Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 33 Myndin sýnir sovéskar orrustuþotur um borö I flugmóóurskipinu Kiev á siglingu í nágrenni Islands. lendinga í garð ráðamanna i Washington, þar sem „86% ís- lendinga vilji að Norður-Evrópa („the European North") sé lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, en ráðamenn í Washington reyna án þess að spyrja íslendinga sjálfa að nota land þeirra í þágu eldflauga- og kjarnorkustefnu sinnar." Með þessu vísar Zubko að líkindum til þess, sem fram kom í könnun er Ólafur Þ. Harðarson gerði og ör- yggismálanefnd gaf út 1984, en þar voru svarendur á höfuðborg- arsvæðinu látnir lýsa áliti sínu á þessari fullyrðingu: „Ástæða er fyrir íslendinga að styðja hug- myndina um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum." 73% sögðust „alveg sammála“ fullyrð- ingunni, 13% sögðust „frekar sammála" henni. 1 greininni í Isvestía segir síðan með stórum stöfum: „Við minnum á það, að ævintýramennska Bandaríkjamanna vekur ótta og áhyggjur í mörgum löndum heims.“ Og henni lýkur með því að minnt er á bann stjórnar Nýja Sjálands við því að bandarísk herskip með kjarnorkuvopn komi í hafnir þar í landi. Rifjað er upp að danska þingið hafi ályktað gegn staðsetningu kjarnorkuvopna á friðar- og stríðstfmum og and- mælt þátttöku Dana í „stjörnu- stríðsáætlunum" Reagans. Norska þingið hafi ályktað gegn stjörnu- stríði og grísk stjórnvöld vilji að kjarnorkuvopn verði flutt á brott frá Grikklandi. ast. Borgaralegt eftirlit lögregl- unnar — sem lýtur stjórn ráð- herra laga og reglu (áður dóms- málaráðherra) — er einnig stór- gallað. Það hefur — að miklu leyti, en þó ekki öllu — verið eftirlit hvítra yfirvalda með blökku- mönnum. Nú kem ég að því sem liggur mér næst hjarta — og ég á án efa eftir að vekja andúð hjá sumum lesendum. Það háðulegasta við stjórnmálaskoðanir mínar nú er að, rétt eins og þjóðernissinnaði Búinn er farinn að gera sér grein fyrir því að dagar landvinn- inganna eru á enda og kominn tími til að afnema yfirdrottnun- ina, og þegar hann er að taka fyrstu hikandi skrefin í því af- námi, stendur hann frammi fyrir þessari heiftarlegu opinberun á hatri blökkumanna á apartheid- lögum hans. Hvað leiða þessir árekstrar af sér? Ég hef ekki trú á því að hann hætti við takmarkaðar tilraunir sínar til „umbóta“. Hins vegar er mjög líklegt að hann missi fleiri fylgismenn sína úr röðum þjóð- ernissinnaðra Búa yfir til róttæka hægriarmsins. Framtíðin er erfið og krefjandi. Ég get ekki sagt ykk- ur hver hún verður, og það getur heldur enginn annar. Ég hef orð að mæla við þá Bandaríkjamenn sem halda að þeir geti flýtt „degi lausnarinnar" með því að grafa undan efnahag Suður-Afríku, til dæmis með því að afturkalla fjárfestingar. Ég held ekki að það verði okkur til hjálpar ef efnahaginum er spillt. Það veldur mörgum blökkumönn- um fjárhagslegu tjóni. Það verður að gera Bandaríkjamönnum það ljóst að þeir munu færa fjölda blökkumanna hungur og þján- ingar. Oft má heyra blökkumenn í Suður-Afríku hrópa: „Það gerir ekkert til þótt við þjáumst. Við höfum vanizt því.“ En þessi hróp heyrast helzt frá þeim blökku- mönnum sem meira mega sín og þurfa síður að þjást. Ég, sem kristinn maður, vil ekki sjá neina afturköllun á fjárfestingum. Að trúa því að sú afturköllun geti „knésett" ríkisstjórn okkar er fá- vizka. Hvað gerðist ef Vesturlönd sneru algjörlega við okkur baki? (Að sjálfsögðu fyrir utan viðskipti með hernaðarlega mikilvæg hrá- efni.) Hvað gerðist ef Vesturlönd skildu Suður-Afríku eftir í tóma- rúmi? Hver gæti fyllt það tóma- rúm? Lesendur fá að geta einu sinni. Er þá nauðsynlegt fyrir Banda- ríkjamenn að láta okkur fara lönd og leið? Alls ekki. Þjóðernissinn- aði Búinn, sem hreykist yfir því að vera afrískur, er miklu frekar maður vestræna heimsins. Hann hefur mikla tilfinningu til sið- ferðilegs réttlætis á Vesturlönd- um. Hann hefur miklu meiri til- finningu fyrir því nú en nokkru sinni fyrr á 82 ára ævi minni. Hann er vissulega ekki eins hroka- fullur og hann var fyrir 30 árum. Hann er opnari fyrir því að hlusta á réttlátar skoðanir, en bregzt illa við sjálfbirgingslegum fordæm- ingum. Efnahagsleg áhrif Banda- ríkjanna eru gífurleg, en Banda- ríkjamenn mega ekki vanmeta sið- ferðileg áhrif sín. Þeir mega aldrei einangra okkur frá umheiminum. Það hefur hættu í för með sér fyrir okkur öll. Þegar ég legg frá mér pennann er verið að tilkynna að ráðherra okkar sem fer með lög og rétt hafi verið að banna fundi 29 félags- samtaka. Það hefur engin áhrif önnur en að efla andstöðuna. Ég trúi því að ríkisstjórn þjóðernis- sinnaðra Búa standi nú írammi fyrir mestu erfiðleikatímum ferils síns. Sama má segja um okkur öll hér í Suður-Afríku. (Heimild: The New York Times) Höfundur er rithöfundur. Hann hefur skrifað margar bækur, þar i meðal „Grát ástkæra fósturmold“ (Almenna bókafélagið, 1955). AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ERIK LINDEN IIÉ - \ TGSWrm' Gífurlegt peningastreymi hefur átt sér stað fri Svfþjóð aö undanfórnu. Astæðan er einkum verulega óhagstæður vöruskiptajöfnuður. Svíþjóð: Vaxtahækkun og efnahagsaðgerðir Ákvörðun sænska seölabankans á mánudagsmorgun um að hækka for- vexti um tvö prósentustig, er fyrst og fremst tekin til að stemma stigu við gífurlegu peningastreymi úr landi. Samhliða vaxtahækkunum var gripið til ýmissa annarra efnahagsaðgerða, sem eiga eftir að sverfa að fyrirtækjum og skerða kjör almennings. Isíðastliðinni viku einni er tal- ið að 2,5 milljarðar sænskra króna, eða 11,5 milljarðar ís- lenzkra króna, hafi verið fluttir úr landi. Áætlað er að frá því í október sl. hafi 11 milljarðar sænskra króna verið fluttir úr landi, eða jafnvirði tæplega 52ja milljarða islenzkra. Á sama tíma hefur sænskur útflutningur dregizt saman um 10% og innflutningur aukizt um 5%. Vöruskiptin hafa á skömm- um tíma orðið neikvæð um 15%, sem er önnur þróun en stjórnin gerði ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi sínu, bæði i janúarfrum- varpinu og viðbótarútgáfu í apr- íllok. 1 aprílútgáfu fjárlaga- frumvarpsins er enn sagt að Sví- þjóð sé á réttri braut, en það hugtak er Kjell-Olof Feldt fjár- málaráðherra einkar hugleikið. Þrátt fyrir mótlætið siðustu daga rígheldur hann enn i hug- takið, því á blaðamannafundi á mánudag, þar sem vaxtaákvarð- anirnar voru tilkynntar, hélt hann því til streitu að landið væri á réttri leið. Nauðsynlegar aðerðir , Menn, sem gerst þekkja efna- hagsmál, voru sammála um að samdráttaraðgerðir væru mjög brýnar. Sögðu þeir vaxtahækk- animar mikilvægar í því skyni. Stjómin kaus vaxtahækkanir umfram hækkun virðisauka- skatts, sem komið hefði miklu harðar niður. Með vaxtahækkun hækka t.d. ekki lífsnauðsynjar, en töluvert dýrara og erfiðara verður að taka lán í banka. Einn- ig verður dýrara að kaupa fjár- festingarvörur ýmiss konar með afborgunum eða greiðslukortum. Almennt er álitið að ákvörðun bankans og hins opinbera um að herða að fyrirtækjum og al- menningi eigi eftir að auka svartamarkaðsbrask með gjald- eyri og ýta undir okurlánastarf- semi. f stuttu máli gerðist þetta á mánudagsmorgun: Forvextir voru hækkaðir um tvö prósentustig, úr 9,5 í 11,5%. Útlánaþak banka og pen- ingastofnana var lækkað úr 4% í 2%. Refsivextir á útlánum seðla- bankans til banka hækkuðu úr 13,5% í 16%. Reglur um vaxtahámark voru numdar úr gildi. Vextir á skuldabréfum hækk- uðu úr 11 í 12%. Ákveðið var að þau útlán hús- næðisstofnunarinnar, sem ekki eru ætluð til forgangsverkefna, yrðu lækkuð um 25%. Aukið framlag fyrirtækja Þá ákvað stjórnin að taka að minnsta kosti fimm milljarða króna frá atvinnulífinu með því að flýta og auka greiðslur þeirra til hins opinbera. Fyrirtækjum verður gert að greiða 6% af upp- hæð greiddra heildarlauna, sem er umfram 20 milljónir, inn á reikning í seðlabankanum í ág- úst. Á næsta ári skulu önnur fjögur prósent greiðast inn á sama reikning. Peningarnir verða bundnir á reikningunum fram til ársins 1988. Þá verður dýrara að eignast bíla, því bílagjald er tvöfaldað í einu vetfangi, sem þýðir um 4.000 sænskra króna hækkun á meðalstóra bifreið. Við bifreiðakaup verður hér eftir að borga að minnsta kosti 50% bílverðsins er kaup fara fram og greiða verður bifreiðina að fullu á einu ári frá kaupdegi. Breytt var skilmálum sem gilda um viðskipti með afborg- unarkjörum. Verður að greiða vöru upp hraðar og á skemmri tíma en áður gilti. Loks voru stimpilgjöld og þinglýsingargjöld tvöfölduð á mánudagsmorgun til að draga úr lánafíkn manna. Nýjar álögur væntanlegar Til þess að mæta auknum út- gjöldum ríkissjóðs vegna vaxta- hækkunarinnar verða nýjar álögur kynntar þegar fram í sækir. Er talið að ríkissjóður þurfi i þessu skyni a.m.k. millj- arð sænskra króna, eða 4,6 millj- arða íslenzkra. Kjell-Olof Feldt fjármála- ráðherra sagði á mánudag að þessar ráðstafanir reyndust nauðsynlegar þar eð einkaneyzla hefði aukizt talsvert meira en ætlað var, einkum það sem af er árinu. Feldt kvaðst hafa talið að kaupmáttarminnkun hefði í för með sér aðgæzlu og varfærni í fjármálum. Þróunin væri önnur. í stað sparnaðar hefði fólk tekið lán til kaupa á bílum og öðrum fjárfestingarvörum. Að sögn Feldts verður staðið við 600 króna skattaafslátt í júní. Hann sagði að allt útlit væri fyrir að stefna stjórnarinn- ar í verðlagsmálum ætlaði að takast og að verðbólgan yrði inn- an við 3%. Vaxtahækkunin bæt- ir 0,7 prósentustigum við verð- lagsvísitöluna, sem er 2,2% hærri en við síðustu áramót. Sagði Feldt að launastefnu stjórnarinnar yrði haldið til streitu og engar launahækkanir væru framundan. Kveðst Feldt á þessari stundu aldrei hafa lofað kaupmáttaraukningu á árinu og að verðbólga færi ekki yfir 3%. Hvort tveggja sagði hann háð þróun verðlagsmála í útlöndum og einnig því hvernig utanríkis- viðskiptum reiddi af. Fjármálaráðuneytið reiknar með að þær aðgerðir, sem gripið var til á mánudag, nemi sem svarar 5 milljarða sænskra króna sparnaði. Segir Feldt að vaxtahækkunin og aukinn fjár- magnskostnaður eigi ekki að íþyngja fyrirtækjum tilfinnan- lega. Mörg þeirra séu eins og bankar, með stórar lánadeildir, og greiðslugeta þeirra því góð. — Við ætlum að stöðva þessa lánastarfsemi fyrirtækjanna og koma í veg fyrir að þau komi peningum úr landi, sagði Feldt. Hvorki Feldt né Bengt Dennis seðlabankastjóri telja að vaxta- hækkunina muni draga úr nýj- um fjárfestingum sænskra fyrir tækja. Höfundur er blaðamaður rið Srenska Dagbladet og fréttaritari Morgunblaðsins í Stokkhólmi. igis sneri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.