Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAl 1985
Lögbann við fram-
kvæmdum í Fellsmúla
LÖGBANN var kveðið upp í eær við
því, að eignir Olíuverzlunar íslands
verði fjarlaegðar frá benzínstöðinni
við Fellsmúla. Krafist var 1,5 milljón
króna tryggingar og setti Olís bana
fram í gær. Að sögn Þórðar Ásgeirs-
sonar, forstjóra Olís, mun félagið
höfða staðfestingarmál fyrir dóm-
stólum. Þorsteinn Thorarensen, full-
trúi borgarfógeta, kvað upp úrskurð-
inn um lögbann.
Bifreiðastöðin Hreyfill hugðist
láta fjarlægja eignir Olís af svæði
stöðvarinnar við Fellsmúla eftir
að slitnaði upp úr samningavið-
ræðum um sölu á olíu og benzíni á
leigubifreiðar stöðvarinnar.
Kennarar úr BSRB?
Auöu seðlarnir
ráða úrslitum
— endanleg niðurstaða á fundi á laugardag
BSRB-þing verður í næsta mán-
uði. Ég reikna með að við leggjum
áherslu á að ná samstöðu um mál-
ið en um úrslit fundarins á laug-
ardaginn vil ég engu spá.“
Hafnarfjörður:
Hvalur hf. kaupir Júní
fyrir
30 Hafnfirðingar vilja leggja fé í nýtt útgerðarfyrirtæki
STJÓRN og fulltrúaráð Kennara-
sambands Islands mun væntan-
lega taka ákvörðun um það á laug-
ardaginn hvort sambandið segir
skilið við Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja (BSRB). Þá verður
tekin afstaða til þess hvort auðir
atkvæðaseðlar úr allsherjarat-
kvæðagreiðslu félagsmanna um
áframhaldandi aðild að BSRB
verða teknir með. Verði auðu seðl-
arnir, 151, taldir með breytist aðild
Kennarasambandsins að BSRB
ekki, en verði þeir ekki taldir með
segir KÍ skilið við heildarsamtök-
in.
Eftir endanlega talningu at-
kvæðaseðlanna í gær var málinu
vísað aftur til stjórnar sambands-
ins, þar sem lögfræðinga kjör-
stjórnar greinir á um hvort telja
beri auðu seðlana með eða ekki.
I allsherjaratkvæðagreiðslunni
tóku þátt 2.443 kennarar, eða 75%
af þeim 3.244, sem voru á kjörskrá.
Fylgjandi úrsögn voru 1.572 eða
62,5%, andvígir voru 719 eða
29,4%, auðir seðlar voru 151 eða
6,1% og einn seðill var ógildur.
Séu auðu seðlarnir ekki taldir með
voru 68,6% fylgjandi úrsögn úr
BSRB en 31,4% á móti. Sam-
kvæmt lögum sambandsins þarf
tvo þriðju hluta atkvæða, eða að
minnsta kosti 66,7%, til að ákveða
úrsögn.
Stjórn Kennarasambands ís-
lands kemur saman til fundar í
dag til að ræða málið og stjórn og
fulltrúaráð sambandsins aftur á
laugardaginn, að því er Valgeir
Gestsson, formaður sambandsins,
sagði í samtali við blaðamann
Mbl. í gærkvöld. „Vissulega eru
úrslitin mjög skýr — meirihluti
þeirra, sem tók þátt í atkvæða-
greiðslunni, vill segja skilið við
BSRB og það er nærri helmingur
allra félagsmanna. Ég held að við
munum taka endanlega afstöðu til
þessara auðu seðla á laugardag-
inn,“ sagði Valgeir, „enda er málið
of stórt til að þola nokkra bið,
meðal annars vegna þess að
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar
samþykkti í gærkvöld með 8 at-
kvæðum gegn 3 að selja Hval hf.
hlutafélagið Júní STÁ, sem á nán-
ast engar eignir aðrar en togarann
Júní. Hvalur kaupir togarann á 115
milljónir. Kaupverðið verður að
langmestu leyti greitt með yfírtöku
skulda, sem nema nú nærri 180
milljónum, að því er Árni Grétar
Finnsson, forseti bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar, sagði í samtali við
blaðamann Mbl. Sala togarans var
samþykkt með atkvæðum fulltrúa
Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
fíokks og Óháðra borgara gegn at-
kvæðum fulltrúa Alþýðubandalags
og Alþýðuflokks.
Júni er 946 tonna skip, smíðað á
Spáni 1973. Tap á útgerð togarans
á síðasta ári var um 40 milljónir
króna og er ljóst að bæjarfélagið á
eftir að bera enn frekara tap af
útgerðinni.
Hvalur hf. hyggst láta breyta
togaranum í frystiskip. Hefst und-
irbúningur þeirrar vinnu fljótlega,
að því er Kristján Loftsson, for-
stjóri fyrirtækisins, sagði í gær-
kvöld.
„Það er auðvitað óðs manns
æði að fara út í þetta,“ sagði hann
í gærkvöld, „því nú er búið að friða
hvalinn og setja á beit ásamt seln-
um og þá verður næst að friða all-
an fisk í sjónum svo hvalurinn
hafi nóg að éta.“
BJARNI Elíasson, framkvæmda-
stjóri Fiskiðjunnar Freyju á Suð-
ureyri, hefur sagt starfi sínu
30 vilja taka þátt í
nýju útgerðarfyrirtæki
Júní var gerður út af Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar ásamt togur-
unum Apríl og Maí. Þegar ákveðið
var að leggja niður BUH var um
leið boðið út hlutafé í nýju fyrir-
tæki, Útgerðarfélagi Hafnarfjarð-
ar hf., sem ætlað er að reka fisk-
iðjuver BÚH og togarana Apríl og
Maí. öllum Hafnfirðingum 18 ára
lausu og mun hætta hjá fyrirtæk-
inu um mitt suraar. Ástæður upp-
sagnarinnar segir hann marg-
og eldri, sem eru rúmlega 8000
talsins, var boðið að leggja fé í
nýja félagið og var gert ráð fyrir
að hlutafé þess yrði alls 60 millj-
ónir. „Þess var óskað að fólk léti
vita um vilja sinn til þátttöku í
nýja félaginu fyrir 11. maí,“ sagði
Árni Grétar Finnsson í gærkvöld.
„Við höfum fengið svör frá þrjátíu
manns, sem vilja leggja í fyrir-
tækið nokkur hundruð þúsund.
Það ríkir þvi mikil óvissa með
rekstur þessa nýja fyrirtækis
bregðist hlutafjársöfnunin, eins
og allt bendir nú til.“
þættar, en fyrst og fremst pers-
ónulegar.
Bjarni Elíasson var aðal-
gjaldkeri Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna áður en hann tók
við framkvæmdastjórastarfinu
hjá Freyju hinn fyrsta apríl á
Haraldur Ólafsson formaöur menntamálanefndar efri deildar:
Bjami Elíasson segir upp hjá Fiskiðjunni Freyju:
Orsökin misbrestur
á samheldni eigenda
3 börn á reiðhjólum slasast
ÞRJÚ börn á reiðhjólum hafa á
undanförnum dögum slasast í
umferðinni. í gær varð barn
fyrir bifreið á Breiðholtsbraut,
gegnt Kjöti og fiski. Á laugardag
varð 12 ára drengur fyrir bifreið
á Háaleitisbraut. Hann hjólaði
út á götu frá útkeyrslu við Háa-
leitisbraut 11. Þá varð 10 ára
drengur fyrir bifreð í Seljaskógi
við Brekkusel síðastliðinn
fimmtudag. Ekkert barnanna
slasaðist alvarlega, en ástæða er
til að hvetja ökumenn við að
vera á varðbergi gagnvart börn-
um á reiðhjólum.
Morgunblaöið/Ingvar Guðmundsaon
t'rjú börn á reiðhjóli hafa undanfarna daga orðið fyrir bifreið.
„Útvarpslagafrumvarpið þarf
að fá afgreiðslu á þessu þingi“
„ÉG ER ÞEIRRAR skoðunar að þetta frumvarp þurfi að fá afgreiðslu á
þessu þingi og ég mun ekki tefja að svo geti orðið,“ sagði Haraldur
Ólafsson, formaður menntamálanefndar efri deildar, er blm. Mbl. spurði
hann í gær bvort hann ætti von á því að útvarpslagafrumvarpið yrði tafið
í meðförum menntamálanefndar, og dagaði hugsanlega uppi á þessu
þingi.
Halldór Blðndal alþingismað-
ur sagði í samtali við blm. Mbl. í
gær að sjálfstæðismenn og
Bandalag jafnaðarmanna
myndu fylgja því eftir að út-
varpslagafrumvarpið yrði af-
greitt frá Alþingi á þessu þingi.
„Mér dettur ekki í hug að fram-
sóknarmenn í efri deild muni
láta Jón Baldvin Hannibalsson
ráða því hvort útvarpslögin
verði samþykkt eða ekki. Ég held
að þeir hljóti að hafa sömu af-
stöðu og þeir höfðu í neðri deild,
þar sem þeir greiddu atkvæði
með þeim atriðum sem samið
hafði verið um, en síðan muni
þeir ýmist sitja hjá eða greiða
atkvæði gegn, við lokaafgreiöslu
málsins. Ég bauð upp á það, að
menntamálanefndirnar ynnu
saman að þessu máli, en Eiður
Guðnason hafnaði því algjörlega
fyrir hönd Alþýðuflokksins,“
sagði Halldór, „enda hefur Al-
þýðuflokkurinn umfram allt vilj-
að tefja þetta mál og bregða fæti
fyrir það. Ég held að Alþýðu-
flokkurinn muni reyna að versla
með málið eins og hann getur, þó
að hann geri sér grein fyrir því
að aðalágreiningsefniö — boð-
veiturnar — eiga ekki heima í
útvarpslögum, heldur fjar-
skiptalögum."
siðasta ári.
Bjarni sagði í samtali við
Morgunblaðið, að óráðið væri
hvað við tæki hjá honum eftir að
hann hætti. Það væru fjölmargir
samverkandi þættir, sem valdið
hefðu uppsögn hans. Til þess að
svona rekstur, sem stæði ekki
betur en hann gerði, gengi,
þyrftu allir hlutaðeigandi eig-
endur að vinna saman heilshug-
ar. Öðru vísi gæti svona fyrir-
tæki ekki unnið sig út úr þeim
erfiðleikum, sem það stæði
frammi fyrir. Hver maður, sem
stæði í fararbroddi í fyrirtæki
sem þessu, yrði að hafa styrka
stjóm og samheldni eigenda til
að allt gæti gengið farsællega. Á
því hefði verið nokkur misbrest-
ur.