Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 53

Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 Maríanna raed þann stóra ... „Ef þau geta veitt saman...“ Ef þau geta veitt saman, þá er ekkert að vanbúnaði segja stangaveiðimenn gjarnan er þeir frétta af einhverjum kunningja sín- um í tilhugalífinu. Það er margt til ■ þessu og ef marka má þessar myndir af Maríönnu Borg og hinum nýja vini hennar, Jean Pierre Mar- sen, þá geta þau prýðilega veitt saman og þá myndu stangaveiði- hienn segja: Þá er allt í lagi, þetta er pottþétt samband. Úrskurður veiðimanna er hinn sami og hjá „sérfræðingum" sem hafa að atvinnu að fylgjast með lífi frægs fólks, en úrskurður þeirra er ekki byggður á lakari grunni og auðvitað er það tíminn einn sem leiðir hið sanna í ljós. Annars voru þessar myndir af Maríönnu og Jean Pierre teknar er þau brugðu sér í frí ásamt einum ljósmyndara til suð- urhafa. Voru þau á snekkjunni sem þarna má sjá eitt og annað af og veiddu sér í soðið þegar svo bar undir. Ekki ber á öðru en að fiskerí- ið hafi tekist vel, nema að „aksjón- niyndimar" hafi verið uppstilltar, a.m.k. er hvergi dauða fiska að sjá. En það er kannski ekki aðalatriðið myndu stangaveiðimenn þá segja »g benda á að útiveran skipti ekki sfður máli ef ánægju er fyrir að fara hvort eð er. Ekki virðist hana skorta við þetta tækifæri. Einhver annar veiðiskapur en hér norðurfrá eða hvað? Loks beit á hjá Jean Pierre og hann þreytir kunnáttu- samlega. Maríanna rígheldur í hann og passar að hann verði ekki dreginn út úr bátnum ... COSPER — Ég er búinn að venja þann litla af snuðinu 53 Aðalfundur Reykjavíkurdeildar RKÍ verður haldinn í Múlabæ Ármúla 34 þriðjudaginn 2. apríl 1985 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands. Fjórðungsmót sunnlenzkra hesta- manna, FH ’85 Fræðslunefnd Fáks efnir til fræðslufundar um FH ’85 í Félagsheimili Fáks við Bústaðaveg í kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 20.30. Undirbúningsstörf og framkvæmdir á félagssvæöi Fáks, Víðivöllum verða kynntar. Skýrt verður frá fyrirkomulagi, þátttökuskilyrðum, dagskrá, að- stöðu fyrir menn og hesta og öðru viökomandi FH ’85 mótinu. Kvikmynd af FH ’84 á Vesturlandi veröur sýnd. Fræðslunefnd Fáks. Árshátíö Útivistar ÚTIVIST 10 Á R A verður í Hlégarði laugardaginn 23. marz í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá stofnaðalfundi félagsins. Dagskrá: Hátíöafundur. Ræöa: Jóhanna Boeskov. Boröhald. Einsöngur: Inga María Eyjólfsdóttir v/undirleik Guöna Þ. Guömundssonar. ÞEGAR VIÐ VORUM UNG: Skemmtiatriöi í umsjón Unglingadeildar Utivistar. DANS: Hljómsveitin HRÓKAR leikur. Veizlustjóri: Lovísa Christiansen. Rútuferðir frá BSÍ kl. 18:30 og í bæinn aö loknum dansleik. Sjáumst Canon Canon NP-270 er langódýrasta Ijósritunarvélin í sínum þyngdarflokki. Hentar vel þar sem álag er mikið. Ljósritar 27 afrit á mínútu í þremur litum, stækkar og minnkar letur, stærö afrita a-3. Þjónusta í öllum landshlutum. SUríívÉkin hf Suðurlandsbraut 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.