Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 15. MAl 1985 41 Ályktanir og ábendingar myndlistarþings: Hagur myndlistar stendur höllum fæti Á mvndli.starþingi sem haldið var nýlega voru m.a. eftirfarandi ályktan- ir og ábendingar samþykktar. Myndlistarþing 1985 telur hag myndlistar standa höllum fæti miöað við aðrar listgreinar. Þingið telur að þrátt fyrir áhuga almennings á myndlist séu lista- söfn í fjársvelti og geti ekki fram- fylgt lögum sínum. Þá er bent á að hráefni og tæki til myndlistar hafi verið tolluð ár- um saman meðan aðrar listgreinar fá niðurfellingu gjalda. Telur þing- ið einnig að Islandi beri að gerast fullgildur aðili að Flórens-sáttmál- anum um tollfrjálsan flutning listaverka milli landa. Þingið telur höfundarrétt ekki virtan sem skyldi og ekki tekið til- lit til myndlista í gerðardómi vegna ljósritunar kennsluefnis í skólum. Beinir þingið þeim tilmæl- um til Sambands íslenskra mynd- listarmanna að könnuð verði rétt- arstaða myndlistarmanna í þessu sambandi. Telur þingið að þörfum fyrir vinnustofur hafi lítið verið sinnt og var skipuð nefnd til að kanna hús- næði í eldri hverfum borgarinnar. Þá krefst Myndlistarþingið þess að heiðursbústað Jóhannesar Kjar- vals verði skilað aftur og húsið nýtt fyrir myndlist. Jafnframt gerir þingið þá kröfu að greitt verði fyrir afnot hússins aftur í tímann og gæti féð verið framlag til Launa- sjóðs myndlistarmanna. Þá er það talið brýnast mála að stofnaður verði Launasjóður myndlistarmanna til að jafna hag þeirra svo fleiri geti nýtt menntun sína og kunnáttu að fullu. Þingskipuð nefnd vinnur nú að heildarendurskoðun sjóða vegna lista og bindur þingið vonir við starf hennar og væntir leiðréttinga fyrir myndlistarmenn. Morgunblaöiö/Ölafur Viðstaddir oddvitar af Héraði. Egilsstaðir: Valaskjálf tekur stakkaskiptum KgiLsNtödum, 12. raaí. Morgunblaðið/Emilía Björg Jóhanna E. Sveinsdóttir framkvæmdastjóri t.h. og Guðlaug Jónasdóttir með Ijósrit af forsfðu Morgunblaðsins f tveimur stærðum. Guðlaug heldur á Morgunblaðinu sem Ijósritað var eftir í hægri hendi. Fjölritun Nóns hf.: Býður eigendum Xerox-véla ódýra ljósritunarþjónustu Finnur Bjarnason á tali við sýslumann Sunnmýlinga, Boga Nílsson, við opnun salarkynna. FYRIRTÆKIÐ Nón hf., sem flytur inn Xerox-ljósritunarvélar, hefur nú ákveðið að bjóða eigendum Xerox- véla og væntanlegum kaupendum upp á ódýra hraðþjónustu. Þjónustan felst í því að þessir aðilar geta látið fyrirtækið Fjöl- ritun Nóns hf., systurfyrirtæki Nóns, fjölrita fyrir sig verkefni, sem þeirra eigin vélar afkasta ekki. Eigendur Nóns hf. líta svo á að venjuleg fyrirtæki þurfi sjaldan að nota alla þá möguleika sem stærri og dýrari Xerox-vélarnar bjóða upp á. Með því að notfæra sér þessa þjónustu Fjölritunar Nóns geta þau sparað sér stórfé í vélakaupum, en jafnframt haft aðgang að ódýrri ljósritunarþjón- ustu. Vélarnar sem Fjölritun Nóns hf. býður upp á eru tvenns konar. 1 fyrsta lagi er það Xerox 2080 vélin sem er teikningafjölföldunarvél, með allt að 6 metra vinnsluhraða á mínútu. Hún getur tekið inn frumrit af stærðinni A0, sem er 84 sm breitt og minnkað það niður í Al, sem er 60 sm og síðan koll af kolli allt niður í frímerkjastærð. Vélin getur síðan stækkað upp 1 Al. Einnig er boðið upp á hrað- ljósritun í Xerox 9500, en hún var fyrst notuð hér á landi á þingi Norðurlandaráðs í mars sl. Vélin getur afkastað um 7200 ljósritum á klukkustund og tekið frumrit í stærðunum A3, A4 og A5. Hún skilar út ljósritum í stærðunum A4 og A5 og raðar þeim. Þessi vél hentar sérstaklega vel til að ljós- rita skýrslur, bæklinga og mynda- lista. Aðaleigendur fyrirtækjanna eru ólafur Kr. Sigurðsson og örn Johnson. Framkvæmdastjóri er Jóhanna E. Sveinsdóttir. SAMKOMUSALIR Héraðsheimil- isins Valaskjálfar voru formlega opnaðir í gær eftir gagngerðar breytingar og endurbætur — og hefur húsið sannarlega tekið stakkaskiptum. Sigurður Grétarsson, formað- ur rekstrarnefndar hússins, bauð gesti velkomna — en Valaskjálf er sameign allra sveitarfélaga á Héraði. Breytingar á innviðum hússins hófust 25. febrúar síð- astliðinn og hafa því tekið ótrú- lega skamman tíma. Sigurður þakkaði verktökum vel unnin verk og sérstakar þakkir færði hann byggingastjóranum, Ást- ráði Magnússyni — og fram- kvæmdastjóra Valaskjálfar, Finni Bjarnasyni. Finnur Bjarnason lýsti síðan breytingum fyrir gestum og sýndi þeim salarkynni. Veitingasölum er nú hægt að skipta niður í fjórar einingar — og geta 450 manns setið samtím- is til borðs í veitingasölunum. Þar eru nú þrjú dansgólf. Auk aðaldansgólfsins eru tvö minni — á sviði og á svölum. Þá hefur verið byggður smekklegur bar til hliðar við aðalsal. Talið er að breytingar salar- kynna hafi kostað hartnær 6 milljónum. Á næstunni verða haldin fjöl- menn landsþing í Valaskjálf. Landsþing JC nú um hvítasunnu, viku síðar landsþing Lions- hreyfingarinnar og síðan lands- þing Slysavarnafélags íslands, Brunabótafélags Islands og Bílgreinasambandsins. Við opnunina í gær var margt til skemmtunar. Arni ísleifsson lék af fingrum fram á flygilinn meðan á borðhaldi stóð, verslanir á Egilsstöðum sýndu tískufatnað og flokkur stúlkna sýndi jass- ballett auk þess sem indversk dans- og söngkona kom fram. Að lokum var stiginn dans fram eft- ir nóttu. - Ólafur. Nr. 120 W.IT&WrSÍ1?. Nr. 121 Nr. 123 Nr. 124 Nr. 125 Nr. 120 Nr. 115 Nr. 102 Kaupir þu dýrara en aðrir? HPK gefur nú öllum landsmönnum tækifæri til að nýta sér verð og þjónustu klúbbsins án skuldbindinga. Þú ræður því hvort þú kaupir eina eða fleiri af þessum hljómplöt- um. Fyrir venjulegt búðarverð, 499,-, færð þú eina af þessum hljómplötum og óátekna TDK-kassettu og þú færö skírteini HPK Nr. 110 V Nr. 103 > iv». rv tv » Nr. 128 Nr. 129 Hr 130 Ji, ég ótka *ftir að fé Mndar aftirfarandi hljómptötur og óétaknar Nr.104 .... Nr. 105 heimsent. Nýttu þér það Af hverju verslar þú ekki í gegnum okkur? Mundu að við opnum þér Bretlandsmark-| kMMttur á 499,-hvorl tvaggia. Ég gtaiM •JndingárlKMtnaó an fa | aöinn 1. júní nk. Sérpöntunarþjónusta , mé'- *" *k““bindinB«. | sem ekki á sinn líka hór á landi. Pantanir sendist til: Hljómplötuklúbburinn (HPK), Pósthólf 8322, 108 Reykjavík. Ir. 117 Hljomptötur: , Nr......... N r.......... N r . ^ Nr............ N r.......... N r . ♦ jafnmargar TDK AD 60 | Nafn:_____________________________ ■ Iteim ilésfang: -............... Nr. 118 Oimi: Nr. 107 Nr. 110 Nr. 111 Nr. 112 Nr. 113 1 Nr. 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.