Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1985 C 1985 Universal Press Syndicate LS < „ Ég aetla. ab spyrja vóV&inn hóorfc pU meg\r passci SncKta. C nokkn>r vikur." Ast er... v <r að hreinsa hár hennar úr vaskin- um. TM Reg. U.S. Pat. Oft. —all rights reserved «1985 Los Angeles Times Syndicate Þtú getur haett, því að það er kvikn- að í húsinu! HÖGNI HREKKVÍSI P\/OTTAPAGUíZIMN -- VEZDUR LEIKUR ÉlNlsl e> — —------® „ HANN VINNUR i þUDTTAHÓSl FANGELSlSINS. " l>A2n»:n* Ktrr xitmm Laun hálfsmánaðarlega veruleg kjarabót Launþegi skrifar: Það var einmitt í viðskiptablaði Morgunblaðsins um daginn, sem ég sá þá ánægjulegu frétt, að fyrirtækið Hekla hf. hefur tekið upp þann sið að greiða starfs- mönnum sínum launin á hálfs mánaðar fresti. Þetta er atriði, sem er þess virði að stanza við. Ég hefi einmitt haft þessa hugmynd í kollinum árum saman og raunar minnst á hana við ýmsa þá aðila, sem ég taldi, að gætu komið henni áleiðis. Þar á meðal eru menn, sem vinna í bein- um tengslum við verkalýðsmál, svo og við menn úr röðum vinnu- veitenda. Ekki hafa þeir treyst sér til þess að kynna þetta mál eða taka það til umræðu í samningum um kaup og kjör, hvað sem veldur. — En einn þeirra tjáði mér þó, að hann væri þessu mjög hlynntur. Hann sagði, að það myndi þó vera einn hængur á. — Það myndi vera svo mikil vinna í slíku fyrir bókhald fyrirtækja! Slíkar viðbárur duga samt skammt á tölvuöld, þar sem nán- ast er hægt að setja inn hvaða mynstur að kaupgreiðslum og uppgjöri launa sem vera skal. — Enda hefur Heklu hf. ekki orðið skotaskuld úr því verkefni. En hvað er maðurinn að fara?, spyrja nú kannski sumir. Jú, það að fá launin sín greidd tvisvar i mánuði í stað einungis um mán- aðamót gerir það að verkum, að mönnum helst betur á fé, hvort sem menn vilja trúa því eður ei. Menn munu þá reyna að spara, láta reyna á hvað launin „duga“, miklu fremur en nú er raunin, þegar öll launin koma i einum pakka um mánaðamót. — Þá skeð- ur allt í senn, afborganir, uppgjör og greiðslur hvers konar. Allt miðast við mánaðamót hér og segja má að verslun og við- skipti hér á landi eigi sér stað svona um það bil sex til sjö daga í hverjum mánuði. Að því loknu dettur allt niður, því menn eru að bíða til næstu mánaðamóta! — Þessa sex til sjö daga er hér hreinlega allt „vitlaust". Menn hlaupa úr vinnu til að greiða skuldir, keyra um borgina þvera og endilanga og hlaupa milli stofnana, því allt verður að gerast í kringum hinn 1. hvers mánaðar! Þessi háttur er einsdæmi í ver- öldinni. Hvergi í nálægum löndum né fjarlægum eru laun greidd að- eins einu sinni í mánuði, heldur tvisvar, jafnvel fjórum sinnum. — Eða hverjir þeirra, sem nú fá greidd vikulaun eða fá útborgað hálfsmánaðarlega myndu vilja skipta og fá greitt aðeins mánað- arlega? Þessi tilhögun hlýtur að koma sér vel fyrir bæði launþega og fyrirtæki, og fyrirtæki mörg hver hefðu þá meira ráðrúm til að afla sér fjár, helmingi lægri upphæð en þau þurfa að gera með mánað- argreiðslum. Fordæmi Heklu hf. og kannski fleiri fyrirtækja með hálfsmánað- argreiðslu launa er til fyrirmynd- ar. Þetta gæti verið leið til að létta kjarasamninga. Fanginn á Spáni S. skrifar: Ég þakka Guðrúnu Jacobsen fyrir að vekja máls á því sem verið hefur ofarlega í huga mínum að undanförnu sem sé að þörf væri á að rétta bróðurhönd til mannsins, sem situr f fangelsinu á Spáni. Þótt við vitum engin deili á þessum mánni er hann íslending- ur, nánast hold af okkar holdi, bróðir, sem kristur hefur dáið fyrir. Tökum höndum saman og fórnum af allsnægtum okkar. Jafnvel lítil gjöf, sem gefin er með réttu hugarfari. Það er þjóðar- skömm að láta þenna pilt örmagn- ast á sál og líkama í fjarlægju landi. Sé framkvæmanlegt að leysa hann út með peningum, hvert er þá hægt að senda þá? Með þökk fyrir birtinguna. Þessir hringdu . Gód sorp- hreinsun í Kópavoginum Kona úr vesturbæ Kópavogs hringdi: Ég er alls ekki sammála tveimur konum úr austurbæn- um, sem voru að finna að sorp- hreinsuninni hér í bæ. Mér finnst hún til fyrirmyndar sérstaklega eftir að plastpokarn- ir komu til sögunnar. Strákarnir eru eldhressir, hlaupandi við vinnu sína, sem því miður sést of sjaldan í öðrum störfum. Ef eggjaskurn og annað drasl fýkur út um allt, er það fólkinu sjálfu að kenna. Ruslið verður að láta í plastpoka og binda fyrir — það finnst mér þrifalegasta að- ferðin. Verslunar- ævintýri í Reykjavflí rekið með ótakmörk- uðu tapi HJ. hringdi: Heyrst hefur að samvinnu- verslunin Mikligarður hafi tapað umtalsverðu fé á sl. ári eða um 30 milljónum króna. Virðist þessi verslun því hafa verið rek- in af mikilli óhagkvæmni þvf aö- staða hennar sýnist vera óvenju góð, steinsnar að hafnarbakka og tollvöruafgreiðsla í sama húsi Lengi hafa menn furðað sig á hvað kaupfélags- og samvinnu- verslunin er orðin dýr og bænd- um og dreifbýlisfólki óhagkvæm. Verðkannanir sýna að hið svo- kallaða „kaupfélagsverð" er 20 til 30 prósent hærra en verð ann- arra verslana. Óskiljanlegt er hvernig hægt er að reka verslun til lengdar með þeirri útkomu sem er í Miklagarði. Flest önnur fyrirtæki þyrftu líklega, lögum samkvæmt, að lýsa sig gjald- þrota. En hvar fær Mikligarður peninga til reksrar? Ef Sambandið getur til lengd- ar rekið verslun með slfkri út- komu, þ.e.a.s. með ótakmörkuðu tapi, þá gefur það augaleið að öll önnur verslun leggst niður og SÍS, sem sýnist hafa sterk ítök i Landsbankanum, verður einrátt um verslunarkjör okkar. Væri nú ekki eðlilegra að Sambandið notaði fjármuni sína til að rétta þeim bændum hjájparhönd sem að sögn kaupfélagsstjóranna hafa ekki einu sinni ráð á að kaupa áburð á túnin sfn þó í bestu sveitum landsins sé, en að sóa þeim í slík verslunarævin- týri í Reykjavík. Duran Duran á Listahátíð D.D. aðdáandi hringdi: Mig langar að Duran Duran komi á Listahátíð sem haldin verður hér á landi í ár og vil ég að formenn hátíðarinnar taki nú einu sinni til greina óskir tilvon- andi áheyrenda. Einnig vil ég að umsjónar- menn Skonrokks sýni Duran Duran leika lagið „Save a Prayer".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.