Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 31 Fundur um aiþjóðaár æskunnar á Selfossi Sjálfstæðiskvennafélag Árnessýslu gengst fyrir almennum fundi um Al- þjóðaár æskunnar nk. Tdstudags- kvöld, 8. mars. Á fundinum mun Erlendur Kristjánsson, formaður Æskulýðs- ráðs ríkisins, ræða um Alþjóðaár æskunnar og starfsemi Æskulýðs- ráðs ríkisins. Einnig mun hann fjalla um fíkniefnamál og starf sem framundan er i því sambandi. Þá mun Brynleifur Steingrímsson, læknir, flytja erindi um fikniefni og nefnist erindi hans „Ávanamyndun frá lifeðlisfræðilegu sjónarmiði". Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, mun flytja erindi um æskulýðsmál á ári æskunnar og sr. Sigurður Sigurðs- son, sóknarprestur í Hveragerði, mun flytja erindi um æskulýðsmál í safnaðarstarfi. Einnig munu ungl- ingar lesa úr bókinni „Ekkert mál“ eftir feðgana Njörð og Frey Njarð- vík. Málefni æskunnar hafa mikið verið til umfjöllunar á þessu ári og er skemmst að minnast Norður- landaþings æskunnar, sem haldið var hér á landi um síðustu helgi. Málefni æskunnar hafa einnig verið á dagskrá þings Norðurlandaráðs og þá ekki sist vandamál þeirra unglinga, sem orðið hafa vímuefn- um að bráð. Fundur Sjálfstæðiskvennafélags Árnessýslu hefst klukkan 20.30 á föstudagskvöld og verður haldinn á Tryggvagötu 8, Selfossi. Fundurinn er öllum opinn. Pétur Behrens sýnir í Gallerí Borg PETUR Behrens opnar málverkasýningu á verkum sínum í Gallerí Borg í Reykjavík í dag, 7. mars. Á sýningunni verða rúmlega 40 verk, aðallega teikn- ingar, en einnig vatnslitamyndir og olíumálverk. Pétur Behrens fæddist árið 1937 í Hamborg. Hann vann þar á teikni- stofu og stundaði nám við Meist- erschule fur Grafik í Vestur-Berlín. Lokapróf tók hann árið 1960. Pétur flutti til íslands árið 1962 og gerðist síðar íslenskur ríkisborgari. Hér hefur Pétur starfað sem auglýs- ingateiknari, unnið um árabil við hestatamningar og stundað kennslu við myndlistaskólana í Reykjavík. Myndlistin er nú aðalviðfangs- efni Péturs, en auk þess kennir hann teikningu við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Pétur hefur haldið einkasýningar í Reykjavík og víðar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin í Gallerý Borg stendur frá 7. til 18. mars. Opnunartími er frá 12.00 til 18.00 virka daga og frá 14.00 til 18.00 um helgar. Uppstokkun hjá Rekstrar- stofunni — Athugasemd Leikendur í „Sjö stelpum“, sem Leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík setur á svið. Leikfélag Kvennaskól- ans sýnir „Sjö stelpur u Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi: Síðstliðinn fimmtudag birtist hér á Viðskiptasíðum Morgunblaðsins stutt grein með fyrirsögninni Upp- stokkun hjá Rekstrarstofunni. Alltaf er vandasamt að skrifa greinar um mál sem eru í mótun eins og í þessu tilfelli. í niðurlagi greinarinnar skolast staðreyndir til. Vegna margra fyrir- spurna finn ég mig knúinn til þess að leiðrétta þann misskilning sem þar kemur fram. 1 greininni stóð: „Ekki er endan- lega ákveðið hvort starfsemi Rekstr- arstofunnar sem slíkrar leggst niður" og „Ráðgarður verður áfram til húsa þar sem Rekstrarstofan er Stjörnubíó sýnir The Natural nú að Hamraborg l.“ (Tilvitnun lýk- ur.) Hvorug málsgreinin hefur við rök að styðjast. Hið rétta er: Ég mun halda áfram starfsemi Rekstrarstofunnar enda eru mörg spennandi verkefni fram- undan, eins og oft áður. Starfsemin mun áfram verða til húsa að Hamra- borg 1. Sérstakur samningur hefur verið gerður milli Rekstrarstofunnar og Ráðgarðs um að Ráðgarður fái að nýta aðstöðu sem Rekstrarstofan hefur að Hamraborg 1 í Kópavogi um tveggja mánaða skeið. J. Ingimar Hansson LEIKFÉLAG fjölbrauta Kvenna- skólans frumsýndi á dögunum lcikritið „Sjö stelpur“ undir leik- stjórn Ásdísar Skúladóttur. Höfundur leikritsins dvaldi sjálfur sem gæslumaður á upptökuheimili fyrir stúlkur. Eftir veru sína þar gaf hann út dagbók frá þessu tímabili með nafninu „Jag skiter i varenda jávle pundhure" (Ég gef skít í hvern einasta imbahala). Er efni leikritsins að verulegu leyti byggt á henni. Til að forðast óþarfa hnýsni, tók hann sér höfundarnafnið Erik Torstensson, og einnig eru nöfn stúlknanna dulnefni. Dagbókin lýsir daglegu lífi stúlknanna á frjálslegan hátt, en einnig segir frá þeim erfið- leikum sem starfsfólk stofnun- arinnar á við að glíma. Með aðalhlutverkin fara Hildur Friðriksdóttir, Halla Stefánsdóttir, Ágústa Skúla- dóttir og Jón Ingi Jónsson. Aðrir leikarar eru Þorkell Þor- kelsson, Guðlaug Jónsdóttir, Þórir H. Bergsson, Arnfríður Arnardóttir, Birna Halldórs- dóttir, Björg Vilhjálmsdóttir og Sigrún Edda Theódórsdótt- ir. Ljósameistari er Einar Bergmundur og ljósamaður er Páll Lárusson. Sýningar eru á Fríkirkju- vegi 11 (kjallara), í húsi Æsku- lýðsráðs, kl. 20.30. Næstu sýn- ingar verða dagana 7., 12. og 14. mars. Miðaverð kr. 150. KÆLISKÁPAR tNÝTTNÝTT STJÖRNUBÍÓ sýnir nú myndina The Natural, eftir sögu Bernard Malamud, en i aðalhlutverki er Robert Redford og var þetta fyrsta kvikmyndin, sem hann lék í eftir þriggja ára fjarveru frá hvíta tjaldinu. Myndin fjallar um mann, sem hefur áhuga á að gerast at- vinnumaður í hornabolta og fær tilboð um það frá atvinnuliði í Chicago. { myndinni leika ásamt Robert Redford, Robert Duvall, Glenn Close og Barbara Hershey. Leik- stjóri er Barry Levinson. PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.