Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 Bretland: Frjálst útvarp er enn kennt við sjóræningja Tskjabúnaður í upptökusal rásar 2. í Bretlandi telja menn unnt að smíða örbylgjusenda, er draga allt að 15 km, fyrir 2300 krónur. — eftir Kevin Sutcliffe Umræður um afnám ríkiseinok- unar á útvarpsrekstri fara nú fram víða um lönd. í byrjun þessa árs hófust útsendingar einkaaðila á sjónvarpsefni i Vestur-Þýska- landi. Stöðin nefnist Aktuelle Presse-Fernsehen (APF) og á að dreifa sendingum hennar með kapii. Ýmis fylki í þýska sam- bandslýðveldinu eru treg til að veita samþykki sitt við því að kap- alkerfi komist i notkun. Ýmsir forystumenn þýskra jafnaðar- manna eru hræddir um að einka- stöðvar verði of hallar undir sjón- armið borgaraflokkanna. Nýja sjónvarpsstöðin í Vestur-Þýska- landi var stofnuð með samvinnu 10 fyrirtækja, sem flest hafa unn- ið að útgáfumálum. Auglýsingar standa undir rekstrinum. Eigend- ur stöðvarinnar vona, að i lok þessa árs nái sendingar hennar til um milljón áhorfenda. Jafnaðarmenn í Frakklandi af- námu ríkiseinokun á útvarps- rekstri þar í landi 1981. Nú eru yfir 70 útvarpsstöðvar í Paris, þar sem íbúar eru 8,5 milljónir og yfir 1.000 i landinu öllu, en ibúar Frakklands eru tæplega 55 millj- ónir. Þess er vænst að sjónvarps- rekstur verði gefinn frjáls i Frakklandi áður en langt um lið- ur. Ekki alls fyrir löngu fóru 200 þúsund ungmenni í mótmælag- öngu á götum Parísar til að and- mæla því, að útvarpsstöðin NRJ, sem sendir út dægurlög var látin sæta viðurlögum fyrir að nota of mikinn sendistyrk. í Bretlandi er enn litið á út- varpsstöðvar einkaaðila sem sjó- ræningjastöðvar. Einnig þar eykst þrýstingur á stjórnvöld og kröfur verða ákafari um afnám ríkisaf- skipta. Sú grein sem hér birtist eftir Kevin Sutcliffe er úr breska vikuritinu Observer og segir frá aðstöðu þeirra sem stunda frjáls- an útvarpsrekstur í Bretlandi þrátt fyrir bann yfirvalda. „Það er af því þeir vilja ekki að óbreyttir borgarar fái að tala í út- varp án opinberrar ritskoðunar. og þeir vilja ekki að við fáum að nýta okkur tæknina," segir „Mart- in C“ (sem er ekki hans rétta nafn), tvítugur maður sem við hittum uppi á þaki háhýsis hátt fyrir ofan ósasvæði Mersey-ár- innar. Hann er að setja upp loft- net svo Storeton Community Radio (SCR) — „sjóræningja-út- varpsstöð" sem hann hóf rekstur á fyrir þremur árum — geti hafið sínar daglegu útsendingar. Stað- urinn, einn af mörgum sem SCR hefur notað í Birkenhead, er vand- lega valinn með það fyrir augum að útsendingarnar nái yfir sem mest landsvæði (rúmlega 130 fer- kílómetra svæði í Lancashire og Cheshire). Þetta er einnig ákjós- anlegur staður til að fylgjast með því hvort starfsmenn RIS (Radio Investigation Service) séu á leið- inni, en þeir vinna á vegum iðnað- arráðuneytisins við að leita uppi sjóræningjastöðvar og loka þeim. Martin veit full vel hvað það kostar ef þeir hafa upp á honum. Árið 1981, stuttu eftir að SCR hóf sendingar, fannst stöðin; Martin var handtekinn, sakaður um brot á útvarps- og símritunarlögunum frá 1949, honum gert að gert að greiða £115 (5.277 kr.) í sekt og tækjabúnaðurinn gerður upptæk- ur. Ekki hefur SCR orðið fyrir árás RIS síðan, og er stöðin nú mjög vel tækjum búin. En Martin er það ljóst að samkvæmt nýju fjarskiptalögunum má loka stöð- inni fyrir fullt og allt ef hún finnst. Hvers vegna þá að taka áhættuna? „Við erum með útvarpssend- ingar vegna þess að löglegu stöðv- arnar hér við Mersey-ósa bjóða ekki upp á þá fjölbreytni og þau gæði sem Liverpoolbúar kerfjast. Komið er fram við hlustendur eins og kjána.“ Frumstæö tæki í upphafi var starfsemin mjög frumstæð og fólst í því að Martin lék nokkur lög af plötum sem send voru út á notaðri bylgjulengd, en SCR hefur nú þróast yfir í út- varpsstöð, sem sendir út svo til allan sólarhringinn, og þar starfa 20 sjálfboðaliðar (meðalaldur 22 ár), sem fjármagna starfsemina með gjafaframlögum og eigin vasapeningum. Auglýsingar eru bannaðar. Aðstandendur SCR álíta, að þær hafi skaðleg áhrif á útvarpsefnið, og Martin heldur því fram, að auglýsingatekjurnar séu óþarfar þar sem útvarpsrekstur sé „ódýr, auðveldur og skemmtileg- ur“. Martin smíðaði sjálfur mið- bylgju-sendistöð sína — sem hann viðurkennir að sé nokkuð flókið verk — fyrir alls um £200 (9.100 kr.). En örbylgju sendistöðvar sem heyrast í um 15 km. fjarlægð má smíða fyrir allt niður í £50 (2.300 kr.). Þeir sem ekki treysta sér til að setja saman sína eigin sendi- stöð, geta víða fengið tæknilega aðstoð. Einn fyrrum eigandi sjó- ræningjastöðvar lifir nú á því að smíða úrvals sendistöðvar fyrir ólöglegar útvarpsstöðvar. Verðið er frá £450 (20.464 kr.) fyrir sendinn sjálfan upp í £1.000 (46.000 kr.) fyrir fullkominn tækjabúnað í útvarpsstöð. í niðurlagi Sykes-skýrslunnar frá 1923 um eftirlit og notkun á öldum ljósvakans í Bretlandi í framtíðinni segir svo: „Við álítum að þessi miklu umráð yfir skoð- anamyndun almennt og lífi þjóð- arinnar eigi að vera í höndum ríkisins." Þessari umsögn í skýrsl- unni hefur siðan verið beitt sem rökum til stuðnings stefnunni í út- varpsmálum. Innanríkisráðuneyt- ið og leyfishafarnir, BBC og IBA, fylgjast stranglega með öllum dagskrám útvarpsstöðvanna. í samanburði við útvarpsrekstur í öðrum löndum virðist þessi stefna mjög hamlandi og úrelt. í flestum löndum Evrópubandalagsins hef- ur verið dregið úr hömlum út- varpslaganna eftir þrýsting frá stjórnendum ólöglegra sendi- stöðva. Lögin í Bretlandi hafa hinsvegar verið hert. 100 stöövar Margir „sjóræningar" telja að fjarskiptalögin frá því í fyrra, þar sem sekt fyrir ólöglegan útvarps- rekstur er hækkuð í £2.000 (92.000 kr.), feli það í sér að ríkisstjórnin sé nú farin að gera sér grein fyrir þýðingu þeirra. Martin C var fljót- ur að benda á að stöð hans sé ekk- ert einangrað fyrirtæki í andófi gegn útvarpslögunum. í hverri viku eru nú starfandi allt að því 100 sjóræningjastöðvar í Bret- landi. Þeim má skipta í tvo flokka: svonefndar „sveitarfélagsstöðvar" sem ná til íbúa á takmörkuðu svæði (t.d. í einu úthverfi) með al- menna útvarpsþjónustu, og hins vegar stöðvar „sameiginlegra hagsmuna" sem laða til sin hlust- endur með ákveðin sameiginleg áhugamál, eins og ákveðna tegund tónlistar eða annað tungumál. Síðarnefndu stöðvarnar eru í miklum meirihluta, og þær sinna ákveðnum þörfum, sem löglegu stöðvarnar vilja ekki eða geta ekki sinnt. I miðborg Lundúna eru aðeins þrjár löglegar útvarpsstöðvar, Ein BBC stöð og tvær ILR (Independ- ent Local Radio), sem er mun minna en í öðrum stórborgum Evrópu. í París eru stöðvarnar til dæmis 15. Það er því ekki undar- legt þótt höfuðborgin státi af mesta samansafni sjóræningjast- öðva í landinu (um 20). Áfram- haldandi velgengni þeirra leiðir hugann að ótrúlegum áhrifum fyrstu sjóræningjastöðvarinnar, Radio Caroline, sem hóf sendingar á popptónlist til Bretlands frá skipi úti á Norðursjó árið 1964, og tókst á þremur vikum að tryggja sé sjö milljónir hlustenda vegna þess að BBC sinnti ekki kröfum „Steiki kleinur á staðnum“ - segir Ragnar Eövaldsson bakari í Keflavík um nýja verslun sína Keflavík, 10. mai. RAGNARSBAKARÍ í KeBavík er fyrirtæki sem segja má gróió inní mannlífið á Suðurnesjum. Árum saman hefur fyrirtækið verið mjög framarlega í allri brauð- og köku- gerð á svæðinu. Á síðustu árum l.ef- ur Ragnar Eðvaldsson bakari verið að færa út kvíarnai Stór hluti fram- leiðslunnar fer á markað á Reykja- víkursvæðinu og í dag, föstudag, opnaði hann verslun með framleiðs- luvörur sínar í húsakynnum Sam- kaupa, stærstu verslunar Kaupfélags Suðurnesja. Mjög mikil aðsókn var í baksturinn og fjölmenntu Suður nesjamenn í Samkaup og kynntu sér nýjungarnar hjá Ragnarsbakarí. sem bauð upp á vöfflur með rjóma til efni dagsins Þegai tækifæn galsi tók ég Ragnai Eðvaldsson bakaram eistara tal> og spurði hann un moi tökur viðskiptavinanna „Þetta hefui' veriö afveg brjál- að,“ sagði Ragnai „Ég átt/ nú von á góðum viðtökum en engu í lík- ingu við þetta. Ég hef núna ekki Kagnai Eðvaldssor bakar í hinn nyjn ‘erslur sinn> MorfcUP blaöið/EF verið með búð > fjögur ár, her ein göngu verið a heildsölumarkaðin- um. Bakarana var farið að langa ti) aó spreyta sig á einhverju nýju i bakstrinum og þvi tök ég þvi feg- ins hendi þegar mér bauðst þessi aðstaöa héi Þess> búð sen/ ég; er aö opna og vörurnai henn> koma algerlega sem viðbót við heildsölu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.