Morgunblaðið - 21.03.1985, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
Blönduvirkjiin:
Norsku tilboði í
aflspenna tekið
— skrifað undir verksamning
um hverfla, rafala og fylgibúnað
LANDSVIRKJUN tók í gær til-
boði National Industri í Noregi í
aflspenna fyrir Blönduvirkjun,
sem er að upphæð jafnvirði um
775 þúsund bandaríkjadala.
í gær var einnig undirritaður
verksamningur milli Lands-
virkjunar og Sumitomo Corpor-
ation í Japan um hverfla, rafla
og fylgibúnað fyrir Blönduvirkj-
un. Samningsupphæð nemur
jafnvirði 13,2 milljóna banda-
ríkjadala sem með verðbótum
gæti hækkað að hámarki í 14,4
milljónir bandaríkjadala.
1 verksamningnum eru
ákvæði þess efnis að Lands-
virkjun á rétt á því að láta koma
til frestunar á afhendingu bún-
aðarins í samræmi við tímasetn-
ingu framkvæmda við Blöndu-
virkjun sem stjórn Landsvirkj-
unar tekur ákvörðun um í vor.
Af hálfu Landsvirkjunar undir-
rituðu Jóhannes Nordal stjórn-
arformaður og Halldór Jóna-
tansson forstjóri verksamning-
inn en af hálfu Sumitomo Corp-
oration Yasuhiko Sakamoto að-
stoðarforstjóri og Toshiyuki
Yamazaki framkvæmdastjóri.
í ágústmánuði sl. voru opnuð
tilboð í sex verkhluta fyrir vél-
ar, rafbúnað og stálbúnað vegna
Blönduvirkjunar og í þá bárust
samtals eitt hundrað tilboð.
Meðal þeirra voru þau tvö sem
að framan getur og fljótlega
verður tekin ákvörðun um hvaða
tilboðum verður tekið í hina
fjóra verkhlutana sem eru há-
spennubúnaður, lyftikranar,
lokur og lokubúnaður og þrýsti-
vatnspípa. Samtals munu verk-
samningarnir verða jafnvirði
um 20 milljóna bandaríkjadala.
Knútur Knudsen
Frá undirritun verksamnings Landsvirkjunar og Sumitomo ('orporation í gær. Á myndinni eru Halldór Jónatansson
forstjóri Landsvirkjunar, Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunar og Yasuhiko Sakamoto aðstoðarfor-
stjóri japanska fyrirtækisins.
Ágreiningur um bleiu- og
dömubindaverksmiðju
ÁGREININGUR er risinn
með fyrirtækinu Víkurkletti í
Vík í Mýrdal og Efnaverk-
smiðjunni Sjöfn um staðsetn-
ingu nýrrar bleiu- og dömu-
bindaverksmiðju hér á landi.
Fyrir nokkru festi Víkurklett-
ur kaup á vélum í slíka verk-
smiðju, en Efnaverksmiðjan
Sjöfn, sem er í eigu Sambands
íslenzkra samvinnufélaga og
Kaupfélags Eyfirðinga, hyggst
hefja rekstur slíkrar verk-
smiðju í maí næstkomandi og
verður vélum í verksmiðjuna
komið um borð í skip á næstu
dögum. Menn eru sammála um
að ein verksmiðja anni eftir-
spurn á íslenzkum markaði.
Mbl. ræddi við Þorstein
Garðarsson, iðnráðgjafa á
Suðurlandi, og Aðalstein
Jónsson, framkvæmdastjóra
Efnaverksmiðjunnar Sjafnar.
Fráleitt að hætta við
Knútur Knudsen veð-
urfrœðingur látinn
segir Aðalsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Sjafnar
LÁTINN er í Reykjavík Knútur
Knudsen veðurfræðingur. Knútur
Iðnrekendur með
allsherjarat-
kvæðagreiðslu um
virðisaukaskatt
FÉLAG íslenskra iðnrekenda
hyggst á næstunni gangast fyrir
allsherjaratkvæðagreiðslu meðal
félaga sinna til þess að kanna hug
þeirra til virðisaukaskatts, sem
samkvæmt frumvarpi Alberts
Guðmundssonar fjármálaráð-
herra tekur við af núgildandi sölu-
skattsfyrirkomulagi. Þetta kom
fram á ársþingi Félags íslenskra
iðnrekenda í gær.
fæddist í Reykjavík 13. maí 1926,
sonur hjónanna Árna B. Knudsen
Lúðvígssonar prests að Breiða-
bólsstað í Vestur-Hópi og Maríu
Jóhannsdóttur frá Flugumýri.
Knútur lauk stúdentsprófi við
MR 1945 og stundaði nám í veð-
urfræði í Stokkhólmi 1946—48.
Hann starfaði alla tíð á Veð-
urstofu íslands, framan af við
flugveðurstofuna á Keflavíkur-
flugvelli, en síðan haustið 1961 á
veðurspádeild Veðurstofunnar í
Reykjavík. Hann var frá 1967 til
haustsins 1984 í hópi þeirra veð-
urfræðinga er annast veður-
fregnir í sjónvarpi.
Knútur lætur eftir sig eigin-
konu, Helgu Karlsdóttur, og
þrjú uppkomin börn.
„VIÐ höfðum ekki hugmynd um að
aðrir væru að huga að stofnun bleiu-
og dömubindaverksmiðju. Enda töl-
uðu þeir af alvöru á haustmánuðum
um að gera það sem við gengum frá á
vormánuðum. Vélar í verksmiðjunar
verða settar í skip eftir nokkra daga
og við reiknum með að hefja fram-
leiðslu í maí,“ sagði Aðalsteinn
Jónsson, framkvæmdastjóri Efna-
verksmiðjunnar Sjafnar, í samtali við
Mbl.
„Við hófum undirbúning þessa
máls í maí í fyrra, en áður höfðu
aðilar á Akureyri hafið könnun á
staðsetningu verksmiðjunnar á Ak-
ureyri. Við tókum upp þráðinn þar
sem þeir skildu við. Það sem fyrir
okkur vakti var að skapa fleiri at-
vinnutækifæri á Akureyri þar sem
bæjarbúum hefur farið fækkandi.
Við gripum því tækifærið fegins
hendi," sagði Aðalsteinn.
— Hafa Mýrdælingar farið þess
á leit við ykkur að hætta við áform
um byggingu verksmiðjunnar?
„Við höfum rætt þetta mál og ég
skýrði þeim frá viðskiptum okkar
við sænsku verksmiðjuna. Þeir
hafa ekki farið fram á við okkur að
hætta, en hins vegar hafa aðrir
beitt þrýstingi til að koma í veg
fyrir byggingu verksmiðjunnar á
Akureyri. En það er auðvitað frá-
leitt að hætta við. Við festum kaup
á vélunum á vormánuðum og þá
var gert munnlegt samkomulag
milli okkar og forráðamanna
sænsku verksmiðjunnar um, að
gera okkur viðvart ef aðrir á Is-
landi festu kaup á sams konar vél-
um, enda er ekkert vit f að tvær
verksmiðjur séu reknar hér á landi.
Markaðurinn annar því engan veg-
inn,“ sagði Aðalsteinn Jónsson.
Farið inn bakdyra-
megin í þessu máli
segir Þorsteinn Garðarsson, iðnráðgjafi
„MANNI FINNST sem farid hafí
verið inn bakdyramegin í þessu
máli,“ sagði Þorsteinn Garðarsson,
iðnráðgjafí hjá Samtökum sveitarfé-
laga á Suðurlandi, í samtali við blm.
Mbl.
„Um áramótin 1983/84 hófu
Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi
og atvinnumálanefndir í V-Skafta-
fellssýslu að vinna að könnun á
staðsetningu dömubinda- og bleiu-
Rakalausar fullyrð-
ingar í dreifíbrefínu
— segir Ingólfur A. Þorkelsson skólameistari MK
EINS og fram hefur komið í
Morgunblaðinu var dreift
bréfí á fundi HÍK sl. sunnu-
dag, þar sem m.a. sagði, að
kennarar hefðu gengið út úr
skólunum, og þar með tekið
sér samningsrétt. Kjaradóm-
ur fari því ekki með mál
þeirra.
Vegna þessa bréfs sagði Ingólf-
ur A. Þorkelsson, skólameistari
Menntaskólans í Kópavogi, í sam-
tali við Mbl. í gær, að menn gætu
ekki lögum samkvæmt tekið sér
samningsrétt og Kjaradómur
fjallaði auðvitað um mál kennara
á meðan þeir væru ríkisstarfs-
menn. „Það eru þeir þangað til
þeir hafa fengið lausn frá störf-
um,“ sagði Ingólfur. „Hvernig
kemur það heim og saman að full-
yrða fyrst að Kjaradómur fjalli
ekki um þeirra mál og leggja síðan
kröfur sínar fyrir þennan sama
dóm til umfjöllunar? Hér er því
um rakalausan þvætting að ræða
og ögrun, er hefur rekið málið í
rembihnút, sem örðugt eða ógjör-
legt verður að leysa. Vonandi tekst
Kjaradómi að höggva á þennan
Gordionshnút með því að veita
kennurum miklar og verðskuldað-
ar kjarabætur. I fyrrnefndu
dreifibréfi er líka óbein hvatning
til nemenda um að hverfa úr skól-
unum til „annarra verka“, eins og
komist er að orði. Með þessu er
reynt að tovelda starf skólanna og
spilla fyrir því að nemendur geti
lokið námi á þessari vorönn. I títt-
nefndu dreifibréfi er því snúist
gegn reglubundnu skólastarfi og
þar af leiðandi hagsmunum nem-
enda. Þess vegna er bréf þetta
ómerkilegt og að engu hafandi,
enda kepptust kennarar við að af-
neita því og höfundum þess í gær,“
sagði Ingólfur A. Þorkelsson að
lokum.
verksmiðju. Arðsemiskönnun lá
fyrir síðastliðið haust og við unn-
um að þessu máli í góðri trú um að
aðrir færu ekki inn á sama svið.
Fyrirtækið Víkurklettur í Vík 1
Mýrdal hóf undirbúning að stofnun
verksmiðjunnar. í janúar var geng-
ið frá kaupum á vélum hjá sænska
fyrirtækinu Dambi og vorum við
fullvissaðir um, að sams konar vél-
ar yrðu ekki seldar til íslands.
Síðan fréttum við að noröan að
Efnaverksmiðjan Sjöfn, sem er f
eigu Kaupfélags Eyfirðinga og
Sambands íslenzkra samvinnufé-
laga, hefði keypt sams konar vélar.
Við snerum okkur að sjálfsögðu til
hins sænska fyrirtækis, sem upp-
lýsti að engin önnur vél hefði verið
seld til Islands, heldur hefði borist
pöntun í gegn um enskt fyrirtæki.
Þessari staðhæfingu hafa Sam-
bandsmenn hafnað.
Það er auðvitað erfitt fyrir lítið
fyrirtæki að keppa við Sambandið
og var rætt við Akureyringa um
staðsetningu verksmiðjunnar, því
Ijóst er að ein verksmiðja annar
eftirspurn hér á landi. Við teljum
eðlilegt eðli málsins samkvæmt, að
staðsetning verksmiðjunnar sé í
Vík í Mýrdal; Það er hagkvæmara
vegna nálægðar við markað, frum-
kvæðið kom frá Suðurlandi og við
höfum varið miklu fé — yfir hálfri
milljón króna, í kannanir á hag-
kvæmni verksmiðjunnar auk ann-
ars undirbúnings. Þá skapast 6 til 8
störf í Vík, sem auðvitað er ákaf-
lega mikilsvert fyrir lftið bæjarfé-
lag,“ sagði Þorsteinn Garðarsson
og þætti við: „Þessu verður fylgt
fastjgtir."