Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985
félk í
fréttum
Hvað kom
fyrir hárið
á Cher?
Hvað er að sjá Cher? Hún var
nýlega útnefnd sem ein verst
klædda kona heims, „minnst
klædda“ hefði einnig hæft prýði-
lega. Hún er nú bara hóflega
áberandi á þessari mynd sem tek-
in var af henni og sambýlismann-
inum í hófi miklu nýverið, en hár-
ið, það er hvitt ...
Cher viðurkennir að sér líki það
eiginlega ekki svona stutt og hvítt
í þokkabót, en hvað gera leikarar
ekki fyrir frægðina? Cher var til-
kynnt að ef hún vildi annað aðal-
hlutverkið f kvikmyndinni
„Mask“, þá yrði hún að leika hár
sitt eins og sést á myndinni. Og
það gerði hún ...
Hannaði hárgreiðslu á
forsíðu fagtímaritsins
Design Forum nefnist eitt af
þekktustu fagtimaritum um
hárgreiðslu í heiminum, gefið út í
Chicago og mjóg til þess vandað.
Á forsíðunni á nýútkomnu hefti
blaðsins er heilsíðumynd af stúlku
með hárgreiðslu eftir íslenskan
hárgreiðslumeistara, Elsu Har-
aldsdóttur. En Elsa var í haust
sérstaklega kölluð til Chicago
ásamt þremur öðrum topphár-
greiðslumeisturum til að skapa og
leggja fram hugmynd og tækni við
eina greiöslu, sem kynnt yrði í
blaðinu. Auk forsíðumyndarinnar
eru þrjár myndasíður sem sýna
hvernig greiðslan verður til, allt
frá því byrjað er að klippa hárið.
„Þetta var alveg stórkostlega
skemmtilegt", sagði Elsa sem fór
til Chicago þegar hún kom af
heimskeppninni í hárgreiðslu.
„Mér var boðiö að velja úr nokkr-
um sýningarstúlkum og vinna sið-
an greiðslu eins og ég vildi við sér-
staklega góðar aðstæður. Til að
myndatakan yrði fullkomin var ég
látin vinna hárgreiðsluna í
þekktri ljósmyndavinnustofu í
Chicago og ekkert til sparað. Ég
vildi gjarnan fá svona tækifæri
aftur.“
Vel hefur tekist til hjá Elsu, úr
Stendhal-snyrtivörurnar
eru franskar aö uppruna
og draga heiti sitt af
samnefndu skáldi, sem
var veröugur fulltrúi
rómantísku stefnunnar
fyrir tveimur öldum. Hór
sést sérlegur fulltrúi
Stendhal, Yolande Keiz-
er fegrunarréögjafi, vera
aö snyrta fyrrverandi feg-
uröardrottningu íslands,
llnni Steinson.
fulltrúi
á ferðinni
Heildverslunin Gasa,
Dugguvogi 2, er ungt
fyrirtæki sem hefur haslað
sér völl í heimi snyrtivara
hér á íslandi. Fyrirtækið
hefur meðal annars umboð
fyrir Stendhal-snyrtivörur.
Eigandi Gasa er Rósa
Matthíasdóttir og henni til
aðstoðar eru starfsmenn-
irnir Heiðar Jónsson
snyrtir og Guðmundur
Karl Friðjónsson. Að und-
anförnu hefur verið stödd
hér á landi Yolande Keizer
snyrtifræðingur og fulltrúi
Stendhal fyrirtækisins.
Yolande fór víða og snyrti
íslenskar kynsystur sfnar
eftir öllum kúnstarinnar
reglum, enda þaulvön kona
á ferð þar sem Yolande er.
Á meðfylgjandi mynd má
sjá hvar Yoiande snyrtir
Unni Steinson, fyrrverandi
fegurðardrottningu ís-
lands.
ihat>*c6 4 w;!* u**. fr* xví C*raf
«.0 fsH v‘ Hvemxi 9*Káy
iibfi. 1« 'Mimmota
v. MHwiswm. h 9
(hic L'i* mm ít> Mvní « a
nm: ’«• Mvw.rviæe
CfcSi m
wtxrtcv. wlor*' **6 frix
iayv.s öö imM itdc *«*ow' va 'C.
rvho• hnmnun **«n:o*»
uv.fuðMW] vogw- OtnntMr
CcURIptMM Thw #31K j
Wi', 10. rr.u.s«ks4.
a.«B*cOk 'tx* ownr« nOa'.tUi- *rA
WMf«j 'tr.t.Ktr. Lim Har.eO'.öotU'a
->r. m* r*»» SfwnavCG
r»«ens.«Ky nvuigiMWI t o«<** »A
byhN
** V:r*
Ssyse»?»«s*t pm.n
NY UPPHEFÐ
FYRIR LINDSEY
R r®sku ,3önAk0UunnÍ De Paul, sem hér sést sitjandi
fc# aftan á vélhjóli vinar sms, er fleira til lista lagt en að syngja,
þó það eigi kannski ekki að orða það sem hér um ræðir með þehn
hætti. Lyndsey er vinsæl og eftirsótt söngkona á Bretlandseyjum og
kunn talsvert ut fynr landsteinana á þeim slóðum. En nýja upp-
hefðin á ekkert skylt við sönglist, þó hún geti komið sér vel varðandi
sviðsframkomu. Lesendur vikublaðs í Bretlandi hafa kveðið upp
urskurð smn: Lyndsey er með „fallegasta bakhluta“ sem fyrirfinnst
á Bretlandseyjum. Er þessu slegið fram hiklaust og þykir engum
opmberlega að tekið sé stórt upp í sig.