Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 Tel lagaboð ekki koma til greina — segir Halldór Ásgrímsson um stöðu kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna „ÞAÐ HEFUR ekki verið rætt á þessu stigi innan ríkisstjórnarinnar að skerast í leikinn með lagaboði. Ég tel sjálfur að slíkt komi ekki til greina. Ég tel alla möguleika á því, að leysa málin með samningum. Lagaboð í þessu tilfelli er algjört neyðarúrræði. Slík neyð er ekki orðin,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, meðal annars er Morgunblaðið innti hann álits á stöðu mála í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna og hugsanlegum aðgerðum ríkis- stjórnarinnar. „Staðan er að sjálfsogðu mjög al- varleg og menn eru víða um land að leita einhverra leiða til að leysa málin. Þetta er mjög misjafnt, sumir togaranna og bátanna eru úti og margir þeirra eru í góðri veiði. Því getur þetta að sjálfsögðu ekki gengið svona,“ sagði Halldór. Mun ríkisstjórnin beita sér eitthvað frekar til lausnar deilunni en hún hefur þegar gert? „Við höf- um sagt það mjög skýrt að til ríkis- ins sé ekkert meira að sækja. Ég hef verið í stöðugu sambandi við deiluaðila allan tímann og mun halda því áfram," sagði Halldór Ásgrímsson. * 3 / f rE" i % Sjálfsnám og skólahald — athugasemd frá Tryggva Gíslasyni skólameistara MA Tryggvi Kíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, hefur beðið Morgunblaðið um að birta eftirfarandi athugasemd: „Vegna skrifa Morgun- blaðsins um sjálfsnám nemenda við Menntaskólann á Akureyri vildi ég leyfa mér að taka fram eftirfarandi: Regluleg kennsla við skólann hefur verið felld niður vegna upp- sagnar 20 fastra kennara við skól- ann. Til þess að bæta nemendum að nokkru þetta tjón hefur verið reynt að koma á sjálfsnámi um 600 nem- enda undir stjórn 14 kennara. 1 námi sínu geta nemendur aðeins fengist við lítið brot af öllu því námsefni sem þeir eiga að fást við. Meðal annars er ekki unnt að stunda neitt verklegt nám svo sem vísindatilraunir. Um 80% nemenda skólans hafa undanfarna þrjá daga sótt skóla og unnið vel að starfi sínu sem er hugsað sem neyðar- lausn til bráöabirgða. Sjálfsnám nemenda getur aldrei komið í stað- inn fyrir reglulegt skólahald. Skóli er meira en sjálfsnám þótt framlag nemenda ráði úrslitum um árangur þeirra sjálfra. Að mínum dómi getur ekkert leyst vanda Islendinga nú nema aukin menntun, þar á meðal auk- inn skilningur á skipan þjóðfélags- ins og því flókna samspili sem mannlegt samfélag er. Til þess að auka menntun þarf meðal annars góða skóla, vel menntaða kennara sem þiggja sanngjörn laun. Deila Hins íslenska kennarafélags og stjórnvalda er ekki deila um laga- skýringar heldur er af hálfu kenn- ara verið að berjast fyrir bættum kjörum sínum og betri skólamennt- un og fyrir því að fá í verki viður- kennt gildi menntunar í landi sem getur ekki án menntunar verið.“ Tryggvi Axelsson og Ásgeir Jónsson, fulltrúar Vöku (Háskólaráði, afhenda Steingrfmi Hermannssyni, forsætisráöherra, undirskriftalista 1.800 nemenda Háskólans, þar sem skorað er á stjórnvöld að auka fjárveitingar til skólans. „Öflugur háskóli - forsenda framfara“ — nemendur HÍ hvetja stjórnvöld til að auka fjárveitingar til skólans VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, efndi til undirskriftasöfnunar meðal nemenda Háskóla íslands fyrir skömmu undir kjörorðinu „öfl- ugur háskóii — forsenda framfara". Undirskriftalistar þessir, sem um 1.800 nemendur rituðu nöfn sín á, voru afhentir Steingrfmi Hermanns- syni, forsætisráðherra í gær. Ásgeir Jónsson, annar fulltrúa Vöku í háskólaráði, sagði, að f yfir- skrift listanna væri skorað á stjórnvöld og Alþingi að auka fjár- veitingar til Háskólans. „Allt framkvæmdafé til Háskólans var skorið niður á síðustu fjárlögum," sagði Ásgeir. „Háskólinn hafði far- ið fram á að fá sömu upphæð úr ríkissjóði og Happdrætti Háskól- ans gefur af sér, sem er um 57 milljónir núna. Það var hins vegar ekki gert, heldur var öll slík fjár- veiting felld niður. Menn voru að vonum undrandi á því, enda hafði verið veitt 21 milljón til fram- kvæmda árið 1983. Steingrímur tók okkur vel og sagðist skilja vel vandann sem Háskóli íslands ætti við að glíma af þessum sökum,“ sagði Ásgeir Jónsson að lokum. Samkeppni í steypuframleiðslu: „Rúmlega 72 þúsund króna sparnaður á 150 rúmmetrum" segir markaðsstjóri steypuverksmiðjunnar Öss hf. „FIMM prósent munur á steypu- verði er ekki svo lítill ef hann er skoðaður í réttu sambengi. Á meðal- stóru einbýlishúsi, sem í fara 150 rúmmetrar af steypu, getur það mun- að húsbyggjandann 26.100 krónum raiðað við gjaldskrárverð og 72.450 krónum ef miðað er við staðgreiðslu- verð,“ sagði Kristján Guðjónsson, markaðsstjóri hjá steypuverksmiðj- unni Ósi hf., f samtali við blaða- mann Mbl. í framhaldi af frétt tWIBft— ítoðtó OKEYPIS FERÐAFRÆÐSLA UTSÝNAR PORTO CARRAS GRIHKCAIlD Glæsileg gistiaðstaða í Grikklandi kynnt á feröa- fræðslukvöldi Frí-klúbbsins og Útsýnar í ráö- stefnusal Hótel Loftleiða kl. 20.30 í kvöld 7. marz. Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Kristín Aöalsteinsdóttir aeildarstjóri hjá Útsýn annast fræöslukvöldiö. Ókeypis aö- gangur meðan húsrúm leyfir. MELITON BEACH Fimm stjörnu hótel á sjálfri ströndinni. Sjór- inn er hreinn og umhverfiö óspillt. Hér færöu nýja mynd af Grikklandi og merkri menn- ingu þess, ásamt ódýrri dvöl viö lúxusaö- stæöur í rólegri sólskinsparadís. Feröaskrifstofan ÚTSYN blaðsins í gær um „lítinn mun á steypuverði á höfuðborgarsvæðinu,“ eins og það var orðað. Kristján benti á, að í saman- burð á steypuverði óss og B.M. Vallá, sem gerður var í fréttinni, vantaði mikilvægar upplýsingar. „Verð okkar á algengustu húsa- steypu, S—200, er samkvæmt verðlista 3.296 krónur hver rúm- metri. Hjá B.M. Vallá er sambæri- legt verð 3.470 krónur. Þar munar 174 krónum á hvern rúmmetra. Sé varan staðgreidd er að jafnaði veittur 20% afsláttur og þá munar enn meiru á sama magni, eða 483 krónum á hvern rúmmetra. Það er ekki svo lítill munur fyrir hús- byggjanda ef hann kaupir 150 rúmmetra af steypu i húsið sitt, eins og ég gat um áðan,“ sagði hann. Kristján sagði að ós hf. legði aðaláherslu á að framleiða há- gæða steypu á lægra verði en al- mennt byðist, bæði verði á steypu og svo steyptum einingum af margvíslegu tagi. Fyrirtækið myndi til dæmis á næstunni bjóða upp á gangstéttarhellur, sem yrðu að minnsta kosti 25% ódýrari en almennt gerðist. „Með því að nota engin sjávar- efni, er komið í veg fyrir alkáli- virkni í steypunni, sem valdið hef- ur gríðarlegu tjóni í húsbygging- um á undanförnum árum,“ sagði hann. „öll okkar framleiðsla er tölvustýrð og kaupandinn fær tölvuútskrift yfir öll efni í steyp- unni, sem hann fær afhenta. Hann er því öruggur með að fá þá vöru, sem hann telur sig vera að kaupa. Við teljum okkur einfaldlega vera með betri vöru en hingað til hefur boðist; vöru, sem er undir ströngu innra og ytra gæðaeftirliti. Innra eftirlitið fer fram undir stjórn verkfræðings fyrirtækisins en ytra eftirlitinu stjórnar Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins,“ sagði Kristján Guðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.