Morgunblaðið - 21.03.1985, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
300 ÁRA MINNING
Johann
Sebastian
Bach
Eisenach —
fæðingarborg Bachs.
Morgunandakt á heimili Bachs.
Ljósmynd af málverki
eftir Edward Rosenthal.
— eftir Ingólf
Guðbrandsson
Einn frægasti tónlistarmaður
þessarar aldar, sellóleikarinn
Pablo Casals, komst svo að orði í
endurminningabók sinni, Lífs-
spegli: „í 80 ár hef ég alltaf byrjað
daginn á sömu athöfninni. Það er
ekki af vana, heldur af innri þörf.
Ég sezt við píanóið og spila tvær
af prelúdíum og fúgum Bachs. Það
er eins og andi blessunar fylli hús-
ið. Ég gæti ekki verið án þess, en
þó er það ekki eini tilgangur þess-
arar athafnar. Það er eins og að
finna samhljóm við tilveruna, sem
ég hef verið angi af gegnum langt
líf. Sú tilfinning vekur mig til
meðvitundar um lífsundrið sjálft
og dásamlega gjöf þess — að vera
maður. Þessi tónlist er mér aldrei
söm frá degi til dags. Á hverjum
degi lýkur hún upp nýjum víddum
eins og frumkraftur lífsins sjálfs.
Þannig er Bach — eins og sjálf
náttúran — kraftaverk'.
Margir iðkendur tónlistar, lærð-
ir og leikir, gætu tekið undir þessi
orð. Svo sterkur þáttur í lífi fólks
verður J.S. Bach við náin kynni af
tónlist hans. Þótt heimurinn sé
mjög breyttur og smekkur og
lífsgildi hafi söðlað um í mörgum
hrunadansi, heldur tónlist hans
enn velli og nýtur meiri aðdáunar
og virðingar en nokkru sinni fyrr.
í tilefni þess, að fimmtudaginn 21.
marz nk. eru 300 ár liðin frá fæð-
ingu þessa meistara og ættarlauks
mestu tónlistarfjölskyldu sem um
getur, er þessi stund helguð minn-
ingu hans í fáum, fátæklegum orð-
um. Stikla verður á stóru í æviatr-
iðum snillingsins, sem samdi H-
moll messuna, Mattheusarpassí-
una, Jólaóratoríuna, meira en 300
kantötur, Brandenburgarkonsert-
ana, 48 prelúdíur og fúgur í öllum
tóntegundum fyrir píanó þess
tíma, klavier, auk fjölda annarra
tónsmiða fyrir einleikshljóðfæri,
s.s. fiðlu, selló, flautu, óbó og
sembal, svo fátt eitt sé nefnt af
meira en 1.000 tónverkum, sem
talið er að hann hafi samið, en
allmörg þeirra eru glötuð. Hver
var þessi mikilvirki meistari, sem
lifði íburðarsnauðu lífi og naut
takmarkaðrar athygli eða virð-
ingar hjá samtíð sinni?
Johann Sebastian Bach fæddist
í borginni Eisenach í þeim hluta
Þýzkalands, sem nefnist Þyringa-
land, fimmtudaginn 21. marz árið
1685. Hann var 8. og síðasta barn
foreldra sinna, Johanns Ambrosi-
us Bach og Maríu Elísabetar
Lámmerhirt, en 4 þeirra dóu í
æsku. Húsið, sem hann fæddist í,
stendur ekki lengur, en þýzka
Bach-félagið kom árið 1907 upp
myndarlegu Bach-safni í gömlu
húsi í nágrenninu. Eisenach kem-
ur einnig við sögu Marteins Lúth-
ers, í Wartenburg-kastalanum
leitaði hann hælis og þýddi biblí-
una á þýzku. Ambrosius, faðir
Bachs, var hljóðfæraleikari við
hirð hertogans í Eisenach og jafn-
framt „borgarspilari“, sem lék við
brúðkaup og ýmis hátíðleg tæki-
færi. Johann Sebastian ólst upp
við tónlist frá blautu barnsbeini,
sennilega hefur hann lært fiðlu-
leik af föður sinum, og einn
frænda hans var nafntogaður org-
anisti og tónskáld í Eisenach. Lít-
ið er vitað um æskuárin nema það
sem ráðið verður af líkum. Bach-
ættin var fjölmenn, frændrækin
og samheldin.
f þrjár kynslóðir blómstruðu
tónlistarhæfileikar og erfðir í
þessari ætt sem náðu hámarki í
lífi og starfi Johanns Sebastian,
en vitað er um a.m.k. 60 atvinnu-
tónlistarmenn af Bach-ættinni frá
lokum 16. aldar til loka 18. aldar.
Engin sambærileg dæmi eru þekkt
á neinu sviði lista í sögu mannk-
ynsins. Þeir voru fiðlarar, organl-
eikarar, hirðmúsíkantar, hljómsv-
eitarstjórar, blásarar, borgarspil-
arar og tónskáld. Einatt héldu
þeir fjölskyldumót, þar sem tónl-
ist var vegsömuð, sungin og leikin
af hjartans lyst og oft samin jafn-
óðum og leikin af fingrum fram.
Johann Sebastian var ungur sett-
ur til mennta og fór í latínuskóla
borgarinnar 7 ára að aldri. Hann
þótti hafa skæra söngrödd og hef-
ur að líkindum sungið í kór
Georgskirkjunnar, þar sem frændi
hans var orgelleikari og faðir hans
lék oft á hljóðfæri á undan eða
eftir messugjörð.
Sorgin og gleðin skiptust
snemma á í lífi Sebastians. 9 ára
gamall missti hann móður sína og
ári síðar föður sinn. Bæði Sebasti-
an og Jakob bróðir hans fóru þá í
fóstur hjá elsta bróðurnum, Jo-
hanni Kristófer, sem var organisti
í borginni Ohrdruf. Hjá honum
lærði Sebastian hljóðfæraleik og
gekk í menntaskóla, þar sem hann
hlaut óvenjugóða og alhliða
menntun. Á þessum tíma var
Þýzkaland enn flakandi í sárum
eftir 30 ára stríðið og landinu
skipt í ótal smáríki undir stjórn
smáprinsa, hertoga og mark-
greifa, sem reistu sér hallir og
reyndu að berast á hver í kapp við
annan í stíl sólkóngsins Lúðvíks
14. Jafnframt flæddu erlend áhrif
inn í landið á öllum sviðum lista,
ekki sízt í tónlist, sem var undir
sterkum ítölskum áhrifum, en
jafnframt frönskum, auk hinnar
háþróuðu hefðar frá Norðurlönd-
um. Þýzkaland var sem á kross-
götum á sviði menningar, trúar-
bragða og lista, og nýjar stefnur
og stíll blandaðist fornri hefð.
Inn í þennan heim fæðist Jo-
hann Sbeastian með gáfur guð-
legrar snilldar og leiðir hin ýmsu
form tónlistarinnar til þeirrar
fullkomnunar, sem ekki verður til-
jafnað allt til þessa dags. Allt líf
hans frá æsku var barátta, en ekk-
ert fékk brotið niður sköpunarm-
átt hans og starfsgleði. Foreldr-
amissir og erfið æska hafa gert
hann alvörugefinn og markað djúp
spor í viðkvæma barnslund. Þar er
e.t.v. að finna rætur að dýpt til-
finninganna í tónlist Bachs, sem
jafnan eru beygðar undir strang-
an aga formsins. Þegar Johann
Sebastian hafði náð 15 ára aldri
hvorki bróðir hans né aðrir af '
Bach-ættinni þess umkomnir að
kosta nám hans né framfæri. Það-
an í frá verður hann að spila á
eigin spýtur. Nám hans hafði bor-
ið góðan árangur. Hann gat
endurgoldið Jóhanni Kristófer
fóstrið síðar, þegar hann tók tvo
syni hans til náms í Leipzig. Næst
lá leið hans til Lúneburg, þar sem
hann fékk fría vist við skóla Mikj-
alskirkjunnar vegna óvenjugóðrar
raddar sinnar, sem naut sín í
Metten-kórnum skamma hríð, þar
til hann fór í mútur, en þá aðstoð-
aði hann stjórnandann með undir-
leik. Þótt dvölin í Lúneburg yrði
aðeins tvö ár, hafa þau vafalítið
haft djúp áhrif á Johann Sebasti-
an. Þar var sterk tónlistarhefð
ríkjandi á háu plani, og hinn mik-
ilhæfi fyrrverandi kantor Fried-
rich Emanuel Praetorius, sem dó
10 árum eftir að Johann Sebastian
fæddist, hafði komið upp ágætu
safni tónverka við bókasafn kirkj-
unnar með meira en 1.000 tón-
verkum eftir ekki færri en 175
tónskáld. í Lúneburg kynntist Jo-
hann Sebastian líka tónskáldinu
og organistanum Georg Böhm,
sem hafði greinileg áhrif á fyrstu
orgelverk Bachs. Böhm var nem-
andi hins fræga Reinkens í Ham-
borg, og Bach lagði land undir fót
og gekk til Hamborgar til að
kynnast list Reinkens, sem þá var
78 ára og enn í fullu fjöri. Hann
lagði einnig leið sína til Celle, en ;
þar var frönsk músík í hávegum
höfð við hirð hertogans af
Brunnswick.
Fyrstu stöðu sína hlaut Johann
Sebastian við nýju kirkjuna í
Arnstadt, þar sem hann var ráð-
inn organisti árin 1703—1907. Á
þeim árum kynntist hann frænku
sinni, Maríu Barböru, sem varð
fyrri kona hans. Fyrsta hjúskap-
arár sitt bjuggu þau í Múhlhaus-
en, þar sem Johann Sebastian var
organisti við Blasiusarkirkjuna f
eitt ár, þar til þau fluttu til Weim-
ar, þar sem hann varð hirðorgan-
isti og tónskáld frá 1708—1717.
Meðan hann starfaði í Arnstadt
og Múhlhausen hafði hann þegar
spreytt sig á að semja tónlist í
margvíslegum formtegundum, s.s.
sónötur, tokkötur, capriccio,
prelúdíur og fúgur, kóralforspil og
kantötur. Á þessum mótunarárum
eru áhrif frá tónskáldunum Pach-
el Böhm og Buxtehude greinileg.
Ein af ástæðunum fyrir árekstr-
um og uppsögn í Arnstadt voru
langar fjarvistir Johanns Sebasti-
an frá skyldum sínum, m.a. vegna
heimsókna hjá Buxtehude í Lú-
beck. Verður nú að fara hratt yfir
mikla sögu. Wilhelm Ernst her-
togi af Weimer var mikill tónlist-
arunnandi. Hann veitti Johanni
Sebastian virðulega stöðu, tvö-
faldaði iaun nans frá því sem
hann hafði áður og gaf honum
miklu frjálsari hendur í tónsmíð-
um. Hertoginn var strangtrúaður
og aðhylltist einfaldan lífsstíl í
samanburði við aðrar hátignir
þess tfma.
Árin 9 í Weimar voru mjög frjó.
Þar náði Johann Sebastian slíku
valdi á hljóðfæri sínu, orgelinu, að
nafn hans varð á hvers manns
vörum, og þar samdi hann beztu
orgelverk sín. Árið 1714 hækkaði
hertoginn hann í tign, gerði hann
að kór- og hljómsveitarstjóra og
fól honum að semja eina kantötu
mánaðarlega. Allt lék í lyndi um
skeið í Weimar, og þau Bach-
hjónin eignuðust 6 börn á þeim
árum, þ.ám. þá 3 syni sem síðar
urðu frægir tónlistarmenn, þ.e.
Wilhelm Friedman, Johann
Christoph og Carl Philip Emanu-
el. En skelfingin dundi yfir. Her-
toginn varð öfundsjúkur vegna
vináttu Johanns Sebastian og
frændans Ernsts August. Bach
hafði skipanir hertogans að engu,
sagði upp stöðu sinni og var fyrir
vikið hnepptur í fangelsi í nærri
mánuð. En hann var þá þegar ráð-
inn í þjónustu Leopolds prins af
Anholt Cöthen og hlaut titilinn
h i rðh lj ómsvei tarstj ór i.
Prinsinn var sjálfur ágætur
hljóðfæraleikari, og tónlistin varð
þungamiðja hirðlífsins. Johann
Sebastian fékk 17 manna hljóm-
sveit til umráða og var í hávegum
hafður við hirðina. Frá árunum í
Cöthen eru t.d. Brandenburgar-