Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 30
30___________
Parísaróperan
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985
Pavarotti
hættir við
sjö sýningar
París, 14. maí. AP.
ÍTALSKI tcnórsöngvarinn Luciano
Pavarotti hefur orðió að hætta við
þátttöku í sjö sýningum Parísaróper-
unnar á „Grímudansleik“ Verdis í
maí og júní.
Pavarotti tók þessa ákvörðun að
iæknisráði. Hann veiktist í síðustu
viku er verið var að taka upp hluta
úr verkinu fyrir franska sjónvarp-
ið. Hann sneri til Ítalíu og hvílist
þar nú.
Óljóst er hvað amar að söngvar-
anum heimsfræga, en heimildir
herma að hann sé þjakaður af of-
þreytu. Orðrómur hefur verið á
kreiki um að Pavarotti væri hjart-
veikur. Við hlutverki hans hjá
Parísaróperunni tekur japanski
tenórsöngvarinn Taro Ichihara.
Norðmenn
hagnast á
utanríkis-
verzlun
OmIó, 14. maí. AP.
VIÐSKIPTI Noregs við útlönd urðu
hagstæð um 3,7 milljarða norskra
króna í apríl, eða jafnvirði 17,4 millj-
arða íslenzkra króna, samkvæmt
bráðabirgðatölum norsku hagstof-
unnar.
Mestu skiptir í þessu dæmi út-
flutningur á olíu og gasi. Er út-
koman í apríl nánast sú sama og í
fyrra.
Samkvæmt upplýsingum hag-
stofunnar er gróði Norðmanna á
utanríkisviðskiptum fyrstu fjóra
mánuði ársins orðinn 13,4 millj-
arðar norskra króna, eða jafnvirði
63 milljarða íslenzkra króna. Er
það 9% minni hagnaður en á sama
tíma í fyrra.
Verðmæti olíu og gass, sem
Norðmenn fluttu úr landi I apríl,
var 7,5 milljarðar norskra króna,
sem er 22,2% aukning frá apríl í
fyrra. Útflutningur á olíu og gasi
fyrstu fjóra mánuði ársins nam
29,7 milljörðum norskra króna,
sem er 15,7% aukning miöað við
sama tíma í fyrra.
Tékka tókst
að flýja
MUnehen, 14. mní. AP.
TÆPLEGA fertugur Tékki flýði yfir
til Vestur-Þýzkalands á laugardag,
að því er vestur-þýzka lögreglan
staðfesti í dag.
Að sögn lögreglunnar labbaði
maðurinn yfir landamærin, sem er
vandlega gætt, án þess að tékkn-
eskir landamæraverðir reyndu að
stöðva hann. Atvikið áttti sér stað
í Bæjaralandi.
Upplýsingum um flóttamanninn
er haldið leyndum til að vernda
skyldmenni heima fyrir.
Á föstudag rauf lítil tvíþekja,
sem var máluö merkjum sovézka
flughersins, lofthelgi V-Þýzka-
lands. Flaug hún 13 kílómetra inn
fyrir landamærin og hringsólaði
yfir þorpinu Böbraberg áður en
hún flaug sömu leið til baka.
AP/Slm»mynd
UPPÁ LÍF OG DAUÐA
Frá vítiseldinum í Bradford á laugardaginn, áhorfendur velta sér í brennandi fótum úr stúkunni og reyna að slökkva í fötum sínum. Á sjötta tug
manna fórust í eldinum sem talinn er hafa kviknað er reyksprengju var varpað í stúkunni. Óljóst er þó enn hví eldurinn læsti sig jafn fljótt í alla
stúkuna og raun bar vitni.
Skattsvik vaxandi
vandamál í Kína
Peking, 14. maí. AP.
HELMINGUR þeirra fyrirtækja í Kína, sem rekin eru af ríkinu eða öðrum
opinberum aðilum, svíkja undan skatti og 80% fyrirtækja í einkarekstri fara
eins að. Skýrði Dagblað alþýðunnar frá þessu í dag.
„Þessi tilhneiging til skattsvika
brýtur ekki aðeins í bága við
skattalög okkar og spillir fyrir
efnahagslífi okkar, heldur kyndir
hún undir alls konar óheilbrigðum
tilhneigingum, spillir fyrir umbót-
um, dregur úr tekjum landsins og
Gosdrykkir
lagaðir á
Grænlandi
CnenUndi, 14. nuí.
Frá Nils Jórgen Brunn, frétUriUrn Mbl.
GRÆNLENSKA landsþingið
hefur ákveðið, að reistar skuli
þrjár gosdrykkjaverksmiðjur á
Grænlandi og vakir það fyrst og
fremst fyrir þingmönnum að
spara þjóðinni dýran flutning frá
Danmörku og auka atvinnuna.
Ekki eru þó allir jafn ánægð-
ir með þessa ákvörðun, ekki
t.d. Frank Senderowitz, yfir-
tannlæknir, en hann sagði í
viðtali við grænlenska útvarp-
ið, að hann væri á móti því að
framleiða jafn óholla vöru og
gosdrykki í landi þar sem
tannheilbrigði, beinkum meðal
barna, væri jafn skelfilega lítið
og í Grænlandi.
Gosdrykkj averksmiðj urnar
eiga að vera í Jakobshöfn,
Nuuk og Julianeháb en yfir-
tannlæknirinn segir, að ef
byggja eigi á annað borð sé
best að hafa verksniiðjurnar í
Narssaq í Suður Grænlandi en
þar er Kvanefjall, sem er mjög
úranríkt, og í vatninu á þessum
slóðum er mikið af flúor.
er til tjóns fyrir grundvallar-
hagsmuni fjöldans," segir blaðið á
forsíðu í dag, en blaðið er málgagn
kínverska kommúnistaflokksins.
í frásögn blaðsins kemur ekki
fram, hve mikið fé glatist vegna
þessara skattsvika í heild. Þar er
þó tekið fram, að í Hebei-héraði
. einu saman hafi þessi fjárhæð
numið sem svarar 35 millj. dollur-
um á síðasta ári.
Skattrannsókn, sem fram fór í
fyrra hjá 12.000 fyrirtækjum í Xi’-
an, höfuðborg Shaanxi-héraðs,
leiddi í Ijós skattsvik að fjárhæð
um 4 millj. dollara og var það nær
þrisvar sinnum meira en komið
hafði fram í samskonar rannsókn
árið áður.
AP/Símamynd
Ronald Reagan, Bandaríkjaforeeti, ávarpar Evrópuþingið f Strassbourg.
MiUisvæðamótid í Túnis:
Yussupov med
örugga forystu
Tónisborg, 14. maí. AP.
SOVÉZKI stórmeistarinn Artur
Yussupov er nú með örugga forystu
eftir 12 umferðir í millisvæðaskák-
mótinu f Túnisborg í Túnis. f bið-
skák hans við Ivan Morovic sigraði
hann á mjög sannfærandi hitt. Hef-
ur Yussupov nú 9 vinninga og hefur
ekki tapað skák í þessu móti. Næst-
ur kemur landi hans, Alexander
Chernin, sem er með 8'/2 vinning.
Staða efstu manna á mótinu er
að öðru leyti þannig að Alexander
Beliavski, Sovétríkjunum, er í
þriðja sæti með 8 vinninga, en í
4.-7. sæti með 6V4 vinning eru
Victor Gavrikov, Sovétríkjunum,
Vlastimil Hort, Tékkóslóvakíu,
Lajos Portisch, Ungverjalandi, og
Mihai Suba, Rúmeníu.
Þeir Nick de Fermian, Banda-
rikjunum, og Gennadi Sosonko,
Hollandi, eru I 8.-9. sæti með 6
vinninga og Alonso Zapata, Col-
ombíu, Anthony Miles, Bretlandi,
og Maxim Dlugi, Bandaríkjunum,
eru í 10.—12. sæti með 5% vinn-
ing.