Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAl 1985 27 Sélskinsdagur í trjágardi Hressingarskálans fyrir hálfri öld. ráðherra Dana, deildi við Sigurð Eggerz um íslensk málefni. Að þeim þrætum loknum lét hann orð falla um það að ef hann þyrfti á málafærslumanni að halda teldi hann einsýnt að velja Sigurð Egg- erz, svo mjög fannst honum til um rökvisi hans. Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri felldi Sigurð frá þing- mennsku í Dalasýslu. Tilraunir Sigurðar til endurkjörs þar eða annarsstaðar strönduðu á and- stöðu íhaldsmanna í Sjálfstæðis- flokknum. „Fáleikar voru milli hans og þeirra flestra," sagði Magnús ritstjóri Magnússon. Borðnautar Sigurðar Eggerz á Hótel Goðafossi á Akureyri minn- ast þess er hann lét í ljós álit sitt á frambjóðendum Sjálfstæðisflokks- ins í kosningum 1937. Kappreiðar fóru fram um svipað leyti og ljóst var hverjir yrðu tilnefndir af hálfu flokksins til framboðs. Sig- urður sagði um þingmannsefnin: „Gæðingunum er haldið heima, en bykkjurnar látnar hlaupa." Þótt- ust viðstaddir ráða í hvað við væri átt. Jón Krabbe lauk lofsorði á Sig. Eggerz, en kvað hann oft hafa tví- stigið og átt erfitt með að taka ákvörðun. Þó tók hann þá örlaga- ríku ákvörðun að segja nei við til- mælum konungs og vann sér virð- ingu. Svo er að skilja sem ýmsir haldi að þræta íslenskra við Dani um ríkisráðsákvæðið hafi verið ein- tóm kergja og karpnáttúra af hálfu íslendinga. Sigurður Eggerz nefnir ljóst dæmi um skilnings- leysi danskra stjórnvalda á mál- efnum fslendinga. Konungur neit- aði að staðfesta lög er AJþingi hafði samþykkt um brú á Ölfusá. Ástæða konungs fyrir synjunni? „Synjunin var rökstudd með því, að vaðið hjá Laugardælum væri svo gott,“ segir S.E. í bók sinni „Stjórnmál". Sé betur að gáð er konungsvald- ið náttúrlega að gæta hagsmuna einokunarverslunar Lefólís á Eyr- arbakka með slíkri synjun. „Ég trúi ekki á Svartholið," sagði Sigurður í orrahríð er hann stóð 1 á Alþingi, þá er hann varði náðun Ólafs Friðrikssonar, er var þó óvæginn pólitískur andstæð- ingur hans og hafði farið hamför- um gegn banka Sigurðar, fslands- banka. Tengdafaðir Sigurðar Egg- erz var hæstaréttardómari og kvað upp dóm þann er til er vitn- að. Var Sigurði borið á brýn að hann sýndi tengdaföður sínum óvirðingu með náðun Ólafs. Slíkt tal var tilhæfulaust. Vinir Sigurðar Eggerz unnu að því að hann yrði kjörinn fyrsti forseti íslands. Andstæðingar hans margir viðurkenndu að hann væri vel til þess embættis fallinn. Ludvig Hjálmtýsson ferðamála- stjóri var einn þeirra er vissi um þau áform. Hann segir að fylgis- mönnum Sigurðar hafi komið saman um að senda honum skeyti til Akureyrar ef samtök næðust um stuðning. Skeytið var á dul- máli, en viðtakanda var kunnugt um þýðingu þess. Það hljóðaði svo: Komdu suður að líta á ibúðina. Það þýddi að Sigurðar væri vænst suður til funda og undirbúnings. Er frá leið varð ljóst að þorri þingmanna fylkti sér um Svein Björnsson. Er það allt kunnara en frá þurfi að segja. „Það er varla til nokkur sann- leikur, sem ekki er bitur á bragðið. Og þess vegna er sannleikurinn sagður svo sjaldan," sagði Sigurð- ur Eggerz eitt sinn í ritgerð. Að baki virðulegs manns er gengur í garðinn með silfurbúinn göngustaf á armlegg situr kona til borðs með tveimur gestum. Hún er klædd íslenskum búningi, með skotthúfu á höfði og peysufatasjal (franskt sjal) á herðum. Þar telja menn sig greina Sólveigu Daní- elsdóttur, konu Jóns B. Jónssonar, starfsmanns Reykjavíkurborgar. Sólveig var dóttir Daníels Daní- elssonar er frægur var á sinni tíð. Daníel var fjölhæfur maður, lærð- ur ljósmyndari, veitingamaður, verktaki og síðast dyravörður i Stjórnarráðinu. Um hann kvað Sigurður Z. ljóðabálk mikinn og frægan. Sólveig rak lengi hann- yrðaverslun ásamt vinkonu sinni, Ágústu Eiríksdóttur, er enn lifir háöldruð. Hannyrðaliljur minnast þeirra með þökk. Sólveig vakti hvarvetna eftirtekt og bauð góðan þokka. Hús þeirra Jóns og Sólveig- ar var lengi í útjaðri borgarinnar, en er nú umkringt húsaþyrpingu nýrra borgarhverfa í Stigahlíð. Það fór mjög eftir árstíðum hvernig umhorfs var í garðinum. Stundum var garðurinn eins og segir í ljóði Tómasar Guðmunds- sonar „vorsins draumabláa sól- skinshöll". Raunar er ljóðið ort í Hress- ingarskálanum við dúkað borð. Tónskáldið unga, Sigfús Hall- dórsson, söng og trallaði lag sitt meðan skáldið Tómas ritaði rím- orð á blað, sér til minnis. Seinna, sama dag, skilaði skáldið ljóðinu og eigi leið á löngu áður en flest ungmenni kunnu skil á laginu: „Við eigum samleið." „Um bláan sæinn söngvar óma því sumarið er komið, ástin mín, og aftur stendur allt í blóma af ungri gleði jörðin skín... “ Er leið á haustið kom gestgjaf- inn fyrir mislitum perum í garði sinum. Og þá ómaði hljómlist á palli og rómantíkin bar sigurorð af pólitíkinni, en frammistöðu- stúlkur báru fram fyrstu íslensku jarðarberin, ræktuð á Reykjum í Mosfellssveit. Og með þeim var hnausþykkur þeyttur rjómi handa þeim sem höfðu ráð á slíkum mun- aði og ekki voru þegar komnir á kné í kröppum dansi kreppuár- anna. Föstudaginn 7. júlí 1933 efnir Björn Björnsson til mikillar veislu í garði Hressingarskálans. Þangað býður hann Balbo flugmarskálki og flugliðum hans. Þar eru á boðstólum ítalskir réttir, spag- hetti í kílómetratali, makkaróni og hvað annað sem hæfir með þjóðarréttum ítala. Þá fjölmenna Reykvíkingar í garðinn að fagna sólbrúnum Suðurlandabúum og syngja þeim lof. Pétur Á. Jónsson óperusöngvari og Kristján Krist- jánsson söngvari og starfsmaður Viðtækjaverslunar syngja. Þjóð- dansaflokkur sýnir vikivaka. Þar voru hæg heimatökin því Ásthild- ur Kolbeins er stjórnaði fram- reiðslustúlkum Hressingarskálans var einnig í forystusveit Þjóð- dansaflokks. Svo glímdu Ármenn- ingar. Ágúst Kristjánsson lög- reglumaður og fegurðarglímu- kappi man enn sýningu þeirra fé- laga. (Er ekki einhver í hópi les- enda sem kynni að eiga ljósmynd- ir frá veislunni.) Knud Rasmussen, heimskauta- farinn og landkönnuðurinn, er gat sér frægðarorð mun einnig hafa komið í garðinn þetta kvöld. Val- týr Stefánsson ritstjóri er sagður hafa fylgt honum til herbergis á Hótel Borg áður en veislunni lauk. í garðinum var sungið við raust og glaðst við gamanmál og veit- ingar og þess beðið að miðnætur- sólin ljómaði á ný á lofti. Utan- dyra stóðu holdgrannir vitringar úr Bröttugötu, sem höfðu séð stjörnuna í austri og biðu heims- byltingar. Þeir beindu ógnandi nikótíngulum Commanderfingrum að liðsmönnum Balbos og hróp- uðu: Abbasso Balbo, abbasso Mussolini. Niður með Balbo, niður með Mussolini. Nokkrir gelgju- legir kratastrákar tóku undir. Þetta var orðalisti Rauða fánans, ítölskunámskeið í viðlögum. Lög- reglustjórinn í Reykjavík, Her- mann Jónasson, gerði Rauða fán- ann upptækan, lét brenna upplag- ið að viðstöddum lögreglumönn- um. Kommarnir mótmæltu, en ábyrgir góðborgarar óttuðust áhrif hrópanna á saltfiskmarkað- inn. Um sama leyti sagði Hermann við starfsmenn Stjórnarráðsins er þeir mótmæltu kröfum Hermanns í öðru máli: „Ég get ráðið yfir ykkur öllum, ef ég vil.“ Það reyndust orð að sönnu og svo tók Steingrímur við. Að lokinni veislu í garði Hress- ingarskálans var beðið eftir byr. Svo hófust 24 vélar Balbos flug- markskálks á loft og beindu för sinni úr Vatnagörðum til Vestur- I heims. Það var ekki fyrr en alllögu síð- ar að þeir Balbo og Mussolini tóku upp hrópin er hljómuðu í Austur- stræti og gerðu þau að sínum, og þá hvor gegn öðrum. Balbo sagði: Abbasso Mussolini, en Mussolini: Abbasso Balbo. Sagnfræðingar segja að þegar Mussolini þóttist sjá skæðan keppinaut í Balbo flugmarskálki hafi hann ekki harmað það er flugvél Balbos var skotin niður í Afríku árið 1940. Við rannsókn kom í ljós að skotin sem grönduðu vél Balbos voru úr ítalskri byssu. Þar höfðu með öðrum og óvæntum hætti ræst hrópin úr Austur- stræti. Niður með Balbo. Seinna var Mussolini hrópaður niður, sem frægt varð. Þégar reynt er að krefja minnið sagna um gesti í garði Hress- ingarskálans, koma skáldin Vil- hjálmur frá Skáholti og Steinn Steinarr með ljóð á vör og setjast í skógarlund, undir gluggum rak- arastofu Kjartans Ólafssonar. Þar sátu þeir tíðum og undu sér við veitingar er starfsstúlkur báru fram, auk þess er þeir höfðu sjálf- ir meðferðis. Þaðan gátu þeir fylgst með mannlífi og virt fyrir sér gróður. Þeir sem þekkja ljóð þeirra félaga og skáldbræðra minnast e.t.v. að tvö ljóð þeirra byrja með sömu orðum: Vilhjálmur sagði: „Það vex eitt blóm á bak við húsið mitt, í björtum reit á milli grárra veggja.” Steinn sagði: „Það vex eitt blóm fyrir vestan og veit ekki að ég er til.“ Rakarinn sem nú starfrækir stofu Kjartans Ólafssonar minnist þeirra skáldanna. „Ég heid að fólk hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað þetta voru miklir karakter- ar,“ sagði hann. Það var fjölmennur og sundur- leitur hópur gesta er sótti garð Hressingarskálans fyrr á árum. Margur gesturinn geymist í minni. Pétur Pétursson þulur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.