Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 27 Franskur hershöfðingi: Frakkar hefji rann- sóknir á geimvörnum París, 6. mars. AP. Dagblaðid Le Monde í París birti í gær á forsíðu grein eftir franskan hershöfðingja, þar sem stjórnvöld í Frakklandi eru hvött til þess að hefja þegar i stað rannsóknir i upp- setningu varnarkerfis f geimnum. Segir hershöfðinginn, að Banda- ríkjamenn og Sovétmenn hafi tekið forystu á þessu sviði og ekki megi verða frekari töf á aðgerðum Frakka. Greinin var merkt dulnefninu „Hoplites", en það er nafn á þungvopnuðum fótgönguliða i Grikklandi hinu forna. Blaðið sagði, að höfundurinn væri hers- höfðingi í fullu starfi, en vildi ekki gefa neinar frekari upplýsingar um hann. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, og Charles Hernu, varnarmálaráðherra, hafa látið i Ijós andúð á hugmyndum um eldflaugavarnarkerfi í geimnum. Roland Dumas, utanríkisráðherra, Táningur brá sér í „strætóleik“ Boston, 6. mars. AP. 14 ára piltur fór í „strætóleik" í Boston í dag, stal strætisvagni og ók um götur borgarinnar í tvær klukkustundir áður en annar vagnstjóri bar kennsl á hann og lét lögregluna vita. í miliitíðinni tók strákurinn farþega upp í og hleypti þeim út eins og lög gera ráð fyrir. „Hann var í „strætóleik", það er skemmst frá að segja,“ sagði Kevin Kalnan, lögreglumaður sem stöðvaði piltinn. Kalnan sagði að lögreglubifreiðir hafi elt strætisvagninn um hríð eftir fjölförnum götum og einu sinni ók drengurinn vagninum við- stöðulaust upp á hraðbraut, veifandi til bílatollsmanna, sem stjórnuðu umferðinni upp á brautina. Vagnstjórinn, sem bar kennsl á drenginn, var ónafngreindur, en hann sagði lögreglumönnum að pilturinn væri fastagestur á strætisvagnaverkstæðinu, þar hefðist hann við klukkustund- um saman og fylgdist með. Það kom á daginn, að hann hafði fundið lyklana að strætisvagn- inum á verkstæðinu þar sem vagninn var til viðgerðar. Laumaðist hann til og stal ein- kennisbúningi, settist upp í vagninn og ók af stað ... Hryðjuverkamaður: Brast í grát í réttarsalnum Banbridge, Nordur-lrUndi, 5. maro. AP. LAWRENCE P. O’Keefe, 17 ára gamall piltur, sem sakaður er um að hafa myrt þrjá lögreglumenn í Newry á Norður-írlandi í sfðustu viku, brast f grát f réttarsal í Ban- bridge í dag, þegar ákæran var lesin yfir honum. Mennirnir þrír voru í hópi þeirra níu lögreglumanna, sem létust þegar sprengja sprakk á lögreglustöð í Newry í fyrri viku. írski lýðveldisherinn hefur lýst ábyrgð ódæðisverksins á hendur sér. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa lögreglunnar í Belfast, að O’Keefe verði á endanum ákærður fyrir aðild að vígi allra lögreglu- mannanna. Ákæran nú sé aðeins til bráðabirgða. Hann kvað fleiri menn hafa verið til yfirheyrslu vegna rannsóknar málsins, en vildi ekki upplýsa hve margir þeir væru. hefur hins vegar gefið til kynna að Frakkar muni ekki hafa uppi and- óf gegn fyrirætlunum Bandaríkja- manna að hefja rannsóknir á geimvarnarkerfi. Franski hershöfðinginn leggur til f grein sinni, að Evrópurfki hafi valdið stórtjóni hjá laxeldisstöðvun- um og margar þeirra hafa mátt þola hundruð þúsunda króna tap. Við suðurströndina sligaði ís girðingar stórrar eldisstöðvar og l'Æ— 2 kg þungur fiskurinn slapp út. Eldisstöðin var ekki tryggð og hefur eigandi hennar því tapað Saloniki, Grikklandi. 6. mars. AP. 72 ÁRA GAMALL grískur kven- sjúkdómalæknir hefur verið dæmd- ur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa selt 15 börn til foreldra sem gátu ekki eignast börn. Fertug tatarakona sá um að finna börnin, sem öll eru af tataraættum, og á eftir að kveða upp dóm yfir henni. Læknirinn, Athanassidos Tand- assis, fékk andvirði rúmlega 32.000 dollara fyrir börnin, sem voru seld frá því í febrúar 1982 og fram í júní 1984. Tatarakonan fékk prósentur. Sakborningurinn fullyrti fyrir rétti, að hinir eigin- legu foreldrar barnanna, sem hann seldi, hefðu ekki viljað eiga Tókýó, 6. nura. AP. RICHARD Childress, sem er í bandarísku öryggismálancfndinni, er nýkominn úr þriggja daga heim- sókn til Hanoi, höfuðborg Víetnam. Þar ræddi hann við ýmsa háttsetta embættismenn, meðal annarra Nguyen Co Thach utanríkisráðherra. Erindi Childress var að grennsl- ast fyrir um afdrif all margra bandarískra hermanna sem hefur með sér samstarf um rannsókn- irnar. „Eins og ávallt þegar um stórvirki er að ræða,“ skrifar hann, „er það okkar hlutverk að taka forystuna. Tíminn er orðinn naumur og verður enn naumari með hverjum degi sem líður.“ 530.000 ísl. kr.). Langvarandi frost hafa valdið því, að um 10.000 laxar við Há- logalandsströndina hafa frosið f hel. Verðmæti sláturfisksins var um 500.000 n. kr. (um 2,2 millj. ísl. kr.) þau vegna fjárhagsþrenginga og að hans viti hefði því verið betra að koma börnunum til foreldra, sem vildu annast þau. „Ég hafði mannúðarsjónarmið í hávegum, ég þoli ekki að sjá afskiptalaus tatarabörn seljandi tyggigúmmí á götuhornum. Áuk þess hjálpaði ég pörum, sem gátu ekki eignast börn,“ sagði Tandassis fyrir rétt- inum. Upp komst um athæfi Tandassis er kona ein, sem hugðist kaupa af honum barn, þótti andvirði 3.900 dollara of há greiðsla. Reiddist hún og kærði hann til lögreglunn- verið saknað síðan í Víetnamstríð- inu. Athuga hvort vera kynni að einhverjir þeirra kynnu að vera á lífi. Ekki hefur spurst út hvort Childress varð einhvers vísari. Honum mun hafa verið bærilega tekið í Hanoi og utanríkisráðherr- ann notaði tækifærið til að reifa ýmis „vandamál“ f samskiptum Bandarfkjanna og Vfetnam. Drottningin í afmælisheimsókn Þessi mynd er tekin er Elizabeth II Bretadrottning kom í heimsókn til Lundúnablaðsins Times 28. febrúar sl. í tilefni 200 ára afmælis blaösins. Drottningunni var kynnt starfsemin á öllum stigum og er þarna veriö aö sýna henni forsíðu næsta dags í mótun. Harðindin valda laxa- búum tjóni í Noregi ()sló, 6. mars. Frá Jan Erik Laure, fréltarítara Mbl. Vetrarharðindin f Noregi hafa um 120.000 norskum krónum (um Grikkland: Læknir dæmdur fyrir barnasölu Öryggisfulltrúi heimsótti Víetnam NHlMUl IBEAIII DMtH iiitinidOiii SUHMIII & 1«. HARS Húsið opnað kl. 19.00 Fordrykkur í anddyri. Páll Eyjólfsson leikur spánska gítartónlist. MATSEÐILL Eldsteiktar grísahryggsneiðar með snittubaunum steinselju kartöflum og hrásalati. DESERT: Rjómarönd m/marineruðum ávöxtum. SKEMMTIATRIÐI Benidorm ferðakynning, myndasýning og kynning á ferðaáætlun sumarsins. ÞÓRSKABARETT. Júlíus, Kjartan, Guðrún, Saga og Guðrún flytja bráðfyndið skemmtiefni. DÚETTINN Anna og Einar syngja ástarsöngva. ÁSADANS: Þau snjöllustu fá verðlaun. FERÐABINGO Spilað verður um ferðavinninga til Benidorm DANS Hljómsveitin Pónik og Einar leikur fyrir dansi. BORÐAPANTANIR j miða og borðpantanir f sfma 23333 frá kl. 16.00. | [jf=] FERÐA.. WM MIÐSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.