Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 4
4_______ Selfoss: MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 Reynt að koma á sáttum bæjarstjóra og veitustjóra B/EJARSTJÓRNARMENN á Selfossi munu á næstu dögum reyna aö koma á sáttum milli bæjarstjórans og forstoóumanns veitustofnana kaupstaðarins. Stirt samkomulag þeirra hefur orðið til þess, að bæjarstjórinn hefur sagt upp störfum, eins og fram kom í Mbl. í gær. Ágreiningur þeirra tveggja, Stefáns Ómars Jónssonar bæjar- stjóra og Jóns Arnar Arnarsonar veitustjóra, hefur verið að gerjast um nokkurt skeið. Bæjarfulltrúar töldu þó að hann væri ekki svo alvarlegur, sem frá var greint í viðtölum við þá Stefán og Jón í blaðinu í gær. Munu þeir á næst- unni reyna að bera klæði á vopnin og fá báða til að vera um kyrrt, að minnsta kosti út kjörtímabilið. óli Þ. Guðbjartsson, forseti bæjarstjórnar Selfoss, vildi í gær ekkert segja um deiluna og stöðu mála en Ingvi Ebenhardsson, formaður bæjarráðs, sagði að enn væri unnið að sáttum. „Það sem sagt er í Morgunblaðinu er í meg- inatriðum eins og það, sem bæjar- stjóri og veitustjóri hafa sagt okkur í bæjarstjórn nú nýlega eft- ir að bæjarstjóri sagði upp starfi sínu,“ sagði Ingvi. „Við höfum reynt að jafna þann ágreining, sem virðist vera fyrir hendi. Það leit nokkuð vel út í síðustu viku, hvernig sem þetta endar. Það er hins vegar rétt, hvað varðar ýmsar samþykktir bæjar- stjórnar, þar sem bæjarstjóri og veitustjóri hafa átt að vinna sam- an, að ákveðnum málum, að það virðist hafa gengið erfiðlega. Annars vil ég ekki tjá mig frek- ar um þetta mál þar sem ég tel að enn sé unnið að sáttum," sagði formaður bæjarráðs Selfoss. „Eg trúi að sættir geti tekist ef vilji þeirra tveggja og annarra, sem hlut eiga að máli, er fyrir hendi." Ungir framsóknarmenn óánægðir með framkvæmdastjóra flokksins: Vilja að flokksstjórnin segi framkvæmdastjóranum upp SAMBAND ungra framsóknar- manna er mjög óánægt með störf Hauks Ingibergssonar, fram- kvæmdastjóra flokksins og snemma í þessum mánuði gekk formaður sambandsins, Finnur Ingólfsson á fund forsætisráðherra og greindi honum frá þessari óánægju og jafn- framt frá því að SUF beindi þvf til flokksstjórnar Framsóknarflokksins að hún segði Hauki Ingibergssyni, framkvæmdastjóra Framsóknar- flokksins upp störfum. í framhaldi af þessu er vitað að óánægju hefur Fjögur til- boð í Hag- kaupshúsið FJÖGUR tilboð bárust í að reisa verslunarmiðstöð Hagkaups við Kringlumýri, þannig að húsið verði fokhelt Tilboðin eru frá Byggða- verki, Vélaleigu Helga Jónssonar, ístaki og Hagvirki, og eru í þriðjung byggingarinnar, sem verður um 28 þúsund fermetrar. Fyrirhugað er að opna verslunarmiðstöðina í júlí 1987. gætt með störf Hauks innan stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ræðst þessi afstaða SUF af óánægju meðstörf Hauks í blað- stjórn NT, en þeir í SUF vilja gera hann að miklu leyti ábyrgan fyrir því upplausnarástandi sem skap- aðist á NT þegar Magnús Ólafs- son, ritstjóri NT, sem er varafor- maður SUF sagði upp störfum. Auk þess gagnrýna þeir í SUF störf Hauks í þágu sambands þeirra, en þeir segja að í fram- kvæmdastjóratíð Hauks hafi Samband ungra framsóknar- manna verið algjörlega fjársvelt. Telja menn að þessi ályktun sé í beinu framhaldi af miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins, þar sem hörð gagnrýni kom fram á flokksstarfið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gekk Finnur Ingólfsson, formaður SUF á fund Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra snemma í mánuðinum og kynnti honum þessa afstöðu ung- liðahreyfingarinnar. Steingrímur mun hafa tekið líklega í málaleit- an Finns, en jafnframt tjáð hon- um að rétti tíminn væri ekki nú. í fyrsta lagi væri of skammt um lið- ið frá því að allt fór í bál og brand á NT, og það mætti ekki tengja brottför Hauks NT-málinu, og í öðru lagi mun hann hafa sagt að enn væri ekki ljóst hvort af kosn- ingum yrði nk. haust, og ef kosn- ingar yrðu, þá mætti Framsóknar- flokkurinn ekki við því að maður- inn sem skipulagt hefði starf flokksins að undanförnu, tæki ekki þátt i kosningabaráttunni. Eiga menn því ekki von á að neitt frekar gerist í þessu máli, fyrr en með haustinu. „Innan Framsóknarflokksins er starfandi spræk og kraftmikil ungliðahreyfing, sem að sjálf- sögðu hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum málum, þar á meðal mál- efnum NT. Milli flokksskrifstof- unnar og SUF hefur hins vegar verið ágætt samstarf og þrátt fyrir takmörkuð fjárráð hefur Framsóknarflokkurinn stutt SUF eftir megni, þar á meðal fjár- hagslega og með því að búa starfi þeirra sem besta aðstöðu. Því fær gagnrýni þeirra hjá SUF ekki staðist," sagði Haukur Ingibergs- son, framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins, er hann var spurður hvað hann vildi segja um gagnrýni þá sem kemur fram í af- stöðu ungliðahreyfingar Fram- sóknarflokksins. MorgunblaSið/Bjarni Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingur, bendir á hvar steypan hefur molnað utan af kirkjuveggnum. Á innfelldu myndinni er kirkjan með vinnupöllum. Miklar steypuskemmdir í veggjum Kristskirkju ViðgerÖarkostnaÖur talinn nema um 4 milljónum kr. STEYPUSKEMMDIR í veggjum Kristskirkju í Landakoti hafa verið að koma í Ijós á undanförnum árum. Eru skemmdirnar aðallega á utanverðum veggjum kirkjunnar en einnig hafa töluverðar skemmdir orðið innandyra vegna leka með gluggum. Þó að viðgerðir hafi verið gerðar á kirkjunni fyrir 12 árum er svo komið að hún er talin í verulegri hættu. Á nýliðnum vetri var skipuð sameiginleg nefnd Félags kaþ- ólskra leikmanna og Kvenfélags Kristskirkju sem nefnist Bygg- ingarnefnd Kristskirkju. Fékk hún Ríkharð Kristjánsson, verk- fræðing hjá Línuhönnun, til að kanna skemmdirnar og gera til- lögur um úrbætur. Niðurstöður kannana hans voru kynntar fréttamönnum í vikunni og kom þar fram að skemmdirnar á kirkjunni eru miklu meiri en gert var ráð fyrir í fyrstu. Skemmdirnar að utan virðast einkum vera um miðbik kirkjunn- ar og ná þær allan hringinn. Sagði Ríkharður að ástæðan fyrir þess- um skemmdum væri líklega sú að notuð hefði verið ónýtari steypa í þennan hluta kirkjunnar. Meiri- hluti skemmdanna væri af völdum frosts, enda væri steypa frá þess- um tíma ekki frostþolin. Ríkharður hefur og gert tillögur um viðgerðir á kirkjunni og hefur þegar verið hafist handa. Sam- kvæmt áætlun mun viðgerðin á kirkjunni utanverðri kosta um þrjár milljónir króna en á henni innanverðri um eina milljón króna. Sagði Rikharður að leitast yrði við að halda upphaflegu útliti kirkjunnar. Ráðgert er að ljúka viðgerðunum að utan í sumar og næsta sumar. Hins vegar verður ekki hafist handa við viðgerðir innandyra fyrr en eftir u.þ.b. tvö ár þegar steypan í útveggjunum verður fullþornuð. Byggingarnefnd Kristskirkju hyggst leita til einstaklinga, innan safnaðarins sem annarra, stofn- ana og fyrirtækja um fjárhagslegt liðsinni til að standa straum af viðgerðarkostnaðinum. Þá hefur þegar verið leitað eftir fjárstuðn- ingi frá ríkisvaldinu og borgaryf- irvöldum. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæplega 61,5 milljónir króna. Til- hoð Byggðaverks hljóðar upp á lið- lega 56 milljónir króna, sem er 86% af kostnaðaráætlun. Tilboð ístaks og Helga Jónssonar eru nærri kostnaðaráætlun, en tilboð Hagvirkis hljóðar upp á um 90 milljónir króna. „Við stefnum að því að ljúka samningagerð fyrir mánaðamót," sagði Ragnar Atli Guðmundsson, sem stjórnar bygg- ingu verslunarmiðstöðvarinnar, í samtali við Mbl. 17 stiga hiti á Húsavík Hásavfk, 14. nui. VEÐURFAR í aprfl og það sem af er maí hefur verið gott þó frekar kalt hafi verið og gróður því lítill enn sem komið er. Gæftir hafa verið góðar og afla- brögð frekar góð. Einstaka bátar eru búnir með sinn kvóta. Tíðarfar hefur verið hagstætt fyrir sauð- burðinn, sem nú er i fullum gangi. í dag og í gær hefur verið sér- stök veðurblíða, sól og hiti. t dag komst hitinn í 17 gráður. Fólk gengur um göturnar léttklætt og brosandi í umferðinni. — Fréttaritari Málverkasýning: Meðferð lit- anna blíðari — segir Einar Hákonarson myndlistarmaður MYNDLISTARMAÐURINN Einar Hákonarson opnar sýningu á 25 olíu- málverkum á uppstigningardag, flmmtudaginn 16. maí, I Gallerí Borg við Austurvöll. Þetta er ellefta einkasýning Einars en hann hefur að auki tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis á undanförnum árum. Myndirnar á sýningunni eru flestar málaðar á þessu ári en sex eru málaðar á árunum 1983 og 1984. Einar Hákonarson er Reyk- víkingur og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands á árunum 1960—64. Lauk síðan námi frá Myndlistaskólan- um í Gautaborg árið 1967 en var jafnframt aðstoðarkennari við skólann tvö síðustu árin. Skóla- stjóri Myndlista- og handíða- skólans var hann á árunum 1978—1982, en frá þeim tíma hefur hann helgað sig myndlist- inni í eigin vinnustofu og jafn- framt sinnt félagsmálum. Hann er nú formaður stjórnar Kjar- valsstaða og stjórnar Ás- mundarsafns. „Ég er alltaf að fást við svipað viðfangsefni, mála helst fólk. Það má líta á þessa sýningu sem beint framhald af síðustu sýn- ingu minni, er ég hélt fyrir ári. I myndunum leitast ég enn við að leysa upp formið, en litameð- ferðin er orðin blíðari," sagði Einar þegar hann var spurður um sýninguna. „Bein áhrif má finna frá landi og náttúru í verk- unum þó svo að aldrei sé um beinar fyrirmyndir að ræða, heldur umrita ég þau áhrif, sem ég verð fyrir. í mínum huga er myndlistar- maðurinn myndskáld, svipaður Morgunblaftið/RAX Einar Hákonarson myndlistannaöur við eitt verka sinna. rithöfundi eða ljóðskáldi, sem kemur þeim áhrifum er hann verður fyrir á blað í rituðu máli. Það má segja að þetta sé í raun einkenni listamannsins að vera alltaf að koma einhverju á blað. Mynd nær tilgangi sínum þeg- ar áhorfandinn upplifir eitthvað svipað og listamaðurinn, sem skapaði verkið. Það er að vísu ekki algilt, því hver einstakling- ur hefur sina eigin túlkun á list- inni, sem betur fer. Annars væri listin dauð þvi hún byggir á mis- munandi áhrifum sem menn verða fyrir. Ef tekið er tillit til eldri mál- ara má segja að menn virðast geta sameinast um hvað sé góð myndlist. Það getur að vísu stundum tekið langan tíma fyrir fólk að njóta myndlistar, en það er eins og með allar aðrar list- greinar, menn þurfa að efla með sér þroska til að geta notið henn- ar.“ Sýning Einars stendur til 28. maí og verður opin frá kl. 12:00 til kl. 18:00 virka daga og frá kl. 14:00 til 18:00 um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.