Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985
43
Réttur
ttagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Kallaö var inn úr dyrunum:
— Ég er búinn að bjóða vini mín-
um í mat.
— Heyrðu, heyrðist spurt, hvað er
í matinn?
— Fiskur.
— Fiss-kur? — Hva—er alltaf
fiskur í matinn hjá þér?
— Kiginlega alltaf.
— Ég held annars ég borði bara
heima hjá mér.
Hann vissi aldrei hvers konar
góðgæti hann missti af, en það
var:
Bakaður fiskur
með tómötum og
mustard-sósu
700—800 gr ýsu- eða þorskflök
1 laukur
2—3 tómatar
1 sítróna
Með skipulagi tekur matseldin
rétt 30 mín.
1. Setjið hita á ofninn (200 gráð-
ur).
2. Hitið vatn að suðu og setjið
tómatana í vatnið og látið sjóða í
ca. 1 mín. Takið síðan tómatana
upp úr vatninu og afhýðið eins og
kartöflur. Suðan losar hýðið svo
auðvelt er að ná því af. Sjóðið síð-
an kartöflurnar í sama vatninu.
3. Fiskflökin eru roðflett og
skorin í hæfilega stór stykki og
þau síðan lögð í vel smurt eldfast
mót. Örlitlu salti er stráð yfir
fiskinn, síðan safa úr 'k sítrónu og
að síðustu lk smátt skorinn lauk-
ur. Látið standa smá stund og
bakið síðan í 200 gráðu heitum
ofni í 10 mín.
4. Á meðan fiskurinn er í ofnin-
um eru tómatarnir skornir í ten-
inga og mustard-sósan útbúin.
Mustard-sósan:
2 matsk. smjörvi
'k laukur saxaður
2 matsk. hveiti
'k bolli vatn
'A bolli mjólk
1 ten. kjúklingakraftur
'k sítróna
'k tsk. mustard
eða 1 tsk. (Dijon) sinnep
salt og pipar eftir smekk
Sósan er búin til á hefðbundinn
hátt: Laukurinn er látinn krauma
í feitinni smá stund, hveitið sett
saman við og siðan vökvinn allur í
einu og hrært vel í á meðan sósan
er að þykkna. Að síðustu eru kjöt-
krafturinn, sistrónusafinn og
kryddið sett út í og salti bætt í
eftir þörfum. Sósan á að hafa
ferskt, hressandi bragð.
6. Tómatteningarnir eru settir á
fiskinn eftir 10 mín. bakstur og
síðan er sósunni hellt varlega þar
yfir og fiskurinn bakaður í 10 mín.
til viðbótar í ofninum.
Fiskurinn er borinn fram með
soðnum kartöflum.
Verð á hráefni:
Fiskur 800 gr. kr. 96,00
sítróna kr. 7,50
laukur kr. 3,00
3 tómatar kr. 35,00
Kr. 141,50
í uppskriftum að rétti dagsins
eru notaðir mælibollar og mæli-
skeiðar (US Standard) sem mæli-
einingar. Er það vegna þess hve
handhæg þau eru í notkun. Bollar
mæla únsur og eru 8 únsur í boll-
anum en í hverri únsu eru um 30
gr. Á markaði eru tvenns konar
mælieiningar, British Imperial og
US Standard. Einingar þessar
hafa sömu þyngd en ekki sama
rúmmál. Dæmi: 1 'A tsk. US
Standard = 1 tsk. British Imperial,
en 1 únsa fljótandi US Standard
er sama og 1 únsa bresk. Þessi
mismunur hefur valdið ruglingi í
samsetningu mataruppskrifta.
Genf:
Mælt gegn
banni við
tilraunum
Genf, 5. febrúar. AP.
BANDARÍKIN eru ekki þeirrar
skoðunar, að bann við tilraunum
með kjarnorkuvopn sé vænlegasta
leiðin til að binda enda á vígbúnað-
arkapphlaupið. Kom þetta fram á
ráðstefnu 40 þjóða um afvopnun,
sem haldin er í Genf.
Donald Lowitz, sendiherra og
fulltrúi Bandaríkjanna, sagði, að
ef Vesturveldin tækju til athugun-
ar algert bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn yrðu þau einnig að
huga að því, hvort þau væru hern-
aðarlega nógu sterk til að koma í
veg fyrir stríð. Sagði hann, að enn
sem komið væri gæti ekkert komið
í stað kjarnorkuvopna hvað það
varðaði að hindra meiriháttar
átök. Varpaði Lowitz fram þeirri
spurningu, hvort ekki væri jafnvel
líklegra, að kjarnorkuvopnunum
fjölgaði ef algert bann við tilraun-
um með þau yrði ákveðið.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
SVARTAR OG
GALVANISERASAR
PfPUR
Samkv.:Din 2440-B.S.1387
oOO°o°o o O
OOo
Sverleikar: svart, 3/8 - 5“
galv., 3/8 - 4“
Lengdir: 6 metrar
SINDRá/|\sTÁLHF
Borgartúni 31 sími 27222
TOLVUSYIJUÍG
• •
IiAlTGAEUDlAliSHOIaL
7.-10. MABS
[ dag fimmtudag verður opnuð í anddyri Laugardals-
hallar ein stærsta tölvusýning á íslandi til þessa.
Sýningarsvæðið er á yfir 1000 fermetrum á tveimur hæðum.
Allt það nýjasta
á tölvumarkaðinum
Sýndar verða nýjungar í vélbúnaði og hugbúnaði
frá fjölda framleiðenda.
Dæmi:
Fjöldi glænýrra einkatölva - Feröatölvur - Tilbúin uppsett
viöskiptakerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki - Hljóðlausir og
geysihraðvirkir laser-prentarar- Hitaprentarar- Nettenging-
ar - Setningartölvur - Sérhæfður tölvubúnaður fyrir
hreyfihamlaða - Bókhaldskerfi - Ritvinnslukerfi - Reiknilíkön
- Hönnunarforrit (CAD) - Samskiptaforrit - Kennsluforrit.
Mikið af hugbúnaðinum er íslenskur og sýnir grósku
hugbunaðariðnaðar hérlendis.
Örtölvuver
Á sýningunni verður starfrækt ÖRTÖLVUVER með fjölda
tölva til afnota fyrir sýningargesti. Þar gefst tækifæri til aö
kynnast tölvum og hugbúnaöi af fjöldamörgum tegundum.
Fyrirlestrar
Skákmót
Haldið verður skákmót meö nokkuð óvenjulegu sniði.
Hvaða skákforrit er öflugast?
Eru tölvur betri en menn?
Þeir sem vinna skákforritiö White Knight 1 eiga möguleika
á Electron tölvu í verðlaun!
Sérfróðir menn fjalla á almennan hátt um málefni
tengd tölvum og notkun þeirra.
Á eftir hverjum fyrirlestri eru almennar umræður
og fyrirspurnir.
■ Fimmtudagur 7. mars kl. 17.00
Netkerfi
1. Netkerfi almennt.......Gunnar Ingimundarson
2. Netkerfi Pósts og síma .. .Þorvarður Jónsson
3. Breiðbandsnet..........Sigfús Björnsson
M Fóstudagur 8. mars kl. 14.00
Tölvurog löggjöf
1. Verndun upplýsinga.....Hjalti Zóphaníasson
2. Höfundarréttur.........Erla Árnadóttir
3. öryggismál í tengslum
við bókhaid............Tryggvi Jónsson
■ Laugardaqur 9. mars kl. 14.00
íslenskur hugbúnaðariðnaður
1. Staða íslensks
hugbúnaðariðnaðar......Auðunn Sæmundsson
2. Möguleikar íslensks
hugbúnaðariðnaðar......Páll Kr. Pálsson
3. Einkatölvan ............Páll Jensson
■ Sunnudaqur 10. mars kl. 14.00
Staða tölvufræðslu á íslandi *
1. Tölvuskólar kynna starfsemi sína
2. Þáttur ríkisins....... .Oddur Benediktsson
3. Pallborðsumræður .. .Stjórnandi: Jóhann P. Malmquist
sýn'm9’n
Félag tölvunarfræðinema
sími 25411