Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 31 London: Markgreifinn játaði innbrot London, 20. mare. AP. MARKGREIFINN af Blandford, sem á 40 milljón punda arf í vændum, játaði sig í gær sekan um að hafa brotist inn í lyfjabúð í Suðvestur-London í þeim tilgangi að komast yfir heróín. Blandford sem er 29 ára gamall er sonur hertogans af Marlbor- ough og einkaerfingi að Blen- heim-höll og 4.600 hektara landi umhverfis kastalann. í gær viður- kenndi hann að hafa brotist inn í lyfjabúð í London 16. febrúar sl. til að stela heróíni, sem hann var tekinn með í versluninni. Var hann eftir játninguna látinn laus gegn tryggingu. Rétt nafn Blandfords mark- greifa er Charles James Spencer- Churchill, en hann er frændi Winstons Churchill, fyrrum for- sætisráðherra. Afrísk svmaveiki í Belgíu: Skera verður niður rúmlega 10.000 svín Brussel, 19. maa AP. Belgíska landbúnaðarráðuneytið ákvað að fargað skyldi a.m.k. 10 þús- und svínum til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu afrískrar svínaveiki, sem skotið hefur upp kollinum í Belgíu. Sjúkdómsins, sem er mjög smitandi, hefur orðið vart á 9 bæjum í vesturhluta landsins. Nýlega hefur Evrópubandalagið bannað allan útflutning á svína- kjöti frá Belgíu um skeið. Talið er að sjúkdómurinn hafi borist með svínasultu til Belgíu. Belgíumaður, sem bjó í nágrenni svínabýlis á Spáni, sneri fyrir skömmu heim með slurk af svínasultu i farteskinu. Nú þegar er ljóst að slátra verður 10 þúsund svínum og er óttast að þau reynist enn fleiri, þar sem skoðun allra belgískra svínabæja er ekki lokið. Tjónið nemur ekki undir jafnvirði 15 milljóna Bandaríkjadollara, eða rúmlega 600 milljóna íslenzkra króna. Einkenni svínaveikinnar, sem er bráðsmitandi, eru þau að dýr- ið fær háan hita, missir matar- lyst, á erfitt um hreyfingar, húð- in skiptir lit auk þess sem inn- vortis blæðingar eru fylgikvilli veikinnar. Norskur tízkufatnaður í París Sýningarstúlka í fatnaði sem norski fatahönnuðurinn Per Spook hannaði fyrir næsta haust og vetur. Hönnuðurinn sýnir þessa dagana framleiðsiu sína í Parísarborg, háborg fatatízkunnar. Buxurnar eru bronzlitar flauel- isbuxur og yfirhöfnin er úr blönduðu efni, rauðu- og bronzlitu. Bandaríkin: Aukin korn- kaup Rússa Washington, 20. mare. AP. SOVÉTMENN hafa aukið kornkaup sín í Bandaríkjunum um 300.000 tonn og á afhendingu þess að vera lokið fyrir 30. september nk. að sögn bandaríska landbúnaðarráðuneytis- ins. Talið er að kaupverð kornsins sé um 32 milljónir dollara en heild- arkornkaup Sovétmanna í Banda- ríkjunum hafa aldrei verið meiri en nú, eða samtals 17 milljónir tonna á tímabilinu 1984—85, 14,1 milljón tonna af maís og 2,9 millj. af hveiti. Fyrra kornkaupametið var á árunum 1978—79, 15,5 millj. tonna. Samkvæmt fimm ára sam- ningi munu Sovétmenn kaupa a m k. níu milljónir tonna af korni í Bandaríkjunum árlega. Evrópuráðið: Ráðherrafund- ur um mann- réttindamál Vín, 19. mara. AP. UTANRÍKIS- og dómsmálaráðherr- ar frá 21 aðildarríki Evrópuráðsins komu í dag saman til tveggja daga fundar í Vín til að ræða um ýmis mannréttindamál, þ.á m. siðferðileg álitaefni er tengjast leigu á móður- IiTi, sæðisbönkum, og líffæraflutn- ingum. Meðal þess, sem ráðherrarnir hyggjast fjalla um, er það hvort ýmsir þeir möguleikar, sem tækni- legar framfarir í líffræði og lækn- isfræði bjóða upp á, feli í sér aukið frelsi einstaklinga eða ógni grundvallarréttindum þeirra. ASEA framleiddi fyrsta 3ja fasa rafmótorinn árið 1890. í dag er ASEA MOTORS einn af stærstu mótorframleiðendnm í heimi. Nýi mótorinn frá ASEA, gerð MBT, er hljóðlátur, sterkóyggður og sparneytinn á orku. Rönning á ávallt til mótora í birgðageymslum og veitir tækniþjónustu. Endurseljendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.