Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAf 1985
31
Ítalíæ
Bjartsýni í
efnahagslífinu
MíUoó, 14. maí. AP.
HLUTABRÉF í (yrirtækjura i Ítalíu snarhækkuðu (dag og niðu hærra verdi
en nokkru sinni síðan fyrir stríð. Ástæðan er talin vera fylgistap kommúnista
í héraðskosningunum nú um helgina. I samræmi við þetta hækkaði líran
hvarvetna i gjaldeyrismörkuðum heims gagnvart Bandaríkjadollar, sem
lækkaði og varð gengi hans lægra en nokkru sinni síðan snemma í febrúar sl.
lyndir. Nam fylgi þeirra í heild
58,1%, en kommúnistaflokkurinn
fékk 30,2% og er hann því eftir
sem áður stærsti kommúnista-
flokkurinn á Vesturlöndum.
Mest varð ásóknin i hlutabréf i
ítölskum fyrirtækjum i kauphöll-
inni í Mílanó, enda er þar stærsti
verðbréfamarkaður Ítalíu. Hækk-
uðu hlutabréf sumra italskra
fyrirtækja um ein 5% i dag og
voru stórfyrirtæki eins og Fiat,
Montedison, Pirelli og Olivetti þar
hvað fremst.
Samkvæmt endanlegum niður-
stöðum kosninganna unnu stjórn-
arflokkarnir fimm undir forystu
Bettinos Craxi forsætisráðherra
verulega á, en þeir eru sósialistar,
kristilegir demókratar, lýðveldis-
sinnar, jafnaðarmenn og frjáls-
Spár um, að kommúnistar
kynnu að fara fram úr kristilegum
demókrötum í þessum kosningum,
voru farnar að setja svip á fjár-
mála- og efnahagslif á Italiu og
draga úr kjarki áhrifamanna á
þeim vettvangi.
Miklar hrotur kunna
að vera hættulegar
Helsingfors, 14. m*í. AP.
HROTUR kunna að vera merki um sjúkdóm og geta
einar sér verið heil.su viðkomandi manns bættulegar i
mörgum tilfellum. Kemur þetta fram í skýrslu, sem
hópur finnskra lækna hefúr látið gera. „Hættan er
mest hjá þeim, sem þjást af sjúklegum hrotum og
jafnframt kunna að vera veilir fyrir hjarta," var í dag
haft eftir Marrku Koskenvuo, lækni við háskóla-
sjúkrahúsið i Helsingfors.
Miklar hrotur valda truflunum á önduninni, sem
geta varað allt að 10 sekúndum, segir i skýrslu
finnsku læknanna, en hún birtist fyrir skömmu i
brezka læknaritinu Lancet Slíkar öndunartruflan-
ir leiða til þess, að líkaminn gripur til sinna ráða
með þvi að auka framleiðsluna á adrenalíni i þvi
skyni að örva hjartað til þess að starfa hraðar og
veita blóðinu þannig örar um líkamann, svo að
hann fái meira súrefni.
„Ef slíkar truflanir eiga sér stað oftar en 30
sinnum á einni nóttu eða oftar en 7 sinnum á einni
klukkustund, þá er alvara á ferðum," sagði Kosk-
envuo læknir í dag, er hann gerði frekari grein
fyrir skýrslunni.
Finnska skýrslan er byggð á niðurstöðum könn-
unar, þar sem 3.847 karlmenn og 3.664 konur voru
spurð um, hvernig þau svæfu. Aðeins 9% karl-
mannanna og 3,6% kvennanna svöruðu á þann veg,
að þau „hrytu nær alltaf". Hins vegar svöruðu 25%
kvennanna og 11% karlmannanna á þann veg, að
þau „hrytu aldrei" og enn aðrir sögðust hrjóta
„stundum" eða „oft“.
Miklar hrotur eru algengastar hjá þeim feit-
lögnu.
Sovétríkin:
Bandarískri konu
meinuð landganga
Helnnki, 13. meí. AP. Cæ KW
BANDARÍSK kona, sem kom ( dag
til Helsinki frá Moskvu, segir, að
henni hafi verið meinuð landganga
þar vegna þess að hún hafði i fórum
sínum trúarleg rit. Hún kveðst hafa
orðíu að sæta yfirheyrslum á hóteli á
flugvellinum í marga klukkutíma.
Konan, sem heitir Regina Sipple
og er 32 ára að aldri, er frá Salt
Lake City í Utah. Hún segist hafa
haft með sér margar bækur um
trúmál og hljómsnældur með tón-
list fyrir börn, sem hún hafi ætlað
að gefa. Hafi það allt verið gert
upptækt.
Sipple segist ekki hafi fengið að
hafa samband við ferðafélaga sína Moskvu áður en hún var send úr
eða bandariska sendiráðið i landi.
Syðri-Straumsfjörður:
Aflýsa verkfalli
Kaupmannahöfn, 14. maí. Frá Nils Jörgen Bruun frétUriUra Mbl.
AFLVST hefur verið verkfalli 9 flug- vinnuveitenda þeirra, danska
umferðarstjóra í Syðri-Straumsfirði, rikisins. Fengu flugumferðarstjór-
sem koma átti til framkvæmda 25. arnir hækkun á launum sínum,
maí nk. sem nemur milli 250 og 450 dönsk-
um krónum á mánuði. Gildir sam-
Um helgina náðist samkomulag komulagið fyrir tímabilið
milli flugumferðarstjóranna og 1983—85.
^ÖLUBOÐ
rauðkál 720 gr.
appelsínu marmelaði 450 gr.
bakaðar baunir 439 gr.
ÍU tekex 200 gr.
lcr log IJkruður nogr.
w RÚSSNES | grænar 1 baunir ibogr. k
PELMC ) gular 500 gr. hálfbaunir
s • blandaðar kextegundir 6 tegundir
...vöruverð í lágmarki
SHEENA
Vic Casey (Ted Wass), er iþróttafróttamaöur viö
stóra, bandaríska sjónvarpsstöö. Hann, ásamt vini
sínum og samstarfsmanni, Fletcher (Donovan Scott),
heldur til Afríku til aö kvikmynda þátt um Otwani
prins. Prinsinn hefur stundaö nám viö háskóla í
Bandaríkjunum og unniö sér góöan oröstír sem frá-
bær íþróttamaöur. Hann er einnig góövinur Vics.
Jabalani, konungur, bróöir Otwanis, tekur á móti
þeim félögum og býöur þeim til konunglegrar veislu.
Otwani er fégráöugur maöur og hefur lagt á ráöin um
bróöurmorö, til aö komast sjálfur til valda, meö aö-
stoö Zöndu, prinsessu. Otwani vill grafa eftir títaníum
i landi Zambúla, en Jabalani segir svæöiö heilaga
jörö og þar megi engu raska.
I landi Zambúla býr hvit kona, Sheena (Tanya Rob-
erts). Foreldrar hennar bæöi læknar, höföu látiö lífiö,
er þau rannsökuöu fjalliö helga, Gudjara. en þá var
Sheena barn aó aldri. Shaman töfralæknir Zambula
(Elizabeth a Toro), hefu' aliö Sheenu upp, ot; þess
unga kona hefur lært ýmislegt um frumskóginn og
ibúa hans, sem nútímafólki er framandi.
Vic og Fletcher ná af tilviljun mynd af örinni, sem
banar Jabalani konungi. Þegar Otwani kemst aö því
tryllist hann. Hann hefur ákært Shaman fyrir kon-
ungsmoröiö og fangelsaö hana. Sheenu tekst aö
frelsa hana og veröa Vic og Fletcher vitni aö flóttan-
um.
Þeir félagar elta konurnar inn í frumskógin og Otwani
og hermenn hans eru staöráönir í aö fella þau öll,
halda til landa Zambúla og grafa eftir titaníum úr
fjallinu helga.
Upphefst nú hinn ógurlegasti eltingaleikur um frum-
skóginn. Sheena og Vic reyna aö ná til Zambúialands
á undan Otwani, en hann er vel vopnum búinn á
meöan þau hafa einn fararskjóta — sebrahest.
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.10 og 11.15.