Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 108. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fjöldamorð á Sri Lanka Colombo, 14. maí. AP. SKÆRULIÐAR tamfla á Sri Lanka myrtu í dag 78 manns og særðu aðra 100 í árás, sem þeir gerðu á bæ í norðurhluta lands- ins. Var hann byggður sinhales- um, sem eru í meirihluta á eynni. „Grimmdarverkin í Anura- dhapura eru mestu hryðjuverk, sem um getur á Sri Lanka," sagði einn embættismanna stjórnarinnar, en meðal hinna föllnu eru 30 konur og fimm börn. Sagði hann, að tamílarn- ir, sem berjast fyrir sérstöku ríki tamíla á norðurhluta eyj- arinnar, hafi komið inn í bæinn og skyndilega ráðist á fólk, sem beið eftir strætisvagni, og engu skeytt um hvort þeir vógu karla, konur eða börn. Gengu mennirnir um öskrandi og æp- andi meðan þeir stóðu í mann- vígunum en forðuðu sér síðan á brott áður en hermenn stjórn- arinnar komu a vettvang. Morðin áttu sér stað snemma að morgni en ekki var skýrt frá þeim í útvarpinu á Sri Lanka fyrr en fimm stundum síðar. Herinn í landinu hefur hafið mikla leit að morðingjunum en talið er, að þeir hafi sloppið til skógar, inn í þjóðgarð rétt hjá bænum, en þar hafa fimm þjóð- garðsverðir fundist vegnir. Tal- ið er þó ólíklegt, að morðingj- arnir muni komast undan. Fullvíst þykir, að ein skæru- liðahreyfing tamíla standi að baki morðunum í dag, en hún berst fyrir því, að tamílar stofni sitt eigið ríki á norður- hluta eyjarinnar. Eru þeir minnihlutahópur á eynni en sinhalesar í miklum meiri- hluta. Talsmenn stjórnvalda segja, að allt verði gert til að koma í veg fyrir, að sinhalesar hefni morðanna með öðrum morðum. Svíþjóð: Varaðir við vændiskonum Stokkbólmi, 14. maí. Frá frétUriUra Mbl. HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Svíþjóð hafa varað alla karl- menn við og beðið þá um að forðast vændiskonur eins og heitan eldinn. Er ástæðan sú, að veiran, sem veldur áunninni ónæmisbæklun, aids, hefur fundist í blóði sex kvenna, sem hafa ofan af fyrir sér með vændi. Heilbrigðisyfirvöldin hafa ekki aðeins skorað á sænska karlmenn að koma ekki ná- lægt vændiskonum heldur hafa þau einnig skorað á vændiskonur almennt að taka upp annað og betra líferni. Ólíklegt þykir þó, að vændis- konurnar sex, sem reyndust vera með aids-veiruna í blóði, láti sér segjast því að þær eru forfallnir eiturlyfjasjúkl- ingar. Heilbrigðisyfirvöldin hafa einnig beðið kynvillta karl- menn um að fara sér hægt i kynferðisnautnum sínum enda á þessi hópur manna mest á hættu auk eiturlyfja- sjúklinga og þeirra, sem tví- kynhneigðir eru. Slmamynd/AP Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, brostu breitt þegar þeir tókust í hendur fyrir fundinn í gær. Stóð hann í sex tíma, hálfu lengur en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Gromyko og Shultz á fundi: A fvopnunarmálin aðalumræðue fnið Vín, 14. nuf AP. GEORGE P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, áttu í dag með sér sex tíma fund í Vínarborg. Á fundinum, sem stóð í sex 'Ím 3 9 í m Sovéskir hermenn í Afganistan. tíma, ítrekaði Gromyko afstöðu Sovétmanna til geimvarnaathug- ana Bandaríkjamanna og sagði, að þær yrði að ræða ásamt tillögum þjóðanna til að draga úr vígbún- aði. Shultz sagði eftir fundinn, að viðræðurnar hefðu verið gagnleg- ar og aðallega snúist um afvopn- unarmál. Kvaðst hann þó einnig hafa fært í tal þann atburð þegar sovéskur hermaður skaut banda- rískan majór til bana í Austur- Þýskalandi. Hefur það mál valdið miklum stirðleika í samskiptum ríkjanna enda vilja Sovétmenn ekki biðjast afsökunar á mann- drápinu. Fréttamenn margspurðu Shultz um hugsanlegan fund Gorbachevs og Reagans en hann vék sér undan að svara spurning- unurn og sagði, að það mál hefði ekki verið rætt. Grimmdaryerk sovéska herliðsins í Afganistan Tólf þorp þurrkuð út og íbúarnir skotnir lnlamabad, PakisUn, 14. nuf. AP. SOVÉSKIR hermenn myrtu nýlega um 1000 óbreytta borgara í árásum, sem gerðar voru á 12 afgönsk þorp. Eftir mordin fóru hermennirnir ruplandi og rænandi um þorpin en brenndu þau síðan til grunna. Voru þorpsbúarnir grunaðir um að styðja skæruliða, sem berjast gegn sovéska innrásarliðinu. Eru þessar fréttir hafðar eftir vestrænum stjórnarerindrekum. Vestrænir sendimenn í Islama- arverk, sem sovéskir hermenn hafi bad í Pakistan segjast hafa stað- framið í Laghman-héraði í Khar- festar fréttir um ótrúleg grimmd- aghaí-fylki. Gerðust þessir atburð- ir um miðjan mars en fréttir eru fyrst nú að berast með flóttafólki, sem lifði af. Að sögn eftirlifend- anna umkringdu Sovétmennirnir þorpin 12 með skriðdrekum og brynvörðum vögnum og voru allir skotnir, sem reyndu að flýja á brott. Því næst var fólkinu, sem eftir var, smalað saman og skotið til bana. Er haft eftir heimildum, að afg- anskir stjórnarhermenn séu ekki notaðir í svona aðgerðum vegna þess, að þeim sé ekki treyst til að myrða landa sína með köldu blóði. Eftir öðrum heimildum er haft, að skæruliðar hafi 25. apríl sl. gert eldflaugaárás á herflugvöll fyrir sunnan borgina Jalalabad og að fjöldi sovéskra hermanna hafi fall- ið. Svíþjóð: Flugrekstur á heljarþröm Stokkbólmi, 14. nuí. Frá fréttariUra MbL VERKFALL ríkisstarfsmanna I Svíþjóð hefur haft mjög alvarleg áhrif á afkomu flugfélaganna í landinu og má sem dæmi um það nefna, að Linjeflyg, sem annast innanlandsflugið í Svíþjóð, ætlar að segja upp öllum 1800 starfs- mönnum sínum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja, að það tapi 50 millj. skr. (um 234 millj. ísl. kr.) á mánuði á meðan verkfallið stendur og ef það stendur fram eftir júlímán- uði, sem sumir telja jafnvel ekki fráleitt, verður fyrirtækið búið að tapa öllu lausafé sínu og helmingi hlutafjárins. Ef svo fer verður fyrirtækið tekið til gjald- þrotaskipta. Til þessa hafa Linjeflyg og SAS sagt upp um stundarsakir 700 starfsmönnum en SAS tapar 15 milljón skr. á dag. Það þýðir, að helmingur hagnaðarins frá í fyrra er nú uppurinn. Sömu sögu er að segja af leiguflugfé- laginu Scanair og ferðaskrif- stofurnar sænsku telja sig tapa hálfri þriðju milljón skr. á dag Sjá cnnfremur „Verkfallið kem- ur verst...“ i bls. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.