Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 5 Þessi mynd var tekin á æfingn Kammersrveitar Reykjavíkur nú í vikunni. Kammersveitin leikur und- ir stjórn Pauls Zukofsky KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til 3. tónleika starfsárs síns f Menntaskólanum við Hamrahlfð sunnudaginn 10. mars klukkan 17. Stjórnandi sveitarinnar á tónleikun- um verður Paul Zukofsky, hljóm- sveitarstjóri og fiðluleikari frá Bandaríkjunum. Tónleikarnir hefjast með því að fluttur verður kvartett, „Square", eftir Szymon Kuran. Hann er pólskur fiðluleikari sem hefur ver- ið varakonsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar íslands frá því í haust. Þá verður flutt verkið „Leider eines fahrened Gesellen" eftir Gustac Mahler í útsetningu Arn- old Schönberg. Sigrún Valgerður Gestsdóttir er einsöngvari í verkinu. Á tónleikunum kemur síðan strengjakvartett eftir Alban Berg. Hinn 9. febrúar síðastliðinn voru 100 ár liðin frá faeðingu tónskálds- ins, en það er liður í tónlistarári Evrópu að minnast þessa aldar- afmælis. Alban Berg er einn þeirra tónsmiða sem var nemendi og félagi Schönbergs í Vínarborg. Hann lést þar 1935. Síðasta verkið á dagskrá tón- leikanna er eftir Atla Heimi Sveinsson, en það er konsert fyrir píanó og kammersveit sem Atli Heimir samdi sérstaklega fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Halldór Haraldsson, píanóleikara, sem leikur einleik í verkinu. Paul Zukofsky, leiðbeinandi og stjórnandi á þessum tónleikum, hefur oft áður starfað með Kamm- ersveit Reykjavíkur. Samhliða því sem hann hefur unnið með sveit- inni að undirbúningi þessara tón- leika nú hefur hann stjórnað Sin- fóníuhljómsveit æskunnar hér í Reykjavík en hún er sameiginleg- ur vettvangur ungra hljóðfæra- leikara af öllu landinu. Paul Zuk- ofsky ritaði grein um Sinfóníu- hljómsveit íslands í Morgunblaðið í janúar siðastliðnum, sem vakti mikla athygli og umræður. (FrétUtilkynning frá Kamm- enrveit Reykjavíkur.) IONDON - REYKJAVIK -d3dögum Vissirðu að vara sem er í London á föstudegi getur hæglega verið komin til Reykjavíkur á mánudegi. Lestum í Ipswich alla föstudaga. HAFSKIP HF, framtíð fyrir stafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.