Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 „ Bg eaqb'x ab ptr myncli pvkja. gaman-" HÖGNI HREKKVlSI Bréfritari telur að ekki sé nægjanleg fræðsla {skóhim landsins um skaðsemi fíkniefna. Komum ungmenn- unum strax til hjálpar Sigríður Eymundsdóttir hringdi: Ég vil þakka Guðrúnu Jóhann- esdóttur fyrir grein sína sunnu- daginn 24. febrúar um þörfina fyrir athvarf fyrir unga fíkniefna- neytendur. Mér finnst hún hafa vakið máls á því sem fleiri ættu að leggja lið. Lengi má deila um það hvað er nauðsynlegt en mér finnst vandamálið í sambandi við unga fíkniefnaneytendur vera orðið svo hrikalegt að nauðsynlegt er að reyna að koma ungmennunum strax til hjálpar. Ég held að fræðsla um skaðsemi fíkniefna sé alls ekki nægjanleg í skólum landsins og er nú vonandi að skólayfirvöld geri breytingu þar á hið bráðasta. Hvor á að víkja, ökumaður í innri eða ytri hring, þegar ekið er úr hringtorgi inn á götu sem þrengist í eina akrein? spvr bréfritari. Af um- ferðar- reglum Ökumaður hringdi: Ég var að hlusta á rás 2, 28. febrúar sl. Þar sat lögreglumaður nokkur fyrir svörum og til um- ræðu komu hringtorg og mjókkan- ir gatna út frá þeim. Lögreglu- þjónninn sagði, þegar hann var spurður að því hvor ætti að víkja þeegar ekið væri inn á aðþrengda götu úr hringtorgi, ökumaður í innri eða ytri hring, að sá sem væri í innri hring ætti að víkja. Ég tel að þetta sé ekki algild regla og hræddur er ég um að þetta geti valdið misskilningi meðal fólks. Tökum sem dæmi að þegar ekið er suður Hringbraut og komið að Melatorgi og ökumaður ætlar að beygja suður Suðurgötu, þá mjólkkar vegurinn niður í eina akrein. Miðlínan i hringtorginu er látin enda við gangstéttina hægra megin á Suðurgötu þannig að öku- manni í ytri hring ber að víkja fyrir ökumanni í innri hring sem ætlar inn Suðurgötu, þó að öku- maður í ytri hring ætli þangað sjálfur. Er ekki hætt við að fólk ruglist alveg í ríminu þegar lögreglumað- ur lætur slíkt frá sér fara? Þessir hringdu . . . Skíðapokar víxluðust Þórunn hringdi: Syni mínum varð það á að taka vitlausan skíðapoka úr rút- unni sem fór frá Bláfjöllum og stoppaði við Réttarholtsveg 24. febrúar sl. Pokinn lítur alveg eins út og hans en í þessum eru ný Blizz- ard-skíði. Pokinn er svartur og utan á honum stendur Dynamic. Vænti ég þess nú að hinn rétti eigandi, sem væntanlega hefur tekið skíði stráksins mins í mis- gripum, hafi við mig samband svo hægt verði að kippa málinu í lag. Síminn er: 37622. Myndirnar staldri við á skjánum Guömundur A. Finnbogason hringdi: Þegar sýndar eru í sjónvarpi fréttamyndir erlendis frá og sýnd viðtöl við fólk fara mynd- irnar svo hratt yfir skjáinn að það er ógjörningur fyrir mann að ná því hvað er að gerast. Væri nú ekki aðeins hægt að minnka hraðann á myndunum? Fróðlegur þáttur Hilmar Valdimarsson hringdi: Ég vil þakka fyrir þáttinn Fasteignaviðskipti, sem var í sjónvarpinu 27. febrúar sl. Fannst mér þátturinn afskap- lega vel fram settur og fróðlegur og þeir Baldur Guðlaugsson og Pétur Þór Sigurðsson voru mjög vel skiljanlegir. Þáttur þessi átti erindi inn á hvert heimili og vonandi verður framhald á slík- um þáttum. Stangarholts- lóðin eina leiksvæðið Unnur hringdi: Ég vil þakka fyrir greinina Jólaglaðningur borgarinnar sem birtist í Velvakanda fyrir stuttu. Ég er íbúi í Stangarholtshverf- inu og varð ég líkt og bréfritari afar hissa þegar leiktækin voru fjarlægð af leikvellinum. Eitt er það sem ég vildi bæta við og það er að Skipholtið og Nóatúnið eru gífurlegar umferð- argötur. Stangarholtslóðin er eina svæðið þar sem börnin í hverfinu geta leikið sér óhult og því er ég afar óánægð með það að nú eigi að fara að byggja þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.