Morgunblaðið - 07.03.1985, Page 5

Morgunblaðið - 07.03.1985, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 5 Þessi mynd var tekin á æfingn Kammersrveitar Reykjavíkur nú í vikunni. Kammersveitin leikur und- ir stjórn Pauls Zukofsky KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til 3. tónleika starfsárs síns f Menntaskólanum við Hamrahlfð sunnudaginn 10. mars klukkan 17. Stjórnandi sveitarinnar á tónleikun- um verður Paul Zukofsky, hljóm- sveitarstjóri og fiðluleikari frá Bandaríkjunum. Tónleikarnir hefjast með því að fluttur verður kvartett, „Square", eftir Szymon Kuran. Hann er pólskur fiðluleikari sem hefur ver- ið varakonsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar íslands frá því í haust. Þá verður flutt verkið „Leider eines fahrened Gesellen" eftir Gustac Mahler í útsetningu Arn- old Schönberg. Sigrún Valgerður Gestsdóttir er einsöngvari í verkinu. Á tónleikunum kemur síðan strengjakvartett eftir Alban Berg. Hinn 9. febrúar síðastliðinn voru 100 ár liðin frá faeðingu tónskálds- ins, en það er liður í tónlistarári Evrópu að minnast þessa aldar- afmælis. Alban Berg er einn þeirra tónsmiða sem var nemendi og félagi Schönbergs í Vínarborg. Hann lést þar 1935. Síðasta verkið á dagskrá tón- leikanna er eftir Atla Heimi Sveinsson, en það er konsert fyrir píanó og kammersveit sem Atli Heimir samdi sérstaklega fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Halldór Haraldsson, píanóleikara, sem leikur einleik í verkinu. Paul Zukofsky, leiðbeinandi og stjórnandi á þessum tónleikum, hefur oft áður starfað með Kamm- ersveit Reykjavíkur. Samhliða því sem hann hefur unnið með sveit- inni að undirbúningi þessara tón- leika nú hefur hann stjórnað Sin- fóníuhljómsveit æskunnar hér í Reykjavík en hún er sameiginleg- ur vettvangur ungra hljóðfæra- leikara af öllu landinu. Paul Zuk- ofsky ritaði grein um Sinfóníu- hljómsveit íslands í Morgunblaðið í janúar siðastliðnum, sem vakti mikla athygli og umræður. (FrétUtilkynning frá Kamm- enrveit Reykjavíkur.) IONDON - REYKJAVIK -d3dögum Vissirðu að vara sem er í London á föstudegi getur hæglega verið komin til Reykjavíkur á mánudegi. Lestum í Ipswich alla föstudaga. HAFSKIP HF, framtíð fyrir stafni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.