Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
Stjórnendur fyrirtækja
óttast nýja verðbólguhrinu
— og búast til varnar
Ræða Víglundar Þorsteinssonar | | 1 I B I (1
á ársþingi iðnrekenda í gær 111 1 % 1 1 11
Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda,
flytur setningarsðuna.
Hér fer á eftir rsða Víglundar Þor-
steinssonar, formanns Félags ísl.
iðnrekenda, við setningu ársþings
iðnrekenda í gsr:
Bræður munu berjast
ok at bönum verðast
Þessi fleygu orð úr Völuspá
koma mér ósjálfrátt í hug þegar
maður virðir fyrir sér þau þjóðfé-
lagsátök sem staðið hafa hér á
landi undanfarna mánuði og ekki
sér fyrir endann á.
Þessi átök eru ekki hinar venju-
legu deilur launþega og vinnuveit-
enda um skiptingu aukinna verð-
mæta. Verðmætin í þjóðfélaginu
hafa ekki aukist. Þau eru minni nú
en þau voru fyrir nokkrum árum.
Þessi samdráttur og þær raun-
verulegu launalækkanir sem af
honum hafa óhjákvæmilega hlot-
ist, hafa leitt af sér þau hörðu átök
sem nú ganga yfir þjóðfélagið. Þau
átök einkennast af því að einstakir
hópar launþega gera tilkall til sér-
stakra launahækkana fyrir sig
umfram aðra og rökstyðja það með
því að þeir hafi dregist aftur úr
öðrum hópum.
Hér ætla ég ekki að leggja neitt
mat á það hvort þessi samanburð-
ur sé réttur eða rangur. Það skipt-
ir í raun engu í þessu sambandi.
Það eitt skiptir hér máli að þessi
baráttuaðferð getur ekki skilað
neinum árangri til frambúðar. Á
tímum framleiðslusamdráttar er
ljóst að einstakir launþegahópar
bæta því aðeins kjör sín að aðrir
hópar launþega taki á sig þyngri
byrðar í formi launalækkana, sem
engir eru að sjálfsögðu reiðubúnir
til. Afleiðingin er síðan það upp-
lausnarástand sem við búum við í
dag, hagsmunum heildarinnar er
vikið til hliðar í örvæntingarfullri
tilraun einstakra hópa til að bæta
kjör sín á kostnað hennar.
Eða með orðum hins óþekkta
höfundar Völuspár,
Vindöld, Vargöld
áður veröld steypist
mun engi maður
öðrum þyrma.
Við íslendingar verðum þegar í
stað að stöðva þessi bræðravíg sem
nú eiga sér stað í þjóðfélaginu. Við
verðum að hverfa frá upplausn yf-
ir á veg raunhæfrar uppbyggingar
og aukinnar framleiðslu.
Takist okkur það ekki blasir
ekkert annað við en endurtekning
á kollsteypunni frá því í nóvember
sl. Samtök launafólks knýja fram
gervilaunahækkanir, gengið fellur,
verðbólgan magnast og upplausnin
vex.
En af hverju er svo illa komið
fyrir þjóð sem fyrir 13 árum við
upphaf óðaverðbólguskeiðsins var
ein af ríkustu þjóðum heims sé
miðað við þjóðartekjur á mann.
Hvernig má vera að nú skuli
ríkja hér á landi slík átök og óein-
ing.
Ástæðurnar eru vísast augljósar
hverjum manni.
Svo mikil hefur umræðan verið
um þær sl. 10 ár.
öll virðumst við sammála um
það tjón sem rangar fjárfestingar
hafa valdið okkur á liðnum árum.
öll virðumst við sammála um
skaðsemi óðaverðbólgunnar.
öll erum við sammála um nauð-
syn kröftugrar atvinnuuppbygg-
ingar og auðvitað erum við öll
sammála um það meginmarkmið
að bæta lífskjörin í landinu.
Við erum sammála um mark-
miðin sem við þurfum að setja
okkur til að komast frá þeim.
En hitt er að um leiðirnar að
þessum markmiðum er engin sam-
staða. Haustið 1983 og fram á
sumar 1984 virtist sem slík sam-
staða hefði tekist, en öllum er í
fersku minni að það reyndist ekki
hægt að virkja hana til varanlegs
árangurs.
Það leysir engin mál að sitja nú
og gráta glötuð tækifæri.
Það þjónar heldur engum til-
gangi að festast í hnútukasti um
það hverjir beri sökina á því
hvernig fór, það bera allir sök, rík-
isstjórn, vinnuveitendur og laun-
þegar. Það sem öllu skiptir nú er
að gera sér grein fyrir því að sagan
er að endurtaka sig verði ekkert að
gert.
Við erum það lánsöm að upp í
hendur okkar er að koma annað
tækifæri til að treysta efnahags-
stjórn í landinu og hefja nýja upp-
byggingu.
Eins og á sl. vori er verðbólgan
nú óðum að hægja ferðina. öll þau
skilyrði sem til staðar voru þá til
varanlegs árangurs í verðbólgu-
baráttunni eru að myndast að
nýju.
Nú má okkur ekki mistakast,
mistök nú munu valda okkur öllum
óbætanlegu tjóni.
Ef okkur tekst ekki að snúa af
verðbólgubrautinni á þessu vori,
blasir við okkur efnahagslegt hrun
með fjöldaatvinnuleysi þegar á
þessu ári.
Það hefur ekki alltaf hljómað
trúlega þegar við atvinnurekendur
höfum verið að hrópa aðvörunar-
orðin á undanförnum árum.
Að því leyti er líkt komið með
okkur og stráknum sem hrópaði
Úlfur, úlfur þar til enginn tók
framar mark á honum.
Það er að sumu leyti skiljanlegt
að fólk sé hætt aö hlusta. Hingað
til hefur alltaf tekist að fresta
vandanum, við höfum allt til þessa
getað breitt yfir hann með hefð-
bundnum aðferðum gengisfellinga
og gengissigs, okkur hefur tekist í
14 ár að fela vandamálin með að
brenna upp innlendan sparnað og
með skuldasöfnun erlendis og
þannig kynt undir verðbólgunni.
Afleiðingar þessarar stefnu eða
öllu heldur stefnuleysis eru nú að
hellast yfir okkur með ógnar-
þunga. Þær birtast okkur í
atvinnulífinu í taprekstri og
skuldasöfnun. Þær birtast okkur í
því að eigið fé fyrirtækjanna er að
stórum hluta brunnið upp.
Afleiðingar verðbólgunnar í at-
vinnulífinu eru í raun stöðnun og
hnignun atvinnufyrirtækjanna.
Allur kraftur fyrirtækjanna fer
í það að halda sjó í slagnum við
verðbólguna. Nýsköpunin hefur
orðið að víkja fyrír þeirri frumþörf
að halda fyrirtækjunum á floti.
I brimróðrinum hugsa menn um
það eitt að ná landi.
Baráttan um fjármagnið
í algleymingi
Nú stöndum við frammi fyrir
þeirri hörðu staðreynd að verð-
bólgu og skuldasöfnunarstefnunni
verður ekki haldið áfram af þeirri
einföldu ástæðu að peningamark-
aðurinn hér á landi er hvell-
sprunginn eftir 14 ára óðaverð-
bólgu. Það eru ekki lengur til næg-
ir peningar til að fjármagna þá
verðþenslu sem þegar er gengin yf-
ir hvað þá að við getum leyft okkur
áframhald í þeim efnum, baráttan
um peningana er í algleymingi hér
á landi, og harðnar jafnt og þétt.
Samkeppni um fjármagnið á
„Það samrýmist hins
vegar ekki lögmálum
hins frjálsa markaöar að
stærsti lántakandinn
slái um sig á bæöi borö
og sendi öörum reikn-
inginn á skattseölum
komandi ára.
AUt tal stjórnmála-
manna um vaxtalækkun
í landinu er innihalds-
laust á meöan þeir sjálf-
ir þrýsta jafnt og þétt
upp vöxtunum og verÖ-
bólgunni meö lántökum
innanlands sem utan.“
frjálsum markaði er í sjálfu sér af
hinu góða, hún leiðir til þess að
öllu jöfnu að jafnvægi skapast
jafnframt sem hún á að tryggja
það að fjármagnið leiti þangað
sem arðsemi þess verður mest.
En það er galli á gjöf Njarðar,
það eru stórir lántakendur á þess-
um markaði sem láta arðsemi lönd
og leið, það eru alþingismennirnir
í nafni ríkissjóðs. Raunvextir
skipta þá engu máli, þeir eiga ekki
sjálfir að borga lánin til baka. Þeir
vita sem er að það fellur í hlut
skattgreiðendanna að borga í
formi skattahækkana á komandi
árum. Þessi stefna sem allir
stjórnmálaflokkar stunda er ekk-
ert annað en dulbúin skattheimta.
Fimmta hver króna sem ríkissjóð-
ur notar í dag er tekin að láni. Við
erum að eyða skatttekjunum fyrir-
fram, og það kemur I hlut okkar að
borga það með hækkandi sköttum í
framtíðinni.
En jafnframt því sem skatta-
hækkanir vegna þessarar stefnu
ríkisins bíða okkar í framtíðinni,
greiðum við þegar fyrir þessa
stefnu með síhækkandi raunvöxt-
um. Vegna gegndarlausrar frekju
ríkissjóðs til fjárins.
Hæstu raunvextir sem almennt
hafa staðið til boða á verðbréfa-
markaði hér á landi sl. 12 mánuði
eru af gengistryggðum ríkis-
skuldabréfum, reyndust þeir 19%
umfram lánskjaravísitölu.
Raunvexti verðum við að hafa
hér á landi, öðru vísi verður fjár-
magnið ekki hamið, né heldur
myndast sá nýji sparnaður í þjóð-
félaginu sem við þurfum nauðsyn-
lega á að halda.
Vænlegasta leiðin til að örva
sparnað er frjáls fjármagnsmark-
aður, séu leikreglur hans um að
menn standi ábyrgir gerða sinna í
heiðri hafðar.
Það samrýmist hins vegar ekki
lögmálum hins frjálsa markaðar
að stærsti lántakandinn slá um sig
á bæði borð og sendi öðrum reikn-
inginn á skattseðlum komandi ára.
Allt tal stjórnmálamanna um
vaxtalækkun í landinu er inni-
haldslaust á meðan þeir sjálfir
þrýsta jafnt og þétt upp vöxtunum
og verðbólgunni meö lántökum
innanlands sem utan.
Kröftug atvinnuupp-
bygging er
bráönauðsynleg
Ég kom að því fyrr í ræðu minni
að við íslendingar virtumst allir
sammála um að við þyrftum að
hleypa af stað kröftugri atvinnu-
uppbyggingu til að bæta lífskjörin
í landinu. Jafnframt þurfum við að
tryggja hér atvinnu í framtíðinni
fyrir þær tugþúsundir ungmenna
sem koma til þátttöku á vinnu-
markaðnum á næstu áratugum.
Við verðum nú að gera okkur
Ijóst að frumskilyrði þess að nýtt
uppbyggingaskeið hefjist eru þau,
að við náum niður verðbólgunni og
komum á jafnvægi á peninga-
markaðnum.
Ef okkur tekst að leggja þennan
grundvöll er öruggt að hér getur
hafist nýtt framfaratimabil.
Okkur skortir ekki tækifærin.
Þau blasa við augum okkar, bæði í
nýjum framleiðslugreinum og í
starfandi fyrirtækjum í eldri
greinum. Vaxtamöguleikarnir eru
miklir. Okkur skortir fyrst og
fremst frið í landinu til að vinna
úr þeim.
Það er brýnasta hagsmunamál
okkar allra að tryggja slíkan frið
og hefjast handa.
Ég sagði að okkur skorti ekki
tækifærin hvort heldur sem er í
nýjum sem eldri greinum iðnaðar
allt frá nýjum smáiðnaði yfir í
orkufrekan stóriðnað, enginn má
þó skilja orð mín svo að árangurs
sé að vænta á einni nóttu, því fer
víðs fjarri. Við verðum að gera
okkur fulla grein fyrir að uppbygg-
ingin tekur langan tíma. Hún
krefst mikillar vinnu og úthalds af
okkur öllum.
Allt tal um skjóttekinn gróða í
þessum efnum er blekkingar einar.
En engu að síður er það víst að
við getum með úthaldi og festu
unnið okkur frá vandanum og
stórbætt stöðu okkar allra.
Það er ekki ástæða til að fara
hér að telja upp hvar þessi tæki-
færi liggja. Hvort það er í fiskeldi,
rafeinda- og upplýsingaiðnaði, líf-
efnaiðnaði, vexti eldri fyrirtækja
eða í stóriðju.
Höfuðatriðið í nýrri atvinnu- og
uppbyggingarstefnu er ekki að
reyna að sjá fyrir hvar vöxturinn
verður. Höfuðatriðið er að bæta al-
menn skilyrði til atvinnurekstrar
til þess að tryggja vöxt.
Vonandi kemur hann fram í öll-
um þeim greinum sem ég hef nefnt
og á mörgum öðrum sviðum sem
ekkert hafa verið til umræðu. Eitt
er þó víst að hann verður að byggj-
ast á stóraukinni starfsemi á er-
lendum mörkuðum. Jafnframt því
þurfum við enn að herða sókn
okkar á heimamarkaði, þótt þröng-
ur sé. Stærstu tækifærin til vaxta
eru hins vegar á erlendum mörk-
uðum og þau verðum við að hag-
nýta vel.
Innri aðgeröir í
fyrirtækinu en
frumhvati vaxtar
Meginverkefni þessa ársþings
verður að fjalla um nýja stefnu og
verkefnaskrá félagsins. í verkefna-
skránni er að finna öll þau megin-
atriði sem við iðnrekendur teljum
að þurfi að vera til staðar til að
hleypa af stað nýrri atvinnupp-
byggingu.
Þessi atriði eru greind í tvo meg-
inkafla í verkefnaskránni, annars
vegar innri aðgerðir í fyrirtækjun-
um sjálfum og hins vegar almenn-
ar opinberar aðgerðir sem eru til
þess fallnar að örva atvinnulífið og
hleypa í það nýjum krafti.
Þýðingarmestu úrræðin eru
innri aðgerðir í fyrirtækjunum
sjálfum. Þær eru óumdeilanlega
meginforsenda vaxtar og viðgangs
allra fyrirtækja.
í verkefnaskránni segir m.a. svo
um þessi innri mál fyrirtækjanna:
„FÍI telur að með þróttmiklu
starfi fyrirtækjanna megi stór-
auka nýsköpun og verðmætaaukn-
ingu í iðnaði.“ Síðan fjallar verk-
efnaskráin um þau fjögur megin-
atriði sem hér skipta öllu þ.e.
stjórnun, markaðsmál, vöruþróun
og aukna framleiðni og fram-
leiðslu. Hér eru engin ný sannindi
á ferð, þetta eru þau grundvallar-
atriði sem vöxtur og viðgangur
fyrirtækjanna byggir á.
Þessi atriði hafa verið á oddin-
um í starfi fyrirtækjanna og fé-
lagsins í áratugi.
Umbótum á þessu sviði lýkur
aldrei. Mikilvægi þeirra vex þó
jafnt og þétt með harðnandi al-
þjóðlegri samkeppni og því verðum
við enn að herða róðurinn í innra
starfinu svo við dettum ekki úr
leik i þeirri samkeppni.
í þessu sambandi þurfum við
einnig að gæta að því að óðaverð-
bólgan og óstöðugleikinn á undan-
förnum árum hafa gert þetta starf
erfiðara í framkvæmd en það hefði
verið við stöðugleika. Það eru því
miklar líkur á að i iðnaði felist
miklir möguleikar á aukinni fram-
leiðni ef það tekst að koma á stöð-
ugleika í efnahagsmálum.
50—80% verðbólga hefur óhjá-
kvæmilega þær afleiðingar að villa
mönnum sýn i viðleitninni að auka
framleiðnina. Það verður erfitt og
oft vonlaust starf að finna leiðir til
örfárra prósenta framleiðniaukn-
ingar í óðaverðbólgu. Hér koma
einnig til langvarandi áhrif fjár-
magnskreppunnar. Það gerist nú æ