Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Stríð og friður að er til siðs, ekki sízt í ýmsum vinstri sinnuðum hópum, að setja fram köfur um kjarnorkuvopnalaust ís- land og kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, enda þótt þessi þjóðlönd hafi engin slík vopn innan sinnar lögsögu — og hafi aldrei haft. Þessir sömu hópar þegja hinsvegar þunnu hljóði um kjarnflauganet Sovétríkjanna, sem teygir sig meðfram járntjaldinu endi- löngu, með stefnumið á flest lönd V-Evrópu, og um eitt stærsta vopnabúr heims á Kolaskaga, svo að segja í túnfæti Noregs og Finnlands. Það er til siðs, ekki sízt meðal „ultra“-sósíalista, að krefjast friðar í V-Evrópu og N-Ameríku hvar friður hefur ríkt í fjörutíu ár eða allt frá stofnun Atlantshafsbanda- lagsins. Hinsvegar hafa þeir haft færri orð um nálægt 150 staðbundin stríð, sem háð hafa verið í öðrum heims- hlutum á sama tíma — og kostað hafa tugi milljóna mannslífa. Sú þögn sker oft í eyru. Það vekur athygli að Sovét- ríkin eða önnur kommúnista- ríki eru óvíða fjarri þar sem vopnin tala í heiminum. Stríð, sem geisa á líðandi stund, eru flest háð undir hamri og sigð. Tökum þrjú dæmi. I fyrsta lagi innrás Sovétríkjanna í Afganistan, sem hér verður nánar vikið að á eftir. í annan stað innrás Víet-Nama í Kambódíu, eins kommúnistaríkis í annað, sem minnir reyndar á hérlent fyrirbrigði, Víet-Nam-nefnd- ina, sem hljótt hefur verið um upp á síðkastið. í þriðja lagi styrjöld marxískra stjónvalda í hungurríkinu Eþíópíu, sem háð er við sjálfstæðishreyfingu Eritreu, og torveldað hefur vestrænt hjálparstarf þar í landi. Einn svartasti bletturinn á samtímasögu mannkyns er flóttamannavandamálið, sem nær til vaxandi fjölda millj- óna, en það tengist ekki sízt — og raunar fyrst og fremst — þessum stríðandi komm- únistaríkjum. Sú staðreynd hefur þó ekki orðið tilefni eins og einnar smánefndar hjá nefndaglöðum vinstri sinnum hérlendis. Þegar Sovétríkin gerðu innrás í Afganistan bjuggu þar fimmtán milljónir manna. Nú búa þar aðeins tveir þriðju hlutar þess fjölda. Ein milljón manna hefur fallið. Fjórar milljónir flúið land. Þetta samsvarar því, ef við tökum íbúatölu ís- lands til samanburðar, að 16.000 manns hafi látið líf sitt á styrjaldarhöggstokk hamars og sigðar — en 64.000 manns flúið land. Tölulegar staðreyndir um fallna og flúna í Afganistan segja þó aðeins hálfa sögu. Heilbrigðisþjónusta í landinu er í rústum og sjúkdómar vaða uppi. Tveir læknar, franskur og bandarískur, sem nýlega gáfu bandarískri þing- nefnd skýrslu um ástandið í þessu hrjáða landi, segja 14—16% þjóðarinnar haldna berklum, 60—70% þjást af mýrarköld og að 30% barna deyja áður en þau ná fimm ára aldri. Þeir sögðu jafnframt að Sovétmenn sendu vitandi vits herþotur til að varpa sprengjum á þau fáu sjúkra- hús og sjúkraskýli, sem fyrir hendi eru á yfirráðasvæði frelsissveitanna. Hungur, sjúkdómar, skortur á lyfjum, læknishjálp og hjúkrunar- aðstöðu handa særðum geti leitt til þess að andspyrna frelsissveitanna gegn sovézka innrásarhernum og herjum leppstjórnarinnar í landinu verði brotin á bak aftur á næsta ári. Hjá Sovétmönnum sýnist það hertæknilegt at- riði að veikja heilsugæzlu á landsvæði sem heimamenn ráða. Það var haft eftir sovézk- um fangelsisstjóra skömmu eftir að stríðið gegn Afgönum hófst, að fallnir og flúnir skiptu ekki öllu máli. Það þyrfti ekki nema eina milljón Afgana til að byggja upp sósíalisma í landinu. Það er dýr sósíalismi það, veginn í mannslífum. En öfgastefnur hafa fyrr tekið „blóðtoH" í mannkynssögunni. Sovétmenn hafa tungur tvær í samskiptamálum mannkyns. Annarsvegar ýta þeir undir einhliða afvopnum á Vesturlöndum og sá fræjum tortryggni milli ríkja Atl- antshafsbandalagsins, til að veikja varnar- og samtaka- mátt þeirra. Hinsvegar berja þeir niður hverskonar af- vopnunarraddir heima fyrir. Þegar þeir eiga í hlut mega vopnin tala, hvort heldur er Afganistan eða leppríkjum A-Evrópu. Kjarnaeldflaugar á Kolaskaga og við Eystra- salt, hið næsta Norðurlönd- um, sem og sovézkir kjarna- kafbátar á N-Atlantshafi, eru „ekkert mál“ hjá Sovét- mönnum. Hinsvegar hrópa þeir húrra í hvert sinn, sem nytsamur sakleysingi setur fram kröfu um kjarnorku- vopnalaus Norððurlönd, þar sem engin slík vopn er að finna. Að gera heiminn að betri stað til að lifa í... Ræða Antti Tuuri við afhendingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Forseti íslands, herrar mínir og frúr! Mig langar að láta i ljós ein- lægt þakklæti af því tilefni að mér hafa verið veitt Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs á þessu ári. Mér dettur ekki í hug að ég sé bezti rithöfundur á Norður- löndum, og ekkert fremur nú í ár. Bókmenntir eru þvílík listgrein, að það er erfitt að skera úr um það hver er beztur, þar sem það er ógerningur að finna samskonar mælikvarða fyrir hinar ólíkustu bækur. Og auðlegð bókmenntanna er ein- mitt að finna í þessum mismun, efnistökum og stílbrigðum. Ég gleðst yfir þessum verð- launum og þá ekki síður yfir því, að þau eru afhent hér í Reykjavík. íslenskur vinur minn fullyrti einu sinni, að ís- lendingum og Finnum væri svo vel til vina vegna þess að hjá báðum þessum þjóðum mætti enn finna þá upprunalegu klikkun, sem gerir lífið vert að lifa því í þessum heimi. Ég held, að bæði Finnar og íslend- ingar séu í nánum tengslum við náttúruöflin, og báðar eiga þjóðirnar að baki þrengingar- tíma og hafa þurft að heyja baráttu fyrir tilveru sinni, sem hefur mótað líf okkar. Þessar þjóðir hafa líka sterka tilfinn- ingu fyrir þjóðlegum einkenn- um sínum og þá sérstaklega tungu sinni. Sá rithöfundur sem kemur frá takmörkuðu tungumála- svæði er oft spurður um þá erf- iðleika sem þetta valdi honum sem höfundi. Ég held að við skyldum öllu heldur tala um þá erfiðleika sem þetta veldur les- endum bókanna. Úrval þýddra bókmenntaverka ætti að vera ámóta á öllum Norðurlöndun- um. Og í það vantar nánast al- veg bækur frá minnstu tungu- málasvæðunum. Þetta orsakar ákveðna takmörkun á heims- mynd mannsins þegar horft er til lengri tíma. Við höfum fund- ið, ekki sízt hér á íslandi, að bókmenntir fámenns lands, sem skapaðar eru út frá þjóð- legum uppruna, geta orðið al- heimseign. Og við höfum einnig séð hversu djúpstæð áhrif þess- ar bókmenntir geta haft á þenkingar manneskjunnar; að gera heiminn að örlítið betri stað að lifa í. Það ætti að vera sameigin- legt markmið okkar. Fjármálaráðuneytið: „Samanburður augljóslega Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá fjármála- ráðuneytinu, þar sem svarað er fullyrðingum sem hafðar voru eftir talsmönnum Launamála- ráðs Bandalags háskólamanna á blaðamannafundi í fyrradag. Fréttatilkynning ráðuneytisins er svohljóðandi: „Rangt er að nefnd á vegum ráðuneytisins og Launamála- ráðs hafi gert samanburð á kjörum háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu og öðrum vinnuveitendum. Nefnd þessi gekkst einungis fyrir öfl- un gagna um launagreiðslur á almennum markaði. Sá sam- anburður sem Launamálaráð BHM vísar til er gerður ein- hliða af því og hefur honum frá upphafi verið hafnað af fjármálaráðuneytinu, enda er hann augljóslega rangur. Fjármálaráðuneytið hefur aldrei dregið í efa gildi þeirra talnalegu upplýsinga, sem Hagstofa Islands safnaði en mótmælt meðhöndlun Launa- málaráðs á þessu efni, sem einkennst hefur af blekkingar- vilja. Ennfremur er rangt að í til- boði samninganefndar ríkisins hafi falist launalækkun til einhverra. Tilboð samninganefndar- innar er um 5% hækkun að rangur“ meðaltali fyrir hvert félag og var óskað eftir tillögum félag- anna um röðun starfsheita, sem næði því marki, en tillög- ur í því efni ekki lagðar fram af samninganefndinni. Fréttatilkynningu þessari fylgja töflur til upplýsinga í þessu efni.“ MEÐALTAL MÁNAÐARLALNA OG HKILDARLAUNA I ADILDARFÉ- IXkniM BHM ÁN KOSTNAÐARGREIÐSLNA. I.AIINAFLOKKAR DES. 1984, TAXTAR MAI OG DES. 1984, MAGN ALLT ÁRID 1984. STARFSMENN: LAIIN GREIDD AF LAIJNADEILD FJÁR MALARÁIHINEYTISINS. Önnur Alls StélUrféUg: Fjbldí Mm.laun Yfirv. Uun •unagr. Alla miðað des. 1984 % 1984 % 1984 % 1984 viA des.laun Arkit.f. ísl. 20 30811 32,5 5,9 38,4 42642 Fél. bókas.fr. 23 26732 8,7 4,3 13,0 30207 Fél. háskm. hjúkrfr. 24 21974 16,3 9,2 25,5 27577 Fél. ísi.fræða 28 29152 7,4 3,9 11,3 32446 Fél. ísl. náttúrufr. 204 28982 36,2 8,4 44,6 41908 Fél. ísl. sjúkraþj. 12 26574 19,6 9,1 28,7 34201 Fél. tæknisk.kenn. 16 28447 34,1 6,6 40,7 40025 Fél. viðsk./hagfr. 111 29823 44,9 8 52,9 45599 Hið ísl. kennaraf. 736 25101 39,4 8,1 47,5 37024 Kennaraféi. KHf 36 30366 20,2 4,9 25,1 27988 Lögfr.féi. fsl. 197 30459 42,3 14,1 56,4 47638 Matvælafr.fél. ísl. 11 24120 18,6 5,1 23,7 29836 Sálfr.fél. fsl. 20 29797 8,6 4,1 12,7 33581 Kjaraf. tæknifr. 116 28946 60,2 14,8 75,0 50656 Ctgarður 51 26271 22,9 6,3 29,2 33942 Kjaraf. verkfr. 169 32840 49,4 10,8 60,2 52610 Samtala 1 1774 27761 48,8 41307 Dýral.fél. ísl. 28 28306 8,6 6,4 15,0 32552 Fél. háskólakenn. 227 32254 10,1 3,9 14,0 36770 Læknafél. ísl. 115 29189 20,9 22,5 43,4 41857 Prestafél. fsl. 116 29651 4,3 5,4 9,7 32527 SamUla 2 2260 28389 42,0 40320 NamUla 3 2260 28389 48,8 42242 Samtila 1 ncr til félaga sem fá aukagreiö.sliir í gegnum Uunadeild. SamUla 2 nar til allra félan. SaraUla 3 er ártlun miðué við að aulugrciðslur allra néu einn og til þeirra sem fá þa-r greiddar hjá launadeild. SAMANBIIRÐHR LAIINA Á ALMENNUM MARKAÐI SKV. KÖNNIIN HAGfíTOFU OG LAUNA RfKlSSTARFSMANNA Fjdldi rfkifr Alm. markaAur Kíkimurrsm M!» Htarfsm. Heildariaunagr. Heiktarlaunagr. munur I mai 1984 meðalul á maí- í meAaltal verAlajfi 1984 % Arkitektar 20 38030 36203 5,05 Tæknifræðingar 116 48514 42966 12,91 Verkfræðingar 169 52460 44397 18,16 Kerfis- og tolvufr. 50434 Viðskiptafræðingar 111 45144 38828 16,27 l/Ogfræðingar 197 40801 40445 0,88 Ýmsir með BA- og BS-próf eða sambærileg próf Náttúrufræðingar 204 38425 35546 8,10 Háskólapr. BA-stig 35379 Bókasaf nsf ræði ngar 23 25320 Hjúkrunarfræðingar 28 22845 íslenskufræðingar 28 27628 Sjúkraþjálfarar 12 28783 Matvælafræðingar 11 24913 Útgarðsmenn 51 28450 Kennarar (framh.sk. og gr.sk.) 736 30915 SamUls ým.sir 1093 36181 31172 16,07 SamUls allir O 1706 39770 34912 13,92 * Fjöldi rfkissUrfsmanna er notaAur iem vog viA reikning medaltalna. Verkfræðingar svara gagn rýni iðnaðarráðherra SVERRIR Hermannsson iðnaðarráðherra gagnrýndi mjög ráðgjöf þriggja nafngreindra verkfræðinga, sem unnið hafa fyrir Sjóefnavinnsluna á Reykja- nesi og reikninga, sem þeir hafa sent fyrir vinnu sína, í ræðu á Alþingi 28. febrúar síðastliðinn. Hann kvað 20% af stofnkostnaði verksmiðjunnar hafa farið í tækniráðgjöf og kvað það vera fjór- eða fimmfalt það, sem eðlilegt gæti talizt. GÍSLI SlGURSJOHNSSON HEIMIUSPÓSTURINN Heimilispósturinn 1964—1970: Greinasafn eftir Gísla Sigurbjörns- son forstjóra á Grund ÚT ER komin bókin Heimilis- pósturinn 1964—1970, sem hef- ur að geyma úrval greina eftir Gísla Sigurbjörnsson forstjóra Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Gísli hefur ritað greinar í Heimilispóstinn frá því hann var fyrst gefinn út fyrir um 20 árum og eru í þessu bindi skrif Gísla frá 1964—1970. Heimilispósturinn er heim- ilisblað fyrir heimilis- og starfsfólk á Grundunum og Ási og Ásbyrgi í Hveragerði, auk þess sem hann hefur ver- ið sendur endurgjaldslaust inn á önnur dvalarheimili fyrir aldraða, sjúkrastofnan- ir og til þeirra sem þess hafa óskað. Heimilispósturinn 1964— 1970 er 174 síður að stærð og hefur að geyma tæplega 80 stuttar greinar, aöallega um málefni ellinnar. Pétur Þorsteinsson tók efn- ið saman. Útgefandi er bóka- útgáfan Grund og er bókin prentuð í Prentsmiðjunni Leiftri. Ráðherra sagði m.a.: „Þannig stendur maður frammi fyrir því, að sérfræðingarnir, t.a.m. verk- fræðingarnir i þessu falli, halda að stjórnvöldum og þeim sem með peninga- og framkvæmdavaldið fara, hugmyndum sínum og koma alltaf með jákvæðar niðurstöður endalaust, til þess að hafa af því verkefni og þiggja af því laun. Ég hlýt að víkja að þessu efni af sér- stöku tilefni vegna þessa fyrirtæk- is. Og það er ekki eins og lesið var upp eftir þessum verkfræðingi (Baldri Lindal, innskot Mbl.), það er ekki eingöngu saltið sem þarna á að vera. Það eru stóru draumór- arnir um efnavinnsluna, til þess að þeir geti haft svona aldarlanga atvinnu af því og gert reikninga að geðþótta fyrir vinnu sína.“ „Ég hef spurt: í hverju var ráðgjöfin fólg- in?, ég fæ ekki svör. 1 hverju var ráðgjöf Baldurs Líndal fólgin fyrir 1.600 þúsund krónur? Ég fæ ekk- ert svar. í hverju var ráðgjöf Sig- urðar V. Hallssonar fólgin fyrir 1.400 þúsund krónur og ég fæ ekk- ert svar. Eða Sigurðar Rúnars Guðmundssonar fyrir 1.100 þús- und krónur?" 1 tilefni þessara ummæla hefur Morgunblaðið leitað til þeirra Baldurs Líndal og Sigurðar Rún- ars Guðmundssonar, og óskað eft- ir því að þeir svari þeirri gagn- rýni, sem fram kom í ræðu ráð- herrans. Svör þeirra Sigurðar Rúnars Guðmundssonar og Bald- urs Líndal fara hér á eftir, en blaðinu hefur ekki tekizt að ná sambandi við Sigurð V. Hallsson. Svar SigurAar Rúnars Guðmundssonar: „Ég tel að sérhver maður hljóti að mótast af því starfi sem hann leggur fyrir sig um ævina og sé því hverjum manni vorkunn. Tilurð orða ráðherra á Alþingi um störf mín fyrir Sjóefnavinnsl- una hf. mun vera skýrsla Iðn- tæknistofnunar íslands til ráð- herra um málefni Sjóefnavinnsl- unnar hf. Ég var boðaður vegna fram- angreinds á fund í LTÍ þann 17.09’84 og gerði ég þá ítarlega grein fyrir störfum mínum, meðal annars umrætt ár. Auðvelt hefði því verið og mun vera fyrir ráðherrann að fá svör hjá téðum ráðgjöfum. í mínu starfi get ég ekki þegið ráð annars brjósti úr! Ég verð því að standa og falla með þeim mæli- niðurstöðum og ályktunum, sem ég dreg fyrir þann viðskiptavin, sem ég þjóna hverju sinni, það er starfsheiður mínn." Svar Baldurs Líndal: „1. „Hönnunarkostnaður 4—5 sinnum hærri en hann ætti að vera.“ Hér mun átt við að þessi kostnaður hafi numið 20% af heildarkostnaði 8000 tonna áfang- ans samkvæmt skýrslu Iðntækn- istofnunar íslands. Svar: Hér mun vitnað í saman- lagðan kostnað Sjóefnavinnslunn- ar við hönnum verkfræðinga og arkitekta, útboð, framkvæmdaeft- irlit, framleiðslueftirlit í verk- smiðjunni og sérfræðilega vinnu við endurbætur. Timabilið sem átt er við hlýtur að vera frá stofnun félagsins í desember ’80 til miðs árs 1984. Öll sú vinna, sem lögð er fram byggist á tíma þeim, sem störfin hafa krafist. Engin vinna hefir verið framkvæmd sem greidd hefir verið samkvæmt prósentuákvæðum vegna þess hve sérstætt verkefnið er. Helstu verkefni, sem komu til úrlausnar á umræddu tímabili voru: 1. Skipulag og könnun á verk- smiðjusvæðinu. 2. Rannsóknir varðandi gufu- öflun. 3. Athuganir varðandi vatnsöfl- un. 4. Verkfræðistörf við fram- kvæmdaeftirlit og starfsaðstöðu. 5. Starfsrás verksmiðju miðað við mismunandi afköst. 6. Öll verkfræði og arkitekta- störf viðvikjandi a) Tengingu borholu 8 b) Borun borholu 9 c) Byggingu gufurafstöðvar d) Byggingu gufurafstöðvar e) Byggingu gufueima f) Byggingu pönnuhúss g) Byggingu kristöllunarpanna h) Vinnslukerfi í pönnuhúsi j) Byggingu safnþróar 7. Hönnunarstörf og útboðsstörf viðvíkjandi fínsaltsdeild. 8. Áætlun um klórvítissóda- deild. 9. Hönnun eima fyrir 40.000 tonna áfanga. 10. Framleiðslueftirlit og sér- fræðileg störf í sambandi við lausnir byrjunarvandamála í rekstri. Til glöggvunar varðandi mat á kostnaði við ofangreind atriði má geta þess, að almennur verkfræð- ikostnaður við byggingu efnaverk- smiðja nemur að jafnaði 10—20% af stofnkostnaði. Erfiðleikinn við mat á þessum grundvelli er hér sá, að ekki er einvörðungu um verk- smiðjubyggingarkostnað að ræða, heldur einnig störf við þróun framleiðsluferla. Ennfremur spanna þessi verkfræðistörf miklu stærra svið en sá stofnkostnaður gefur til kynna sem við er miðað. Þessi 8000 tonna áfangi er ekki fullbyggður og störfin hafa náð til ýmislegs fleira svo að viðmiðunin á ekki við. Þessi verkfræðikostn- aður nær þannig til mun um- fangsmeiri framkvæmda en nú er lokið. Prósentureikningur af þessu tagi á því ekki við þar sem pró- sentustofninn er ekki skilgreind- ur. 2. „Og þeir sem lesa upp þulurn- ar eftir Baldur Líndal hér hefðu gjarnan mátt ganga í skrokk á honum um það hvaða laun hann hefur þegið fyrir sína ráðgjöf og í hverju hún er fólgin, svo menn bindi sig kannske eingöngu við ár- ið 1983, fyrir hvað gaf hann reikn- inga upp á 1,6 mill. kr., i hverju sú ráðgjöf er fólgin.“ Svar: Til þess að finna þetta þarf nú engin glímutök, þvt þetta er allt ljóst af reikningum mínum til Sjóefnavinnslunnar. En til skýringar til almennings er rétt að það komi fram, að störfin eru unnin af Verkfræðistofu Baldurs Lindal, sem hafði stundum 3 starfsmenn þetta ár þar af tvo verkfræðinga. Reikningsupphæð er tilfærð samkvæmt tímagjaldi sem inniheldur allan kostnað stof- unar samkvæmt opinberri gjald- skrá ráðgjafaverkfræðinga. Þau meginstörf sem unnin voru á þessu ári voru hönnunarsam- ræming varðandi framkvæmdir Sjóefnavinnslunnar og áætlun um klórvítissódadeild verksmiðjunn- ar.“ 33. þing Norðurlandaráðs í Reykjavík Vestnorðursjóður stofnaður með 13,5 millj. dollara stofnfé — Notaður til fjárfestinga á íslandi, Grænlandi og í Færeyjum NORÐURLANDARÁÐ8ÞING samþykkti í gær áætlun um efnahags- þróun og fulla atvinnu í Skandinavíu með 66 atkvæðum gegn 2. Þá var samþykkt stofnun sjóðs, svokallaðs vestnorðursjóðs, með 54 samhljóða atkvæðum, en þeim sjóði er ætlað að styrkja framkvæmdir á íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Að sögn Ólafs G. Einarssonar, sem var framsögumaður efnahagsmálanefndar þingsins fyrir tillögunni um stofnun vestnorðursjóðsins, er reiknað með að unnt verði að lána úr sjóðnum strax á árinu 1986, en stofnfé hans verður 13,5 millj. $. Það fé kemur úr Iðnþróunarsjóði fyrir ísland, sem ætlunin var að endurgreiða ríkisstjórnum Norðurlandanna. Mestur hluti fundartíma Norðurlandaráðsþingsins í gær fór í umræður um áætlunina um efnahagsþróun og fulla at- vinnu, en til áætlunarinnar munu í fyrstu fara rúmar 2,5 millj. norskra króna. ólafur G. Einarsson sagði aðspurður um áætlunina, aö hún myndi ekki koma okkur fslendingum að beinu gagni, fremur óbeinu hvað varðar útflutningsmál, iðnaðar- og orkumál. Aðalfjár- festingar samkvæmt áætlun- inni verða í fyrstu vegna sam- göngumála í Skandinavíu svo sem vegagerðar, járnbrauta- lagna og ferjuflutninga. Ólafur sagði, að komið hefði fram til- laga frá íslendingum um að í samgönguáætluninni yrði gert ráð fyrir framlagi til endurbóta á Egilsstaðaflugvelli, en tillag- an hefði ekki náð fram að ganga. Þá afgreiðslu sagði Ólaf- ur ekki þýða að við ættum ekki kost á að komast inn í áætlanir þessar síðar. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ólafur G. Einarsson flytur fram- söguræðu sína. Ólafur sagði að vestnorður- sjóðurinn væri hugsaður sem uppbót til landanna þriggja, þ.e. íslands, Færeyja og Grænlands, þar sem þau kæmust ekki inn í samgönguáætlanirnar. Um hlutverk hans sagði ólafur: „Honum verður ekkert óvið- komandi og engar takmarkanir á aðstoð úr honum. Það er til dæmis ekki gert að kröfu, að a.m.k. tvö Norðurlandanna vinni sameiginlega að viðkom- andi verkefnum, eins og gert er hjá Norræna fjárfestingasjóðn- um. Þá er möguleiki á beinum styrkjum og ábyrgðum, auk hagkvæmra kjara.“ Ólafur sagðist reikna með að sjóðurinn gæti hafið starfsemi sína strax á árinu 1986. Aðeins væri eftir að ganga frá reglum hans, sem efnahagsmálanefndin myndi annast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.