Morgunblaðið - 21.03.1985, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
35
íslandslax hf. við Grindavík
hefur starfrækslu:
Laxahrogn frá
Noregi koma
í stöðina í dag
Ótti Suðurnesjabúa við vatnstöku
fyrirtækisins ástæðulaus,
segir Jón Jónsson jarðfræðingur
íslandslax hf. tekur í notkun í
dag hluta af laxeldisstöð sinni við
Grindavík, en þá koma áttatíu og
átta lítrar af laxahrognum í stööina
frá Noregi. í fyrstu verður þar ein-
göngu rekin seiöastöö en áætlaö er
aö þarna veröi rekin allt aö 500
þús. tonna stöö. Áætlaður stofn-
kostnaður viö stöðina er 75 millj-
ónir kr. en eigendur eru Samband
ísl. samvinnufélaga, sam-
starfsfyrirtæki þess og norska
fyrirtækið K/S Noraqua. íslend-
ingar eiga 51 % í fyrirtækinu. Til-
raunaborun eftir heitu vatni hefst
samkvæmt samningi við landbún-
aöarráðuneytið í dag en í gær var
unniö við aö leggja kaldavatnslögn
í Lambagjá og er reiknað með aö
byrjað veröi á að taka þar um 120
sekúndulítra.
Blaða- og fréttamönnum var
boðið að skoða framkvæmdir á
svæðinu í gær í fylgd Þorsteins
Ólafssonar, stjórnarformanns
fyrirtækisins, og Jóns Þórðar-
Bjórsamlag Ám-
unnar hyggst hefja
starfsemi á ný
BJÓRSAMLAG Ámunnar hyggst hefja starfsemi sína að nýju
innan skamms, en með breyttu sniði. í stað þess að blanda
áfengi Samlagsmanna saman við pilsner og bragðefni, mun
Samlagið tappa óáfengum grunnbjór á ölkúta Samlagsmanna,
sem þeir geta síðan upp á eigin spýtur styrkt eftir smekk.
Hæstiréttur hefur úrskurðað
að ekki sé ástæða til að skila
áhöldum og ölföngum Samlags-
ins úr Iöghaldi ríkissaksóknara,
en Sakadómur Reykjavíkur felldi
haldið úr gildi þann 6. mars, og
kærði ríkissaksóknari þann úr-
skurð til Hæstaréttar.
„Þetta þýðir, að saksóknari
getur „dregið lappirnar" í þessu
máli eins og honum sýnist áður
en tekin er ákvörðun um það
hvort reyna skuli að höfða mál
gegn okkur, eða gefa út tilkynn-
ingu um að málsókn sé ekki
fyrirhuguð, en þá fengjum við
allt okkar dót til baka og gætum
hafið óbreytta starfsemi að
nýju,“ sagði Guttormur P. Ein-
arsson, forsvarsmaður Samlags-
ins á fundi með fréttamönnum í
gær. Sagði Guttormur að sér
væri mjög á móti skapi að láta
aðgerðir saksóknara stöðva
starfsemina, og því hefði hann
ákveðið að hefja starfsemina að
nýju með breyttu fyrirkomulagi.
Benti Guttormur á að þetta
nýja fyrirkomulag hefði slæmar
afleiðingar í för með sér fyrir
ríkissjóð og nefndi til þess fjórar
ástæður: I fyrsta lagi, að með
þessu móti yrði þjónusta Bjór-
samlagsins ódýrari og því
minnkuðu söluskattstekjur ríkis-
sjóðs að sama skapi.
Umsækjend-
ur eru með
doktorspróf
í FRÉTT Mbl. í gær um skipun
Hákons ólafssonar í stöðu for-
stjóra Rannsóknastofnunar bygg-
ingariðnaðarins láðist að geta
menntunar annarra umsækjenda.
Guðni Jóhannesson er doktor í
byggingarverkfræði og Björn
Oddsson er doktor í mannvirkja-
verkfræði.
í öðru lagi væri engin trygging
fyrir því að sá vínandi sem Sam-
lagsmenn blönduðu saman við
grunnbjórinn væri keyptur í
áfengisverslun, og því líklegt að
tekjur Ríkissjóðs rýrnuðu miðað
við upphaflegt fyrirkomulag.
Þriðja ástæðan sem Guttorm-
ur nefndi er sú að ekki er lengur
nauðsynlegt að nota whisky við
gerð bjórlíkisins, því nýja bjór-
blendið verður gert af óáfengum
bragð- og bindiefnum, sem gerir
notkun whiskys óþarfa. Tekjur
Ríkissjóðs af sölu á whisky koma
því til með að minnka.
Loks sagði Guttormur að með
þessu nýja fyrirkomulagi yrði
bjórlíkið ódýrt, og kæmi til þess
að bjór yrði leyfður á íslandi,
yrði bjórlíki Samlagsmanna
vafalítið mun ódýrara en sá bjór
sem þá yrði seldur í ÁTVR.
Frönsk-íslensk
rokkhátíð:
Hvítur
úlfur
FIMMTUDAGINN 21. marz, klukk-
an 21.30, efnir hljómplötuútgáfan
Grammið til fransk-íslenskrar
rokkhátíöar í Safarí.
Hátiðin ber nafnið „Hvítur úlf-
ur“ í höfuðið á fulltrúum Frakk-
lands á hátíðinni, Etron Fou Le-
loublan, sem er ein kunnasta rokk-
sveit Frakka í framsækna popp-
inu, að því er segir í freft frá
Gramminu.
Fyrir hönd íslands koma fram á
hátíðinni hljómsveitirnar Oxsmá,
Dá og dúettinn Björk Guðmunds-
dóttir og Sigtryggur Baldursson.
Forsala aðgöngumiða er í
Gramminu, Laugavegi 17.
Stöövarhús íslandslax við Grindavík. MorgunblaðiA/Júlíus
sonar framleiðslustjóra. Verið er
að byggja seiðastöð og verður
hluti hússins tekinn í notkun í
dag undir hrognin. Byggingin er
rúmlega 2.200 fermetrar að
stærð en í framtíðinni er áætlað
að byggja eldisker utan við stöð-
ina og dæla í þau sjó. Þeir Þor-
steinn og Jón sögðu fiskeldi
mjög fjármagnsfreka atvinnu-
grein og var tíðrætt um
skilningsleysi stjórnvalda gagn-
vart henni. Nefndu þeir sem
dæmi að heildarkostnaður að-
fanga hefði verið 47 millj. kr.,
þar af hefði þurft að greiða 13,3
millj. í skatta.
Mikil óánægja hefur verið
meðal sveitarstjórnarmanna
vegna samnings fyrirtækisins
við landbúnaðarráðuneytið um
heimildir til vatnstöku og borun-
ar eftir heitu vatni. Þeir félagar
sögðu að þeir hefðu óskað eftir
að fá að taka mun meira magn
af köldu vatni, eða allt að 750
sekúndulítra, en fengið heimild
fyrir 350. Þeir sögðu að fyrir-
tækið hefði lagt í mjög mikinn
kostnað við rannsóknir á svæð-
inu og allar niðurstöður þeirra
sýndu fram á að engin hætta
væri samfara þessari vatnstöku.
Varðandi heita vatnið og þá
samninga, sem verið hefðu í
gangi við Hitaveitu Suðurnesja,
sögðu þeir, að tilboð Hitaveit-
unnar hefði verið gjörsamlega
óaðgengilegt, eða 26 kr. tonnið,
auk þess sem þeir hefðu átt að
greiða þriðjung kostnaðar við
lögn að stöðinni, sem áætlað var
að myndi kosta samtals um 15,5
millj. kr. Samkvæmt þeirri
niðurstöðu hefði verið hag-
kvæmara fyrir þá að hita vatn
með raforku.
Jón Jónsson jarðfræðingur
hefur unnið að rannsóknum á
svæðinu fyrir íslandslax hf.
Hann sagði í samtali við blaða-
menn í gær, að hræðsla manna á
Reykjanesi við vatnstöku fyrir-
tækisins væri algjörlega þar-
flaus. Þarna væri um að ræða
vatn, sem rynni ella ónotað til
sjávar, og vatnstakan gæti á
engan hátt haft áhrif á vatns-
búskap á svæðinu.
Byggingarframkvæmdir ís-
landslax hófust 7. janúar sl. og
er reiknað með að þeim verði
lokið í maímánuði nk. Aðal-
verktaki er Arnardalur hf. Hlut-
afé fyrirtækisins er 12,4 millj.
kr. en áætlað að það verði aukið
í 25% af stofnkostnaði. Stofn-
kostnaðurinn, 75 millj. kr., er
fjármagnaður að hluta, 25%,
með eigin fé, innlend fjármögn-
un er 25% og lán frá Norræna
fjárfestingarbankanum er 50%.
Ljóömæli Jónasar Hallgrímssonar
í skinnbandi
Andvökur Stephans G.
Stephanssonar
íslensk Orðabók Menningarsjóðs
Times Atlas
og margar fleiri góðar bækur.
Fallegar - fræðandi
og sígildar gjafir.
ISókabúð
Lmáls & menningarJ
LAUGAVEG118-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242