Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985
51
Listtherapisti eða
listmeðferðarfræðingur
Kennari skrifar:
Það er nú nokkuð langt um liðið
síðan Sigrún M. Proppé kom fram
í beinni útsendingu hjá Ríkisút-
varpinu og auglýsti eftir nafni á
starfsgrein þá er hún hefur numið
erlendis undanfarin ár. Nokkrar
tillögur komu í lesendadálkum
dagblaðanna skömmu síðar en eft-
ir því sem ég best veit hefur engin
þeirra enn náð fótfestu. Starfs-
greinin sem svo erfiðlega gengur
að nefna á íslenska tungu ber er-
lenda heitið Art thcrapy eða list
meðferð en vandamálið er að
finna nafn á þann sem fæst við
list meðferð.
Það vill nú þannig til að ég og
vinir mínir höfum með okkur eins-
konar saumaklúbb þar sem lítið er
saumað en mikið pælt og skrafað.
Eitt af eftirlætisumræðuefnum
okkar er nýyrðasmíð enda ís-
lenskumagister í hópnum, en auk
hans tveir kennarar, einn læknir,
einn sálfræðingur og tveir versl-
unarmenn. Reynslusvið hópsins er
því nokkuð vítt og ætti það að
hjálpa til við nýyrðasmíðina. Það
verður þó að segjast eins og er að
þrátt fyrir margra mánaða pæl-
ingar og svita erum við engu nær
um starfsheiti fýrir Sigrúnu
Proppé.
Við höfum lesið okkur heilmikið
til um listmeðferð og komist að
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
því, að orð eins og listþjálfi sem
okkur skilst að hafi verið notað á
ríkisspítölum er allsendis ófull-
nægjandi. Bæði er að therapy er
ekki þjálfun í hefðbundnum skiln-
ingi þess orðs og eins hitt að orðið
gefur til kynna að verið sé að
þjálfa listsköpun sem er mjög
fjarri lagi. Orðið listmeðferðar-
fræðingur er að öllum líkindum
eina orðið sem er nothæft þó við
höfum verið tregir til að sam-
þykkja það hingað til þar sem
okkur þótti orðið nokkuð þung-
lamalegt. Samkvæmt rannsóknum
okkar er aðeins ein önnur lausn,
en það er að íslenska orðið therap-
ist og Sigrún Proppé yrði þá list
therapisti
Það er ljóst að orðið meðferð er
eina nothæfa orðið sem við eigum
yfir therapy og sá sem hefur num-
ið fræðin um listmeðferð er list-
meðferðarfræðingur hvort sem
okkur líkar betur eða verr. Það er
ljóst að þó orðið sé nokkuð þung-
lamalegt þá er það eina lausnin
sem ekki felur í sér íslenskun á
erlendu orði.
En hvað um það, þetta er okkar
lausn á málinu og við skorum á þá
sem ekki eru ánægðir með þessa
lausn að láta frá sér heyra og
koma þá með betri tillögur þó við
teljum það næsta víst eftir
margra mánaða rannsóknir að
betri tillögur séu ekki til. Með von
um að vegur listmeðferðar verði
sem mestur á íslandi og listmeð-
ferðafræðingar nái hér sem fyrst
varanlegri fótfestu.
Heil-
ræðavísa
Hörður Vilhjálmsson.
Heilræðavísa að gefnu til-
efni og má túlka sem athuga-
semd við athugasemd lögfræð-
ings í Morgunblaðinu föstu-
daginn 15. febrúar sl.
„Ef lögmanni leyfist ástunda
lógík sem kennd er við hunda
í einrúmi ætti hann að dunda
en ei fram á ritvöll að skunda.“
Ekki allar á kostakjörum
Sigrún Jónsdóttir, Suðurgötu,
Keflavík, skrifar:
Ég get alls ekki orða bundist,
þar sem ég hef lesið í dagblöðun-
um undanfarið um ágóða hjá
ferðaskrifstofu hér í borg, aðeins
um 7 milljónir. Þá er búið að
borga starfsmönnum skrifstof-
unnar nokkur hundruð þúsund í
aukaþóknun á laun fyrir árið 1984.
Ekki skil ég hvernig nokkur
ferðaskrifstofa getur látið fólkið
trúa því að allar þessar ferðir sem
eru auglýstar séu kostakjör. Ég
hef farið mjög oft með erlendri
ferðaskrifstofu til suðurlanda, það
eru kostakjör. Ekki veit ég hvern-
ig í þessu liggur en eitt veit ég að
þessi sama ferðaskrifstofa hefur
fjárfest nú aðeins á nokkrum ár-
um í stórri fasteign við Austur-
stræti þar sem er Ferðaskrifstof-
an Samvinnuferðir/Landsýn.
Hvernig náið þið svona miklum
gróða, er lagt svona mikið á ferð-
irnar sem þið seljið okkur?
Stundin okkar skemmtileg
Nú þegar allir eru kvartandi og
kveinandi ætla ég að senda þakk-
arbréf. Ég vil þakka fólkinu sem
er með Stundina okkar. Það hefur
staðið sig með prýði í vetur. Fjöl-
breytt og skemmtilegt. Hún Lóló
er svo sæt, og Óli prik sniðugur og
líka þessi Bjössi bolla. Ég er hissa
á blöðunum að taka ekki viðtöl við
þessa stjórnendur og krakkana
sem leika. Það væri gaman að vita
hvað þau hugsa. Eitt finnst mér
þó að, mér finnst að allt efni eigi
að vera íslenskt, ekki myndir frá
öðrum löndum. Vonandi verður
það tekið til greina. Getur Þor-
steinn Marelsson ekki verið kynn-
ir stundum og gaman væri að fá
Ásu aftur.
Vonandi verður jafn gaman
áfram. Margrét Reynisdóttir
Tilboðsverslunín Barónsstíg 18 býður
meira en helmings afslátt
meöal annars á þessum vörum:
Herraskór
Verö: 795.00.
Litur: brúnir.
Tilboðsverslunin Barnónsstíg 18.
S: 23566.
diners