Morgunblaðið - 07.03.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985
25
Sovétríkin:
Ný herferð
hafin gegn
spillingu?
Moskvu, 6. mars. AP.
SOVÉSKA dagblaðiö Soietakaya
Russiya greindi frá því í dag, að inn-
anríkisráöherra landsins og fyrrum
foringi í KGB, Vitaly Fedorehuk,
hefði hvatt lögregluna um gervöll Sov-
étrikin til að herða tökin gegn
glæpsamlegu athæfi hvers konar, ekki
síst spillingu. Lögregluforingjar og
ýmsir hátt settir stjórnmálamenn tóku
undir orð Fedorchuks á síðum blaðs-
ins, en hér virðist vera um upplífgun
stefnu Juris Andropov að ræða, en
hann beitti sér mjög fyrir baráttu
gegn spillingu meðan hann var æðsti
ráðamaður Sovétríkjanna.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem
Fedorchuk hvetur til slíkra að-
gerða, í ágúst á síðasta ári sagði
hann slíkt hið sama í viðtali við
dagblaðið Literaturnaya Gazeta og
gaf jafnvel í skyn að lögreglan sjálf
yrði könnuð ofan í kjölinn. Það var
eitt af fyrstu verkum Andropovs er
hann varð æðsti maður Sovétríkj-
anna að skipa Fedorchuk innanrík-
isráðherra í desember 1982.
Vcstur-Sahara:
Lík Vestur-Þjóð-
verjanna fundin
MUnchen, 6. mars. AP.
FUNDIST hefur flak vestur-þýskrar
flugvélar, sem skæruliðar Pólisaríu
skutu niður í Vestur-Sahara fyrir
nokkru. í flakinu voru einnig brunnin
lík þriggja þýskra vísindamanna.
Talsmaður „Dornier", sem smíð-
aði flugvélarnar, færði tíðindin, en
vildi ekki láta hafa meira eftir sér
af ótta við að það kynni að leiða til
þess að skæruliðarnir neituðu að
skila líkamsleifum Vestur-Þjóð-
verjanna. Visindamennirnir voru á
leið til síns heima frá Suðurskauts-
landinu í tveimur Dornier-flugvél-
um.
Veður
víða um heim
Lasgat Hasst
Akurayri 5 skýjaó
Amsterdam 0 18 heiðskírt
Aþena 8 16 heióskírt
Bracelona 13 léttsk.
Berlín 0 8 skýjaö
Chicago +« +2 skýjaó
Dublín 6 11 skýjað
Feneyjar 11 alskýjað
Frankfurt 6 9 rigning
Gent 0 3 •kýjað
Helainki +S +3 snjókoma
Hong Kong 14 17 skýjað
Jerúsalem 4 13 heiðskírt
Kaupm.hötn 1 2 skýjað
Las Paimas 18 skýjað
Lissabon 7 15 heiðskíat
London 4 12 skýjað
Los Angeles 7 13 rigning
Luxemborg 4 rigning
Malaga 17 lóttskýjað
Mallorka 13 skýjað
Míami 23 25 skýjað
Montreal +15 +5 heiðskírt
Moskva +16 +7 heiðskirt
New York 6 16 heiðskfrt
Oaló +1 +1 skýjað
París 4 10 heiðskirt
Peking +6 4 heiðskirt
Reykjavík +8 4 heiðskírt
Rio de Janeiro 20 31 heiðskírt
Rómaborg 2 17 heiðskfrt
Stokkhólmur +3 0 skýjað
Sydney 15 23 skýjað
Tókýó 5 8 skýjað
Vinarborg 2 3 skýjað
bórshöfn 8 rigning
AP/Símamynd
Sovéski píanóleikarinn Andrei Gavrflov, sem beðið hefur um hæli í
Bretlandi.
Bretland:
Sovéskur píanóleik-
ari biður um hæli
London, 6. febrúar. AP.
ÞEKKTUR sovéskur píanóleikari, Andrei Gavrilov, hefur beðið um land-
vistarleyfi í Bretlandi, að því er innanríkisráðuneytið greindi frá í gær.
Gavrilov er 29 ára gamall og
kvæntur, en kona hans hefur
ekki farið fram á hæli í Bret-
landi, að sögn talsmanns innan-
ríkisráðuneytisins.
„Ég get staðfest, að Gavrilov
hefur beðið um dvalarleyfi og
beiðni hans er nú til athugunar,"
sagði talsmaðurinn.
Ekki hefur verið greint frá
dvalarstað Gavrilovs í London,
og forráðamenn hljómplötufyr-
irtækisins EMI, sem hann hefur
mikið skipt við, sögðust ekki
hafa séð hann í nokkra daga.
Gavrilov hefur verið í Bret-
landi frá 18. febrúar, en lagði
beiðni sína fram nýlega.
Andrei Gavrilov var aðeins 18
ára að aldri er hann sigraði í
hinni frægu Tchaikovsky-keppni
í Moskvu 1974 og spilaði oft á
Vesturlöndum næstu árin. En
eftir að menningartengsl aust-
urs og vesturs rofnuðu í kjölfar
innrásar Sovétmanna í Afgan-
istan 1979, hefur hann að mestu
verið í Sovétríkjunum.
Islenska kartaflan
er einhver
ódýrasti matur
Það er kominn tími til að við
íslendingar nýtum kartöfluna okkar
á fjölbreytilegri hátt en sem meðlæti, soðið eða bakað. M-m
Kartaflan er nefnilega ódýrt, ljúffengt og hollt hráefnk M^MMMMM r %^M
sem sómir sér jafnt í hversdags- og veislu
réttum, í potti, á pönnu, í ofni eða grilli _
og í köldum réttum í óendanlegum tilbrigðum. IM
Við höfum ekki lengur efni á að horfa fram hjá VUM CI M
jafn hagstæðu hráefni - uppskriftabæklingurinn bíður úti í búð.
Kartöflugratin fyrir 4-5
•500 g kartöflur • 1 lítill laukur • Vi paprika rauð eða græn •150 g sýrður rjómi •salt • pipar.
Skrælið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Saxið papriku og lauk. Smyrjið eldfast mót og raðið
kartöflum, lauk og papriku í lögum í mótið, stráið salti og pipar milli laga. Hrærið upp sýrða rjómann
og dreifið yfir kartöflurnar, hafið lok á mótinu. Bakað í ofni við 200°C í 45 mfn._______________
Borið fram sem sjálfstæður réttur með hrásalati og/eða grófu brauði.
íslenskar kartöflur eru auðugar af C-vítamíni,
einkum ef þeirra er neytt með hýðinu. Þær
innihalda einnig B, og B2 vítamín, níasín, kalk,
járn, eggjahvítuefni og trefjaefni.
í 100 grömmum af íslenskum kartöflum eru
aðeins 78 hitaeiningar. Til viðmiðunar má nefna
að í 100 g af soðinni ýsu eru 105 he, kotasælu
110, soðnum eggjum 163, kjúklingum 170, nauta-
hakki 268 og í hrökkbrauði 307.
Reynum Ijúffenga leið til sparnaðar
- matreiðum úr íslenskum kartöfíum
sm*.
fGrcenmétisverslun
I landbúnaðarinsl
f
Síðumúla 34 — Sími 81600