Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
51
Michael Douglas í aðalhlutverkinu í Skuggaráðinu í Nýja bíó.
Dómar og dráp
— af tæknilegum ástæðum
Kvíkmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Nýja bíó: Skuggariðið (The Star
Chamber)*-*
Leikstjóri: Peter Hyams.
Framleiðandi: Frank Yablans.
Handrit: Michael Douglas, Hal
Holbrook, Yaphet Kotto, Sharon
Gless.
Bandarísk frá 20th Century Fox.
Frumsýnd 1983.109 mín.
Skuggaráðið (óvenjulega gott
íslenskt nafn á kvikmynd) er
ádeila, því miður með of miklum
ólíkindum til að hægt sé að taka
hana af nokkurri alvöru, á
gloppótt réttarkerfi Bandaríkj-
anna, sem eftir þessari mynd að
dæma virðist svo hriplekt að
engu tali tekur. Hópur hæsta-
réttardómara í Los Angeles tek-
ur sig því saman og stofnar sinn
eigin dómstól til að fullnægja
réttlætinu er það nær ekki fram
að ganga í réttarsölunum.
Myndin hefst á dæmum um
getuleysi réttvísinnar gagnvart
nauðaómerkilegum formgöllum
sem upp koma í málaferlum
gegn nokkrum glææpaspírum í
LA, sem duga til þess að þeim er
sleppt frjálsum á ný.
Þessi málalok fá mjög á ungan
dómara þessa mála (Michael
Douglas). Að því kemur að hann
fær sig fullsaddan á vanmætti
sínum gagnvart afdrifaríkum
göllum í kerfinu og gengur því til
liðs við fyrrnefndan leynidóm-
stól.
Þetta er alkunnur efniviður úr
mýmörgum, misgóðum saka-
málamyndum síðari ára. Death
Wish kemur upp í hugann. Hér
er einungis mun smekklegar tek-
ið á hlutunum. Blóðaustur í lág-
marki og áhorfendum hlíft við
því að skoða nærmyndir af
fórnarlömbum illvirkjanna.
Hinsvegar er Skuggaráðið
stingandi yfirborðsleg og
vemmileg, einkum hvað snýr að
Douglas dómara og samskiptum
hans við konu sína og Skugga-
ráðið.
En þrátt fyrir ólíkindin, þegar
á heildina er litið, má segja að
Hyams (Capricorn One) hafi
sloppið nokkurn veginn fyrir
horn. Myndin er oftast spenn-
andi, leikaravalið ágætt, sér-
staklega í aukahlutverkum.
Douglas er þó svo líkur karli föð-
ur sínum að það virkar pirrandi
á taugakerfið. Kvikmyndataka,
klipping, tónlist og tónupptaka
(dolby) eru með þeim ágætum
sem reikna má með af jafn vand-
aðri og dýrri Hollywood-fram-
leiðslu. En strúktúr myndarinn-
ar er jafn óþéttur og lagabálkar
Bandaríkjanna, því fýkur mest-
allur boðskapurinn út í veður og
vind.
Orðsending!
til þeirra sem vilja mikið fyrir lítið:
Og nú gerð C-12 - ennþá meira fyrir lítið:
Sjálfvirk miðjusetning texta. sjálfvirk undirstrikun, sjálfvirk
niðurröðun talna, leiðréttingarminni ein lína o.fl.
Iðnaðar-
manna-
skemmtun í
Stykkishólmi
Stykkishólmi, 18. tnare.
Sl. laugardagskvöld hélt Iðnaðar-
mannafélag Stykkishólms írshátíð.
Voru skemmtiatriði néðan úr bæn-
um og kom þar ýmislegt fram. tíest-
ur ársháti'ðarinnar var Sverrir Her-
mannsson, iðnaðarráöherra! og frú.
Hélt hann þar ræðu og ræddi mál á
víð og dreif og var léttur í máli eins
og hans er vani og var honum vel
fagnað.
Gistu þau hjón hér á okkar góða
hóteli um nóttina og voru mjög
ánægð, enda er þetta með betri
hótelum á landi voru. Iðnaður hér
í bæ er mestur hinum almennu
greinum, trésmíði, skipasmíði,
bílaviðgerðum o.fl. og er nú um
það rætt að gera nann fjölbreytt-
ari. enda mörg skilyrði til þess.
A þessari árshátið voru tveir
iðnaðarmenn heiðraðir, þeir uárus
Kr. Jónsson, sem *engi var hér
klæðskerameistari, og Valtýr
Guðmundsson, húsasmíðameist-
Yfir 200 manns mættu á þessa
árshátíð.
Árni.
JVÍonsieur
-Bruno Cjatto
verður í heimsókn hjá okkur á HÓTEL
HOLTl dagana 21. —25. mars n.k., og
ætlar þá að matreiða nokkra af uppá-
haldsréttum sínum. Monsieur Qatto er
eigandi og matreiðslumeistari eins
þekktasta veitingahúss í Jura-héraði í
frakklandi, Chalet Bel'Air. Monsieur
Qatto hefur hlotið margs konar verð-
laun og viðurkenningar, bæði sem
matreiðslumaður og bakari.
VERIÐ VELKOMIN.
/$3V