Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 30
30___________ Parísaróperan MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 Pavarotti hættir við sjö sýningar París, 14. maí. AP. ÍTALSKI tcnórsöngvarinn Luciano Pavarotti hefur orðió að hætta við þátttöku í sjö sýningum Parísaróper- unnar á „Grímudansleik“ Verdis í maí og júní. Pavarotti tók þessa ákvörðun að iæknisráði. Hann veiktist í síðustu viku er verið var að taka upp hluta úr verkinu fyrir franska sjónvarp- ið. Hann sneri til Ítalíu og hvílist þar nú. Óljóst er hvað amar að söngvar- anum heimsfræga, en heimildir herma að hann sé þjakaður af of- þreytu. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Pavarotti væri hjart- veikur. Við hlutverki hans hjá Parísaróperunni tekur japanski tenórsöngvarinn Taro Ichihara. Norðmenn hagnast á utanríkis- verzlun OmIó, 14. maí. AP. VIÐSKIPTI Noregs við útlönd urðu hagstæð um 3,7 milljarða norskra króna í apríl, eða jafnvirði 17,4 millj- arða íslenzkra króna, samkvæmt bráðabirgðatölum norsku hagstof- unnar. Mestu skiptir í þessu dæmi út- flutningur á olíu og gasi. Er út- koman í apríl nánast sú sama og í fyrra. Samkvæmt upplýsingum hag- stofunnar er gróði Norðmanna á utanríkisviðskiptum fyrstu fjóra mánuði ársins orðinn 13,4 millj- arðar norskra króna, eða jafnvirði 63 milljarða íslenzkra króna. Er það 9% minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Verðmæti olíu og gass, sem Norðmenn fluttu úr landi I apríl, var 7,5 milljarðar norskra króna, sem er 22,2% aukning frá apríl í fyrra. Útflutningur á olíu og gasi fyrstu fjóra mánuði ársins nam 29,7 milljörðum norskra króna, sem er 15,7% aukning miöað við sama tíma í fyrra. Tékka tókst að flýja MUnehen, 14. mní. AP. TÆPLEGA fertugur Tékki flýði yfir til Vestur-Þýzkalands á laugardag, að því er vestur-þýzka lögreglan staðfesti í dag. Að sögn lögreglunnar labbaði maðurinn yfir landamærin, sem er vandlega gætt, án þess að tékkn- eskir landamæraverðir reyndu að stöðva hann. Atvikið áttti sér stað í Bæjaralandi. Upplýsingum um flóttamanninn er haldið leyndum til að vernda skyldmenni heima fyrir. Á föstudag rauf lítil tvíþekja, sem var máluö merkjum sovézka flughersins, lofthelgi V-Þýzka- lands. Flaug hún 13 kílómetra inn fyrir landamærin og hringsólaði yfir þorpinu Böbraberg áður en hún flaug sömu leið til baka. AP/Slm»mynd UPPÁ LÍF OG DAUÐA Frá vítiseldinum í Bradford á laugardaginn, áhorfendur velta sér í brennandi fótum úr stúkunni og reyna að slökkva í fötum sínum. Á sjötta tug manna fórust í eldinum sem talinn er hafa kviknað er reyksprengju var varpað í stúkunni. Óljóst er þó enn hví eldurinn læsti sig jafn fljótt í alla stúkuna og raun bar vitni. Skattsvik vaxandi vandamál í Kína Peking, 14. maí. AP. HELMINGUR þeirra fyrirtækja í Kína, sem rekin eru af ríkinu eða öðrum opinberum aðilum, svíkja undan skatti og 80% fyrirtækja í einkarekstri fara eins að. Skýrði Dagblað alþýðunnar frá þessu í dag. „Þessi tilhneiging til skattsvika brýtur ekki aðeins í bága við skattalög okkar og spillir fyrir efnahagslífi okkar, heldur kyndir hún undir alls konar óheilbrigðum tilhneigingum, spillir fyrir umbót- um, dregur úr tekjum landsins og Gosdrykkir lagaðir á Grænlandi CnenUndi, 14. nuí. Frá Nils Jórgen Brunn, frétUriUrn Mbl. GRÆNLENSKA landsþingið hefur ákveðið, að reistar skuli þrjár gosdrykkjaverksmiðjur á Grænlandi og vakir það fyrst og fremst fyrir þingmönnum að spara þjóðinni dýran flutning frá Danmörku og auka atvinnuna. Ekki eru þó allir jafn ánægð- ir með þessa ákvörðun, ekki t.d. Frank Senderowitz, yfir- tannlæknir, en hann sagði í viðtali við grænlenska útvarp- ið, að hann væri á móti því að framleiða jafn óholla vöru og gosdrykki í landi þar sem tannheilbrigði, beinkum meðal barna, væri jafn skelfilega lítið og í Grænlandi. Gosdrykkj averksmiðj urnar eiga að vera í Jakobshöfn, Nuuk og Julianeháb en yfir- tannlæknirinn segir, að ef byggja eigi á annað borð sé best að hafa verksniiðjurnar í Narssaq í Suður Grænlandi en þar er Kvanefjall, sem er mjög úranríkt, og í vatninu á þessum slóðum er mikið af flúor. er til tjóns fyrir grundvallar- hagsmuni fjöldans," segir blaðið á forsíðu í dag, en blaðið er málgagn kínverska kommúnistaflokksins. í frásögn blaðsins kemur ekki fram, hve mikið fé glatist vegna þessara skattsvika í heild. Þar er þó tekið fram, að í Hebei-héraði . einu saman hafi þessi fjárhæð numið sem svarar 35 millj. dollur- um á síðasta ári. Skattrannsókn, sem fram fór í fyrra hjá 12.000 fyrirtækjum í Xi’- an, höfuðborg Shaanxi-héraðs, leiddi í Ijós skattsvik að fjárhæð um 4 millj. dollara og var það nær þrisvar sinnum meira en komið hafði fram í samskonar rannsókn árið áður. AP/Símamynd Ronald Reagan, Bandaríkjaforeeti, ávarpar Evrópuþingið f Strassbourg. MiUisvæðamótid í Túnis: Yussupov med örugga forystu Tónisborg, 14. maí. AP. SOVÉZKI stórmeistarinn Artur Yussupov er nú með örugga forystu eftir 12 umferðir í millisvæðaskák- mótinu f Túnisborg í Túnis. f bið- skák hans við Ivan Morovic sigraði hann á mjög sannfærandi hitt. Hef- ur Yussupov nú 9 vinninga og hefur ekki tapað skák í þessu móti. Næst- ur kemur landi hans, Alexander Chernin, sem er með 8'/2 vinning. Staða efstu manna á mótinu er að öðru leyti þannig að Alexander Beliavski, Sovétríkjunum, er í þriðja sæti með 8 vinninga, en í 4.-7. sæti með 6V4 vinning eru Victor Gavrikov, Sovétríkjunum, Vlastimil Hort, Tékkóslóvakíu, Lajos Portisch, Ungverjalandi, og Mihai Suba, Rúmeníu. Þeir Nick de Fermian, Banda- rikjunum, og Gennadi Sosonko, Hollandi, eru I 8.-9. sæti með 6 vinninga og Alonso Zapata, Col- ombíu, Anthony Miles, Bretlandi, og Maxim Dlugi, Bandaríkjunum, eru í 10.—12. sæti með 5% vinn- ing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.