Morgunblaðið - 21.03.1985, Page 26
26
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
LitiA inn á æfingu þegar verið var að æfa H-moll messu Bach.
Morgunbladid/Friðþjófur
Litið inn á æfíngu hjá Pólýfónkórnum:
„Þreytan hverfur þegar komið
er á pallinn í Háskólabíói“
í dag eru liðin 300 ir frá fæðingu eins besta og áhrifamesta tónsmiðs,
sem uppi hefur verið, Jóhanns Sebastian Bach. Þessa er nú minnst víða
um heim.Hann samdi á sinni tíð fjölbreytilegustu verk af flestum gerðum
tónlistar er kunnar voru á hans tíma.
Á afmælisdegi Bachs í dag efnir Sinfóníuhljómsveitin til fhitnings á
H-moll-messu Bachs ásamt Pólýfónkórnum og fjórum erlendum ein-
söngvurum undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar.
Þó að blómaskeið 1 samningi
„messuverkanna" hafi verið frá
1400 til 1700, þá teljast þær í sam-
tímanum slík stórvirki sem mikl-
um kórum og hæfu tónlistarfólki
er unun að fást við og ógleyman-
legt verður þeim er á hlýða.
H-moll messan sem flutt verður
i dag og á laugardaginn næstkom-
andi þykir eitt hið mesta fyrr-
greindra verka og verðugt við-
fangsefni til heiðurs hinum mikla
snillingi Bach.
Blaðamaður leit við á æfingu hjá
Pólýfónkórnum fyrir nokkrum
dögum og er inn kom fór ekki á
milli mála að fólk var þreytt, af
þrotlausum tilraunum við að ná
fram vilja stjórnandans í blæ-
brigðum, styrkleika og áferð flutn-
ings. En þrátt fyrir erfiðið var þó
einkennandi að allir virtust
ákveðnir í að láta hlutina takast,
samstillingin einstök, andinn á
eina lund að halda áfram og seigl-
ast sem lengst í átt til þeirrar
heildarmyndar sem Ingólfur leit-
aði.
En hvað segir sjálft fólkið sem er
að syngja? Hvað gefur það í aðra
hönd að leggja sig allan fram og
taka þátt i stórverki sem þessu?
SÓPRAN
Freydís Kristjánsdóttir
„Nýr heimur opnast
fyrir manni“
„Þetta er mjög góður skóli að
syngja í kórnum. Það getur oft ver-
ið erfitt, og er ekki bara dans á
rósum en gaman, og þegar árangur
skilar sér þá er það svo sannarlega
þess virði að leggja sig fram af
öllum mætti. Þetta er alveg eins og
að ganga upp á fjall, það getur ver-
ið erfítt að komast upp á tindinn,
en þegar þeim áfanga er náð þá
blasir útsýnið við.
Þetta verk, H-moll-messa Bachs
sem við erum að æfa núna er stór-
kostlegt.Það er óhætt að segja að
nýr heimur sé að opnast fyrir mér.
Þetta er svo ólíkt því sem við flutt-
um í fyrra og ég hef ekki áður
komist í kynni við barrokktónlist-
ina sem er einstök.
BASSI
Kristján Þ. Halldórsson
„Tími ekki að missa af
einni æfingu“
Þetta er mjög hrifandi tónlist en
ákaflega kröfuhörð, sagði Kristján
þegar blaðamaður spurði hvernig
honum fyndist að syngja þetta
verk Bachs. Ég er nýgræðingur í
tónlist og dreif mig reyndar upp-
haflega á námskeið hjá Pólýfón-
kórnum á þeim forsendum að læra
nótnalestur og fyrir tilviljun fór ég
svo að syngja með.
— Eru æfingar ekki mjög
strangar þessa dagana?
Reyndar, og æfingar stundum
tvisvar á dag, en Það er annað-
hvort að æfa vel og standa sig eða
hreinlega sleppa því. Ég sé alls
ekki eftir timanum sem hefur farið
í þetta og eins og málin standa í
dag tími ég ekki að missa af einni
einustu æfingu. Þetta getur að vísu
verið dálítið strangt fyrir þá sem
eiga í erfiðleikum með að fá fri frá
vinnu og hafa kannski stórt heim-
ili en fyrir mig er þetta ekki tiltak-
anlega erfitt. Eftir því sem maður
æfir meira verður maður öruggari
og þetta verk er það stórt og mikið
að það krefst mikillar æfingar.
BASSI
Sigurður Snorrason
„Söngurinn togar
í mann“
Ég byrjaði að syngja með kórn-
um árið 1968 og þá var kórinn
u.þ.b. helmingi minni og i honum
var ég síðan samfleytt til ársins
1975, sagði Sigurður þegar blm.
spurði hve lengi hann hefði sungið
með kórnum. Eg rek síðan ekki upp
bofs fyrr en í fyrra. Þarna í milli-
tíðinni var ég m.a. erlendis við
nám og gat því ekki verið með. En
söngurinn fór að toga í mig þegar
heim kom og lét mig ekki I friði.
Það gefur manni svo mikið að
syngja og þegar til stóð að æfa
þietta verk sem ég hef ekki sungið
áður þá fannst mér það ekki spurn-
ing að fá að vera með.
— Hvernig er með texta sem að
þessu sinni er trúarlegs eðlis? Er
ekki nauðsynlegt að hafa næma
tilfinningu fyrir því sem verið er
að syngja um upp á túlkun í söngn-
um?
Vissuiega, það krefst tilfinn-
ingar fyrir þeim ffna vefnaði sem
tónlist og texti eru. Maður verður
að hafa hugboð um það sem verið
er að syngja, annars yrði söngur-
inn líflaus og flatur. Gamli maður-
inn Bach kunni svo sannarlega að
sníða tónverk að texta, svo mikið
er víst.
— Þetta er langt verk og krefst
strangra æfinga. Er þreytan ekki
farin að gera vart við sig?
Lengdin er kannski þaö erfiðasta
og þá sérstaklega fyrir fólk sem
ekki hefur lært að syngja. En það
verður að taka tillit til verksins
sem að þessu sinni eru margir
langir, þungir og vandmeðfarnir
kórar og maður hefur það í huga
þegar litið er á strangt æfinga-
prógram. Vitanlega gerir þreyta
vart við sig eins og í ðllu öðru erf-
iðu starfi og flestir hér stunda
jafnframt sína vinnu. Þetta er þó
hlutur sem menn verða að taka
með þolinmæði. Maður gerir sér
vissar vonir um það sem á endan-
Sigrún Kristján Freydís
Signrðardóttir þ. Halldórsson Kristjánsdóttir
„Eins og að ganga á fjall, það
getur verið erfltt að komast á tindinn“
sögðu félagar í kórnum
um kemur út úr þessu og uppsker-
an er mikil þegar vel hefur tekist
til og maður stendur frammi fyrir
ólýsanlegri tilfinningu að hafa ver-
ið með í að skapa slíkt sem skiptir
mann einhverju máli.
TENÓR
Einar H. Reynis
„Þaö merkilegasta
sem ég hef kynnst
frá Bach“
Ég var í barnakór sem drengur
en svo ekkert fyrr en ég sá auglýst
eftir söngfólki í Pólýfónkórinn árið
1978 og ég hef verið með allar göt-
ur sfðan, sagði Einar þegar blm.
innti hann eftir hvort hann hefði
verið í öðrum kórum. Það er mjög
gaman að fá að vera með í þessum
kór og fyrir utan sönginn þá er
þetta mjög góður félagsskapur sem
hittist oft fyrir utan æfingar, fer
saman í skógræktarferðir, grillar
úti saman, heldur margskonar
skemmtanir o.s.frv. Það ríkir einn-
ig mjög góður andi innan kórsins
og þetta er allt mjög gott fólk.
— Áttu þér einhverja uppá-
haldstónlist?
Já, það má segja að barrokk-
tíma-tónlist höfði einna mest til
mín, og þetta verk er einmitt sam-
ið á þeim tíma þannig að að mínu
mati er þetta stórfengleg tónlist og
þetta verk það allra merkilegasta
sem ég hef komist í kynni við frá
Bach.
— Stendur til að fara utan með
þetta verk ef vel tekst til?
Já, það er á stefnuskrá að fara
til ítaliu með H-moll-messuna og
m.a. munum við þá syngja i Mark-
úsarkirkjunni í Feneyjum. Það
verður mjög gaman ef af því verð-
ur.
ALT
Sigrún Sigurðardóttir
Þreytan hverfur þegar
komið er á pallinn
Þetta er óskaplega gaman, mikil
vinna, en maður sér ekki eftir einni
mínútu sem fer f þetta, sagði Sig-
rún þegar blm. spurði hvernig til-
finning það væri að syngja í kór
sem þessum. Frá þvf að ég var lítil
stúlka hef ég borið ótakmarkaða
virðingu fyrir söngstjóranum því
hann kenndi mér í barnaskóla og
það situr mikið eftir sfðan þá.
Hann byrjaði strax að venja okkur
við að hlusta á tónlist og þetta eru
ákaflega mótandi ár.
— Ertu ekki orðin þreytt?
Jú, mikil ósköp, það eru allir
orðnir lúnir en þetta er þreyta sem
hverfur eins og dögg fyrir sólu um
leið og komið er á pallinn i Há-
skólabiói. Söngstjórinn okkar ber
takmarkalausa virðingu fyrir þvf
sem hann er hér að takast á við og
við reynum okkar besta að ná því
fram sem hann vill. Það krefst að
sjálfsögðu mikils tíma og þolin-
mæði en allt er þetta þess virði.
— Hefurðu verið lengi viðloð-
andi kórinn?
Síöan árið 1978 og það eru alltaf
einhverjir að hætta og nýir að
koma f staðinn. Það er svolftið
gaman aö þvf að fimm eða sex
manneskjur hafa tekið börn sfn
með til að flytja þetta verk þannig
að tvær kynslóðir hafa myndast
innan kórsins. Andinn er virkilega
góður og það er alltaf viss kjarni
sem situr hér þó andlit komi og
fari.
BASSI
Friðrik Eiríksson formað-
ur Pólýfónkórsins
„Hef verið aldarfjórð-
ung í kórnum“
H-moll-messan, það er toppurinn
vina mfn, hvislaði Friðrik að
blaðamanni, en hann hefur verið
meðlimur í Pólýfónkórnum f 25 ár,
f stjórn hans frá upphafi og for-
maður i fjöldamörg ár.
Ég hef nú sungið þetta verk
tvisvar sinnum áður með kórnum,
fyrst árið 1968 i Þjóðleikhúsinu og
síðan 1976 í Háskólabiói og ég er
viss um að þetta verður ekki síðra
en i hin skiptin þó ég geti auðvitað
ekkert fullyrt ennþá þar sem við
erum ekki búin að flytja verkið.
— Hvað er það sem gerir það að
verkum að þú hefur verið f 25 ár í
kórnum?
Sjáðu til, tónlistin er svo hrff-
andi og þegar maður skilur dálítið
f henni þá hefur hún algjörlega
klófest mann og það verður und-
ursamleg tilfinning að fá að glima
við hin ýmsu söngverkefni.
— Hefur þetta ekki bitnað á
fjölskyldunni?
Jú, það hefur bitnað á minum
nánustu og ég hefði aldrei getað
staðið f þessu í öll þessi ár ef fjöl-
skyldan hefði ekki staðið með mér.
Ég hef aldrei séð eftir árunum I
þetta en það er ekki hægt að ganga
framhjá þeirri staðreynd að fjöl-
skyldan hefur þurft að finna fyrir
þessu.
— Áttu þér eitthvert uppá-
haldstónskáld til að syngja eftir?
Fyrst þú spyrð núna verð ég að
segja Bach, annað er ekki hægt. Og
þetta álít ég eitthvert stórkostleg-
asta verk sem ég hef kynnst frá
honum. Þetta er uppgjör hans við
lífið, tilveruna, listina og skapar-
ann og er í einu orði sagt toppur-
inn.