Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
9
mVdMifíL
S ■' «:
EIGENgVElNA
ARISKJ ^'sifu
1977 1 • F*-* 09
Kaupþing annast innlausn á
spariskírteinum í Seðlabanka
íslands yður að kostnaöarlausu.
pu
getur^Ku
AVOXTUN A ARI
(ÞO TVÖFALDAR HÖFUDSTÓL ÞINN Á 53 ÁRUMl
UMFRAM VERÐTRVeeiNGU.
ÚTGEFANDÍNN ER ElTT
STERKASTArFYRIRTÆKI
LANDSINS.
LATTU SÉRFRÆÐÍNGA
KAUPÞINGS ANNAST
FJARVORSLU
ÞÍNA, ÞEIR HAFA UPPLVSTNGAR
OG AUK PESS VNDT AF
FJÁRFESTINGUM 7
Sölugengi verðbréfa 21. mars 1985:
Veöskuktabréf
Vf ftlrygga ðvrðtryqBð
_______________Mad 2 gíalddögum á ári______Með l gjtUdaga á íri
Sö/ugengi Sa/ugengi Söhjgvygi
Láns- tími Nafn- vextr 14%iv. umtr. verötí 16%áv. umfr. varótr. 20% vexö/ HLV* 20% vextir HLV'
1 4% 93,43 92,25 85 90 79 84
2 4% 89,52 87,68 74 83 67 75
3 5% 87,39 84,97 63 79 59 68
4 5% 84,42 81,53 55 73 51 61
5 5% 81,70 78,39 51 70 48 59
6 5% 79.19 75,54
7 5% 76,87 72,93
8 5% 74,74 70,54
9 5% 72.76 68,36
10 5% 70,94 66,36 1) haastu leyftlegu vextir
Hæsta og lægsta ávöxtun hjá verdbráfadelld Kaupþlngs hf
Vikumar 1.3.-15.3.1985 Verðtryggð veðskuldabráf Hæsta % 21% Lægsta% 13% Meöalávöxtun% 14.77%
ÁVÖXTUNARFÉLAGIÐ HF
VERÐMÆTI 5.000 KR. HLUTABRÉFS ER
KR. 6.091 ÞANN21.MARS 1985CM.V.
MARKAÐSVERÐ EIGNA FÉLAGSINS).
ÁVÖXTUNARFÉLAGIÐ HF
FYRSTI VERÐBREFASJÓÐURINN Á ÍSLANDI
JÓN BALDVIN
Norrænir mannasiðir
Þau Guörún Helgadóttir og Páll Pétursson
tóku aö sér aö kenna þeim Árna Johnsen og
Jóni Baldvin Hannibalssyni norræna mann-
asiöi í sjónvarpssal á þriðjudagskvöldið. Var
sérkennilegt aö sjá þau í þessu hlutverki.
Venjulega láta þau Guörún og Páll til sín
heyra sem gagnrýnendur á erlend samskipti
íslendinga, þegar viöskiptamál eöa örygg-
ismál eru á döfinni. En í þessum þætti voru
þau á máli útlendinga, ef þannig má oröa
þaö, þegar rætt var um íslenska tungu og
viröingu hennar í starfi Noröurlandaráös.
Engar sættir
Það tókust engar sættir
með þeim Páli Péturesyni
og Jóni Baldvin Hanni-
balssyni fyrir framan sjón-
varpsvélarnar í þriðju-
dagskvöldið. Þeim var
stefnt í sjónvarpssal til að
ræða um norræna sam-
vinnu við Guðrúnu Helga-
dóttur og Árna Johnsen.
Hér var ekki um að ræða
einvígi þeirra Páls og Jóns
Baldvins, þótt áhorfendur
fengju nasasjón af því um
hvað það myndi snúast
færi það fram.
Eins og kunnugt er hef-
ur Páll Pétursson axlað þá
skyldu samhliða forseta-
dómi í Norðurlandaráði að
kenna Jóni Baldvin
mannasiði í norrænu sam-
starfL Til dæmis nefndi
Páll það því til stuðnings
að Jón þyrfti að mannast,
að formaður Alþýðuflokks-
ins hefði sagt, að það ætti
bara að kasta Káre Will-
och, forsætisráðherra Nor-
egs, í sjóinn, væntanlega til
að hefna fyrir ríkisstyrki
Norðmanna við sjávarút-
veg sinn eða vegna þeirrar
þrjósku Willochs, að vilja
ekki fallast á sjónarmið
Jóns Baldvins í þessu málL
f sjónvarpsþættinum kom
fram hjá Jóni Baldvin, aö
hann hefði aldrei látið sér
slíka hótun um munn fara,
þetta væri uppfínning
óvandaös noreks blaöa-
manns.
Málsvörn Jóns Baldvins
við aðfínnslum Páls Pét-
urssonar er æði oft sú, að
Páll misskiiji allt sem Jón
gerir, ekki síst vegna þess
að fjölmiðlar afflytji það
eða brengli með einhverj-
um hætti. Nú og svo grípur
Jón til þess leynivopns að
ávarpa Pál Pétureson með
þeim hætti að snúa nafni
hans á dönsku ásamt með
býli Páls, Höllustöðum.
Karp foreeta Norður-
landaráðs og formanns Al-
þýðuflokksins er orðið að
einhverju ómálefnalegasta
rifrildi sem upp hefur kom-
ið milli íslenskra stjórn-
málamanna hin síðari ár.
Er erfitt að sjá hvaða hags-
munum það þjónar að
halda því áfram. En meðan
það dregur að sér fjöl-
miðlaathygli veröur leikn-
um fram haldið og þeir
kappar skiptast á orðsend-
ingum.
„Æ orgin-
alara“
Guðrún Helgadóttir,
þingmaður Alþýðubanda-
lagsins, átti í deihim við
Áraa Johnsen, þingmann
Sjálfstæðisflokksins, f
sjónvarpsþættinum út af
því, hve hátt íslensku
skyldi gert undir höfði á
vettvangi Norðurlandar-
áðs, hvort heldur um ís-
len.sk bókmenntaverk væri
að ræða f samkeppni ráðs-
ins eða talað mál á fundum
þess.
Eitt sinn eftir að Árai
Johnsen hafði gert skil-
merkilega grein fyrir því,
hvað fyrir sér vekti f þessu
efni sagði Guðrún og dæsti
af hneykshin: „Þetta verð-
ur nú æ orginalara," sem
líklega skilst einhvers stað-
ar á Norðurlöndunum. Og
forseti Norðurlandaráðs
hrópaði: „Vertu ekki með
neina minnimáttarkennd,
Guðrún!"
Vonandi er ástæðulaust
að vera með getgátur um
það, að afstaöa þeirra Guð-
núnar og Páls til hugmynda
Árna um íslenskuna bygg-
ist á minnimáttarkennd,
sem þau hafí fengið við
störf á vettvangi Norður-
landaráðs. Hitt hlýtur að
vekja athygli með hliðsjón
af almennri afstöðu þeirra
Páls og Guðrúnar til sam-
skipta við útlendinga, svo
sem í stóriðju- og örygg-
ismálum, hve ákafir tals-
menn útlendinga þau eru
þegar samvinnan við Norð-
urlönd er rædd.
Árni Johnsen benti rétti-
lega á það, að ekki ætti að
láta fíokka íslensku með
neinum jaðarmálum, eins
og hann orðaði þaö, l' nor-
rænu samstarfí. íslenskan
ætti að skipa þar veglegan
sess sem frumtunga, annað
væri undirlægjuháttur. f
bókmenntum væri íslensk-
an heimsmál, enda heföu
Snorri Sturluson og Hall-
dór Laxness skrifað verk
sín á íslensku.
Guðrún Helgadóttir,
sem fæst við ritstörf sam-
hliða stjórnmáhim, vildi
síður en svo viðurkenna að
íslenskan væri heimsmál í
bókmenntum og hún sagði
m.a. um það: „Dauðans
bull að íslenskan sé heims-
mál.“ Foreeti Norður-
landaráðs var á sama máli
og Guðrún f þessu efni,
hvorugt þeirra taldi nokkra
ástæðu til að hrófía við
nokkru að þvf er varöar
stöðu íslenskunnar á vett-
vangi Norðurlandaráðs.
Guðrún Helgadóttir var
svipaðrar skoðunar gagn-
vart Árna Johnsen og Páll
Pétursson gagnvart Jóni
Baldvin Hannibalssyni.
Guðrúnu Jþótti skorta á
þekkingu Áraa í norrænum
mannasiðum. Það hefði
verið forkastanlega að þvf
staðið, að leyfa sér aö
spyrja um afstöðu til þess á
hvaða tungumáli leggja
mætti íslensk bókmennta-
verk fyrir dómnefnd ráðs-
ins. Þetta hefði Árai leyft
sér að gera með aðeins 24
stunda fyrirvara. En Árai
benti réttilega á, að það
væri í fullu samræmi við
fundarsköp. Hinir norrænu
siðir Páls og Guðrúnar eru
greinilega ekki allir skráð-
ir.
Enn er hitastillta baö-
blöndunartækiöfrá
Danfoss nýjung fyrir
mörgum. Hinirsemtil
þekkja njóta gæöa
þeirra ogundrast
lágaverðiö.
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2. REYKJAVÍK.
TSí^amatkadutinn
Toyota Corolla 1600 DX 1984
Ðrúnsans. Eklnn 13 þús. km. Utvarp, sn)ó-
dekk. sumardekk. Verft 390 þús.
Fiat Uno 45 S 1984
Ekinn 10 þús. km. Verð 240 þús.
Willy’a C.J.7 1981
M/húsi, eklnn 19 þús. milur. Verð 580
þús.
Toyota Tercel 1981
Ekinn 45 þús. km. Verð 220 þús.
Mitsubishi Cordia 1983
Eklnn 17 þús. km. Verð 330 þús.
Honda Quintet EX 1982
Rauðsans. vökvastýri, sjáltskiptur. toppluga,
sumardekk. snjódekk, grjótgrlnd Fallegur
bill. Verö 350 þús. Einnig Oulntet 1981
M. Benz 230 E 1983
Vinrauöur. ekinn 42 þ. km. s|áltsklptur, sól-
lúga o.fl. Verð 870 þús.
Isuzu Trooper Diesel 1982
Blár, ekinn 56 þús. km. Er meö mæll Verð
650 þús.
Fiat Panda 45 1982
Ekinn 90 þús. (Uppt. vél). Verö 135 þús.
Mazda 323 1300 1983
Ekinn 37 þús. km. Verö 295 þús.
Subaru Station 1983
Ekinn 14 þús. km. Verö 420 þús.
Honda Civic 1983
3ra dyra, grásans. Ekinn 19 þús. km. Falleg-
ur btll. Verö 310 þús.
Plymouth Volare Premiere
1977
Eklnn 65 þús. Verð 175 þús. Skulda-
bréf.
Fiat 127 Special 1982
Ekinn 38 þús. km. Verö 155 þús.
Opel Corsa 3D 1982
Ekinn 11 þús. km. Verö 300 þús.
M. Benz 280 coupé 1977
Ekinn 72 þús. km. Verö 650 þús.
Fiat Uno 55 S 1982
Ekinn 270 þús. Verð 270 þús.
Wagoneer1980
Rauöbrúnn, 8 cyl. sjálfsk. m. öllu, ekinn 70
þús. km. Verö kr. 480 þús.