Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 Horft til grunnskóla Bokmenntir i grunnskola Jenna Jensdóttir og Sigríöur Ragna Siguröardóttir Leynast í letri lögmál slungin frostsins feiknstöfum. (DST.) Þessa dagana stendur yfir sýn- ing á „Draugasónötunni“ eftir Stríndberg hjá Talíu í MS. Leikstjórinn, Hlín Agnarsdóttir menntaskólakennari, réóst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hún nam leikhúsfræði í tvo vetur vió háskólann í Stokkhólmi og fór ekki varhluta af aó kynnast Stríndberg og hinum stórbrotnu verkum hans. Kynnast á þann hátt, aó leita þess kjarna er dylst í fáránlegum persónugerðum hans — hreinleika og góóvild æskunnar sem á erfió- ast uppdráttar í rangsnúnum, gjör- spilltum heimi. Aó okkar mati getur leikstjórinn ungi glaðst meó hópnum sínum að lokinni frumsýningu. Þær fórnir sem færóar höfðu veriö í aga, tár- um og svita erfiðisins á altari leikgyðjunnar uppskárust ríkulega. Við ræddum lítið eitt við tvo leikendurna, þá Pétur Gaut Svavarsson sem leikur stúdent- inn unga og Sigurð óla Ólafsson sem leikur ofurstann. Auk þess að fræðast um leik- ritið, fýsti okkur að heyra álit þeirra á bókmenntakennslu í efstu bekkjum grunnskólans. Spurning: Hvað olli því aö þið tókuó svo umdeildan höfund og erfitt leikrit til flutnings? Sigurður Óli: Það voru mörg leikrit lesin og rædd. Hlín kom með Draugasónötuna sem hún þekkti vel og þótt við fyndum strax að hér var erfitt leikrit sem við skildum ekki í byrjun, tókst henni að vekja áhuga okkar með einlægri túlkun sinni á hinum góða boðskap í leik- verkinu. Við þekktum Strind- berg lítið og allt sem við höfðum heyrt um hann var frekar nei- kvætt. Pétur Gautur: Hlín hafði lengi átt sér þann draum að setja Draugasónötuna á svið og nú var möguleiki á að sá draumur rætt- ist. Sp: Hvernig er svo tilfinning ykkar fyrir hinu torskilda leikverki þegar áhorfendur hafa tekið þátt í því með ykkur sem leikhúsgestir? Pétur Gautur: Við höfum nú bara sýnt það þrisvar. Viðbrögð áhorfenda eru vitanlega misjöfn. Við höfum á tilfinningunni að sumir skilji ekki kjama leikrits- ins. Svo vissum við að fólk hafði komist við á frumsýningu í Sigurður Óli þriðja þætti, svo vel skildi það tákn skelfingarinar sem réði ör- lögum hins unga stúdents og ofurstadótturinnar. Það þarf engum að segja hve slík innlifun er mikil hvatning fyrir leikend- ur. Sigurður Óli: Eins og við höfum sagt er Strindberg torskilinn höfundur og þar sem sýningin er sett upp sérstaklega fyrir menntaskólanemendurna, er hæpið að hún nái til allra. Þó eru þeir jákvæðir áhorfendur og sumir telja hana jafnvel mikið augnakonfekt. Pæling okkar í verkinu leiddi af sér þá spurningu hvort stúd- entinn væri í rauninni gamli maðurinn á sínum yngri árum. Pétur Gautur: Að mörgu leyti endurspeglar leikritið líf Strindbergs sjálfs, sem var margslungið og óskiljanlegt. Sp:Hver er niðurstaða ykkar með að leikritið túlki fremur já- kvæða eða neikvæða lífsskoðun? Sigurður Óli: Leikritið er frek- ar neikvætt. En það gefur okkur í skyn að æskan er það eina hreina og saklausa. Við breyt- umst öll í illskeyttum heimi með árunum og síður en svo alltaf til góðs. Pétur Gautur: Húsið í leikrit- inu endurspeglar tryllt þjóðfé- lag. Allar vonir eru orðnar að engu og enginn veit í rauninni lengur uppruna sinn. Sp: Finnst ykkur þið hafa þrosk- ast við að takast á við leikritið? Pétur Gautur: 1 grundvallar- atriðum erum við hin sömu en óneitanlega höfum við þroskast mikið og víðsýni okkar aukist. Sigurður Óli: Virðing okkar fyrir löngu liðnum höfundum heimsbókmenntanna og verkum þeirra hefur vaknað. Við kynnt- umst þeim lítið í grunnskóla. Höfum meiri þekkingu á Ham- mond Innes og Alistair McLean, Pétur Gautur sem við öfluðum okkur raunar sjálfir með lestri bóka þeirra. Sp: Þá komum við nú að mikil- vægu erindi við ykkur. Að þið seg- ið álit ykkar á því að öndvegishöf- undar heimsbókmenntanna í for- tíð og samtíð séu kynntir í efstu bekkjum grunnskólans. Sigurður Óli: Vissulega á að vekja áhuga nemenda á öndveg- ishöfundum, eins og t.d. Strind- berg, með smásögu eða ljóði. Sérstaklega í 9. bekk. En tíminn er fyrirfram ákveðinn, til lestrar á fornbókmenntum okkar, sem er mikils virði. Svo eru hefð- bundnar lestrarbækur lesnar í efstu bekkjunum og þær kennd- ar með gömlu úreltu sniði og skilja því lítið eftir hjá nemenda sem lítur á þær eins og lestrar- tæki. Pétur Gautur: Eg er sammála. Það virðist bara vera eins og til að æfa lestur, en ekki til kynn- ingar á höfundum og verkum þeirra. Auðvitað er nauðsynlegt að nemendur í efstu bekkjum grunnskólans kynnist eitthvað heimsbókmenntunum. En þær pælingar mega samt ekki vera svo miklar að þær nái ekki skiln- ingi nemenda. Sp: Nú hafið þið báðir kynnst íslenskum öndvegishöfundum samtímans í efri bekkjum grunnskólans, finnst ykkur að al- mennt ætti að taka upp slíka kynn- ingu á Ijóðum þeirra og sögum? Sigurður Óli: Já það að vera með kynningu á ljóðum og sög- um í grunnskóla er ómetanleg reynsla sem eykur áhuga á góð- um bókmenntum og kemur að notum seinna í náminu. Pétur Gauti: Ég held að nem- endur á þessum aldri þurfi að kynnast hugarheimi góðra skálda á þennan hátt. Þá sjá þeir inn í áður óþekktan reynsluheim og það hlýtur að vera dýrmæt upplifun hverjum nemanda. * Morgunblaöið/Bjarni Asbyrgi í vetrarsól. Myndm er tekm «f Bjarna Eiríkssyni Ijósmyndara Morgunblaðsins í síðustu viku, en lík- lega hefur oft verið vetrarlegra í Kelduhverfi á þessum árstíma. Ágúst H. Matthías- son — Afmæliskveðja í örfáum orðum langar mig að óska mínum gamla vin og frænda til hamingju með áratugina fimm sem hann hefur nú lifað. Eins og ég veit, og reyndar allir Suðurnesjamenn, hafa íþróttir alltaf verið og verða alltaf þitt áhugamál númer eitt. Þú hefur verið hinn virki þátttakandi utan vallar, en innan vallar hefur þú ekki getað verið eins og við báðir vitum. Ég hef kynnst þér sem miklum áhugamanni um íþróttir, en þó hef ég kynnst þér betur sem sterkum karakter og jákvæðum, sama hvað á hefur gengið. Það sem ég hef einna helst dáð í þínu fari er að horfa á þig stappa stálinu í þá sem legið hafa með þér á stofu og þá sérstaklega börn, enda hafa þau virt það við þig og komið í heimsókn til þín eftir að þau voru útskrifuð af sjúkrahús- inu heil heilsu. Einnig er mér minnisstæður sá gálgahúmor sem þú hefur slett fram, t.d. þegar læknar hafa verið að úrbeina þig, taka þetta líffæri, minnka þetta og svo framvegis, eða þá þegar þú hefur verið sendur á dauðadeild- ina. Var það ekkf reyndar þannig einu sinni, að þegar þú varst send- ur í þriðja skiptið á stuttum tíma á dauðadeildina, kallaðir þú á sjúkrahúslækninn og baðst hann fyrir alla muni að gera þetta aldr- ei aftur, því næst dræpist þú ör- ugglega úr hræðslu? Auk þess að hafa mikinn áhuga á íþróttum hefur þú alltaf haft næmt auga fyrir fallegum bílum og með hjálp góðra manna hér á Suðurnesjum og í Reykjavík hefur þér tekist að ná endum saman þegar þú hefur þurft að yngja upp og vil ég nota tækifærið hér og nú og þakka þeim þá hjálp sem þeir hafa veitt þér. Til hamingju með fimmtugsafmælið, Gústi minn. Óli Þór P.S. Gústi mun taka á móti vin- um og vandamönnum í samkomu- húsinu í Garði í kvöld milli klukk- an 8 og 10. FALCONCREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifing: MYNDBÖND HF. Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.