Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985
21
verið hér um bæinn í tilefni heim-
sóknar Gladys Baez er hrottaleg
ögrun og annað ekki. Við íslenzkar
konur þurfum ekki byssuvæddar
konur til að veita okkur pólitíska
forsjá.
Væri það ætlunin að blanda al-
þjóðastjórnmálum í íslenzka jafn-
réttisbaráttu væri nær lagi að
hyggja að þeirri friðarhreyfingu
sem farsælust hefur verið í okkar
heimshluta og tryggt frið á Vest-
urlöndum í fjóra áratugi, þ.e. Atl-
antshafsbandalaginu. Sem betur
fer eru flestar þeirra kvenna sem
vilja þverpólitíska samstöðu á
lokaári kvennaáratugarins svo viti
bornar að gera það ekki að kröfu
sinni að Atlantshafsbandalagið
tróni á sviði Háskólabíós 8. marz
eða aðra daga þegar ætlunin er að
sameina íslenzkar konur með ólík-
ar póiitiskar skoðanir í þágu jafn-
réttis, þróunar og friðar — þótt
80% þjóðarinnar styðji aðildina
að Atlantshafsbandalaginu.
Að iokum þetta: Er það liður í
„friðaruppeldi" að hampa vopnuð-
um skæruliða og taka hann fram
yfir samstöðu íslenzkra kvenna?
Gera gestgjafar Gladys Baez sér
grein fyrir þeim afleiðingum sem
það hefur fyrir jafnréttisbarátt-
una að rjúfa nú í upphafi lokaárs-
ins þá mikilvægu samstöðu sem
tekizt hafði?
Hug sinn til þessa málefnis geta
hófsamar konur sýnt með því að
sækja ekki fund hinna herskáu
sundrungarsinna sem haldinn
verður í Félagsstofnun stúdenta á
föstudagskvöld heldur koma á
fund Samstarfsnefndar kvenna
1985 sem verður í Háskólabíói á
sama tima.
Áslaug Ragnars er bladamadur og
rithöíundur í Reykjavík.
Starfsemi
Lionskl. Stykkis-
hólms
Stykkishólmi, 28. febrúmr.
LIONKLÚBBLR Stykkishólms hefír
nú starfað í 18 ár og látið margt gott
af sér leiða. Hann hefír með mörg-
um fjáröflunaraðferðum safnað sam-
an fé til ýmissa athafna og líknar
hér í b», m.a. á sínum tíma keypti
hann hús, sem er rétt við dvalar-
heimili aldraðra og gaf stofnuninni
svo nú getur hún byggt viðbótar-
byggingu á lóðinni til mikilla hags-
bóta fyrir kauptúnið. Þá hefír klúbb-
urinn stutt sjúkrahúsið með ráðum
og dáð, gefið ýmis tæki þangað og
bækur í bókasafnið og eins á bóka-
safn dvalarheimilisins.
Þá hefir klúbburinn stutt þá
sem vegna veikinda og annars
hafa orðið fyrir miklum áföllum
og einnig séð um mót fyrir aldraða
hér í bæ með kaffiveitingum og
dagskrá.
Nú er klúbburinn að afhenda
Tónlistarskólanum hér vandað
hljóðfæri til kennslu í skólanum.
Félagar hafa aflað fjár með
blómasölu um bæinn, skeytasölu
við hátíðleg tækifæri, sjóróðra þar
sem allir hafa gefið vinnu sína og
lánað báta og veiðarfæri, og eins
vinnslu.
Nú hefir Lionsklúbburinn sent
til allra bæjarbúa hér yfirlit yfir
safnanir klúbbsins og ráðstafanir
svo bæjarbúar viti á hverjum tíma
hvað þeir eru að styrkja og hefir
þetta frumkvæði þeirra mælst vel
fyrir.
Eins og i öðrum klúbbum er
skipt árlega um stjórn og eru nú-
verandi stjórnendur Þorbergur
Bæringsson form., Páll Hjaltalín
ritari og Hallfreður Lárusson
gjaldkeri. Árni
Leiðrétting
í FRÉTT Morgunblaðsins mið-
vikudaginn 6. mars, er ranglega
farið með nafn á mynd þeirri er
Sambandið afhenti starfsmönnum
Skipadeildar í nýju húsnæði
þeirra við Holtabakka. Myndin,
sem er eftir Gísla Sigurðsson,
heitir „Úr álögum hvítra fanna"
og er þar bein tilvitnun i ljóðlínu
eftir Matthías Johannessen, en
myndina málaði Gísli við þetta
vorljóð Matthíasar.
Sjávarútvegsráðuneytið:
Jón Arnalds hættir
sem ráðuneytisstjóri
JÓN Arnalds, ráðuneytisstjóri í sjáv- starfi í 15 ár og fannst tími til
arútvegsráðuneytinu, hefur sagt kominn að breyta til,“ sagði Jón
starfí sínu lausu frá og með 1. maí Arnalds í stuttu samtali við Mbl. i
næstkomandi og hefur staða hans gær. Hann kvaðs m.a. hafa áhuga
verið auglýst laus til umsóknar. á að starfa sjálfstætt sem hæsta-
réttarlögmaður og reyndar hefði
„Ég er nú búinn að vera í þessu hann ýmislegt fleira i huga.
n *is so
0
AJIir með Steindóri!
jejjqjpuas jjQjæjs jejjv
teppasé
* I Lj | ||:j ;
■
mSN- -•..
x'rv'T
n *■ v ", ' f ..
' - 4 , •
* . ■* T' , 4 <* ** »
« y * ' * -v
; V * M . « • % 1
> • * 4 %
■-Ty’ "
■
, i
gólídnkum mottum
* «
* A,
0, «(»■ *%
é < t* 4
á einum
■
2
•■ "'m 1 JfW-f 1 .* 'J 4. + ,
> r C á r y r .* V? % f* £. . r- . % f z % \ Z ■
f w ■■'"■■ ® W i:' >■****' ■■ W „ * X “ W
«. v „ . .. y-x • .«.%-• -i * r
t3 •. •' Ut.
* ' " *
4 + ■
"H, *'*%• ■«#'
W
* * 1
" 'Jþ
. ÍJ? ♦ *
' %».
goo
'i vJ- ? 4
% i i
r •„* * «
á\i.-j«.-:, P H !■ HL.,
■ * 4 l .
% - , - . v
38
* ■ • -d
S
vamr menn - vonduð vinna
jr r • ■•■ • $ .«••
*-*«- ■ . ^ . t - *
‘ t ' ^ ' t ~ * .
k , L -
\ ■ •
lflnrisins
■ t'
■’■ * *■',
; V
□I
ar * -
rt n
SUÐUBLANDSBRAUT
'**¥■ dá.