Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 29 Sviss: Umdeilt kjarn- orkuver samþykkt Bern, 20. mare. AP. SVISSNESKA þingid samþykkti í dag tillögu um byggingu 920 megawatU kjarnorkuvers á bakka Rínar skammt frá borginni Basel. Umhverfisvemd- armenn og íbúar næsta nágrennis hafa mótmælt áformum um byggingu versins í hart nær áratug og búist er við aðgerðum af þeirra hálfu áður en langt um líður. Neðri deildin samþykkti tillög- una með nokkrum yfirburðum, 118 gegn 73 atkvæðum, en efri deildin samþykkti byggingu versins fyrir tveimur árum. Helmut Hubacher, formaður Sósíaldemókrata- flokksins, sem býr nærri þeim stað þar sem verið á að rísa, sagði í dag að andstaða væri svo mikil meðal almennings á þessu svæði að ljóst væri að öflugur her- og lögregluvörður yrði að vera um svæðið meðan á byggingunni stæði. Treholt kom heim með 30.000 dollara — eftir fund með Titov Ósló, 20. mars. Frá Ju Erik Laure, fréttariUra MbL Réttarhöldunum yfir Arne Treholt var fram haldið í dag fyrir luktum dyrum. Fram kemur í norska blaðinu Adresseavisen í dag, að leyniþjón- ustan hafi sönnun fyrir því, að Treholt hafi komið heim með 30.000 dollara í skjalatösku sinni af fundi með Sovétnjósnaranum Gennady Titov í Helsinki 1983. í Adresseavisen, sem gefið er út í Þrándheimi og er virt blað, er ekki getið heimilda fyrir fréttinni. „Það hefur einnig verið staðfest, að Treholt var ekki með einn ein- asta dollara meðferðis, er hann fór frá Ósló til fundar við Titov,“ sagði í blaðinu. Fundurinn í Helsinki var fyrsti fundur Treholts með fulltrúa KGB, eftir að hann tók þátt í varnarmálanámskeiði norska hersins vorið 1983, þar sem m.a. var fjallað um mikilvæg hernað- arleyndarmál. Frá því var sagt í dag í Svíþjóð, að lík írasks flóttamanns hefði fundist á floti í sjónum fyrir utan Arne Treholt Stokkhólm. Hafði hann verið myrtur. Flóttamaður þessi sagði frá því í samtali við sænska leyniþjón- ustumenn, að hann hefði unnið fyrir írösku leyniþjónustuna og Treholt hefði þegar árið 1979 byrj- að að gefa írökum ýmsar upplýs- ingar. Vera kann að morðið á íraska flóttamanninum hafi verið framið í hefndarskyni fyrir uppljóstrun hans, en í dag hafði ekki verið upplýst, hver staðið hefði á bak við verknaðinn. London: Díana prinsessa bar af í tísku- samkvæmi London, 20. mars. AP. PRINSESSAN af Wales þótti bera af í fríðum hópi glæsikvenna, sem boðið var til kampavínsmóttöku á þriðjudag, á lokahátíð tískuvik- unnar í London, en smekklegur klæðaburður hennar hefur haft áhrif í tískuheiminum. Prinsessan klæddist skær- bleikri, blárri og turkísgrænni silkikápu, eins konar samblandi af kápu, kjól og sloppi, bláum sokkum og háhæluðum skóm. Stakk prinsessan mjög í stúf við dökkklæddan gestaskarann, um 500 manns. Diana prinsessa átti líflegt spjall við marga gestanna, bæði glæsilegar pýningarstúlkur og tískuhönnuði, en í febrúarmán- uði kusu tískusérfræðingar í New York hana best klæddu konu heims og þá er mest áhrif hefði á tískustefnuna. Prinsessunni var boðið á fyrr- nefnda móttöku, af því að tísku- hönnuðir líta á hana sem sendi- herra breska tiskuheimsins. Díana prinsessa kemur til lokahátíð- ar tískuvikunnar í London. Helmut Kohl: Vestur-Evrópa móti sameigin- lega afstöðu til geimvarna Essen, Vestur-ÞýskaUndi, 20. nure. AP. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, hvatti í dag til þess í ræðu, sem hann flutti á flokksþingi Kristilegra demókrata í Essen, að ríkisstjórnir í Vestur-Evrópu mótuðu sameiginlega afstöðu til fyrirhug- aðra rannsókna Bandaríkjamanna á geimvarnarkerfí gegn kjarnorku- eldflaugum á jörðu niðri. Kohl sagði, að stjórn sín kysi helst að ekki þyrfti að byggja upp slíkt varnarkerfi og í staðinn yrði samið um gagnkvæma kjarnorku- afvopnun á fundunum í Genf. Á mánudag lét Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, sem er úr flokki Frjálsra demókrata, í ljósi efasemdir um gildi geimvarnar- kerfisins. Varaði hann við því, að slíkt varnarkerfi gæti aukið líkur á hernaðarátökum með hefð- bundnum hætti eða orðið til þess að leiðir skildi með Bandaríkja- mönnum og samherjum þeirra á tæknisviðinu. DRAUMASTAÐUR ALLRAR FJÖLSKYLDUNNAR: AÐEINS 20.000 KRÓNUR Á MANN FYRIR HJÓN MEÐ ÞRJÚ BÖRN í ÞRJÁR VIKUR + Barnaafsláttur allt að 90% * 15 ára fá 50% afslátt í tilefni 15 ára afmælis Úrvals. + Hlægilega ódýrt að lifa. * Aqualandið er óviðjafnanlegt, 36.000 m2 af alls konar vatnsrennibrautum, sundlaugum og sprautuverki. ATHUGIÐ: Það er uppselt í fyrstu ferðina. Aðrar brottfarir: 14/6, 3/7, 24/7, 14/8 og 4/9. Cap d'Agde er fyrir alla fjölskylduna. mmsKmfSTOKN timoL Fcrdaskrifstofan Úrval við Anslurvöll, sími (91 h'26900. QOTT FÖLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.