Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 23 að vinna úr atriðum sem koma upp á, eins og hinu afdrifaríka morðtilræði, vondum aukaper- sónum á borð við blaðamanninn Robert Duvall, „femme fatale" Kim Basinger, skúrkana Robert Prosky og Darren McGavin. Þetta er skilið eftir í lausu lofti. Leikstjórinn Barry Levinson, sem á mörg kvikmyndahandrit að baki í félagi við eiginkonu sína Valerie Curtin sýnir hér eins og í fyrri myndinni sem hann hefur leikstýrt, Diner, góða tilfinningu fyrir smáatriðum umhverfis og stemmningar. Honum gengur enn ekki eins vel að byggja upp atriði og sam- hengi í frásögn með skýrum dramatískum hætti. Honum hættir til að drepa athyglinni á dreif. Flosmjúk myndataka Cal- eb Deschanel er oft sannkallað augnayndi, en hann er samt of hallur undir aðdráttarlinsur og ilmvatnsfókus. Og slow-motion er pirrancíi kækur. A hinni vogarskálinni vegur þungt framlag leikara eins og Glenn Close sem að vanda er óaðfinnanleg í hlutverki gömlu elskunnar heima í héraði, og tveggja yndislegra skapgerðar- leika/a Wilford Brimley og Rich- ard Farnsworth í hlutverkum aldurhniginna þjálfara með munntóbaksáráttu. En The Nat- ural væri auðvitað ekki neitt neitt án hinnar amerísku stjörnu Robert Redford. Svona hreinar og klárar hetjur geta fá- ir leikarar fengið nútímaáhorf- anda til að trúa á. Kannski Paul Newman. Og svo þessi rauð- birkni fimmtugi foli. Morð og kuldi í Moskvu Regnboginn: Gorky Park. Bandarísk, árgerð 1983. Handrit: Dennis Potter, eftir skáldsögu Martin Cruz Smith. Leikstjóri: Michael Apted. Aðalhlutverk: William Hurt, Jo- anna Pacula, Lee Marvin, Brian Dennehy, Ian Bannen. Skáldsagan Gorky Park eftir Bandaríkjamanninn Martin Cruz varð metsölubók fyrir fáum árum og trúlega mest fyrir þá nýbreytni að hún er glæpaþriller sem ekki gerist í New York eða Los Angeles, heldur Moskvu. Þrjú illa leikin lík finnast í Gorky-garðinum í miðri höfuð- borg Sovétríkjanna. Rannsókn- arlögreglumaðurinn sem fær þetta verkefni, Arkady Renko, finnur strax þefinn af KGB- vinnubrögðum, en eftir því sem líður á rannsóknina taka þessi fjöldamorð á sig mynd samsæris sem nær allt upp í efstu þrepin i sovéska kerfinu. Þetta er þykkur pólitískur þriller með nægilega mörgum ferskum slaufum til að vekja áhuga og halda honum vakandi. Þetta dugir ekki höfundum kvikmyndarinnar Gorky Park. Það má merkilegt heita hvað þeim hefur tekist að skila líf- vana mynd. Ekki síst fyrir þá sök að þetta eru flinkir menn. Dennis Potter, handritshöfund- ur er einn af þeim fremstu á því sviði í Bretlandi, einkum í gerð leikrita og sjónvarpsmynda. Hurt og Pacula eru út á þekju í Groky Park. Leikstjórinn Michael Apted er alhliða fagmaður með margar ágætar myndir eins og Stardust, Coalminer’s Daughter og fleiri. Gorky Park er slöpp, langdregin og rugluð kvikmynd sem tekst hvorki að nýta sér nýjabrum sögusviðsins né spennupunkta sögunnar og persónurnar eru jafn lítt skiljanlegar og lítt áhugaverðar í lokin og þær voru í byrjun. William Hurt var þegar hann kom fyrst fram í myndum eins og Eyewitness og Body Heat, óvenjuleg amerísk karl- hetja. Með hverri mynd, að und- anskilinni The Big Chill, hefur þröngt túlkunarsvið hans komið æ betur í ljós og í Gorky Park á hann ekki minnsta þáttinn í þvi hversu köld og fráhrindandi heildarútkoman er því leikur hans í hlutverki rannsóknarlög- reglumannsins er blæbrigðalaus og að því er virðist annars hug- ar. m wmle“sss-—a63æ6“m —• ld —SfS m *« og pc. iaid oy — • BOS l—77!T77\«bakka ® Jlfoiqgtitifrlfifeife Áskriftarsíminn er 83033 Verkstæðissýning á verkum Hrings Jóhannessonar listmálara gerðum í listasmiöju Glits hf., helgina 9. og 10. mars kl. 2-5 eftir hádegi. Gefinn er kostur á að skoða aðstööu listamanna og möguleika i gerð listaverka. t#j| GLIT HÖFÐABAKKA 9 Félagsfundur (B Varðar Landsmálafélagiö Vöröur heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 7. mars kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll við Háaleitisbraut. 1. Kjör fulltrúa á Landsfundi Sjálfstæöisflokksins. 2. Gestur fundarins veröur frú Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráöherra sem flytur erindi um skólamál. Stjórnin. RO Y AL SKYNDIBÚÐINGARNIR^ ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragötegundir Veiði Video Kænn veiðimaður fangar fleiri fiska. Ljóstrað upp um veiðiaðferðir sérfræðinga. Hvert myndband er kennslustund heima í stofu, sem hægt er að horfa á aftur og aftur. íslenskur texti. Kr. 1.980.- - -- ------- - - TYING TROUT FLIES □ comín. FLY FISHING FOR TROUT □ gomín. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.