Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 33 33. þing Noröurlandaráðs í Reykjavík Islensk tillaga: Samnorræn rannsóknarstöð í lífefnaiðnaði hér á landi íslenska sendinefndin á þingi Norðurlandaráðs leggur fram til kynningar tillögu um stofnun Norrænnar lífefnarannsókna- stöðvar á íslandi. „Tillagan verður ekki rædd á þessu þingi, heldur er markmiðið með kynningunni að afla henni fylgis meðal fulltrúa á þinginu," sagði Pétur Sigurðsson, þingmaður. „En tillagan er unnin i samráði við íslenska vísindamenn." í tillögunni kemur meðal annars fram, að í líftæknivisindum eigi sér stað örar framfarir og að menn komi auga á æ fleiri leiðir til að hagnýta þær. Til dæmis við fram- leiðslu ýmissa lífefna og lyfja, i matvælaiðnaði og við kynbætur plantna og dýra. Ymsir möguleikar eru nú á að beita aðferðum líf- tækninnar bæði við fræðilegar rannsóknir á lífverum norðurslóðar og við hagnýtingu þeirra. Flestar lifverur á norðurslóðum aðlagast lægra hitastigi en almennt gerist. Þetta á sérstakiega við um lifverur sjávarins, þar sem árleg hitasveifla er aðeins fáum gráðum frá frostmarki. Meðal þessara lif- vera eru margar tegundir örvera. Örverur, sem lifa f hverum þola hins vegar meiri hita en nokkrar aðrar lífverur. Hinar sérhæfðu örverur sjávar og hvera eru gæddar óvenjulegum eiginleikum, sem hagnýta má með ýmsum hætti auk þess sem þær eru forvitnilegri frá fræðilegu sjónar- miði. Athyglin hlýtur að beinast sér- staklega að lifhvötum (ensímum) þessara örvera. Úr hveraörverum má vinna ýmiskonar lifhvata, sem hvatað geta efnahvörf við mun hærra hitastig en venjulegir líf- hvatar. Margvísleg not eru fyrir slíka lífhvata i lífefnaiðnaði, matvælaiðnaði og öðrum iðnaði, en rannsóknir á þeim eru enn tiltölu- lega skammt á veg komnar. Úr kuldaþolnum örverum sjávar má án efa vinna ýmsa lífhvata, sem starfað geta við mjög lágt hitastig. Slíkir lífhvatar geta að líkindum komið að miklum notum, t.d. við fiskvinnslu og aðra nýtingu sjávar- fangs. Rannsóknir á slikum lífhvöt- um eru enn á frumstigi. Fyrir ibúa norðvestur-svæðisins er þetta mál mikilvægt, bæði vegna þess hagnýta árangurs, sem hafa mætti af því og ekki síður vegna þeirrar nauðsynjar að byggja at- vinnu og efnahagslíf í vaxandi mæli á þekkingu og hátækni. Á sviði líf- tækni gætu einmitt leynst mikil- vægir möguleikar, sem væru í tengslum við náttúru landanna og yrðu eðlilegt framhald á hefð- bundnum bjargræðisvegum þjóð- anna. ísland hefur sérstöðu hvað snert- ir hin miklu og fjölbreytilegu Pétur Sigurðsson, alþingismaður. hverasvæði. Þau búa yfir mjög fjöl- skrúðugum örverugróðri, sem enn er tiltölulega litið kannaður. Auk þess hefur ísland sérstöðu, ásamt löndunum á norðvestur-svæðinu varðandi mikilvægi fiskveiða og fiskvinnslu landanna. Norrænt samstarf um að byggja upp þekk- ingu á þessu sviði yrði þessum þjóð- um ómetanleg lyftistöng. Því þykir eðlilegt að stofnun þessi verði starfrækt á íslandi, en með starfslið að hluta frá hinum Norðurlöndunum eins og venja er um norrænar stofnanir. MorgunblaðiA/ÓI.K.HaK. Káre Willoch, forsætisráðherra Noregs, og Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, ræðast við á þingi Norðurlandaráðs. Káre Willoch forsætisráðherra Noregs: „Styrkir okkar við norskan sjávarút- veg skaða ekki íslenska hagsmuni“ „ÉG TRÚI ekki að það sé rétt að styrkir okkar við norskan sjávarút- veg, skaði íslenska hagsmuni,*' sagði Kaare Willoch forsætisráðherra Nor- egs m.a. í viðtali við Morgunblaðið í gær, á þingi Norðurlandaráðs, þegar hann var spurður hvað hann vildi segja um gagnrýnisraddir héðan á styrkjakerfi það sem norskur sjávar- útvegur nýtur frá norska ríkinu. „Fyrir það fyrsta, þá eru fiskveið- ar okkar háðar veiðikvótum, og styrkir okkar til sjávarútvegsins auka ekki þann kvóta," sagði Will- och, „auk þess sem við notum ekki styrkina til þess að stækka fiski- skipaflota okkar, heldur til þess að minnka hann smám saman. Auk þess þá hefur ríkisstyrkur okkar ekki áhrif til lækkunar á heims- markaðsverði fiskafurða." Willoch sagði að höfuðástæða norsku ríkisstyrkjanna, væri að sjálfsögðu að bæta lifsafkomu norskra sjómanna, eins og svo margoft hefði komið fram. Willoch var spurður hvort hann hefði ekki verið á móti ríkisstyrkj- um til norsks sjávarútvegs, þegar flokkur hans var í stjórnarandstöðu í Noregi: „Það er nú kannski full- mikið sagt að flokkurinn hafi verið á móti ríkisstyrk, en satt er það að við óskum þess einlæglega að sjáv- arútvegur okkar sem og aðrar at- vinnugreinar þurfi í framtíðinni ekki á ríkisstyrkjum að halda. Jafn- framt höfum við af efnahags- ástæðum, þurft að draga úr styrkj- um við atvinnuvegina yfir höfuð,“ sagði Kaare Willoch, forsætisráð- herra Noregs. Aðgerðarleysi gegn fíkniefnum gagnrýnt í umræðum á fundi Noröurlanda- ráðs komu fram fyrirspurnir og gagnrýni frá Rune Gustavsson, í sænska miðflokknum, um hvað liði aðgerðum gegn neyslu og sölu fíkni- efna á Norðurlöndum. Gustavsson gagnrýndi að lítið hefði orðið úr framkvæmdum í þessum málum, en á þingi Norður- landaráðs, í Finnlandi 1982, var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að vinna gegn neyslu og dreifingu eiturlyfja á Norður- löndum. Hann beindi þeirri fyrirspurn til ráðherranefndarinnar hvernig nefndin hyggðist standa að sam- ræmingu refsilöggjafar um fíkni- efni á Norðurlöndum. Þá spurði Gustavsson einnig hvort það væri álit ráðherranefndarinnar, að samvinna milli toll- og póstþjón- ustu landanna hefði aukist til samræmis við samþykktir Norð- urlandaráðs frá 1982. Blm. leitaði álits Friðjóns Þórð- arsonar á gagnrýni Runes Gust- avsson, en Friðjón er nýskipaður varaformaður laganefndar Norð- urlandaráðs og var einn þeirra ráðherra, sem lögðu fram tillögu um fíkinefnalaus Norðurlönd 1982. „Það má segja að ástæða sé til gagnrýni, því i þessum málum er aldrei unnið nægilega mikið. Þetta er málefni, sem stöðugt verður að vera i athugun." Hann sagði að mikið hefði verið rætt um þessi mál síðan tillagan var samþykkt, og nauðsynlegt væri að samræma aðgerðir í þessu máli á Norður- löndum. Málið væri því miður þungt í vöfum, því það kæmi inn á verksvið margra ráðuneyta. En nú stæði fyrir dyrum ráðstefna Norð- urlanda um þessi mál í lok apríl og þá kæmist væntanlega einhver skriður á málið. Viö viljum vekja athygli viöskiptavina okkar á, aö framleiösla BOREAL húsgagna ffrá Asko er hætt, en viljum jaffn- fframt benda á aö BOREAL er enn ffyrir- liggjandi hjá okkur. Z/X KRISTJÁn SIGCEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25*70.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.