Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 Menn og minníngar Bókmenntir Erlendur Jónsson HÚNVETNINGUR. IX. Ársrit Hún- vetningaf. í Reykjavík. 206. bls. Rvík, 1984. Húnvetningur er átthagarit: minningaþættir, kveðskapur, frá- sagnir af fyrri tíðar fólki og at- burðum — mestmegnis tengt heimahögum; en höfundarnir munu margir, ef ekki flestir, brottfluttir Húnvetningar. Sumarferðalag árið 1967 heitir fyrsti þátturinn, höfundur Agnar Gunnlaugsson frá Kolugili. Þar er lýst dæmigerðu ferðalagi frá Reykjavík og þaðan sem leið ligg- ur um Borgarfjörð, Holtavörðu- heiði og Norðurland, austur um. Ferðafólkið staldrar við þar sem landslag er fagurt og hugar að sögustöðum. Þarna er ekki aðeins brugðið upp mynd af því hvernig unnt er að ferðast, heldur hinu hvernig æskilegt er að ferðast til að njóta ferðarinnar sem best. Höfundur minnist á Davíðshús á Akureyri og segir meðal annars: »Akureyrarbær keypti safnið að Davíð látnum, en erfingjar Davíðs gáfu Akureyrarbæ hús hans, og í því er varðveitt bókasafnið og allt með sömu ummerkjum og er Davíð bjó þar og innanstokksmun- ir þeir sömu.« — Man ég ekki rétt að erfingjar hafi gefið innan- stokksmuni en húsið hafi verið keypt fyrir samskotafé? Önnur ferðasaga er í þessum Húnvetningi, í leit að framtíð, eftir Guðlaug Guðmundsson. Segir þar frá mótorhjólaferð tveggja félaga um Skandínaviu vorið 1939. Ungir menn voru þá fátækir og þurfti því bæði heppni og bjartsýni til að ferðast með þeim hætti sem þeir, Guðlaugur og félagi hans, gerðu. Þetta var aðeins fáeinum vikum fyrir upphaf heimsstyrjaldarinn- ar síðari og lék þeim, félögum, því talsverð forvitni á að skyggnast inn fyrir landamæri sjálfs ógnvaldsins — Þýskalands. Og þangað tókst þeim að komast. Raunar eru ferðasögurnar ekki alveg taldar hér með því þeirrar ættar eru einnig þættirnir Fót- gangandi frá Blönduósi til Borgar- ness 1912 eftir Halldór Snæhólm, Mikil ratvísi eftir Sigurfinn Jak- obsson, Horft um öxl eftir Stein- björn Jónsson og síðast en ekki síst Póstbílstjóri segir frá eftir Guðmund Albertsson, en hann var fyrsti póstbílstjóri á langleiðum. Það var á fyrri hluta fjórða ára- tugar. Þá urðu — þrátt fyrir kreppuna — meiri framfarir í samgöngum hér á landi en nokkru sinni fyrr og síðar. Sagnfræðingar hafa gefið því lítinn gaum hingað til. Sú tíð mun þó koma að þeir taka að rýna í þætti sem þennan. Saga lífsbaráttunnar skipar alltaf verulegt rúm í ritum af þessu tagi. Hetjan á heiðarbýlinu heitir t.d. þáttur eftir Sigurð Pét- ursson. Þar segir frá ungum hjón- um sem hófu búskap með tvær hendur tómar á morgni aldarinn- ar, ræktuðu og byggðu upp og bjuggu yfirhöfuð í haginn fyrir framtíðina en urðu um síðir frá að hverfa án þess aðrir nytu góðs af elju þeirra og frumkvæði. Breyttir búskaparhættir og yfrið framboð jarða olli því að heiðarbýlin þóttu ekki lengur eftirsóknarverð til búskapar. Gagnorðir og fróðlegir eru Nokkrir minnispunktar eftir Bjarna Þorláksson sem látinn er fyrir nokkrum árum. Þar er eink- Guðmundur Albertsson um horft aftur til annars áratugar aldarinnar. Árferði var þá mis- jafnt, flest árin þó köld og erfitt til búskapar. Fyrri heimsstyrjöld- in geisaði og verðbólga hófst á ís- landi sem þálifandi íslendingar höfðu ekki þekkt áður. Fólk rugl- aðist á gildi peninga. Þá tóku ung- ir menn að spila upp á verðfelldar krónur. Einn veturinn réðst Bjarni sem vetrarmaður á bæ. •Kaupið var ekki teljandi.« Hvaða bækur eigum við að lesa á vorkvöldum? texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Tom Klementsen: Sánne som dem Útg. Gyldendal nor.sk forlag 1984 Aðalpersónan í þessari bók er Hilmar nokkur Andresen. Hann er fertugur grunnskólakennari, harla hversdaglegt hefur lífið ver- ið að hans dómi, þrátt fyrir já- kvæða afstöðu tií starfs síns. Og þegar skólinn byrjar að hausti verður hann að takast á við nýtt verkefni, heillandi og fráhrind- andi í senn að hans eigin dómi. Vangefinn drengur, mónóglíti, á að setjast 1 bekkinn. Umhverfi hans krefst þess af Hilmari að hann taki að sér drenginn, einkum af þeirri ástæðu að þá væri hægt að strika vandamálið út, eða setja það að minnsta kosti innan sviga, en að verið sé að hugsa um velferð drengsins. Sjálfur er hann á báð- um áttum og ígrundar málið frá öllum hliðum. Samkvæmt skóla- löggjöfinni er skólinn öllum opinn og hver og einn skal fá inntðku á sínum eigin forsendum. Og niður- staðan verður sú að kennarinn tekur á móti drengnum og í sög- unni er dregin upp skýr og átak- anleg mynd af því hvernig hann eða hvort hann samlagast bekkj- rfélögum sínum og hvort hann •*ð meðtaka eitthvað sem gæti orðið honum til þroska. Segja má að hér sé ekki alls kostar um hefðbundna skáldsögu að ræða heldur er hún svona sambland af umræðubók og heimildarskáld- sögu. Á þessum síðustu tímum þegar hlutverk/skyldur kennara eru í brennidepli víða á Norður- löndum má sjálfsagt líta á þessa bók sem eins konar innlegg í þær umræður. Og er þar bæði gagnleg og læsileg. Tom Klementsen er þrítugur að aldri. Hann hefur fengizt við al- menna kennslu og svo kennslu þroskaheftra. Þetta er fyrsta bók hans. Christer Kihlman: Manden som var tilfreds med sit liv Útg. Gyldendal 1985 Að undirtitli til skýringar: frá- sögn af villimannslegri vestrænni valdsveru. Höfundur er sænskur og bókin kom út þar í landi undir heitinu „Dyre prins“. Donald Bla- ahd er fjörutíu og átta ára auð- maður. Hann hefur fengið alla sína æskudrauma uppfyllta, svo fremi þeir hafi snúist um peninga, völd og fjörugt kynlíf. Hann hefur komið sér áfram í samfélaginu — fyrst gegnum kommúnistaflokk- inn og síðan hallað sér að borgara- legri stofnunum. Hann á mörg hjónabönd að baki og allt þetta hefur honum tekizt að nýta sér til framdráttar í því að ná þeim stað sem hann er á nú. Og þótt hann hafi ekki alltaf beitt réttum að- ferðum heldur það ekki fyrir hon- um vöku, enda helgar tilgangurinn meðalið. Og nú hlýtur hann að mega vel við una og skyldi hann ekki vera ánægður með líf sitt? Svo segir í titli og í fyrsta kaflan- um er boltinn gefinn upp: „Það var einu sinni maður, sem var 48 ára og ánægður með líf sitt. Hann hét Donald Blaadh og fannst hann hefði haft heppnina með sér I öllu. Hann hafði dreymt mikla drauma á yngri árum og allir þeir draum- ar höfðu ræzt. Hann hafði fengið allt sem hann óskaði; peninga, konur, áhrif.“ Og Donald Blaadh er áfjáður i að sanna fyrir umhverfi sínu að markinu sé náð og hann sé í raun og veru ánægður með sitt líf. Höf- undur notar afar skemmtilega og áhrifamikla aðferð til að vefa lifsmynstur Donalds Blaadh og eftir því sem á bókina líður vex óhugnaðurinn smátt og smátt og nánast án þess að maður taki eftir þvi fyrst í stað. Áhrifamikil bók sem í er ótvíræð ádeila en aldrei er farið yfir strikið. Helen Hooven Santmyer: ... And Ladies of the club Útg. Pan Books 1984. Það skal tekið fram strax, að þessi bók verður öldungis ekki les- in í einu vetfangi. Þó ekki væri nema vegna þess að hún er hvorki meira né minna en næstum tólf hundruð blaðsíður að lengd. Gerir því miklar kröfur um tima, áhuga og þolinmæði og sjálfsagt ekki all- ir sem orka að lesa bók af þessari lengd nema með hvíldum. Reynd- ar er það athyglisvert, hvað ýmsar sögur, sem visast gætu flokkast undir afþreyingabækur eru ofboðslega langar nú um stundir. Símskeytastill Hemingways á ekki upp á pallborðið hjá lesendum þeirra. Að þessu síðan mæltu er ... and Ladies of the Club, bók sem er ekki fráleitara að kynna sér en ýmsar aðrar. Að uppfylltum þeim skilyrðum sem segir i byrjun. Hún hefst í borgarastyrjöldinni i Bandaríkjunum og lýkur í krepp- unni upp úr 1930. Aðalpersónur eru tvær óvenjulegar konur í litl- um bæ i Ohio. Segir frá þeim og mönnum þeirra, börnum og barnabörnum og það er svo sem ekkert smávegis sem drífur á daga alls þessa fólks i öll þessi ár. En hér er ekki aðeins verið að segja 4pbh “...AND LADIES OFTHE CLUB”| ■AN UNIJftCCVERtD éSgK' AMÉKICAN CIASSK . NOWAN INIERNAVIONALBIsmttR _ HELEN HOOVEN SANTMYER fjölskyldusðgu, heldur er reynt að draga upp mynd af bandarisku samfélagi í hnotskurn og þeim breytingum sem verða á lífi og viðhorfi þessa áratugi sem bókin nær yfir. Mér skilst að þessi bók hafi selst mikið og verið mikið lesin i Bandarikjunum. Höfundur er ekki kynntur með öðru en því að hún sé prófessor í enskum bókmenntum. Hún mun vera áttræð að aldri og sagt að hún hafi verið nærri þvi hálfa öld að skrifa þessa bók. Það þykir mér ekki skritið og þvi er ekki nema eðlilegt að maður verði að gefa sér æði góðan tíma til að lesa hana. Sbirley Conran: Lace 2 Útg. Penguin 1985. Shirley Conran hafði sent frá sér nokkrar bækur, m.a. Super- woman-bækurnar áður en hún vakti á sér verulega athygli með Lace árið 1983. Þessi bók mun vera eins konar framhald hennar. Fyrri Lace hef ég ekki lesið og veit ekki hvort mér finnst aðkallandi að gera það að sinni. Lace 2 er skáldsaga um fjórar konur á miðjum aldri og Lili, sem er dóttir einnar þeirra. Lili er heimsfræg kynbomba og meiri- Frásögn Bjarna endar 1920, en það mun hafa verið síðasta harð- indaárið, »mikill snjór og jarð- bönn um áramót. Smáblotar komu stöku sinnum, sem hertu gaddinn, svo sleðafært var yfir hóla og hæðir. Þennan vetur söfnuðust skuldir hjá mönnum, sem seint voru greiddar.* Líka eru hér þættir um húsdýr — hesta og hunda — sem eiga sér vísan stað i endurminningum þeirra sem ólust upp í sveit en nú eru komnir á efri ár. Eru þá ótalin mannaminni ýmiss konar og stuttir endurminningaþættir — eða svipleiftur — sem segja ekki stóra sögu hver um sig en varpa sínu ljósi á heildarmynd þá sem ritið gefur af búskapar- og lifnað- arháttum fyrri tíðar. Kveðskapur er einnig I Hún- vetningi, nokkuð misjafn að gæð- um. Sumt mun samsett til hugar- hægðar fremur en til lofs og frægðar. En Húnvetningar eiga líka sín Ijóðskáld, þeirra á meðal Gunnar Dal sem er meðal höfunda í þessari bók. Einnig má nefna Pétur Aðalsteinsson frá Stóru- borg, en hann sendi frá sér ljóða- safnið Bóndinn og landið fyrir nokkrum árum. Báðir eru menn íhugunar og horfa vítt og breitt til allra átta, en þó hvor frá sínum sjónarhóli. háttar kvikmyndastjarna. Hún hefur samt ekki verið nógu sæl með þetta vegna þess að hún hefur verið að leita að móður sinni I þrjátíu ár. Og finnur hana sem sagt, en þar með er lífið ekki bara leikur og gleði, því að Lili flekar elskhugann frá móður sinni og þeim mæðgum semur almennt ekki sérlega vel. Þó er móðirin, Judy, stórmikið virtur ritstjóri stórmerkilegs kvennablaðs, og ætti eftir öllum sólarmerkjum að vera dús við sitt hlutskipti. í bókarbyrjun eru þær mæðgur staddar í Istanbul, á ferð þar með Ungiú Alheimi. Þá vill ekki betur til en svo að Lili hverfur sporlaust. Og með blómum sem eru send til móður hennar er sagt að faðir hennar verði að borga lausnarféð. Nú fara aldeilis um mann straum- ar: faðirinn er nefnilega löngu lát- inn, eða hvað? Og hvers konar bandíttar eru þetta að ræna Lili; kannski tyrkneskir hryðju- verkamenn eða útsendarar alþjóð- legra glæpasamtaka? Það er ekki gott að segja og síðan lfða nokkur hundruð blaðsíður áður en minnzt er á mannránið. Þess í stað er nú rifjuð upp lífsreynsla Lili, móður hennar Judy, og vinkvennanna þriggja og tengt inn í þessa löngu frásögn alls konar fólk annað, sem hugsanlega gæti skipt einhverju máli en verður ekki alltaf komið auga á það í fljótu bragði. Hefðbundin lögmál skáldsög- unnar eru brotin hér og það oftar en einu sinni og tvisvar. En kannski gerir Lace 2 heldur ekki kröfu til að flokkast undir skáld- sögu. Þrátt fyrir losarabrag og ódýrar lausnir er bókin þó afþrey- ing i þokkalegu meðallagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.