Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 15. MAi 1985
Vaxandi vinsæld-
ir bufftómata
Kleppjárnnreykjum, 2. m*í.
FJÖLBREYTNI f graenmetlsræktun
er alltaf að aukast Á undanförnum
árum befur verið ræktað töluvert af
svokölluðum bufftómötum. Fram-
Bufftómatur — 560 grömm að
þyngd.
leiðslan fullnægir þó hvernig nærri
eftirspurninni á vissum tímum. Buff-
tómatar eru bandarískir að uppruna
og eru mikið ræktaðir þar í álfu, en
einnig hefur ræktun á þeim færzt í
aukana í Evrópu.
Bufftómatar eru mjög vel fylltir
og fræmassi er litill þannig að ef
þeir eru skornir í sundur haldast
sneiðarnar vel heilar. Þeir eru frá
90—900 grömm að þyngd, en al-
gengastir um 130 grömm. Þegar líð-
ur á maímánuð fer uppskeran að
nálgast hámark. Fyrst á vorin eru
tómatar oft holir að innan og eru
þeir þá seldir sem annar flokkur.
Bragðgæði þeirra eru þó þau sömu
og annarra íslenzkra tómata og
þykja góðir í salat.
— Bernhard
Auglýsing um aöalskoö-
un bifreiða í Keflavík,
Njarövík, Grindavík og
Gullbringusýslu 1985
Skráö ökutæki skulu færö til almennrar skoö-
unar 1985 sem hér segir:
1. Eftirtalin ökutæki, sem skráð eru 1984 eöa
fyrr:
a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga.
b. Bifreiöir, er flytja mega 8 farþega eöa fleiri.
c. Leigubifreiöir til mannflutninga.
d. Bifreiöir, sem ætlaöar eru til leigu íatvinnu-
skyni án ökumanns.
e. Kennslubifreiöir.
f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiöir.
g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en
1500 kg. aö leyfðri heildarþyngd.
2. Aörar bifreiðir en greinir í liö nr. 1, sem
skráöar eru nýjar og í fyrsta sinn 1982 eða
fyrr.
Skoðunin fer fram aö Iðavöllum 4, Keflavík,
millí kl. 08.00-12.00 og 13.00-16.00 alla virka
daga nema laugardaga:
Föstudaginn
mánudaginn
þriöjudaginn
miövikudaginn
fimmtudaginn
föstudaginn
þriöjudaginn
miövikudaginn
fimmtudaginn
föstudaginn
mánudaginn
þriöjudaginn
miðvikudaginn
fimmtudaginn
föstudaginn
mánudaginn
þriðjudaginn
miövikudaginn
fimmtudaginn
föstudaginn
17. maí Ö-3801 - Ö-3900
20. maí Ö-3901 - Ö-4000
21. maí Ö-4001 - Ö-4100
22. maí Ö-4101 - Ö-4200
23. maí Ö-4201 - Ö-4300
24. maí Ö-4301 - Ö-4400
28. maí Ö-4401 - Ö-4500
29. maí Ö-4501 - Ö-4600
30. maí Ö-4601 - Ö-4700
31. maí Ö-4701 - Ö-4800
3. júní Ö-4801 - Ö-4900
4. júní Ö-4901 - Ö-5000
5. júní Ö-5001 - Ö-5100
6. júní Ö-5101 - Ö-5200
7. júní Ö-5201 - Ö-5300
10. júní Ö-5301 - Ö-5400
11. júní Ö-5401 - Ö-5500
12. júní Ö-5501 - Ö-5600
13. júní Ö-5601 - Ö-5700
14. júní Ö-5701 - Ö-5800
Á sama staö og tíma fer fram aöalskoðun
annarra skráningarskyldra ökutækja s.s.
bifhjóla og á auglýsing þessi einnig viö um
umráöamenn þeirra.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiöanna
leggja fram fullgild ökuskírteini. Framvísa
skal og kvittun fyrir greiöslu bifreiöagjalda
og vottorö fyrir gildri ábyrgöartryggingu.
í skráningarskírteini bifreiöarinnar skal
vera áritun um aö aöalljós hennar hafi verið
stillt eftir 31. júlí 1984.
Vanræki einhver aö færa bifreiö sína til
skoöunar á auglýstum tíma, veröur hann
látinn sæta ábyrgð aö lögum og bifreiöin
tekin úr umferö, hvar sem til hennar næst.
Lögreglustjórinn í Keflavík,
Njarövík, Grindavík og
Gullbringusýslu.
Jón Eysteinsson.
Það eru engir aukvisar sem keppa gegn fslendingum. Sigurvegari Hanki-rallsins, Anterio Laine á 350 hestaha
Audi Quattro, er meðal þeirra.
„Hann á bara að
þegja og halda sér“
„VIÐ förum þetta eingöngu til
gamans og til að öðlast reynslu.
Við eigum enga möguleika á að ná
árangri og ætlum að reyna að Ijúka
keppni áfallalaust," sögðu bræð-
urnir Þorsteinn og Steingrímur
Ingasynir í samtali við Morgun-
blaðið. Þeir bræður keppa dagana
16.—18. maí í Suður-sænska al-
þjóðarallinu, sem er liður í bæði
Norðurlanda- og Evrópu-
meistarakeppninni í rallakstri. Aka
þeir Toyota Corolla 1600. Er rallið
1400 km langt, en 338 km eru ekn-
ir á sérleiðum.
Ferðir íslenskra rallökumanna
til keppni á erlendri grund hafa
færst mjög í vöxt á undanförn-
um árum. Þorsteinn og Stein-
grimur óku báðir í Hankirallinu
í Finnlandi í febrúar, en í sínum
keppnisbílnum hvor. í þeirri
keppni kynntust þeir Finnum
sem ætla að keppa í Ljómarall-
inu hér heima í haust. Munu
Finnarnir sjá um viðgerðarþjón-
ustu fyrir bræðurna í Svíþjóð.
„Við hefðum ekki getað farið út
nema með aðstoð Finnanna,"
sagði Þorsteinn. „í staðinn
íslendingar
meðal 173 keppenda
í rallkeppni
í Svíþjóð
hjálpum við þeim í Ljómarall-
inu.“ Steingrímur er keppnis-
stjóri Ljómarallsins og mun
nota tækifærið til að kynna
keppnina fyrir Svíum á sama
hátt og hann gerði í Hankirall-
inu. „Það mynduðust góð tengsl
á milli Finna og íslendinga þar
og vonandi tekst að kynna
Ljómarallið jafn vel fyrir Svíum.
Það ætti að skila sér í keppend-
um hér heima þó síðar verði,"
sagði Steingrímur.
Rallið sem bræðurnir taka
þátt í í Svíþjóð er geysisterkt.
Ekki færri en 173 keppendur
leggja af stað og meðal þeirra
Per Eklund á Audi Quattro, einn
færasti rallökumaður heims.
Fjórtán Audi Quattro-bílar eru í
keppninni og Danmerkurmeist-
arinn Jens Ole Kristansen ekur
Peugeot 205 Turbo 16, bíl sem
náð hefur forystu í heimsmeist-
arakeppninni.
Finninn Anterio Laine keppir
einnig, en hann sigraði Hanki-
rallið margnefnda. Hann er einn
af 24 Finnum, sem keppa, en þeir
aka ætíð til að ná árangri og
þykja villtir ökumenn. „Við eig-
um ekkert í þessa kalla og verð-
um ánægðir ef við náum í kring-
um 60. sæti — mjög ánægðir.
Okkar styrkur felst í þvf að Toy-
ota bíllinn er sterkur og hefur
ekkert bilað í keppni. Vegirnir
eru þröngir en með gott yfirlag.
Hlykkjóttir vegirnir hjálpa
okkur vonandi en okkar bill er
aðeins 124 hestöfl á móti allt að
400 hestafla bílum,“ sagði Þor-
steinn.
Aðspurðir um samkomulagið
vegna skyldleika er til keppni
kæmi svöruðu þeir: „Ekkert mál.
Hann á bara að þegja og halda
sér,“ sagði Þorsteinn í gamans-
ömum tón. „Þú verður þá að
koma bíldruslunni úr sporun-
um,“ svaraði Steingrímur að
bragði.
G.R.
GrófarraU á Suðurnesjum:
Mikil keppni um verðlaunasætin
BARÁTTAN um íslandsmeistaratitiinn í rallakstri mun setja svip á Grófar-
rallið, sem fram fer á Suðurnesjum á laugardaginn. Rallið er 300 km langt,
en um 100 km eru eknir á sérleiöum þar sem raunveruleg keppni fer fram.
Nítján rallkappar taka þátt og eru mjög margar áhafnir sem geta sigrað
keppnina, ef marka má hvernig afmælisrallið fyrir mánuði fór.
Bræðurnir ómar og Jón Ragn-
arssynir á Toyota Corolla sigruðu
þá og tóku forystu í íslandsmeist-
arakeppninni öllum á óvart, því
mjög margir keppnisbílar eru
orðnir betri en þeirra. En það er
ljóst að nokkrir munu ekki ætla
leikinn láta endurtaka sig að
þessu sinni. Á meðal þeirra eru
Bjarmi Sigurgarðarsson og Birgir
Viðar Halldórsson á 240 hestafla
Talbot. Verða þeir að teljast
sigurstranglegastir og er nauð-
synlegt fyrir þá að vinna ef þeir
ætla að blanda sér í slaginn um
íslandsmeistaratitilinn. Fimm til
sjö bílar gætu barist um verð-
launasætin, en fyrstir af stað úr
rásmarkinu við Grófina á laug-
ardag verða Birgir Bragason og
Gestur Friðjónsson á Toyota Cor-
olla, sem náðu óvænt öðru sæti í
afmælisrallinu. Nú er að sjá hvort
það var tilviljun.
Ásgeir Sigurðsson og Pétur
Júlíusson á Escort 2000 náðu góð-
um sérleiðatímum síðast og geta
skákað flestum þeim bestu. Talbot
Þórhalls Kristjánssonar og Sig-
urðar Jenssonar getur orðið ofar-
lega. Þeir urðu fjórðu síðast, en þá
þekkti Þórhallur lítt til bilsins.
„Að hafa gaman af“ er mottó
Þórhalls og óljóst hvort hann beit-
ir kraftmiklum bilnum sem skyldi.
Hafsteinn Aðalsteinsson kom á
óvart í afmælisrallinu og hélt
lengi vel þriðja sæti á Escort RS
eftir langt hlé frá keppni. Hann
ekur nú með Magnúsi Pál^yni og
saman gætu þeir töfrað fram góð
úrslit. Það er eiginlega ómögulegt
að spá fyrir um úrslit, keppnin er
stutt og því er ekki óliklegt að vél-
arkraftur bílanna segji til um
lokaniðurstöðuna.
— GR.
Rásröð keppenda í Grófarralli:
1. Birgir Bragason/ Gestur Frið-
jónsson, Toyota Corolla.
2. Ómar Ragnarsson/ Jón Ragn-
arsson, Toyota Corolla.
3. Hafsteinn
Aðalsteinsson/ Magnús Páls-
son, Ford Escort.
4. Ævar Hjartarsson/ Hjalti
Rögnvaldsson, Ford Escort.
5. Bjarmi
Sigurgarðarsson/ Birgir V.
Halldórsson, Talbot Lotus.
6. Óskar ólafsson/ Árni ó. Frið-
riksson, Ford Escort.
7. Þórhallur Kristjánsson/ Sig-
urður Jensson, Talbot Lotus.
8. Ævar Sigdórsson/ Ægir Ár-
mansson, Subaru.
9. Ásgeir Sigúrðsson/ Pétur Júlí-
usson, Ford Escort.
10. Halldór Gíslason/ Karl fs-
leifsson, Vauxhall Chevett.
11. Eiríkur Friðriksson/Þráinn
Sverrisson, Ford Escort.
12. Óskar F. Jónsson/ Ragnar
Laufdal, Renault Alpine.
13. Þorvaldur Jensson/ Pétur Sig-
urðsson, Toyota Corolla.
14. Halldór Sigurjónsson/ Þröst-
ur Sigurjónsson, Ford Escort.
15. Bjarni Haraldsson/ Lancer.
16. Konráð Valsson/Jóhann Þór-
isson, Lada.
17. Guttormur Sigurðsson/ Sig-
urður Gunnarsson, Lancer.
18. Jón Sigurjónsson/ Gunnar
Sigurðsson, Lancer.
19. Birgir Vagnsson/ Gunnar
Vagnsson, Ford Cortina.
Staðan í íslandsmeistarakcppninni:
^ stig
Ómar og Jón 20
Birgir og Gestur 15
Ásgeir og Pétur 12
Þórhallur og Sigurður 10
Eiríkur og Þráinn 8
LEIÐARLÝSING: Stapi 8.21,
Hvassahraun 2 8.44, Hvassahraun
1 8.50, ísólfsskáli 9.31, Reykjanes
10.05, Stapafell 10.41, Stapi 10.55,
Pit-stop (viðgerðarhlé) við Gróf-
ina 6 Keflavík 11.30-12.30, Moto-
cross-braut 13.00, Reykjanes 13.54,
ísólfsskáli 14.05, Hvassahraun 1
14.54, Hvassahraun 1115.03. Kom-
ið í endamark við Grófina 6 í
Keflavík kl. 16.30.