérsamninga. Treystu sjómenn sér til þess að ná hagstæðari samningum heima í héraði yrði Sjómannasambandið ekki 1 vegi slíkra samninga. Sjá ummæli Halldórs Asgrímsson- ar sjávarútvegsráðherra á bls. 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.