Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 15 Herdís Þorgeirsdóttir, ritstjóri Mannlífs. ur um friðarhreyfingar. Hvor tveggja teljast til tilfinningamála í meðvitund margra íslendinga og því sjaldan rædd nema út frá gef- inni og fyrirfram markaðri póli- tískri línu. En hér eru málefni þessi reifuð á breiðum grundvelli og í víðara samhengi. Held ég líka að sú tíð sé í nánd að æ fleiri taki að íhuga þau yfirvegað og hleypi- dómalaust. Þá sýninst ætlunin að birta í Mannlífi svipmyndir af fólki sem lengi hefur staðið i sviðsljósinu. Þannig eru í þessum fyrsta ár- gangi stuttir þættir um Vigdísi Finnbogadóttur, forseta, Styrmi Gunnarsson, ritstjóra, og Ásgeir Aukin þjónusta við skíðafólk og fjárhagsbagga létt af borginni — segir Davíð Oddsson, borgarstjóri, um sölu Skíðaskálans í Hveradölum „Skíðaskálinn var búinn að vera verulegur baggi á borginni og ég tel því að sala hans sé af hinu góða,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, er hann var spurður um þá umræðu, sem orðið hefur að undanfornu vegna ákvörðunar borgarstjórnar Reykjavíkur, að selja skíðaskálann í Hveradölum. Davíð Oddsson sagði að fjár- hagsbyrði borgarinnar af rekstri skáians hafi numið um 3 milljón- um króna á ári. „Nú er ljóst að kominn er maður sem ætlar sér að gera skálanum vel til. Hann er að auka þjónustu við skíðafólk og aðra þarna á svæðinu, þótt breyt- ingarnar, sem hann er að gera í tengslum við skálann, séu umdeil- anlegar og kannski hvað útlit snertir ekki til bóta. En það er mikill misskilningur að tala eins og skálinn sé að fara. Menn hafa haldið því fram að svo mikil saga tengdist skálanum að það mætti ekki selja hann. Sagan verður auð- vitað áfram tengd skálanum. Hins vegar er ljóst, að með þessum hætti aukast nýtingarmöguleikar skálans verulega fyrir skíðafólk auk þess sem hann hættir að vera baggi á borgarsjóði," sagði borg- arstjóri. Sigurvinsson, knattspyrnumann. Mikill vandi er að setja saman mannlýsingar svo vel fari — að segja með fullri einurð það eitt sem satt er og rétt, en þó með stillingu og máta, hógværð og að- gát. Held ég að Mannlíf rati nokk- uð vel þann meðalveg. Fleira er í ritinu, svo sem þættir um tískuna, alþjóðleg stjórnmál og frægðarpersónur sem hátt ber á þeim vettvangi þessi árin, að ógleymdum stuttum en gagnorð- um þáttum um bókmenntir og listir. Að öllu samanlögðu þykir mér rit þetta vera bæði skemmtilegt og líflegt. En hversu lengi mun það lifa? Ef íslendingar væru ekki tvö hundruð og fjörutíu þúsund held- ur tvær og hálf milljón væri vandalaust fyrir það að komast af. Hitt ber vott um bæði stórhug og bjartsýni útgefandans, Fjölnis hf., að bjóða upp á svona glæsilegt rit fyrir okkar smáa markað. SAMSVIÐSTÆKNI Maharishi Samsvióstækni Maharishi sameinar þekkingu á samsviö- inu, eins og því er lýst af skammtaeðlisfræði, og huglæga reynslu af samsviöinu sem fæst með iðkun tækninnar Inn- hverf íhugun. Með tækninni Innhverf íhugun er samsviðið lífgað í vitund iökandans. Við það verða hugsanir hans og athafnir sjálfkrafa í samræmi við lögmál náttúrunnar. Almennur kynningarfyrirlestur verður í kvöld kl. 20.30 að Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikhúsinu). ÍSLENZKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ. Metsölublað á hverjum degi! Samkvæmt ákvæðum nýrrar byggingareglugerðar á nú að nota þrefalt gler, eða gler með samsvarandi einangrunargildi, í nýbyggingar á íslandi. K-glerið frá Glerborg er svarið við auknum einangrunar- kröfum. Enn sem fyrr er Glerborg í fararbroddi íslenskra glerframleiðenda og býður nú húsbyggjendum tvöfalt gler með mun betra einangrunargildi en venjulegt þrefalt gler hefur. K-gler Glerborgar er ný tegund glers, þar sem önnur glerskífan er húðuð sérstöku einangrandi efni sem hleypir sólarljósi ogyl inn, en kemur í veg fyrirað hitinn streymi út. K-glerið frá Glerborg uppfyllirákvæði hinnar nýju byggingareglugerðar, það minnkar hitunarkostnað, en veitir óskert og fullkomið útsýni. Einangrunarglldi glers: Tegund elnangrunarglers Loftrúm mllll glerja K-glldl K-glldl m/argon Venjulegt tvöfalt gler I2mm 3,0 2,8 Venjulegtþrefaltgler I2mm 2,l 1,9 K-gler tvöfalt (diaplus) I2mm 1,8 1,45 Einangrunargildi er mælt í W/m2 og kallast k-gildi. Því lægri sem k-gildistalan er, þeim mun betri einangrun. Glerborgar K-qlerið sannar að stundum er..„ K-gler. Elnangrunarhúð á innanverðu glerinu. Hafðu samband strax við sölumenn okkar og fáðu nánari upplýsingar. K-glerið á erindi til allra húsbyggjenda í dag. K-gler. Sólarljós nær óhlndrað f gegn, 90% af hitanum haldlð Innl. GLERBORG HE DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333 , ...Ivöfalt f, betra en þreialt! 05 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.