Morgunblaðið - 21.03.1985, Qupperneq 41
41
yrkisefni. — Yrkisefni? — Jú, jú.
Stundum fór allur tíminn í að
hnoða saman löngum brögum um
skólasystkin og kennara, allt og
ekkert. Við ortum á reiknivélar-
rúllu og vorum komnar upp í 7
metra fyrir stúdentspróf! Allt lét
Hildi jafnvel að gera. Fyrripartar,
seinnipartar runnu fram fyrir-
hafnarlaust en aftur á móti áttu
stuðlar og höfuðstaðir til að rugla
mig algerlega í ríminu.
Og músíkin. — Þarna kynntist
ég fyrst klassískri músík. Knútur
og Ingibjörg höfðu komið sér upp
góðu plötusafni, sem við spiluðum
óspart og ekki síður plöturnar á
léttari nótunum. ólíkt gekk okkur
betur að nema þýska tungu af
Komedian Harmonwts en þurru
málfræðistaglinu og l’Arrabiata.
... „Ein bischen Leichtsinn ..."
Textana skrifuðum við upp eftir
plötunum og svo kom Ingibjörg
heim úr vinnunni með Evrópu-
menninguna í fasi og málróm a la
Dietrich og leiðrétti og þýddi
manuskriptið! Við vorum líka
svolítið svag fyrir sígöjnasöngvum
og alls kyns dægurlögum þeirra
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
tíma — Andrew Sisters, Mills
Brothers, Ink Spots að ógleymdum
„Fjárlögunum" og öðru þjóðlegu,
sem Hildur spilaði á píanóið og ég
gutlaði undir á gítarinn Gvend.
Hildur uppálagði mér að syngja
aðalröddina, mér, sem spring bæði
upp úr og nið’rúr. En hún lét það
ekkert á sig fá og útsetti og radd-
færði millirödd og bassa eins og
þeir einir geta, sem hafa músikina
í blóðinu. Og við lentum í ævin-
týri! Vorum báðar í Menntaskóla-
leikritum þessa vetur. Þvílíkir
dýrðardagar. Æfingar og undan-
þágur — leikhúsheimurinn ofur-
lítið að opnast — spennan, glitrið
og Potémkintjöldin — nýr heimur,
töfrar. Já við vorum heillaðar —
íbyggnar og leyndardómsfullar —
á þessum árum og stundum svolít-
ið syfjaðar eftir skóladag, en þá
lögðum við okkur bara, önnur á
dívaninn en hin í gamla, fallega
ruggustólinn, einn, tvo tíma.
Og nú skyldi einhver halda að
við bara kolféllum í skólanum.
Nei, nei. Einhvers staðar blundaði
samviskusemin, uppeldið og
aginn, öllu var hespað af í forbi-
farten. 6 vikna upplestrarfrí fyrir
stúdentspróf var skipulagt upp á
mínútu svo tölvur mættu vera
stoltar af! Og farið eftir því.
Þessi heimagangsár mín á Rán-
argötu 9 eru perlur í mínum minn-
ingasjóði. Það slettist aldrei upp á
vinskapinn. Hildur átti svo marga
músíkstrengi í sálinni líka. Aldrei
var ýjað einu orði að því að þessi
aðskotastelpa væri fyrir eða til
óþæginda — alltaf hlýja viðmótið
hennar Ingibjargar, umhyggjan
og umfram allt skilningurinn á lífi
þessarar yngri kynslóðar — sem
reyndar brúaði þetta fræga bil —
aldrei umvöndun eða hneykslan.
Hún gladdist með okkur glöðum,
skildi kvíða okkar kvíðinna og var
lífsakkeri með reynslu án bitur-
leika.
Og miðpunkturinn, Hildur sjálf,
talenteruð, glæsileg, vinföst, sá nú
í lok þessara ára teikn á lofti um
framtíðina. Lífsförunauturinn
tryggi var að birtast á skjánum.
Nú er hún horfin okkur. —
Mig setur hljóða — ég minnist,
sakna og þakka liðin ár.
Anna S. Gunnarsdóttir
Bladburöarfólk
óskast!
Austurbær:
Sóleyjargata
Jlltfgiitililftfrtfe
Höfum opnaö nýja skóverslun
15% afsláttur af öllum skóm
í 3 daga.
AUSTURSTRÆTIÍO
SIMI 27211