Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAl 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I' lausasölu 25 kr. eintakiö. Óvissa í útvarpsmálum Frumvarpið um afnám ríkis- einokunar á útvarpsrekstri náði fram að ganga í neðri deild Alþingis í fyrradag með naum- um meirihluta. Þar munaði að- eins einu atkvæði. Sjálfstæðis- menn og þingmenn Bandalags jafnaðarmanna veittu frum- varpinu brautargengi, þing- menn Alþýðuflokks og sex fram- sóknarmenn, þeirra á meðal for- sætisráðherra, sátu hjá, þrír framsóknarmenn, þeirra á með- al þingflokksformaður þeirra og sjávarútvegsráðherra, alþýðu- bandalagsmenn og þingmenn Kvennalistans greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. í efri deild hafa sjálfstæðismenn og Banda- lag jafnaðarmanna samtals 10 þingmenn, helming deildarinn- ar, sem dugar til að frumvarpið nái fram að ganga, svo framar- lega sem að liðsinni að minnsta kosti eins þingmanns úr öðrum flokki fáist. Halldór Blöndal, Sjálfstæðis- flokki, er formaður mennta- málanefndar neðri deildar. Und- ir hans forystu hefur verið gengið frá frumvarpinu en í fyrradag voru greidd atkvæði um þau atriði sem ekki hafði tekist samkomulag um. Það lá fyrir við atkvæðagreiðsluna, að Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, hafði lýst því yf- ir við Ragnhildi Helgadóttur, menntamálaráðherra, að fram- sóknarmenn féllust á að stjórn- arþingmenn væru ósammála um afstöðuna til auglýsinga í einka- útvarpsstöðvum. Þeir sem fylgst hafa með umræðum um þessi mál í Sjálfstæðisflokknum vita, að þar var óánægja með þann takmarkaða rétt til auglýsinga, sem samið var um í mennta- málanefnd. Við afgreiðslu neðri deildar í fyrradag náði það sjón- armið fram að ganga, að einka- stöðvum sé heimilt að afla sér tekna með auglýsingum, enda samþykki útvarpsréttindanefnd, opinber nefnd sem á að fylgjast með einkastöðvunum, gjald- skrárnar. f fyrra tilvikinu náði tillaga Bandalags jafnaðar- manna fram að ganga en í hinu síðara Alþýðuflokksins. Tillaga Alþýðuflokksins um svokallaðar boðveitur var felld og vegna þess sátu alþýðuflokksmenn hjá við atkvæðagreiðsluna um frumvarpið í heild í neðri deild. Segja má, að þeim sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna í neðri deild hafi verið í lófa lagið að fella frumvarpið og þess vegna megi líta á hjásetuna sem stuðning við málið. Hvað sem því líður er ljóst, að með því að setja boðveitur og einkaútvarp undir sama hatt eru alþýðu- flokksmenn að tengja saman mál sem í eðli sínu eru skyld en afgreiða verður sitt með hvorum hætti. Nauðsynlegt er að breyta fjarskiptalögum til að koma á boðveitukerfum. Vilji er til þess, líklega hjá meirihluta þing- manna, að þessi breyting verði gerð á fjarskiptalögunum og Matthías Bjarnason, samgöngu- ráðherra, hefur falið nefnd að endurskoða fjarskiptalögin. Hjáseta alþýðuflokksmanna i neðri deild var því ekki byggð á nægilega sterkum málefna- legum rökum. Kannski átta þeir sig á því í efri deild að skyn- samlegast sé að veita frumvarp- inu brautargengi eins og það er nú — og hætta hrossakaupun- um. Um afstöðu alþýðubandalags- manna og þingmanna Kvenna- listans er það að segja að þessir afturhaldssömustu flokkar landsins mega í stuttu máli ekki til þess hugsa, að ríkið missi nokkurn spón úr aski sínum. Þessi afstaða er svo rótgróin í þessum flokkum að hún breytist ekki við að útvarpslagafrum- varpið flytjist á milli neðri og efri deildar. Haraldur Ólafsson, Framsóknarflokki, er formaður menntamálanefndar efri deildar og það er því mjög undir honum komið hvernig að framgangi út- varpslagafrumvarpsins verður staðið í deildinni nú á lokadög- um þessa þings. Afstaða Har- alds í ratsjármálinu og yfirlýs- ingar hans um utanríkismál upp á síðkastið benda til þess, að hann verði æ hallari undir vinstri afturhaldssjónarmiðin í Framsóknarflokki, Alþýðu- bandalagi og Kvennalista. Enda eru talsmenn þessara afla von- góð um að útvarpslagafrum- varpið verði svæft í nefnd í efri deild undir forsæti Haralds Ólafssonar. Morgunblaðið hefur bent á ýmislegt sem betur mætti fara í þessu frumvarpi. Það hefur fremur batnað í meðförum þingsins en hitt. Því miður er ekki líklegt að það batni frekar í efri deild. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að frumvarpið nái fram að ganga. Fyrirsláttur framsóknarmanna um að sjálfstæðismenn hafi svikið samkomulag sýnist út í bláinn. Þeir sem þurfa að gera út um þann þátt þessa máls eru Steingrímur Hermannsson, flokksformaður, og Páll Péturs- son, þingflokksformaður fram- sóknar. ísland og áætl- anir Pentagons Ísvestía, málgagn Sovétstjórnarinnar: SOVSÉSK blöð hafa á undanförnum vikum birt ýmsar greinar um öryggis- mál Noröurlandaþjóða og leggja eins og jafnan áður höfuðkapp á að gera ráðstafanir þeirra í varnarskyni sem tortryggilegastar. Larry Thorson, frétta- stjóri hjá Associated Press (AP) fréttastofunni dvaldist á fsiandi í mars síðastliðnum og ritaði meðal annars grein um öryggismál landsins, sem birst hefur víða og raedal annars orðið tilefni skrifa í Isvestía, dagblaði sovésku ríkisstjórnarinnar, um ísland sem birtust hinn 18. apríl. Tveimur dögum birtist svo aftur grein í Isvestíu og fjallaði hún um ísland og kjarnorkuvopn í tilefni orða Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, á Alþingi. Hér verður greint frá því helsta sem málgagn Sovétstjórnarinnar hefur um þessi mál að segja. Höfundur greinanna um Island í Isvestíu er M. Zubko. Fyrri greinin ber yfirskriftina: ísland í áætlunum Pentagons (þ.e. banda- ríska varnarmálaráðuneytisins). Greinin hefst á þessum orðum: „Bandaríkjamenn eru stöðugt að tengja hið friðsama land ís- land, sem hefur engan her, með virkum hætti við árásarstefnu sína í „krossferðinni" á hendur sósíalísku ríkjunum." Þessari fullyrðingu til staðfest- ingar nefnir Zubko að ætlunin sé að hafa F-15 orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli, endurnýja tvær ratsjárstöðvar i landinu og reisa tvær nýjar og þrefalda eldsneytisgeymarými. Zubko segir að Keflavíkurstöðin sé ein stærsta herstöð í Vestur-Evrópu og það sé ætlan Bandaríkjamanna að nota ísland við framkvæmd kjarnorku- vopnastefnu sinnar („in their at- omic strategy") eins og segir í hin- um enska texta greinarinnar sem Morgunblaðinu hefur borist. Þá segir einnig: „Bandaríkjamenn nota mörg erlend landsvæði til stuðnings hernaðarstefnu sinni, svo sem Grænland og Noreg, og nú er kom- ið að íslandi. Á því þingi sem nú situr á íslandi hafa allir flokkar tekið ákvörðun um að skipuð verði nefnd til að kanna möguleika á þátttöku íslands til að taka þátt í umræðum um kjarnorkuvopna- laust svæði í norðurhluta Evrópu („in the North of Europe“).“ Með þessum orðum vitnar M. Zubko í Isvestía ekki í grein AP- fréttastjórans heldur lýsir sjálfur tillögu til þingsályktunar sem nú liggur fyrir Alþingi um að þingið kjósi „sjö manna nefnd er kanni hugsanlega þátttöku íslands í um- ræðu um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum", en þessa tillögu flytja Páll Pétursson, Eið- ur Guðnason, Ellert B. Schram, Guðrún Agnarsdóttir, Guðmund- ur Einarsson og Guðrún Helga- dóttir. ísland og kjarnorkuvopn Grein M. Zubko í Isvestíu 20. apríl snýst um það, að Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, hafi lýst því yfir á Alþingi, að rikis- stjórn Islands „banni komu bandarískra og breskra skipa til íslenskra hafna sem búin séu kjarnahleðslum eða kjarnorku- vopnum. Hann bætti því einnig við að það væri bannað að geyma kjarnorkuvopn á íslandi á friðar- og stríðstímum án þess að hafa til þess sérstakt leyfi íslensku rikis- stjórnarinnar." Sovéski frétta- skýrandinn gefur sem sé til kynna að yfirlýsing utanríkisráðherra nái aðeins til Breta og Banda- ríkjamanna en hún snerti kjarn- orkuvopn almennt. Þá segir Zubko: „Þessi ákvörðun er bein afleiðing mótmæla ís- lensks almennings gegn hættulegu ráðabruggi í Pentagon, sem hafa aukist á íslandi eftir að upplýst var um leynifyrirmæli Banda- ríkjaforseta." Með síðustu orðun- um vísar M. Zubko til „uppljóstr- ana“ Williams Arkin í desember 1984 um að ætlun Bandaríkja- manna væri að flytja 48 kjarna- djúpsprengjur til Islands á ófrið- artímum og leynileg heimild til þess lægi fyrir frá Bandaríkja- forseta. Síðar hefur komið í ljós, að engin slík heimild liggur fyrir. Zubko heldur áfram og segir, að það sé auðvelt að skilja reiði ís- Glundroðinn í Suður-Afríku eftir Alan Paton Durban, Sudur-Afríku. Þeir skrifa mér bréf frá Banda- ríkjunum, þeir koma að heimsækja mig, þeir hringja til mín frá útlönd- um. Sumir þeirra eru vinir mínir, og hafa áhyggjur af mér og fjölskyldu minni. Þeir vilja fá að vita hvort Suður-Afríka sé að splundrast. Hvers vegna drepur lögreglan svo marga blökkumenn? Er þetta borg- arastyrjöld? Eru þetta endalokin? Er þetta byltingin? Eg vona að einhverjir þeirra lesi þessi orð mín. Þeim er ekki ætlað að valda hugarangri, né heldur að draga úr áhyggjum. Þeim er ætlað að segja satt og rétt frá ástandinu eins og það blasir við manni sem búið hefur í þessu framandi landi í 82 ár, sem ekki er i neinum stjórnmálaflokki, fylgir ekki neinu hugmyndakerfi, trúir ekki á neitt draumaland, sem trúir ein- læglega á réttarríkið og frelsi borgaranna samkvæmt landsins lögum. Sem stendur ríkir mikill glund- roði í landinu okkar. Þessum glundroða er mætt með hörku í svonefndum bæjarfélögum blökkumanna. Blökkumennirnir sem þar búa starfa i verksmiðjum, skrifstofum eða verzlunum hvítu borganna. Samband þeirra við hvita menn er oft gott. En bera biturt hatur í brjósti í garð þeirra laga sem stjórna lífi þeirra. Börnin hata þessi lög heitar en foreldrar þeirra gera. Þau sýna hatur sitt með því að grýta og brenna langferðabifreiðir, skóla, verzlanir. Á undanförnum mánuð- um hefur hatur þeirra beinzt að því sem nefnt er „kerfið“ og öllum þeim sem vinna fyrir kerfið. í sumum bæjarfélögum blökku- manna eru svartir lögreglumenn í lífshættu. Þessi hötuðu lög eru lögin um apartheid. Þegar dýpra er skoðað eru þetta lög um yfirdrottnun, lög sem sigurvegarinn semur fyrir þá sigruðu. Þetta eru lög sem hvíti maðurinn hefur sett fyrir þá svörtu, og þau segja fyrir um flutninga, vinnu, bústað og fjölda annarra mála. Þau ná til sumra hvítra manna, en aðeins að litlu leyti. Mjög fáir hvítir þurfa að fara inn á svæði blökkumanna til vinnu; flestir blökkumenn þurfa að sækja vinnu í hverfum hvítra. Blökkumenn búa undir miklu lögreglueftirliti, sem meirihluti hvítra hefur engar spurnir af. Árið 1960 (fjöldamorðin í Sharpsville), árið 1976 (uppþotin í Soweto), og nú árið 1985 (útfarir blökkumanna í Uitenhage) hafa blökkumenn lent í útistöðum við lögregluna, og margir hafa týnt lífi. Nýlega féllu nítján í Uiten- hage þegar fámennt lögreglulið mætti þúsundum blökkumanna, sem neituðu að stöðva hópgöngu sína. Hefðu atburðirnir í Uiten- hage verið eitthvað einangrað fyrirbæri, hefðu þeir ekki dregið að sér alheims athygli, en þarna var aðeins eitt atvik af mörgum. Við virðumst lifa á tímum ólgu og ofbeldis. Það ríkir mikið hugar- angur í landinu. Forsetinn okkar, P.W. Botha, hefur í skyndingu skipað rann- sóknarnefnd, undir forsæti þekkts dómara, til að rannsaka hvers vegna lögreglan beitti skotvopnum í Uitenhage. í mínum augum sýnir þetta atvik tvennt — að mikið skortir á þjálfun lögreglumanna okkar í að bæla niður óspektir, og, í öðru lagi, að reglur um val manna til Iögreglustarfa eru jafn gallaðar. Á síðustu öld var mikið um hernaðarátök milli Búa sem voru að flytja sig norður á bóginn og afrískra blökkumanna á suður- leið. Minningarnar um þessi hern- aðarátök hrjá enn hugi Búa, og sumum hvítu lögreglumönnunum okkar finnst þeir enn vera að berj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.