Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 Og enn er sofið á verðinum — eftirSigurð Sveinbjörnsson Fyrir röskum þremur mánuðum skrifaði ég grein í blaðið undir fyrirsögninni „Hvers á íslenskur samkeppnisiðnaður að gjalda?“. Gerði ég þar í fáum orðum grein fyrir þeirri undarlegu staðreynd, að þrátt fyrir að Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar hf. framleiddi samkeppnishæfar togvindur, hvað varðar verð og gæði, þá seldust þær ekki. Ástæð- an er sú, að erlendir samkeppnis- aðilar, með viðkomandi stjórnvöld að bakhjarli, bjóða kaupendum þessara framleiðsluvara mun hag- kvæmari greiðslukjör. Hinir eiga sökina Ekki get ég kvartað yfir því að þetta greinarkorn hafi ekki vakið nokkra athygli. A.m.k. höfðu margir — og þar á meðal háttsett- ir menn í þjóðfélaginu — samband við mig og töldu hér um fullkomna ósvinnu að ræða sem laga þyrfti hið snarasta. Er ekki örgrannt um að nokkrir þeirra hafi jafnvel ætl- að sér að gera eitthvað í málinu. Ekki yrði við það unað, að gamalt og gróið fyrirtæki sem framleiddi samkeppnishæfa vöru hætti því og sneri sér að innflutningi sömu hluta. Óneitanlega gladdist ég við þessar góðu undirtektir, en þó varð sú gleði galli blandin þegar ég hugleiddi málið betur. Eg þótt- ist nefnilega heyra ákveðinn sam- hljóm frá ráðamönnum þegar þeir lögðu orð í belg. Þessi samhljómur birtist í ummælum þeirra, að allt væri þetta sök annarra en þeirra sjálfra; þeir vildu allt á sig leggja, að koma hinum til að skilja þörf- ina á að kippa þessum málum f liðinn — vonandi tækist það o.s.frv. Samkeppnishæfni stjórnvalda Nú eru góð ráð dýr. Við höfðum varla undan að gera tilboð í vind- ur, m.a. vegna endurnýjunar slíks búnaðar í fjölda skipa. En niður- staðan er alltaf sú sama: Þrátt fyrir að framleiðsla okkar á þessu sviði fullnægi kröfum um verð og gæði þá er þessi búnaður undan- tekningarlaust keyptur af erlend- um aðilum. Þessir sömu erlendu aðilar hafa á bak við sig stjórn- völd og bankakerfi sem sjá til þess að sá hluti, sem að þeim snýr — s.s. lána- og tryggingamál — séu í samkeppnishæfu standi. Þar er litið svo á, að bæði fyrirtækin og opinberir aðilar þurfi að standa sig i hinni hörðu samkeppni ef fyrirtæki eiga að spjara sig, hvort heldur er á innlendum eða alþjóð- legum mörkuðum. Þar tíðkast sem sé ekki að gera slíkar kröfur ein- göngu til fyrirtækjanna; stjóm- völd verða líka að gera það sem að þeim snýr. Að öðrum kosti gengur dæmið ekki upp. Tillögurnar sem týndust Mér er kunnugt um það, að val- inkunnir menn sömdu ágætar til- lögur fyrir nokkrum árum, sem miða m.a. að eflingu Útflutnings- lánasjóðs, en sá sjóður hefur í gegnum viðkomandi viðskipta- banka veitt fyrirgreiðslu vegna sölu tækja og búnaðar — ekki síst hér á innanlandsmarkaði. Þessi lán eru oft nefnd „samkeppnislán" og eiga að stuðla að því að jafna þann mun, sem erlendir aðilar og við íslenskir bjóðum. Ekki er orðum aukið þótt ég fullyrði að starf nefndarinnar var mjög svo tímabært enda verður að segjast eins og er, að bæði þær reglur, sem sjóðurinn fer eftir og fjármunir sem hann hefur til um- ráða væru — og eru algjörlega ófullnægjandi. Raunar er ástand þessa sjóðs talandi dæmi um van- — eftirGísla Sigurðsson Fjarri vinum og fósturjörð get- ur orðið erfitt að fylgjast með dægurumræðu íslendinga. Þó sýn- ist mér af blöðum og stopulum úr- klippum sem mér hafa borist að nú sé fátt rætt meir af menning- arvitum en staða íslenskunnar og mótun málstefnu í bland við mál- ótta sem af því hlýst. Ég efa ekki að allir gáfuðustu menn þjóðarinnar hafi þegar skrifað allt sem þarf að skrifa um þessi mál og ekki eftir öðru að Sigurður Sveinbjörnsson „Niðurstaðan er alltaf sú sama: Þrátt fyrir að framleiðsla okkar á þessu sviði fullnægi kröfum um verð og gæði þá er þessi búnaður undantekningarlaust keyptur af erlendum að- ilum.“ bíða en framkvæmdum eða áfram- haldandi aðgerðaleysi eftir því sem hverjum finnst réttast. Á meðan beðið er langar mig þó að leggja mitt vit fram. Höfuðgalli þess vel meinta áhuga sem fram hefur komið á varðveislu tungunnar er að blanda málfræðingum sífellt inn í alla umræðu og hnakkrífast við þá um hvort eitthvert tiltekið beygingar- afbrigði eins og læknirar fyrir læknar skuli dæmt rétt eða rangt í eitt skipti fyrir öll. Einu sinni voru málfræðingar sem báru glaðir það ok að beina fræðum sínum að eins konar for- skriftarmálfræði. Þeir baukuðu við að útbúa fyrirmyndarmál eftir hæfni íslenskra stjórnvalda í sam- keppni við starfsbræður sína í nágrannalöndunum. Þegar nú tillögur nefndarinnar sáu loks dagsins ljós fögnuðu menn ákaflega enda gert ráð fyrir stóreflingu Útflutningslánasjóðs og að stofnað yrði svonefnd Út- flutningstrygging íslands. En síðan ekki söguna meir. Til- lögur nefndarinnar urðu að hillu- fóðri og hafa samtök okkar smiðj- anna (Meistarafélag járniðnað- armanna, Samband málm- og skipasmiðja og Landssamband iðnaðarmanna) hafið baráttu fyrir því að blása rykið af þeim og koma til framkvæmda. Nú hefur verið borin fram fyrir- spurn á Alþingi um afdrif þessara tillagna. Enda þótt hér sé um að ræða geysilega þýðingarmikið mál fyrir þá aðila, sem framleiða í samkeppni við útlendinga, þá veit ég ekki til þess að þessarar fyrir- spurnar hafi nokkurs staðar verið getið. Aftur á móti er sífellt til umræðu óendanlega langur listi af nýiðnaðarhugmyndum sem al- þingismenn og jafnvel ráðherrar unga út í þingsölum og telja sig með því vafalaust vera að leggja grunn að atvinnuuppbyggingu. Mín skoðun er hins vegar sú, að okkur standi nær að efla það sem fyrir er — eða a.m.k. að sjá til þess að viðurkennd framleiðsla hafi möguleika á mörkuðunum en minnka við sig himnaferðir af þessu tagi. Staðreyndir sem blasa við Nú segja menn eflaust: „Mikið er karlinn reiður." Já ég er líka reiður. Mér gremst að horfa upp á þessar staðreyndir: „Ef þus um smáatriði eins og þessa eilífu þágufallssýki verður ekki tekið af dagskrá þá mun útlenska, líklegast enska, drottna á íslandi innan skamms.“ sínum smekk, komu því síðan inn f orðabækur og leiðréttu upp frá því allar textaútgáfur sem þeir komu nálægt með þessar heimasmíðuðu reglur að vopni. Og þeir sáu ekki — samkeppnishæf framleiðsla á ekki möguleika á mörkuðunum vegna betri greiðslukjara er- lendra samkeppnisfyrirtækja — íslenskir stjórnmálamenn henda boltanum á milli sín og hjala þess í stað um aukna og fjölbreytta iðnaðarframleiðslu í framtíðinni — tillögur til úrbóta rykfalla uppi í skáp og eru að engu hafðar — fyrirtæki sem framleitt hefur þróaðan búnað verður að snúa sér að öðru, m.a. innflutningi. Að vera eða vera ekki Við sem rekum fyrirtæki þurf- um að búa viö það að standa okkur í harðri samkeppni. Þessi sam- keppni eykst sífellt og er út af fyrir sig ágæt því hún heldur mönnum við efnið og knýr á um meiri gæði á öllum sviðum. Þessi augljósu sannindi eiga líka við um stjórnvöld. Stjórn- málamenn eru t.d. ekki einasta í samkeppni um atkvæði heldur eru þeir líka í hörkusamkeppni við starfsbræður sína í samkeppnis- löndum okkar. Atvinnulíf hvers lands byggist sem sé á því, að bæði fyrirtækin og stjórnvöld séu sam- keppnishæf. Ég gæti rakið ótal dæmi um samkeppnishæfa framleiðslu ís- lenskra iðnfyrirtækja; þar er oft allt lagt í sölurnar og menn hlífa sér hvergi. En ég get því miður ekki haldið því fram, að islensk stjórnvöld séu samkeppnishæf í þeim efnum sem hér hafa verið gerð að umræðuefni. Lytu þau þeim lögmálum sem fyrirtæki búa við væru þau löngu farin á haus- inn. Höíundur er íorstjóri Vélarerk- sUeðis Sig. Sreinbjörnssonar hf. eftir tíma og erfiði sem fór í að kenna fákunnandi alþýöu málið sem hún hafði varðveitt frá land- náms öld en gat nú róleg lagt i hendur lærdómsmanna og vitjað þar þegar mikið lá við. Smám saman gerðist það að málfræöingum fór að leiðast „safnvarslan". Þeir kusu heldur að fara til alþýðunnar og hlusta hjá henni éftir „kringilyrðum og kóm- ísku hjali" að nota til að smiða sér kenningar um hið talaða mál. Eitt nýjasta dæmið um slíkan mál- fræðing er Eiríkur Rögnvaldsson sem furðu margir telja sér skylt að skamma fyrir undanslátt, frjálslyndisruglandi og gott ef ekki hreina uppgjöf. En Eirík „Mér vill ekki læknirar“ Tölum um eitthvað annað FRAM TÖLVUS KÓLI Síöumúla 27, s: 91-39566 og 687434 „Tölvu-sumarbúðir“ á ári æskunnar Nú fer hver aö verða síðastur: Innrltun í „Tölvu-sumarbúöir“ skólans aö Varmalandi í Borg- arfiröi lýkur í dag. Athugiö í dag. íbúar utan Reykjavíkur geta póstsent staöfestingargjaldiö. Verið framsýn — tryggið framtíð barna ykkar á tölvuöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.