Morgunblaðið - 07.03.1985, Side 31

Morgunblaðið - 07.03.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 31 Fundur um aiþjóðaár æskunnar á Selfossi Sjálfstæðiskvennafélag Árnessýslu gengst fyrir almennum fundi um Al- þjóðaár æskunnar nk. Tdstudags- kvöld, 8. mars. Á fundinum mun Erlendur Kristjánsson, formaður Æskulýðs- ráðs ríkisins, ræða um Alþjóðaár æskunnar og starfsemi Æskulýðs- ráðs ríkisins. Einnig mun hann fjalla um fíkniefnamál og starf sem framundan er i því sambandi. Þá mun Brynleifur Steingrímsson, læknir, flytja erindi um fikniefni og nefnist erindi hans „Ávanamyndun frá lifeðlisfræðilegu sjónarmiði". Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, mun flytja erindi um æskulýðsmál á ári æskunnar og sr. Sigurður Sigurðs- son, sóknarprestur í Hveragerði, mun flytja erindi um æskulýðsmál í safnaðarstarfi. Einnig munu ungl- ingar lesa úr bókinni „Ekkert mál“ eftir feðgana Njörð og Frey Njarð- vík. Málefni æskunnar hafa mikið verið til umfjöllunar á þessu ári og er skemmst að minnast Norður- landaþings æskunnar, sem haldið var hér á landi um síðustu helgi. Málefni æskunnar hafa einnig verið á dagskrá þings Norðurlandaráðs og þá ekki sist vandamál þeirra unglinga, sem orðið hafa vímuefn- um að bráð. Fundur Sjálfstæðiskvennafélags Árnessýslu hefst klukkan 20.30 á föstudagskvöld og verður haldinn á Tryggvagötu 8, Selfossi. Fundurinn er öllum opinn. Pétur Behrens sýnir í Gallerí Borg PETUR Behrens opnar málverkasýningu á verkum sínum í Gallerí Borg í Reykjavík í dag, 7. mars. Á sýningunni verða rúmlega 40 verk, aðallega teikn- ingar, en einnig vatnslitamyndir og olíumálverk. Pétur Behrens fæddist árið 1937 í Hamborg. Hann vann þar á teikni- stofu og stundaði nám við Meist- erschule fur Grafik í Vestur-Berlín. Lokapróf tók hann árið 1960. Pétur flutti til íslands árið 1962 og gerðist síðar íslenskur ríkisborgari. Hér hefur Pétur starfað sem auglýs- ingateiknari, unnið um árabil við hestatamningar og stundað kennslu við myndlistaskólana í Reykjavík. Myndlistin er nú aðalviðfangs- efni Péturs, en auk þess kennir hann teikningu við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Pétur hefur haldið einkasýningar í Reykjavík og víðar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin í Gallerý Borg stendur frá 7. til 18. mars. Opnunartími er frá 12.00 til 18.00 virka daga og frá 14.00 til 18.00 um helgar. Uppstokkun hjá Rekstrar- stofunni — Athugasemd Leikendur í „Sjö stelpum“, sem Leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík setur á svið. Leikfélag Kvennaskól- ans sýnir „Sjö stelpur u Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi: Síðstliðinn fimmtudag birtist hér á Viðskiptasíðum Morgunblaðsins stutt grein með fyrirsögninni Upp- stokkun hjá Rekstrarstofunni. Alltaf er vandasamt að skrifa greinar um mál sem eru í mótun eins og í þessu tilfelli. í niðurlagi greinarinnar skolast staðreyndir til. Vegna margra fyrir- spurna finn ég mig knúinn til þess að leiðrétta þann misskilning sem þar kemur fram. 1 greininni stóð: „Ekki er endan- lega ákveðið hvort starfsemi Rekstr- arstofunnar sem slíkrar leggst niður" og „Ráðgarður verður áfram til húsa þar sem Rekstrarstofan er Stjörnubíó sýnir The Natural nú að Hamraborg l.“ (Tilvitnun lýk- ur.) Hvorug málsgreinin hefur við rök að styðjast. Hið rétta er: Ég mun halda áfram starfsemi Rekstrarstofunnar enda eru mörg spennandi verkefni fram- undan, eins og oft áður. Starfsemin mun áfram verða til húsa að Hamra- borg 1. Sérstakur samningur hefur verið gerður milli Rekstrarstofunnar og Ráðgarðs um að Ráðgarður fái að nýta aðstöðu sem Rekstrarstofan hefur að Hamraborg 1 í Kópavogi um tveggja mánaða skeið. J. Ingimar Hansson LEIKFÉLAG fjölbrauta Kvenna- skólans frumsýndi á dögunum lcikritið „Sjö stelpur“ undir leik- stjórn Ásdísar Skúladóttur. Höfundur leikritsins dvaldi sjálfur sem gæslumaður á upptökuheimili fyrir stúlkur. Eftir veru sína þar gaf hann út dagbók frá þessu tímabili með nafninu „Jag skiter i varenda jávle pundhure" (Ég gef skít í hvern einasta imbahala). Er efni leikritsins að verulegu leyti byggt á henni. Til að forðast óþarfa hnýsni, tók hann sér höfundarnafnið Erik Torstensson, og einnig eru nöfn stúlknanna dulnefni. Dagbókin lýsir daglegu lífi stúlknanna á frjálslegan hátt, en einnig segir frá þeim erfið- leikum sem starfsfólk stofnun- arinnar á við að glíma. Með aðalhlutverkin fara Hildur Friðriksdóttir, Halla Stefánsdóttir, Ágústa Skúla- dóttir og Jón Ingi Jónsson. Aðrir leikarar eru Þorkell Þor- kelsson, Guðlaug Jónsdóttir, Þórir H. Bergsson, Arnfríður Arnardóttir, Birna Halldórs- dóttir, Björg Vilhjálmsdóttir og Sigrún Edda Theódórsdótt- ir. Ljósameistari er Einar Bergmundur og ljósamaður er Páll Lárusson. Sýningar eru á Fríkirkju- vegi 11 (kjallara), í húsi Æsku- lýðsráðs, kl. 20.30. Næstu sýn- ingar verða dagana 7., 12. og 14. mars. Miðaverð kr. 150. KÆLISKÁPAR tNÝTTNÝTT STJÖRNUBÍÓ sýnir nú myndina The Natural, eftir sögu Bernard Malamud, en i aðalhlutverki er Robert Redford og var þetta fyrsta kvikmyndin, sem hann lék í eftir þriggja ára fjarveru frá hvíta tjaldinu. Myndin fjallar um mann, sem hefur áhuga á að gerast at- vinnumaður í hornabolta og fær tilboð um það frá atvinnuliði í Chicago. { myndinni leika ásamt Robert Redford, Robert Duvall, Glenn Close og Barbara Hershey. Leik- stjóri er Barry Levinson. PRISMA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.