Morgunblaðið - 21.03.1985, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
Tónleikar í höll Friðriks mikla,
Sanssoucci í Potsdam. Konungur-
inn leikur á flautu en Carl Emanu-
el Bach situr við sembalið. Mál-
verkið er eftir Menzels: „Das
Flötenkonzert“.
smekk fjöldans þarf ekki annað en ofurlitla
lagvirkni í meðferð tóna á þröngu sviði.
Listamönnum af því tagi má líkja við iðnað-
armenn, sem verða að gera verk sín eftir
þörfum viðskiptavina sinna. Bach batzt
aldrei slíkum skildögum. Að hans dómi átti
listamaðurinn að móta almenning, en ekki
öfugt. Ef einhver bað hann um létt lag fyrir
klaver, sem oft bar við, var hann vanur að
segja: „Ég mun gera hvað ég get.“ Tók hann
sér þá venjulega eitthvert einfalt stef til
meðferðar, en á meðan hann var að vinna úr
því, datt honum svo margt í hug, að lagið
varð að lokum allt annað en létt. Ef svo var
kvartað yfir því að það væri of erfitt við-
fangs, brosti hann og sagði: „Æfið það dug-
lega, þá mun allt ganga vel; þér hafið fimm
fingur á hvorri hendi, jafn hrausta mínum.“
Voru þetta aðeins duttlungar? Nei, það var
hið rétta hugarfar listamannsins.
Og það var einmitt þetta sanna hugarfar
listamannsins, sem vísaði honum leiðina til
hins mikla og háleita sem æðsta takmarks í
listinni. Og þessu hugarfari eigum vér einn-
ig það að þakka, að verk Bachs eru ekki
einungis hugþekk og heillandi, eins og þau
listaverk yfirleitt, sem aðeins falla mönnum
vei í geð, heldur hrífa þau oss ómótstæði-
lega; að þau vekja ekki aðeins stundarfögn-
uð, heldur verða æ áhrifameiri, er vér heyr-
um þau oftar og kynnumst þeim betur; að
þau boða oss í hugsanagnótt sinni eitthvað
nýtt, sem veldur aðdáun vorri og undrun,
enda þótt vér höfum heyrt þau þúsund sinn-
um; og að lokum, að jafnvel leikmaðurinn,
sem aðeins þekkir nóturnar, fær varla orða
bundizt þegar hann heyrir þau vel flutt, ef
hann opnar þeim hug sinn og hjarta hleypi-
dómalaust.
Og enn þetta: Það er fyrir þennan sanna
listamannsanda, að Bach kunni að sameina
háleitan og voldugan stíl, fínleika og ýtrustu
vandvirkni í hverju atriði heildarinnar, sem
þó þykir minni þörf í slíkum verkum en
þeim, sem einungis miða að fagurri áferð; að
honum þótti sem þá væri heildinni ábóta-
vant, ef á vandvirkni skorti í smáatriðum;
og að þessi maður, sem í eðli sínu hneigðist
mest að hinu háleita og mikla, skyldi auk
alls þessa, engu að síður oft eiga til glað-
værð, og enda gamansemi í leik sínum og
listaverkum; en það var glaðværð og gam-
ansemi vitringsins.
Það var einungis fyrir þetta tvennt, af-
burða snilligáfu og þrotlausa ástundun, að
Joh. Seb. Bach var þess megnugur að víkka
svið listarinnar svo mjög, hvar sem hann lét
til sín taka, að eftirkomendum hans varð
það meira að segja ofraun að halda þar velli;
og aðeins fyrir þetta tvennt fékk hann því
áorkað, að semja svo mörg og fullkomin
listaverk, sem öll eru í sannleika hinar
æðstu fyrirmyndir í listinni og munu verða
það um aldir alda.
Og þessi maður — mesta skáld og skör-
ungur í ríki tónanna, allra þeirra, sem nokk-
urn tíma hafa uppi verið, og ef til vill, einnig
þeirra, sem á eftir koma — var Þjóðverji.
Ættjörðin má vera hreykin af honum; en
hún þarf einnig að vera hans verðug.
J.S. Bach hefði orðið 300
ára í dag, 21. marz. Af
því tilefni kemur út á
vegum söngmálastjóra
þjóðkirkjunnar fyrsta
ævisaga hans, J.S. Bach,
líf hans, list og listaverk
eftir J.N. Forkel, sem var
samtíðarmaður sona
hans og leitaði m.a.
heimilda hjá þeim. Árni
Kristjánsson píanóleik-
ari snaraði bókinni á ís-
lenzku og hefur Morgun-
blaðið fengið góðfúslegt
leyfi hans til að birta síð-
asta kafla bókarinnar,
Andi Bachs, á þessum af-
mælisdegi.
Það orkar varla tvímælis, að sá
listamaður er í sannleika af-
burða snillingur, sem skapað hef-
ir mörg og margvísleg verk, stór-
frumleg og ólík öllu, sem aðrir
hafa gert, á hvaða tíma sem er, innblásin
BACHS
lifandi anda, sem gagntekur alla, jafnt leika
sem lærða. Frjótt imyndunarafl, óþrjótandi
hugkvæmni, einstök skarpskyggni í hagnýt-
ingu tónhugmyndanna, gjörþroskaður
smekkur, sem umber ekki einn einasta óvið-
eigandi eða óþarfan tón, næm hagvirkni í
meðferð hárfínustu listbragða, og loks, frá-
bær leiksnilld, — allt eiginleikar, sem fela í
sér, ekki eina, heldur allar orkulindur sálar-
innar sameinaðar. Ef þetta eru ekki auð-
kenni snilligáfunnar, þá er hún ekki til; og
ef einhver fær ekki skynjað þessi einkenni á
tónverkum Bachs, þá þekkir hann þau ann-
aðhvort alls ekki eða mjög illa. En sá, sem
ekki þekkir þau, er hvorki dómbær um þau
né snilld skapara þeirra; og sá sem ónóg
kynni hefir af þeim, verður að gera sér það
ljóst, að því efnismeira og fullkomnara sem
listaverkið er, því dýpra þarf hann að leggj-
ast til að komast að kjarna þess. Sá, sem er
eins og fiðrildið, flögrandi frá einu blómi til
annars, er engu nær.
En allir hinir ágætu hæfileikar, sem Bach
fékk í vöggugjöf, hefðu samt ekki nægt til að
gjöra úr honum þann fullkomna listamann,
sem hann var, ef hann hefði ekki í tíma lært
að forðast þá boða, sm margur listamaður-
inn hefir strandað á, þótt hann væri engu
minni snillihæfileikum búinn. Ég mun nú,
lesandanum til skýringar, bæta við fáeinum
sundurlausum athugasemdum þar að lút-
andi, og ljúka síðan ritgerð þessari með því
að greina frá nokkrum helztu snilldarein-
kennum Bachs.
Snilligáfan, hversu frábær sem hún er,
þessi ómótstæðilega hvöt til listsköpunar, er
í eðli sínu aðeins upplag eða frjómagn, sem
því aðeins ber ávöxt, að það sé ræktað af
sívakandi umönnun. Iðnin, sem í raun og
veru er upphaf allra lista og vísinda, er eitt
fyrsta og nauðsynlegasta skilyrðið. Hún er
ekki aðeins undirstaða tæknilegrar kunn-
áttu snillingsins, heldur vekur hún einnig
dómgreind hans og umhugsun smám saman
til virkrar þátttöku í listsköpuninni. En auð-
leikni snillingsins í því að afla sér tækni-
legrar kunnáttu, og velþóknun hans sjálfs
og annarra á fyrstu tilraununum, sem
venjulega er hrósað of snemma, tælir hann
oft til þess að stökkva yfir undirstöðuatriðin
í listinni og færast of mikið í fang áður en
hann hefir náð fullkomnu valdi á hinu auð-
veldara, með öðrum orðum: að fljúga áður
en hann er fleygur. Ef snillingnum er ekki
kennt á þessu þroskaskeiði annaðhvort með
góðum ráðum og tilsögn eða með ýtarlegri
rannsókn sígildra listaverka, sem fyrir
hendi eru, að snúa við og vinna upp það, sem
Málverk eftir E.G. Haussmann.
vanrækt hefir verið, mun hann sóa beztu
kröftum sínum til einskis og aldrei komast á
það stig í listinni, sem honum væri samboð-
ið. Því það er víst, að sá sem hirðir ekki um
undirstöðuatriðin, tekur ekki miklum fram-
förum og nær aldrei æðstu fullkomnun; enn-
fremur, að hið erfiða er þeim um megn, sem
aldrei hefur ráðið við hið auðveldara, og
loks, að enginn verður mikill af eigin reynd,
hafi hann ekki áður lært að hagnýta sér
þekkingu og reynslu annarra.
Vanræksla í þessum efnum varð Bach
aldrei að fótakefli. Eldlegri andagift hans
fylgdi jafn brennandi áhugi, sem knúði hann
sí og æ til að leita sér liðsinnis í fyrirmynd-
um þeirra tíma, ef honum sjálfum varð
ráðafátt. Framan af veittu fiðlukonsertar
Vivaldis honum aðstoð, en síðar leitaði hann
til verka helztu klaver- og organtónskálda
samtíðarinnar. Ekkert er þó jafn vel til þess
fallið að glæða hugsun verðandi tónskálds
sem list kontrapunktsins. Og þar sem höf-
undar þeirra verka, sem áður var vikið að,
voru að vissu leyti allir góðir fúgusmiðir,
eða höfðu að minnsta kosti tæknina vel á
valdi sínu, urðu náin kynni af þeim og eftir-
breytni til þess að þroska skilning hans,
dómgreind og hugsun smám saman, svo að
honum skildist fjótt hvar skórinn kreppti og
hvað á skorti til að hann gæti tekið öruggum
og stórstígum framförum í listinni.
Annar ásteytingarsteinn, sem orðið hefir
mörgum óþroskuðum atgervismanninum að
falli, er almenningslofið. Og þótt vér kveð-
um ekki eins fast að orði og Forngrikkinn,
sem sagði við lærisvein sinn, er hann hafði
getið sér orðstír fyrir frammistöðu sína á
leiksviðinu: „Þú hefur leikið illa, því annars
myndu menn ekki hafa klappað þér lof í
lófa.“ Þá ber samt ekki að neita því, að flest-
um listamönnum verður hált á lofinu, ekki
sízt, ef þeim hlotnast það of snemma, eða
áður en þeir hafa náð nægilegri stillingu og
sjálfsþekkingu. Almenningur vill hið mann-
lega, en listamaðurinn ætti að ástunda hið
guðdómlega. Hvernig getur þá fögnuður
fjöldans og sönn list farið saman? Bach
sóttist aldrei eftir almannalofi. Hann hugs-
aði eins og Schiller:
„Kannst du nicht allen gefallen,
durch deine Tat und dein Kunstwerk,
mach’es wenigen recht,
vieien gefallen ist schlimm."
(Láti þér ekki að lifa og yrkja
svo öllum líki,
vandlátra verðskulda hrós,
viðsjál er loftungna fjöld.)
Hann vann sjálfs sín vegna eins og allir
miklir snillingar; hann uppfyllti sfnar eigin
óskir, gerði sér sjálfum til geðs, fór eftir
eigin höfði í vali verkefnanna og var ánægð-
astur, þegar honum sjálfum þótti sér vel
hafa tekizt. Því átti hann einnig vísa viður-
kenningu allra listmenntaðra manna, enda
skorti þar aldrei á. Hvernig ætti mikið lista-
verk að geta orðið til á annan hátt? Lista-
maður, sem lætur tilleiðast að haga verkum
sínum eftir geðþótta einhverra viðvaninga,
fer annaðhvort varhluta sannrar snilligáfu
eða vanhelgar hana. Til að þóknast stundar-
ANDI