Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 25 Sovétríkin: Ný herferð hafin gegn spillingu? Moskvu, 6. mars. AP. SOVÉSKA dagblaðiö Soietakaya Russiya greindi frá því í dag, að inn- anríkisráöherra landsins og fyrrum foringi í KGB, Vitaly Fedorehuk, hefði hvatt lögregluna um gervöll Sov- étrikin til að herða tökin gegn glæpsamlegu athæfi hvers konar, ekki síst spillingu. Lögregluforingjar og ýmsir hátt settir stjórnmálamenn tóku undir orð Fedorchuks á síðum blaðs- ins, en hér virðist vera um upplífgun stefnu Juris Andropov að ræða, en hann beitti sér mjög fyrir baráttu gegn spillingu meðan hann var æðsti ráðamaður Sovétríkjanna. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Fedorchuk hvetur til slíkra að- gerða, í ágúst á síðasta ári sagði hann slíkt hið sama í viðtali við dagblaðið Literaturnaya Gazeta og gaf jafnvel í skyn að lögreglan sjálf yrði könnuð ofan í kjölinn. Það var eitt af fyrstu verkum Andropovs er hann varð æðsti maður Sovétríkj- anna að skipa Fedorchuk innanrík- isráðherra í desember 1982. Vcstur-Sahara: Lík Vestur-Þjóð- verjanna fundin MUnchen, 6. mars. AP. FUNDIST hefur flak vestur-þýskrar flugvélar, sem skæruliðar Pólisaríu skutu niður í Vestur-Sahara fyrir nokkru. í flakinu voru einnig brunnin lík þriggja þýskra vísindamanna. Talsmaður „Dornier", sem smíð- aði flugvélarnar, færði tíðindin, en vildi ekki láta hafa meira eftir sér af ótta við að það kynni að leiða til þess að skæruliðarnir neituðu að skila líkamsleifum Vestur-Þjóð- verjanna. Visindamennirnir voru á leið til síns heima frá Suðurskauts- landinu í tveimur Dornier-flugvél- um. Veður víða um heim Lasgat Hasst Akurayri 5 skýjaó Amsterdam 0 18 heiðskírt Aþena 8 16 heióskírt Bracelona 13 léttsk. Berlín 0 8 skýjaö Chicago +« +2 skýjaó Dublín 6 11 skýjað Feneyjar 11 alskýjað Frankfurt 6 9 rigning Gent 0 3 •kýjað Helainki +S +3 snjókoma Hong Kong 14 17 skýjað Jerúsalem 4 13 heiðskírt Kaupm.hötn 1 2 skýjað Las Paimas 18 skýjað Lissabon 7 15 heiðskíat London 4 12 skýjað Los Angeles 7 13 rigning Luxemborg 4 rigning Malaga 17 lóttskýjað Mallorka 13 skýjað Míami 23 25 skýjað Montreal +15 +5 heiðskírt Moskva +16 +7 heiðskirt New York 6 16 heiðskfrt Oaló +1 +1 skýjað París 4 10 heiðskirt Peking +6 4 heiðskirt Reykjavík +8 4 heiðskírt Rio de Janeiro 20 31 heiðskírt Rómaborg 2 17 heiðskfrt Stokkhólmur +3 0 skýjað Sydney 15 23 skýjað Tókýó 5 8 skýjað Vinarborg 2 3 skýjað bórshöfn 8 rigning AP/Símamynd Sovéski píanóleikarinn Andrei Gavrflov, sem beðið hefur um hæli í Bretlandi. Bretland: Sovéskur píanóleik- ari biður um hæli London, 6. febrúar. AP. ÞEKKTUR sovéskur píanóleikari, Andrei Gavrilov, hefur beðið um land- vistarleyfi í Bretlandi, að því er innanríkisráðuneytið greindi frá í gær. Gavrilov er 29 ára gamall og kvæntur, en kona hans hefur ekki farið fram á hæli í Bret- landi, að sögn talsmanns innan- ríkisráðuneytisins. „Ég get staðfest, að Gavrilov hefur beðið um dvalarleyfi og beiðni hans er nú til athugunar," sagði talsmaðurinn. Ekki hefur verið greint frá dvalarstað Gavrilovs í London, og forráðamenn hljómplötufyr- irtækisins EMI, sem hann hefur mikið skipt við, sögðust ekki hafa séð hann í nokkra daga. Gavrilov hefur verið í Bret- landi frá 18. febrúar, en lagði beiðni sína fram nýlega. Andrei Gavrilov var aðeins 18 ára að aldri er hann sigraði í hinni frægu Tchaikovsky-keppni í Moskvu 1974 og spilaði oft á Vesturlöndum næstu árin. En eftir að menningartengsl aust- urs og vesturs rofnuðu í kjölfar innrásar Sovétmanna í Afgan- istan 1979, hefur hann að mestu verið í Sovétríkjunum. Islenska kartaflan er einhver ódýrasti matur Það er kominn tími til að við íslendingar nýtum kartöfluna okkar á fjölbreytilegri hátt en sem meðlæti, soðið eða bakað. M-m Kartaflan er nefnilega ódýrt, ljúffengt og hollt hráefnk M^MMMMM r %^M sem sómir sér jafnt í hversdags- og veislu réttum, í potti, á pönnu, í ofni eða grilli _ og í köldum réttum í óendanlegum tilbrigðum. IM Við höfum ekki lengur efni á að horfa fram hjá VUM CI M jafn hagstæðu hráefni - uppskriftabæklingurinn bíður úti í búð. Kartöflugratin fyrir 4-5 •500 g kartöflur • 1 lítill laukur • Vi paprika rauð eða græn •150 g sýrður rjómi •salt • pipar. Skrælið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Saxið papriku og lauk. Smyrjið eldfast mót og raðið kartöflum, lauk og papriku í lögum í mótið, stráið salti og pipar milli laga. Hrærið upp sýrða rjómann og dreifið yfir kartöflurnar, hafið lok á mótinu. Bakað í ofni við 200°C í 45 mfn._______________ Borið fram sem sjálfstæður réttur með hrásalati og/eða grófu brauði. íslenskar kartöflur eru auðugar af C-vítamíni, einkum ef þeirra er neytt með hýðinu. Þær innihalda einnig B, og B2 vítamín, níasín, kalk, járn, eggjahvítuefni og trefjaefni. í 100 grömmum af íslenskum kartöflum eru aðeins 78 hitaeiningar. Til viðmiðunar má nefna að í 100 g af soðinni ýsu eru 105 he, kotasælu 110, soðnum eggjum 163, kjúklingum 170, nauta- hakki 268 og í hrökkbrauði 307. Reynum Ijúffenga leið til sparnaðar - matreiðum úr íslenskum kartöfíum sm*. fGrcenmétisverslun I landbúnaðarinsl f Síðumúla 34 — Sími 81600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.