Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 Cargolux: Flytur íslenzka soðn- ingu til San Fransicso hákarla til Hollands, jarðarber og kýr til Persaf lóans auk annarra ótrúleg ustu hluta heimshornanna á milli CARGOLUX flytur allt, sem nöfn- um tjáir að nefna, segir meðal annars í auglýsingum félagsins. „You name it, we fly it“. Eftir að hafa hitt svæðisstjóra fyrirtækis- ins í Bandarfkjunum, Þórarin Kjartansson, að máli efast undir- ritaður ekki um að það sé rétt. Fyrirtækið flytur ótrúlegasta varnig milli heimshornanna; Jarð- arber frá San Francisco til Persa- flóans; Kýr frá Bandarkjunum á sama stað; lifandi hákarla frá Mi- ami til Hollands og íslenzka soðn- ingu til San Francisco. Fyrirtækið átti í miklum rekstrarörðugleik- um fram á síðasta ár, en er nú á uppleið að nýju. Morgunblaðs- menn hittu Þórarin Kjartansson að máli í San Francisco fyrir skömmu og rakti hann gang mála fyrir þá. Fyrst var hann spurður hvernig til hefði komið að Cargo- lux flytti ferskan fisk frá íslandi til Bandaríkjanna: Bara millilent til að taka bensín „Þetta hófst nú allt þannig, að Magnús Þórðarson hafði samband við mig vorið 1984,“ sagði Þórar- inn. „Eiginlega út af öðru máli. Hann hafði heyrt að við flygjum í gegnum ísland, en fiskflutningar komu ekki upp á yfirborðið strax. Við lentum þá nokkuð reglubundið í Keflavík til að taka bensín, því flugbrautin i Lúxemborg hafði ekki verið iengd þá. Ég hafði ekki hitt Magnús áður, en hann fór að segja mér frá því hvað hann væri að gera og var að velta því fyrir sér hvort hann gæti haft einhver not af fluginu frá Keflavík til San Francisco. Þá kom upp sú hug- mynd hjá okkur hvort ekki væri hægt að flytja ferskan fisk frá fs- landi vestur. Cargolux gæti þá hugsanlega tekið einhvern flutn- ing til íslands á móti. Síðan gerð- ist þetta eiginlega miklu hraðar en við höfðum átt von á. Royal Iceland komst inn á stóra verzlun- arkeðju með hörpudiskinn og Magnús minntist á möguleika á ferskfisksölu við þá. Þeir vildu þá koma þeim flutningum af stað undir eins, eiginlega bara „í gær“. Þá var allt í einu komið að mér, að koma þessu f gegnum stjórn Cargolux. 20 lestir af grænmeti og 30 af fiski Það var þó nokkuð mál þar til það tókst að sýna fram á hagkvæmni flutninganna. Við tókum tvo farma til reynslu í september í fyrra og það kom mjög vel út. Svo gerðist það, eftir reynslutúrana, að flugbrautin í Lúxemborg var lengd, svo ekki reyndist lengur þörf á því að millilenda í Keflavik til að taka bensín. Hins vegar höfðum við í millitíðinni kannað málin talsvert betur og vorum í sambandi við flutningamiðlunina Cosmos, en stuðningurinn þaðan, einkum frá Sigtryggi Jónssyni, var okkur mjög mikilvægur. Ennfremur var rætt við Flugleið- ir, en forráðamenn þeirra voru ekkert allt of ánægðir með að sjá okkur komna inn á þessa leið. Engu að síður samdist um það við Flugleiðir, að við flyttum fyrir þá grænmeti frá Lúxemborg til Is- lands auk fleiri hluta og við ynn- um þannig frekar saman en hvorir gegn öðrum. Þetta kom allt saman mjög vel út. Við höfum flutt um 20 lestir af grænmeti vikulega til landsins og 22 til 30 lestir af fiski frá Keflavík til San Francisco. Tæknilega séð hefur þetta jafnvel gengið betur en við þorðum að vona, því mjög vel gengur að halda réttu hitastigi í lestunum og fisk- urinn er í mjög góðu ásigkomulagi er hann kemur vestur. Þegar þess- ir tveir liðir eru lagðir saman, flutningarnir til fslands og frá landinu, kemur þetta fjárhagslega mjög þokkalega út. Fyrstu reglubundnu flutningarnir til íslands og frá Þetta eru fyrstu reglubundnu flutningarnir, sem Cargolux hefur verið með til íslands og frá. Það hefur lengi verið gælt við hug- myndina að þjóna íslandi á ein- hvern hátt, því við höfum flogið mikið bæði yfir landið og í gegn- um Keflavík. Það hefur hins vegar aldrei orðið neitt úr þeim hug- myndum fyrr en nú, aðeins verið um óreglubundið leiguflug þangað að ræða. Það er svo spurningin hvernig þetta heldur áfram. Við gerðum samning við Royal Iceland sem gildir út aprílmánuð. Það er ljóst að erfiðara er að halda þessu gangandi yfir sumartímann, en það er bæði hugur hjá Royal Ice- land og okkur að halda þessu sam- starfi áfram. Það byggist auðvitað á því, að flutningar séu stöðugir. Við erum búnir að leggja til hliðar 30 lesta flutningagetu vegna þessa. Verði hins vegar einhver óregla á því, verðum við að fara á markaðinn í Evrópu og hlaupa eft- ir fragt. í dag væri það auðvelt þvf svo mikil eftirspurn er eftir flutn- ingum milli Evrópu og Bandaríkj- anna, að það er allt að tveggja vikna bið eftir því að koma fragt vestur. Ef flutningarnir í gegnum fsland detta niður einhvern tíma, getur það þvi haft það f för með sér, að við verðum orðnir háðir einhverjum öðrum aðilum með flutninga. Því er það nauðsynlegt að stöðugleiki verði f flutningum gegnum Island. Útlitid mjög gott Cargolux á og rekur tvær Boeing 747-flutningavélar, sem anna öllum helztu reglubundnu flutningaleiðunum, milli Evrópu og fimm borga í Bandaríkjunum, milli Evrópu og Persaflóa og Austurlanda. Auk þess höfum við verið með minni flugvélar á leigu til að þjóna óreglubundnum og minni flutningum, sem tengjast þó oft flutningum með stóru vél- unum. Til síðustu áramóta átti fyrirtækið tvær 747-vélar og tvær DC-8. DC-8-vélarnar voru seldar vegna rekstrarörðugleika á arun- um 1982 og 1983 og sömuleiðis seldum við nú fyrir skömmu aðra 747-vélina, en tókum aðra á kaup- leigusamningi. Þó rekstur fyrir- tækisins hafi batnað mikið á síð- asta ári og það skilað nettó hagn- aði upp á tæpar 70 milljónir króna, dregur fyrirtækið á eftir sér nokkurn skuldahala vegna tapáranna. Því hefur verið gripið til þess ráðs að losa fé með sölu véla og leigu f staðinn og með þvf jafnframt að auka útþenslumögu- leikana. Útlitið í ár er mjög gott vegna mikillar eftirspurnar eftir flutningum á öllu helztu leiðum, sem við fljúgum á. Asía — Evrópa — Ameríka — Asía Við fljúgum nú reglubundið til Miami, San Francisco, Seattle, Houston og New York í Banda- ríkjunum, Abu Dhabi og Dubai við Persaflóa og síðan Singapoore, Hong Kong og Taipei. Sumar þess- ara borga eru notaðar sem dreif- ingarmiðstöðvar. Taipei er til dæmis mikilvæg dreifingarmið- stöð fyrir Japan, sem er stærsta viðskiptaland okkar i Asíu, þó við fljúgum ekkert þangað. Eins kem- ur mikið frá Kóreu til Taipei, sem við flytjum síðan áfram til Evr- ópu. Sama má í raun segja um Þórarinn Kjartansson, svæðisstjóri Cargolux í Bandaríkjunum. borgirnar, sem við fljúgum til í Bandaríkjunum. Lúxemborg er náttúrlega höfuðdreifingarmið- stöð okkar og tengist mjög þéttu neti flutningabíla um alla Evrópu og erum við þar í forystu. Flutn- ingalínurnar hjá okkur liggja að- allega frá Asíu til Evrópu, Evrópu til Bandaríkjanna og Bandaríkj- unum til Persaflóans. Allt sem nöfnum tjáir ad nefna Við flytjum allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Frá Bandaríkjun- um flytjum við til dæmis mikið af tækjum til olíuborana frá Houst- on til Persaflóans og Singapoore svo dæmi séu nefnd. Við flytjum mikið af jarðarberjum frá San Francisco til Dubai og tölvum til Evrópu og alls konar óvenjulega hluti. Um daginn fluttum við þrjá lifandi hákarla frá Miami til Hol- lands í sérstakri „sundlaug". Við flytjum talsvert af dýrum, til dæmis fórum við með fulla vél af kelfdum beljum til Saudi-Arabíu fyrir skömmu, þeir ætla að fara að rækta nautgripi Þá fluttum við mikið fyrir Ólympiuleikana, með- al annars róðrarbáta, öll tæki til tímamælinga frá Sviss svo eitt- hvað sé nefnt. Ennfremur höfum við flutt mikið af bílum frá Evr- ópu til Bandaríkjanna. 64.000 lestir á síöasta ári Við erum mjög vel í stakk búnir til flutninga sem þessa, þar sem við erum með sérhæfðar vélar. Því getum við bæði tekiö stærri hluti en hin félögin, sem eru bæði með fólks- og fragtflutninga, og enn- fremur flutt ýmsa hluti, sem óleyfilegt er að flytja með far- þegavélum. Þá virðist það aukin tilhneiging í viðskiptaheiminum að flytja vörur með flugvélum, meðal annars til að koma þeim fyrr og öruggar á markaðinn. Við flytjum meðal annars mjög mikið af dýrum viðkvæmum vörum eins og tölvum og slíkum búnaði og má því segja, að við séum orðnir hluti af framleiðslukeðju viðkomandi framleiðenda. Ennfremur er orðið nokkuð um það, að vörur séu flutt- ar sjóleiðina frá Japan til vestur- strandar Bandarfkjanna og þaðan með flugi til Evrópu. Við fluttum á síðasta ári um 64.000 lestir af vörum og flytjum til dæmis meira en bæði SAS og Sabina svo dæmi Úr flugstjórnarklefa Boeing 747. Áhugamanni virðist þaó nánast ógerningur aó hægt sé að læra á öll þau stjórntæki, sem fyrir augun ber, en flugmennirn- ir eru greinilega ekki á sama máli því vélinni stjórnuðu þeir af miklu öryggi. Það er ekki fyrr en með samningi Cargolux við Royal Iceland að Cargolux lendir reglulega í Keflavík. Vélarnar eru sérhannaðar fyrir vöruflutninga. Gámar og vörustaflar á brett- um eru sérstaklega lagaðir til að falla sem bezt inn í hringlaga búkinn og færibönd í gólfinu flytja vöruna fram og aftur eftir farangursrýminu. Það verður ekki sagt um „jumbóþotur" Cargolux að þær séu litlar eða vanmáttugar cnda bera þær yfir 100 lestir varnings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.