Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
55. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Afganistan:
Mikið mannfall í
liði Sovétmanna
Nýju Delhí, S. mars. AP.
SKÆRULIÐAR í Afganistan hafa
gert margar árásir á sovéska her-
menn í norður- og austurhluta
landsins að undanfornu og er það
haft eftir heimiidum, að 200 sovésk-
Noregur:
Tollurinn
hefnir inn-
rásarinnar
Óaló, 6. mars. Frá Jan Erík Laure,
fréttaritara Mbl.
ÞEGAR Þjóðverjar lögðu undir
sig Noreg árið 1940 notaði innrás-
arherinn m.a. beltabfl af gerðinni
Citroen. Norskur bfláhugamaður
hefur nú keypt bflinn en fær hann
hins vegar ekki skráðan vegna
þess, að Þjóðverjum láðist að
borga af honum toll á sínum tíma.
„Þetta er nú það vitlausasta,
sem ég hef heyrt," sagði bíl-
áhugamaðurinn, Gudmund
Andreassen, þegar lögfræðingar
tollsins höfðu komist að þessari
niðurstöðu. „Vissulega réðust
Þjóðverjar inn í Noreg en ekki
get ég að því gert þótt innrás-
arherinn hafi gleymt að koma
fyrst við á tollskrifstofunni."
Lögfræðingar tollsins skrif-
uðu Guðmundi bréf og hótuðu
að gera bílinn upptækan til að
öllu réttlæti væri fullnægt en
eftir að málið vitnaðist hafa
blöðin gert sér mikinn mat úr
því og kerfisvitleysunni, sem
þau kalla svo. Það er því ekki
loku fyrir það skotið, að Guð-
mundur fái bílinn eftir allt sam-
an þótt gleymst hafi að tollaf-
greiða hann í innrásinni fyrir 45
árum.
ir og afganskir stjórnarhermenn
a.m.k. hafi verið felldir. Hafa átök-
in verið hörðust skammt frá landa-
mærunum við Pakistan.
Afganskir skæruliðar hafa set-
ið um Barikot-varðstöðina
skammt frá landamærum Pakist-
ans í nærri tvo mánuði og hafa
sovéskir hermenn fjórum sinnum
orðið frá að hverfa þegar þeir
hafa reynt að rjúfa umsátrið.
Misstu þeir meira en 12 skrið-
dreka og sjö herflutningabíla við
þær tilraunir.
í Samarkhel-héraði lögðu
skæruliðar undir sig tvær her-
stöðvar stjórnarhersins að sögn
heimildamanna, sem einnig
sögðu frá miklum átökum í
Khandahar þar sem tvær sovésk-
ar flugvélar voru skotnar niður. í
Khandahar bjuggu áður 225.000
manns en nú er íbúafjöldinn þar
aðeins 20.000. Skæruliðar í
Panjsher-dal gera enn árásir að
næturlagi á stöðvar Sovétmanna
og stjórnarhersins.
RÆTT UM HVAL OG SEL
Morgunblaiid/Ól.K.Mag.
Jonathan Motzfeld, formadur landstjórnar Grænlands, ræóir rið Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., fyrir
utan Þjóðleikhúsid, þar sem Norðurlandaráðsþing stendur nú yfir. Umræðuefnið hefur væntanlega rerið veiðar
á hval og sel.
Thailendingar í hörðum
bardögum við V íetnama
Aranyaprathet, 6. mars. AP.
HARÐIR bardagar geisuóu í dag
milli thailenskra og víetnamskra
hermanna innan landamæra Thai-
lands og beittu Thailendingar jafnt
stórskotaliói sem flugvélum. Hófust
átökin þegar víetnamskur her réóst
inn í Thailand til aó geta ráóist aftan
LIBANIR TAKA VIÐ
AP.
Líbanskir stjórnarhermenn komu í gær til bæjarins Sabra í Suóur
Líbanon en skömmu áður höfðu ísraelar flutt lið sitt þaóan. Eru
ísraelar nú byrjaðir á öórum áfanga brottflutningsins frá Suóur-Líban-
on. Líbanirnir eru meó þjóðfánann meó sedrusviðnum en það var
einmitt meó sedrusviói frá Líbanonsfjöllum, sem Salómon þiljaói innan
musterió á sínum tíma.
aó búóum skærulióa vió landamær-
Víetnamar réðust inn í Thailand
í gær en það vakti fyrir þeim að ná
á sitt vald þremur hæðum í Thai-
landi til að geta gert þaðan árásir
á aðalstöðvar andspyrnuhreyf-
ingar Sihanouks fursta. Thailend-
ingar brugðust við með ákafri
3tórskotaliðsárás og sprengju-
regni úr flugvélum og hröktu inn-
rásarliðið á flótta. Segjast Thai-
lendingar hafa fundið lík 60 víet-
namskra hermanna að mestu
átökunum loknum. Enn var þó
skipst á skotum seint í dag. Thai-
lenskir hermenn berjast einnig við
Víetnama, sem fóru inn í Thailand
annars staðar til að ráðast á
skæruliðabúðir Rauðra khmera.
Víetnamar hafa sótt að skæru-
liðabúðum Sihanouks fursta eftir
fjórum leiðum en talsmenn
skæruliða og thailenska hersins
segja, að þeim hafi orðið lítið
ágengt. Þess vegna hafi þeir reynt
að fara inn í Thailand til að geta
gert árásir á þær ofan af hæðun-
um.
Talsmaður kínverska ntanrík-
isráðuneytisins sagði í dag, að
ekki kæmi til mála að ræða við
Víetnama um eitt eða neitt fyrr en
þeir væru farnir frá Kambódíu en
Sihanouk fursti hefur stungið upp
á slíkum viðræðum. Sagði tals-
maðurinn, að síðustu atburðir í
Kambódíu sýndu, að Víetnamar
hefðu nú unnið til „ærlegrar ráðn-
ingar".
Noregur:
Leystu úr dulmáli
Treholts og KGB
Óðló, 6. mtra. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl.
RÉTTARHÖLDIN yfir Arne Treholt fara nú fram fyrir luktum dyrum og
veróur svo að mestu næstu tvær vikurnar. Hafa verjendur Treholts og
ákæruvaldið deilt hart um lokunina en dómararnir voru henni sammála
og féllust á þá röksemd saksóknarans, að þau mál, sem nú yróu tekin
fyrir, vörðuóu öryggi Noregs og því ógerlegt að ræða þau fyrir opnum
tjöldum.
Það er ekki síst með tilliti til
starfsaðferða norsku leyniþjón-
ustunnar, sem nauðsynlegt þykir
að loka réttarsalnum, en hermt
er, að hún hafi í eltingarleiknum
við Treholt beitt mjög fullkomn-
um aðferðum, sem jafnvel aðrar
leyniþjónustur á Vesturlöndum
hafi ekki á sinu valdi. Er þá m.a.
átt við hvernig henni tókst að
ráða dulmálið, sem Treholt og
KGB notuðu sín í milli þegar
ákveðið var hvar og hvenær
skyldi hittast, en ljósmyndirnar,
sem teknar voru af Treholt í Vín
og Aþenu, sýna, að beðið var eft-
ir honum.
Vitnaleiðslurnar í gær leiddu
fátt nýtt í ljós nema það, að það
var aldrei venjan í norska utan-
rikisráðuneytinu að menn tækju
með sér heim leynileg skjöl,
hvað þá að „skiptast á skjölum"
við sendimenn frá Austur-
Evrópu eins og Treholt hefur
viðurkennt að hafa gert.